Þjóðviljinn - 19.11.1983, Síða 15

Þjóðviljinn - 19.11.1983, Síða 15
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19. - 20. nóvember 1983 'I iU » »•/.•»»» v t • Helgin 19. - 20. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Á tæplega 10 stöðum í Reykjavík eru nú reknir leiktækjasalir með svokölluöum tölvuspilakössum, þarsem starfsleyfi liggurfyrireðaer væntanlegt á næstu dögum, en auk þess eru slíkir spilakassar í mis- munandi stórum mæli ítugum sjoppubúða í höfuðborginni, en rekstur slíkra tækja þarer nú bann- aður samkvæmt nýjum reglum sem borgarstjórn samþykkti í haustog staðfestir voru í reglugerð sem breytingar á lögreglusamþykkt Reykjavíkur nú um síðustu mánaða- mót. Að sögn Williams Th. Möller aðal- fulltrúa lögreglustjóra undirbýr lög- reglan nú aðgerðir til að stöðva rekstur þessara tölvuspilakassa sem ekki er leyfi fyrir, í sjoppum borgarinnar. Hversu mörg þessi leiktæki eru víðs vegar um borgina veit enginn og ekki er heldur kveðið á um hámarksf jölda slíkra tækja á þeim veitingastöðum sem fengið hafa starfsleyfi fyrir rekstri þessara tækja. Hér er aðal samkomustaður unglinganna þar sem áður var Matstofa Austurbæjar við Hlemm. Avallt fullt út úr dyrum og kass- arnir mala gull... Myndir - Magnús. Það hefur ekki farið fram hjá borgarbú- um né sjálfsagt flestum landsmönnum að tölvuspilakassar hafa skotið upp kollinum á ólíklegustu stöðum. Hér er um að ræða leiktæki sem kaupa þarf aðgang að fyrir ýmist 5 eða 10 kr. í hvert skipti stendur „leikurinn“ yfir skamma stund en hann felst í flestum tilfellum í því að skjóta niður í-. myndaða óvini þessa heims eða annars. Gífurlega háar fjárhæðir Börn og unglingar sækja mörg hver stíft í þessi tæki og það eru hærri fjárhæðir sem renna í gegnum þessi leiktæki en margan manninn grunar. Ýmsar sögur um tröllvaxinn og skjótfenginn ágóða af rekstri þessara tækja virðast byggðar á traustari grunni en margur vill trúa. Garðar Valdi- marsson skattrannsóknarstjóri, en embætti hans hefur haft nokkurt eftirlit með starf- semi einstakra leiktækjasala, sagði í samtali að veruleg fjármunavelta væri á mörgum þessara staða enda bæri fjárfestingin þess merki. Sagðist hann hafa heyrt sögur þess efnis sem víða hafa heyrst að hvert einstakt tölvuspilatæki borgaði sig að jafnaði upp á þremur mánuðum, en þessi tæki kostuðu komin til landsins frá Bandaríkjunum í sumar um 60 þús. kr. Það þýðir því um 20 þús. krónur í nettóhagnað af hverju ein- stöku tæki á hverjum mánuði. Miklar efasemdir eru uppi um að sölu- skattur skili sér að fullu af þessari starfsemi og er nánar fjallað um það í viðtali við skattrannsóknarstjóra hér annars staðar á síðunni. Hefur eytt 300 kr. á dag í 2 ár „Ég er búinn að stunda þrjá spilastaði í tvö ár og fer alveg með 300 kall á dag í þetta. Ég er alveg óður í þetta, alltaf að prófa eitthvað nýtt“, sagði unglingspiltur í samtali við blaðamann þegar hann leit inn á nokkra spilastaðina í borginni á dögunum. Á um- ræddum spilastað við Hlemm voru þá seinnipart á föstudegi staddir um 80 ung- lingar ýmist spilandi á þau nærri 40 leiktæki sem þar voru til staðar, eða að spjalla sam- an yfir kókglasi, sígarettureyk og dynjandi dansmúsík í bæði óþrifalegu og óvistlegu umhverfi. Á öðrum spilastað ekki langt frá sem ný- lega var opnaður í nýlegu húsnæði þar sem aðstaða öll er til fyrirmyndar voru hins veg- ar tæplega 20 krakkar innan um jafnmörg leiktæki. Aðsóknin