Þjóðviljinn - 19.11.1983, Page 27
Helgin 19. - 20. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 27
Það er auðvitað hægt að brosa, jafnvel blikka blítt, þótt ekki séu allir sammála um hver skuli verða varaformaður Alþýðubandalagsins. Hér eru fulltrúar úr „kvennaarminum“ og
lýðsarminum“ ánægðir að sjá. (Ljósm. - eik - )
,verka-
Umræðulotur og framboðsspenna á landsfundinum:
Fjölþætt sjónarmíð
eit úrslítm óviss
Landsfundi Alþýðu-
-bandalagsins var fram hald-
ið á Loftleiðahótelinu í gær-
morgun með almennum
stjórnmálaumræðum. Þær
umræður áttu samkvæmt
dagskrá að standa til kl.
14.30 en stóðu framundir
kvöldmat. Ýmsir höfðu orð á
því að margir færu í ræðu-
stól af litlu tilefni, en aðrir
sögðu nauðsynlegt að fá að
heyra álit sem flesti a lands-
fundarfulltrúa á stöðu lands-
mála á fundi sem þossum.
Eitt af stærstu málu.n þessa
landsfundar eru þær laga- og skip-
ulagsbreytingar sem þai verða
lagðar fram. Ljóst var, bæði á
ræðumönnum í almennu umræð-
unum og einnig í tali manna á
„göngunum" að ekki eru allir sam-
mála þeim hugmyndum, sem þær
fela í sér.
Ragnar Arnalds alþingismaður
sagði í sinni ræðu að flokkurinn
færi útá ystu nöf varðandi laga og
skipulagsbreytingarnar. Hann
sagði að sér litist ekki á að flokkur-
inn þynntist út í smáhópa. Svo voru
aftur á móti aðrir sem töldu þessar
breytingar til mikilla bóta og enn
aðrir sem töldu margt athyglisvert í
tillögunum en annað vafasamt.
Það má því búast við fjörugum um-
ræðum þegar tillagan verður lögð
fyrir fundinn. Einn ræðumanna í
gær, Sverrir Hjaltason úr V-
Húnavatnssýslu benti á í sinni ræðu
að 40% reglan gæti orðið vafasöm
fyrir sum Alþýðubandalagsfélögin.
Nefndi hann sem dæmi að í síriú
félagi væru 10% af félögum af öðru
kyninu en 90% af hinu. Þar gæti
orðið erfitt að
40% reglunnar.
uppfylla skilyrði
Sýnum að við höfum
meiri kjark en íhaldið
Jóhannes Gunnarsson mælti
fyrir tillögu sem mótmælir einokun
á eggjasölu og sölu svínakjöts.
Sagði Jóhannes að hann skoraði á
landsfundarfulltrúa að sýna meiri
kjark en landsfundarfulltrúar
íhaldsins gerðuá sínum landsfundi,
þegar þeir vísuðu þessu sama máli
frá. Ég skora á landsfundarfulltrúa
Alþýðubandalagsins að samþykkja
þessa tillögu. Jóhannes færði skýr
rök fyrir því að einokun á sölu þess-
ara matvæla myndi leiða til mun
hærra vöruverðs en ella.
Augljóst var að næsti ræðumað-
ur, Steingrímur J. Sigfússon, al-
þingismaður var ekki alveg á sama
máli og Jóhannes í eggjamálinu,
því hann sagði að samkeppnin ætti
ekki að ráða öllum hlutum. Að
öðru leyti fór ræða hans í að tala
fyrir sérstakri ályktun um umhverf-
isvernd og auðlindir.
Menn hafa haft orð á því að Al-
þýðubandalagið væri að fjarlægjast
verkalýðshreyfinguna. Björn Arn-
órsson kom aðeins inná þetta mál í
sinni ræðu og benti á að megin
þorri fólks í BSRB, fóstrur, félagar
í verslunarmannafélögunum og
jafnvel hluti af félögum í BHM
væri fólk með laun á bilinu 12-14
þúsund krónur á mánuði. Hvar á
þá að draga mörkin hvað sé lág-
launafólk og hvað ekki? Hver á að
draga mörkin hve vítt hugtakið
verkalýður nær?
Pá er að geta þess að um miðjan
dag í gær hófst fundur hjá félögum
úr aðildarfélögum ASÍ, sem
gjarnan er kallaður verkalýðsarm-
ur Alþýðubandalagsins, þar sem
þeir ætluðu að ræða hvort þeir
byðu fram sem sérstakur hópur eða
með öðrum hætti til þeirra emb-
ætta er kjósa á menn til á lands-
fundinum. Var á þeim að heyra að
þeir væru ekki ánægðir með sinn
hlut. Þeir virtust ekki ánægðir með
að „kvenna-armurinri' sem svo er
kallaður biði einn fram til varafor-
mannsembættisins.
Framboðsspenna
All mikið var líka um skyndi-
fundi og hvíslingar hjá konunum á
fundinum. Upp kom sú hugmynd í
gær að setja 4 nöfn á blað, tvær
konur og tvo karla, til varafor-
mannsframboðs og fela síðan kjör-
nefnd að velja eitt þessara nafna.
Ekkert formlegt kom þó fram í gær
um þetta mál.
Það fór samt ekki fram hjá
neinum sem fylgdist með lands-
fundarstörfum í gær að all mikil
spenna var á fundinum vegna fram-
boðsmálanna. Var vart um annað
rætt þar sem tveir eða fleiri komu
samún á göngunum, í matartíman-
um eða kaffihléi.
Sumir höfðu orð á því að þeir
söknuðu meiri snerpu á fundinum.
Bentu þá aðrir á að kannski væri
bara um að ræða lognið á undan
storminum. Hvort svo er eða ekki
mun dagurinn í dag og á morgun
skera úr um.
- S.dór
Gott hjá íslensku
liðunum í gær
Stórsigur
FH
FH hafði bæði tögl og hagldir í
fyrri leik sínum við Israelsmenn í
annarri umferð Evrópukeppni í
handbolta. 35 sinnum lá boltinn i
marki ísraelsmanna í Laugar-
dalshöllinni í gærkvöldi, en þeir
skoruðu 19 á móti, - 16 marka
munur, og ættu FH-ingar ekki að
þurfa að kvíða síðari leiknum
sem háður verður á sunnudags-
kvöld í Hafnarfirði og hefst um
áttaleytið.
Flest mörk FH í gær skoraði
Kristján Arason (10), Pálmi
Jónsson og Atli Hilmarsson
skoruðu 7 mörk hvor.
Á undan FH-leiknum keppti
íslenska kvennalandsliðið við hið
bandaríska og sigruðu íslending-
ar; 18:15. Guðríður Guðjóns-
dóttir skoraði 8 mörk í leiknum.
ísland vann einnig fyrsta leikinn,
og á morgun gæti kvennalands-
liðið innsiglað bandarísku
heimsóknina endanlega, en þá
keppa liðin á Selfossi og hefst
leikurinn kl. 15.
- VS/m
Margt var talað og mikið hlustað á landsfundinum í gær.