Þjóðviljinn - 22.11.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 22.11.1983, Blaðsíða 15
iJM'f.* / t í 1 I 4 Þriðjudagur 22. nóvember 1983 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA419 RUV0 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Ávirkum degi 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurf. þáttur Erlings Sigurðarsonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Sigurjón Heiðarsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Katrín“ eftir Katarina Taikon Einar Bragi les þýðingu sína (6). 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 pingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) 10.45 „Man ég það sem löngu Iei6“ Ragn- heiður Viggósdóttir sér um þáttinn. 11.15 Við Pollinn Ingimar Eydal velur og kynnir létta tónlist (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.30 Suður-amerisk tónlist 14.00 Á bókamarkaðinum Andrés Björns- son sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 14.30 Upptaktur - Guðmundur Benedikts- son. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Alexandre Lag- oya og Orford-kvartettinn leika Gítar- kvintett í D-dúr eftir Luigi Boccherini / Rudolf Serkin og Budapest-kvartettinn leika Píanókvintett í Es-dúr op. 44 eftir Robert Schumann. 17.fO Siðdegisvakan 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Barna- og unglingaleikrit: „Tordý- fillinn flýgur í rökkrinu" eftir Maríu Gripe og Kay Pollack. 7. þáttur: „Pungur hlutur". Leikstjóri: Stefán Baldursson. Leikendur: Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Aðalsteinn Bergdal, Jóhann Sigurðsson, Guðrún S. Gísladóttir og Sigriður Haga- lín. 20.40 Kvöldvaka a. Almennt spjall um þjóð- fræði. Jón Hnefill Aðalsteinsson tekur saman og flytur. b. Kórsöngur: Karlakór- inn Vísir á Siglufirði syngur. Stjórnandi: Geirharður Valtýsson. c. Galdramennirn- ir í Vestmannaeyjum. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir les. Umsjón: Helga Ágústs- dóttir. 21.15 Skákþáttur Stjórnandi: Jón Þ. Þór. 21.40 Útvarpssagan: „Hlutskipti manns“ eftir André Malraux Thor Vilhjálmsson les þýðingu sína (27). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Frá tónskáldakvöldi Leifs Þórarins- sonar í Þjóðleikhúsinu 13. júní s.l. Kynnir: Hanna G. Sigurðardöttir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Guðjón Einarsson stjórnar um- ræ&uþætti um hrun þorsk- stofnsins í Sjónvarpinu kl. 22.25. RUV 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Snúlli snigill og Alli álfur Teikni- mynd ætluð börnum. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. Sögumaður Tinna Gunn- laugsdóttir. 20.45 Tölvurnar Lokaþáttur. Breskur fræðslumyndaflokkur um örtölvur, notk- un þeirra og áhrif. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 21.25 Derrick 3. Maðurinn frá Portofino Þýskur sakamálamyndaflokkur. Þýðandi Veturliði Guðnason. 