virtist ekki vera í réttu hlutfalli við aðbúnaðinn, nema öfugt væri. Starfsmaður og annar eigandi fyrrnefnda staðarins sagði að leiktækjasalurinn væri ekki síst samastaður unglinganna þar sem opið er frá 9 til 23.30 alla daga vikunnar og þar ætti eftir að fjölga enn frekar til við- bótar við þá 80 sem þegar voru inni, þegar liði á kvöldið. Flestir unglinganna sem blaðamaður ræddi við sögðust koma reglu- lega á þessa spilastaði til að leika sér og hitta kunningjana. Flestir virtust koma þennan föstudag beint úr skólanum, því skóla- töskur lágu í einni hrúgu á gólfinu. Mörgum fannst dýrt í leiktækin, en rétt er að taka fram að þessi tölvuleiktæki gefa viðkom- andi einungis kost á stuttum leik en engri vinningsvon líkt og spilakassar þeir sem Rauði krossinn rekur víða um land. Flest sögðust þau eyða 100 krónum á dag í spila- tækin eða því sem þau ættu aflögu hverju sinni. „Sko ef ég á 100 kall þá eyði ég hon- um ef ég á þúsund kall þá er hann líka fljótur að hverfa", sagði einn unglingspilt- urinn. Frekari skilyrði fyrir ieyfisveitingu í reglugerðinni sem borgarstjórn sam- William Th. Möller aðalfulltrúi lögreglustjóra Stöðvum ólöglegan rekstur Viö höfum upplýsingar um í kringum 20 staði sem hafa verið með þessa starf- semi ígangi. Helmingurþessarastaða er með leyfi eða verið er að afgreiða þau mál en hinn helmingurinn eru sjoppur þar sem óheimilt er samkvæmt nýju reglunum að reka þessa starf- semi. Nú alveg á næstu dögum förum við í það að færa þetta ástand í borginni til samræmis við reglurnar með því beinlínis að stöðva rekstur þessara tækja þar sem óheimilt er að reka þau“, sagði William Th. Möller aðalfull- trúi lögreglustjórans í Reykjavík. Lausir í rásinni Hvert er ykkar álit á því að þessi starf- semi virðist sækja mikið á einn stað, þ.e. í kringum Hlemm? - Það er ný og gömul saga í kringum þessa leiktækjasali að það safnast fyrir talsvert mikið af ungmennum og gjarnan líka ung- mennum sem virðast vera laus í rásinni, þá á ég við krakka á skólaaldri sem hætt eru í skóla. Það eru dæmi um það að lögreglan hefur getað haft þarna tal af fólki sem hún þarf að hafa samband við vegna afbrota og þess háttar. Það segir kannski ekki alla sög- una. Með þessum orðum er ég ekki að beina talinu að einhverjum sérstökum stöð- um. Það má segj a að þar sem fj öldi unglinga safnast saman, þar séu umsvif á ferðinni. Höfum beðið átekta En nú hafa þessi leiktæki í sjoppum fengið að vera óáreitt fram til þessa. Hverju sætir það? - Fyrst voru settar reglur um þetta 1981 þar til þeim var breytt núna. Áður var að vísu til skilyrði sem lengi hefur verið fyrir kvöldsöluleyfum frá árinu 1972 sem borgin setti, þar sem ekki er heimilt að hafa nein leiktæki, plötuspilara eða annað sem líklegt er til að skapa ólöglega dvöl á staðnum. Þessu hefur ekki verið framfylgt og ein- hverra hluta hefur ekki verið hart eftir þessu gengið en það má kannski vænta þess að það verði gert núna. Við höfum beðið átekta meðan borgin hefur verið að af- greiða þessi mál en út frá því að reglurnar eru komnar þá gefur það lögreglunni frekar tilefni til að sinna þessu öðruvísi og meira en áður“, sagði William Th. Möller. _jg> Guðrún Kristinsdóttir yfirmaður fjölskyldudeildar félagamálastofnunar Reykjavíkurborgar Þetta er mikill peningaþjófur „ Það var álit Barnaverndarnefndar að æskilegast væri að banna starfsemi þessara leiktækjasala en í Ijósi þess