Þjóðviljinn - 22.11.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.11.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐÁ — ÞJÓÐVlLjtf'íN Þriðjudagur 22.’nóvember 1983 bækur Uppeldisvelvilji og íslenskar bamabækur Áslaug Ólafsdóttir: Litla rúmið. Mál og menning 1983. Inrdiði Úlfsson: Óli og Geiri. Skjaldborg 1983. Guðjón Sveinsson: Loksins kom litli bróðir. Skjaldborg 1983. Magnea frá Kleifum: Tobías og vinir hans. Iðunn 1983. Sigríður Eyþórsdóttir: Lena sól. Mál og menning 1983. Litla rauða rúmið er einföld saga að gerð, ætluð þeim yngstu. Ása iitla vill ekki sofa í rúminu sínu heldur skríða upp í til möm- mu og pabba - en það er hægt með list og vél að gera litla rauða rúmið eftirsóknarvert og una svo allir glaðir við sitt. Ragnhildur Ragnarsdóttir teiknar mynd á hverja opnu. Óli í sögu Indriða Ólafssonar er 14 ára en illa læs og hinir NewYonfi KV/EÐI efiii Káslján KniisMst Ljóöa- bálkur um New- York Út er komin hjá Almenna bóka- félaginu ný Ijóðabók eftir Krist- ján Karlsson. Er þetta þriðja Ijóðabók skáldsins. Þessi nýja bók er kynnt þannigl á bókarkápunni: „Um skáldskap Kristjáns Karlssonar má segja með sanni að þannig hafi ekki áður verið ort á íslensku, og eiga slík ummæli ekki hvað síst við um hina nýju bók hans New York. Þar engum að blandast hugur um að þarna er á ferðinni mikill skáldskapur og gleðilegt vitni um frumleg efni- stök og grósku í íslenskri ljóða- gerð. New York er eins konar Ijóða- flokkur, en samband kvæðanna óþvingað með öllu og form þeirra margvísleg. Þau eru sjaldnast einföld við fyrstu sýn, jafnvel ekki þau sem eru annars ljóðræn- ust. Ef til vill má hér minna ái athugasemd höfundarins sjálfs í öðru sambandi: „Merking kvæðanna er að finna í yfirborði þess; það á að vera hús, sem lesandinn getur gengið um fram og aftur eða: tekið sér bústað í. Hann kann að reka sig á ókunnugleg húsgögn, en hann þarf ekki að varast ósýní- lega innanstokksmuni, ef hann tekurfullt tillit til þess sem kvæði segir berum orðum.“ “. Ljóðin í New York eru 50 að tölu og bókin er 72 bls. að stærð. krakkarnir telja hann flón. En þessi „Hans klaufi“ er sá kot- ungsson (sonur fátækrar ekkju) sem leynir á sér - hann kaupir sér laskað vélhjól og kemur því í gott stand og það kemur um leið í ljós að hann getur lært margt þegar nauðsyn ber til. Þegar „mótíva- Arnj Bergmann skrifar sjónirnar" eru í lagi. Og þótt einn þrjótur vilji spilla gleði hans er heimurinn góður og hjálpar Óla til sigurs. Bókin er sett upp fyrir þá sem eru að byrja að lesa og teikningar á hverri síðu eftir Þóru Sigurðardóttur. Loksins kom litli bróðir eftir Guðjón Sveinsson gerist í sjávar- plássi. Það er fylgst með fjórum systrum og sjómannadætrum í dagsins önn, og fullorðnir eru velviljaðir og fúsir til að greiða með nokkuð áberandi kennara- brag úr forvitni þeirra um snjó og menn. Það ber helst til tíðinda að fjölskyldan flytur í nýtt hús, mamma er ólétt, svo kemur litli bróðir í heiminn og er skírður þegar búið er að halda upp á jól- in. Sigrún Eldjárn myndskreytti bókina. Hún myndskreytir einnig sögu eftir Magneu frá Kleifum, Tobías og vinir hans. Tobías er einmana því mamma hans er hvergi nærri, en hann fær að fara í ágætt sumar- frí með vinkonu sinni Tinnu og pabba hennar, Sighvati, sem er listmálari. Þau halda til í húsbíl, ærslast um náttúruna, hlusta á Sighvat segja frá og útskýra hvað- eina um lömb og landslag. Allt er harla gott enda segir listmálarinn: „Getið þið virkilega verið í vondu skapi í svona dá- samlegum heimi?