að ákveðið var að koma á þessari reglu- gerðarbreytingu í borgarstjórn um leik- tækjasali benti nefndin á að skilyrði um veitingaleyfi takmarki þessastarfsemi mjög óverulega þegar haft er í huga hversu mikil gróðalind virðist hér á ferðinni. Einnig lagðis nefndin gegn 12 ára aldursmarki og lagði til að opnun- artíminn yrði takmarkaður við opnun- artíma verslana og fjöldi tækja á hverj- um stað takmarkaður. Einnig óskuðum við að fá umsagnarheimild varðandi umsóknirfyrirstarfsrækslu slíkra staða“, sagði Guðrún Kristinsdóttir starfsmaður Barnaverndarnefndar og yfirmaður fjölskyldudeildar Reykjavík- urborgar. Hafið þið eitthvað fylgst með starfsem- inni á þessum stöðum? - Já við höfum gert það frá því þeir voru opnaðir. Barnaverndarnefndin á að hafa eftirlit með skemmtunum og útivist barna og ungmenna en við höfum hins vegar enga eftirlitsmenn en reynum samt sem áður að fylgjast með þessum stöðum. Ekki æskiiegt umhverfi Hvernig sýnist ykkur þetta koma út? - Þú hefur heyrt afstöðu nefndarinnar og það er eins með afstöðu starfsmanna hér sem hafa kynnt sér þessa starfsemi. Við teljum þetta ekki æskilegt umhverfi fyrir' krakka. Hafið þið orðið vör við að krakkar eyði óheyrilega miklu af peningum í þessi leik- tæki? - Já við höfum orðið vör við það. Það er eitt af því sem við höfum haft áhyggjur af. Þetta er mikill peningaþjófur. Málið er hins vegar ekki svona einfalt, þessi stefna með boð og bönn. Á meðan ekki virðist vera hægt að koma með eitthvað annað sem laðar krakkana að sér, þá er þetta dálítið tvíbent. Þetta er líka spurning um hversu miklu sé hægt að stjórna með bönnum og hversu æskilegt það er. Þetta er spurning sem dálítið erfitt er að svara. I þessum leiktækjasöíum er einungis boð- ið upp á þjónustu sem tekur en gefur ekkert af sér. Menn líta það kannski ekki síst alvar- legum augum? - Það er einmitt það sem er. Það vantar eitthvað uppbyggilegt. Þeir sem trúa á gildi þessara tækja myndu svara þessari spurn- ingu allt öðruvísi. Það er jú til fólk sem trúir Guðrún Kristinsdóttir Sumirahta þettaþrosk- andi leiktæki, enéggetekki fallistaþa skoðun því að þetta örvi vitsmunalegan þroska og sé gott í sjálfu sér en ég er ekki sammála því. Miðstöð unglinga við Hlemm í umsögnum ykkar kemur fram að þið lítið á svæðið í kringum Hlemm sem óheppi- legan stað fyrir þessa starfsemi. Hvað er átt við með því? - Það kemur fram í einhverri umsögn okkar að við viljum ekki ýta undir meiri samsöfnun unglinga á einu svæði en þegar er orðin. Það er fyrst og fremst þetta að þarna safnast krakkar saman í stórum hóp- um á takmörkuðu svæði þar sem þegar er orðin miðstöð unglinga sem eiga við félags- leg vandamál að stríða. Nú virðast þessir leiktækjasalir spretta upp í borginni ekki síst eftir reglugerðinni var breytt. Hafa nefndarmenn áhyggjur af þessari þróun? - Já ég held að það sé alveg óhætt að segja það að þeir hafi það. Ég býst við að þetta mál verði áfram til umræðu hjá okkur. Við höfum eins og áður sagði enga eftirlitsmenn en lögrelan á að hafa eftirlit með þessu og lögregla og barnaverndarnefnd á að hafa samband og eðlilegt að það sé um þessa hluti. Fyrst og fremst á samt eftirlitið að vera í höndum eigendanna og okkar eftirlit þá fólgið í því að brýna þessar skyldur fyrir þeim. Það má segja að nú séu viss þáttaskil í þessum efnum núna eftir að þessi breyting er staðfest, því þessir staðir hafa sprottið upp á mjög skömmum tíma. Við erum ekki búin að ræða um þetta eftirlit en nefndin mun gera það. Þó er ljóst að við munum ekki koma okkur upp neinu eftirlitsliði hérna, sagði Guðrún Kristinsdóttir. Spilakassarnir malagull þykkti í haust um leiktækjasali er rekstur slíkra staða bundinn við þá staði sem hafa veitingaleyfi. Hafa má opið frá 9-23.30 alla daga og lengur ef lögreglustjóri heimilar. Börnum innan 14 ára aldurs er ekki heimil- aður aðgangur að þessum stöðum. Ekki voru allir kjörnir borgarfulltrúar né aðrir á eitt sáttir við þessa afgreiðslu og töldu fulltrúar minnihlutans að skilyrða ætti leyfisveitinguna miklum mun meira en gert er með veitingaleyfinu einu, og ma. sam- þykkti félagsmálaráð tillögu þess efnis að ekki skyldi heimila nema eitt leiktæki fyrir hver 50 sæti sem boðið væri uppá í viðkom- andi veitingahúsi. Æskilegt að banna starfsemina Barnaverndar Reykjavíkur ályktaði í vor þegar umræður um áðurnefnda reglugerð- arbreytingu stóðu yfir, „að æskilegast væri að banna slíka starfsemi alfarið og leggur til að svo verði gert“. í samþykkt nefndarinn- ar varðandi leiktækjasali segir m.a. að salir þessir séu óæskilegt umhverfi þeim börnum sem standa höllum fæti. Vegna tillögu borg- arstjórnar um breytingu á lögreglu- samþykktinni benti nefndin á að skil- yrðin sem þar um ræðir takmarki starf- semi leiktækjasala mjög óverulega „þegar haft er í huga hversu mikil gróðalind þessi starfsemi virðist vera“, eins og segir orðrétt í samþykkt nefndarinnar. Þá er lagt til að aldurstakmark inn á leiktækj asalina verði miðað við 16 ára aldur og æskilegt sé að fjöldi tækja á hverjum stað verði takmarkaður. Á meðan mala tækin gull Reynslan sem fengist hefur af starfrækslu leiktækjasala í borginni er síður en svo öllum að skapi. Reynt hefur verið að þrengja frekar en verið hefur heimildir fyrir rekstri slíkra staða og taka upp hertara eft- irlit með starfseminni, en þrátt fyrir það virðist framboð á „spilavítum" aukast frek- ar en hitt og eftirlit með raunverulegu fjár- streymi þessara fyrirtækja er enn í lausum reipum. Á meðan mala tækin gull sem börnin eru meðal annars farin að plokka út úr stöðumælum í næsta nágrenni spilavít- anna svo nefndur sé einn anginn af fjár- mögnun þeirrar dægradvalar sem virðist aðall unglings nútímans -*g- Arna Jónsdóttir fóstra sem situr í barnaverndarnefnd: Aukið eftirlit „Barnaverndarnefn var í raun eina stofnun borgarinnarsem lýsti sig á móti starfsrækslu þessara leiktækja- sala. Háttarlag meirihluta borgarstjórn- ar, að heimila þennan rekstur í borginni með að mínu áliti mjög veigalitlum kvöðum, hefur stillt nefndinni alveg upp viðvegg. Nefndinhefurrétttilað gefa umsagnir um starfsleyfi fyrir slíka leiktækjasali. Við verðum að vinna innan marka þeirra pólitísku ákvarð- ana sem teknar hafa verið um þessi efni og getum þar engu bréytt, þrátt fyrir neikvæðar umsagnir okkar um þennan rekstur", sagði Arna Jónsdóttir fóstra sem á sæti í Barnaverndarnefn Reykjavíkurborgar. Hvernig verður ykkar starf í nefndinni varðandi þessi mál á næstu misserum? Arna Jónsdóttir Þarfaðbyggja uppisamraði viðungling- ana - Ég get ekki svarað því núna. Við höfum ekki rætt það nóg. Starfsmaður nefndarinn- ar hefur farið í hvert sinn og rætt við eigend- ur viðkomandi staða og kynnt sér aðbúnað, en við höfum ekki annað en umsagnarrétt í okkar höndum. Ég tel það hins vegar mjög æskilegt að nefndin og fleiri stofnanir fylgist betur