“ Varla. Nema hvað aðkomukrakkar trufla þessa Paradís um stundarsakir, en það er ekki mjög alvarlegt því eiginlega eru þau líka bestu skinn inn við beinið. Háskinn er liðinn hjá um leið og hann skýtur upp kolli. Lena Sól er stutt saga eftir Sig- ríði Eyþórsdóttur og lýsir fyrsta degi lítillar telpu í skóla. Hún er lyklabarn, mamma skilin, þær mæðgur nýfluttar til Reykjavík- ur. En mamma er þó skrifstofu- stjóri svo þetta er kannski allt í Iagi. Ef krakkar í skólanum væru ekki með stríðni, ef dagmamman baknagaði ekki fólk. Best að týn- ast úr því illa gengur (en það reyndi Tobías litli reyndar líka í síðustu bók sem nefnd var). En allt fer þó vel að lokum og krakk- arnir eru ekki þau hrekkjusvín sem þau kannski sýnast. Anna Cynthia Leplar teiknaði mynd- irnar. Höfundar þessara fimm barna- bóka eru að sjálfsögðu hver öðr- um ólíkir. Samt er undarlega margt sameiginlegt með þeim. Einu sinni var yfir því kvartað að íslenskir barnabókahöfundar vildu gjarnan elta þá tísku að etja börnum út í reyfaralegar aðstæð- ur, þar sem þau leysa leynilög- reglugátur, handsama smyglara og þar fram eftir götum. Þess- háttar tilburðir eru hér hvergi nærri og það er kannski eins gott. Höfundar allir leitast eftir bestu samvisku við að bregða upp þekkjanlegum og einatt hvunn- dagslegum aðstæðum úr lífi barna, sögurnar „gætu gerst" ein- hversstaðar í námunda við okk- ur, það er nú líkast til. Þeir leitast Iíka við að vera uppbyggilegir, segja frá börnum sem ráða við sinn vanda með góðri aðstoð bæði jafnaldra og fullorðinna. Fullorðnir hafa yfirleitt til- hneigingu til að vera í einskonar kennarahlutverki og útskýra hvaðeina - líka hins sjálfsögðustu hluti. Höfundarnir skrifa eðlilegt mál, en gengur reyndar misvel að láta börnin halda línu í máli - stundum verða þau einum of full- orðinsleg í tali, miðað við þann raunsæisblæ sem sögunum er gef- inn. En þetta „jarðsamband", þessi uppeldislegi velvilji er því miður næsta dauflegur. Ævintýrið er hvergi nærri - ekki svo að skilja að beðið sé um forskrúfaðar æsingar - heldur þá vinnu og það hugvit sem fer í að spinna sögu- þráð, láta eitthvað gerast, gera líka smáatburði stóra. Ellegar þá bregða í sterkari mæli á leik með þá möguleika sem t.d. glíma barna við tunguna gefur. „Margt getur skemmtilegt skeð“ hét ein Ein af teikningum Sigrúnar Eldjárn við „Loksins kom litli bróðir“. barnabók - en skemmtun er eitthvað utangátta í þeim vinsam- legu og kurteisu bókum sem hér voru gefnar. - AB Fimm bindi komin: Ritsafn úr fórum V estur-Islendinga Viðamcsta verkefni bókaútgáf- unnar Skjaldborgar á Akureyri í ár er endurútgáfa fjögurra fyrstu bindanna af ritsafninu Að vestan, sem fyrst kom út á árunum 1949- 1955 undir ritstjórn Árna Bjarna- sonar. Bindin heita Þjóðsögur og sagnir, Sagnaþættir M. Long, Sagnaþættir og sögur og Minn- ingaþættir Guðmundar í Húsey. Þá heldur útgáfan áfram útgáfu þessa ritsafns þar sem