með þessari starfsemi, en hvort við getum það er annað mál. Hef sjálf áhyggjur Hafið þið í nefndinni orðið vör við áhyggjur foreldra vegna þessara leiktækja- sala? - Ekki beint, en sem foreldri hefur maður sjálfur áhyggjur og ég hef orð barna sem sækja þessa staði fyrir því að víða séu þessar aldursreglur sem settar hafa verið ekki virtar. Hvað finnst þér um að svokallaður að- stöðuvandi unglinga sé leystur með því að láta þau safnast saman í þessum spilavítum? - Mér finnst þetta mjög varasöm leið og get alls ekki hugsað mér að þessari starf- semi sé haldið áfram. Ég held að það sé miklu nær að byggja upp félagsaðstöðu í samvinnu við unglingana sjálfa", sagði Arna Jónsdóttir. _j „Samastaður - Yfirbyggt Hallærisplan“ sagði einn unglingurinn í samtali við blaða- mann. Aðbúnaðurinn er kannski vísasta bendingin í þeim efnum. Öskubakkinn, sundursagað steypurör í forgrunni. Þunnt milliþil og valtir trébekkir. A gólfinu liggja skólatöskurnar í einni hrúgu. Mynd - Magnús. Garðar Valdimarsson skattrannsóknar- stjóri um skattaeftirlit með leiktœkjasölum og umtöluð skattsvik Frekar laust í reipunum Garðar Valdimarsson Munumhalda áfram eftirliti meðþessum stöðum Ótrúlegar sögur að margra dömi en fyllilega sannar að mati þeirra sem gerst þekkja um gífurlegan ágóða af rekstri spilakassa vekja að vonum upp spurningar hvernig skattheimtu af þessum tækjum sé háttað og hvort skattayfirvöld hafi haft eftirlit með þessari starfsemi þar sem opinskátt er rætt manna í millum um stórfelld skattsvik í þessum efnum. - Þessi mál voru könnuð hjá okkur þegar þessir leiktækjasalir fóru að koma upp í vaxandi mæli. Þá var farið á staði og gerð lágmarksathugun og m.a. gerðar kröfur um skráningu á veltu í gegnum afgreiðslukassa, þ.e. þegar sérstakir spilapeningar eru not- aðir í þessi tæki“, sagði Garðar Valdimars- son skattrannsóknarstjóri. Ykkur fannst ástæða til að kanna þessi mál? - Já og ég myndi telja að við værum ekki hættir að fylgjast með þessu. Það heyrast ótrúlegar sögur um veltu og hagnað af þessum rekstri? - Við höfum heyrt slíkar sögur, t.d. hvað það taki langan tíma að borga upp hvert einstakt tölvuspilatæki. Það hafa verið nefndir þrír mánuðir í því sambandi, sem segir sitt. Þessi rekstur fellur undir söluskattskyldu en vandinn hefur verið sá að menn hafa talið upp þá peninga sem eru í kassanum og maður getur ímyndað sér hvaða tölur menn setja á blað þegar þeir gera það í góðu næði Okkar kröfur voru þær, að þegar peningur er seldur þá sé hann skráður í peningakass ann sem viðkomandi staðir eru skyldir að vera með og þar á skrá hverja einustu sölu Við höfum velt fyrir okkur hvort hægt er að gera einhverjar kröfur varðandi talningu spilavítinu sjálfu, en þar er um tæknilegt mál að ræða sem við ráðum ekki við ennþá Nú eru ekki alls staðar notaðir spilapen ingar heldur raunverulegir peningar sem fara beint í spilakassann? - Já það er líka, þannig að þetta er frekar laust í reipunum. Við erum ennþá með þetta í athugun. Við erum ekki tilbúnir að sleppa hendinni af þessu. Hvað segja veltutölur ykkur? - Ég hef ekkert slíkt á reiðum höndum Það var athugað á einum stað og það var veruleg velta þar. Kom það á óvart? - Ég skal ekki segja. Maður býst við að; það sé mikil velta í þessum rekstri miðað viði þá miklu fjárfestingu sem er í þessum tækj um, sagði skattrannsóknarstjóri. -íg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.