frá var horfið og kemur nú út fimmta. bindið sem heitir Vestur- íslendingar segja frá. í kynningu segir á þá leið: Rit- safn þetta, Að vestan, er áætlað að nemi aíls um 16 bindum. Það hefur þá sérstöðu í íslenskri bókarútgáfu að þar er safnað saman öllu því helsta sem íslend- ingar í Vesturheimi hafa skráð af þjóðsögum og sagnaþáttum, ferðaminningum vesturfara og sjálfsævisögum, minningum þeirra heiman af íslandi o.fl. „Þetta ritsafn verður því raun- verulega safn til sögu íslendinga í Vesturheimi og vitnisburður um hina andlegu starfsemi og bók- menntaiðju í hinu nýja landi. Ætláð er að bæta einu nýju bindi við á hverju ári. Alls eru þessi bindi um 1200 bls. Víkingur á Nýja-íslandi: ritsafnið verður alls sextán bindi. Úrval verka Guðmundar Frimamis Guðmundur Frímann Almenna bókafélagið hefur sent frá sér úrval úr Ijóðum Heiðreks Guðmundssonar. Nefn- ist úrvalið Mannheimar og er val- ið af Gísla Jónssyni menntaskóla- kcnnara sem einnig ritar ræki- legan inngang að bókinni um Heiðrek og skáldskap hans. Bók- in er kynnt m.a. á þessa leið: „Mannhcimar er úrvalið nefnd því að „Allt verk hans er könnun og lýsing mannheima í einhverj- um skilningi: umhverfi mannsins, mannlegt félag og allra helst hug- arheimur mannsins, reynsla hans og tilfinningalíf“, eins og Gísli Jónsson kemst að orði í ritgerð sinni um skáldið fyrir bókinni. Heiðrekur Guðmundsson hef- ur sent frá sér 6 ljóðabækur á tímabilinu 1947-1979, og er hér valið eitthvað úr öllum þeirra og auk þess eru hér þrjú ljóð ort eftir 1980 og ekki hafa áður birst. Alls eru 101 ljóð í bókinni sem er 175 bls. að stærð. Ljóðaúrval Heiðreks Guðmunds- sonar Skjaldborg á Akureyri hefur gefið út bókina Undir Langfiðlu- hlíðum - Úrval á áttræðu og geymir úrval úr kvæðum og sög- um Guðmundar Frímanns. Bók- in kom út í takmörkuðu upplagi á áttræðisafmæli höfundar í sumar. í ýtarlegum formála um Guð- mund Frímann segir Gísli Jóns- son - en hann valdi í bókina, m. a. á þessa leið: „Náttúrubarnið Guðmundur Frímann er öllu öðru framar skáld mannlegs eðlis í öllum sínum fjölbreytilegu til- brigðum. Hlutverk hans er að lýsa því í lífmyndum ljóðs og sögu og láta okkur verða hluttakendur í næmri skynjan sinni.“ Bjargvættur Salingers Almenna bókafélagið hefur sent frá sér í 2. prentun skáld- söguna Bjargvætturinn í grasinu Catcher in the Rye eftir banda- ríska höfundinn J. D. Salinger. Þýðandi er Flosi Ólafsson. Bjargvætturinn í grasinu kom fyrst út í Bandaríkjunum 1945 og hefur stöðugt komið út víðsvegar um heiminn síðar. Bókin er kynnt þannig á bókarkápu: „Vel gefinn sextán ára piltur týnir áttum. Hann stingur af frá skóla og fjölskyldu og ráfar út í myrkvið New York borgar. Að bjarga öðrum í svipaðri aðstöðu er hið eina sem hann getur hugs- að sér að leggja stund á - eða svo segir hann. Sagan fjallar á óvæg- inn hátt um öfgar gelgjuskeiðs- ins, enda var hún umdeild í fyrstu. En fljótlega sáu lesendur að hér var hvorki ofsagt né van- sagt. Bókin er afar vandþýdd vegna unglingamáls og slangur- yrða og er þýðing Flosa Ólafs- sonar á henni sannkallað þrek- virki.“ Bjargvætturinn í grasinu er 198 bls. að stærð og gefin út sem pappírskilja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.