22.25 Hrun þorskstofnsins - Hvað er til ráða? Umrseðuþáttur um þann vanda, sem við blasir vegna samdráttar i þorsk- veiðum, og hvernig bregðast skuli við honum. Umsjónarmaður Guðjón Einars- son. 23.20 Dagskrárlok frá lesendum „Vilji er allt, sem þarf“ Þið sigrið ef þið viljið Einar Ingvi Magnússon skrif- r: Vincent Van Gogh gerði eitt sinn myndverk er hann kallaði því „almenna“ nafni: Katröfluæt- urnar. Mynd þessa rakst ég á er ég blaðaði í skólabókinni minni nú fyrir skömmu, sem ég á fyrir löngu að vera búinn að lesa og nema. Van Gogh gerði þetta táknræna verk það herrans ár 1885, og hefur áreiðanlega vakið margan manninn til umhugsunar, bæði þá og einnig á vorum tím- um. Mér finnst vert að benda ykkur á þessa mynd, kæru félagar. Hún minnir svo óneitanlega á ástandið eins og þar er um þessar mundir hér á landi og víðar, það herrans- ár 1983. Þegar verkafólk krefst í sveita andlits síns launa upp á 15 þús. meðan aðrir strjúka pyngjur sínar upp á tugi þúsunda. Djöfuls óréttlæti. Manni flökrar við þess- um hvítflibbum, sem stjórna þessu þrælahaldi. Sveiattan, segi ég, sveiattan. Þurfa ekki allir að lifa? Eiga sumir að draga fram lífið á kartöflum í hvert mál með- an aðrir sitja yfir krásum og sætu víni í tíma og ótíma? - . Hvernig dettur ykkur í hug að biðja krjúpandi um 15 aura þegar þið eigið í raun rétt á 15 kr.? Verkamenn, eruð það ekki þið, sem skapið verðmætin í þessu landi, og brauðfæðið þá sem stjórna? Eru það ekki ykkar hendur, sem strjúka svo el- skulega nýbakað þjóðarbrauðið? Látið ekki vonda menn stela öllu frá ykkur. Látið ykkur ekki nægja brauðmolana á gólfinu. Rísiðupp standið saman, og þið munuð sigra með samstöðu og Guðs hjálp. Hörmulegt góðmenni Halldór Pjctursson skrifar: Jarþrúður hélt að Ólafur Kára- son væri Hallgrímur Pétursson endurborinn. Áður en Albert okkar óx úr grasi og komst á toppinn var farið að hvísla því að hann væri að langfeðgatali kom- inn af frelsaranum. Albert hafði í þjónustu sinni sagnaranda, sem leitaði upp snauða menn og illa stadda. Ekki varð þess vart að hann gæfi þeim peninga, en vegna kunnugleika hans á kerfinu, gat hann gefið þeim góð ráð og margt er það í tryggingakerfinu, sem almenn- ingur hefur ekki hugmynd um. Þetta gat stundum bætt úr í svip. Það var vel þakkað og dáð að maður með svona stóran vindil væri að hjálpa nauðleitar- mönnum. Ekki var ýjað að greiðsium fyrir þessi störf en bent á, að við allar kosningar skyldu menn kappkosta að veljá góða menn, sem kynnu aðgæta fengins fjár og afla annars. Nú eru aðrir tímar. „Nú“, segir hann, „er loku fyrir það skotið að ég geti hjálpað ykkur „prívat“. Nú hvílir á mér sú skylda, að bjarga allri þjóðinni, enda hefur svo mikið breyst, að hver ætti að geta hjálpað sér sjálfur. En ég mun engum gleyma“. (Varast skyldi að rugla okkar Albert sam- an við þann danska Albert, sem elskaði peninga svo heitt, að hann hélt að hver eyrir, sem í hans ráðuneyti kom, væri hans prívat eign.). Albert okkar hugsar í flygsum og það stórum. Hann vill láta selja allrar ríkiseignir og kannski r'íkið sjálft. Ríkið hefur ekki rétt til að eiga neitt nema skuldir. Margir munu verða um að kaupa fyrirtækin því loforð fylgir sölu um að hellt verði upp á könnuna og ýmsir hnútar leystir ef illa árar. í þessu landi á enginn að eiga neitt nema forsjónin hafi hann til þess skapað. Gerð Alberts er því nær ein- stæð. Fótboltavit hans nær frá tám til þindar. Þá tekur við brjóstvit allt til höku. Hvað svo tekur við er óljóst, því allir vilja endar fara þar saman í flækju. Sumir, sem þannig eru gerðir, hafa ekkert getað gert utan það að vera ráðherrar en sú fjölgun er ekki endalaus. Mér finnst Albert vera það hörmulegasta góðmenni sem við eigum. Útvarp kl. 20.00 Enn á flögri Tordýfillinn lætur sig hvergi. Hann er enn á flögri í kvöld. Nefn- ist þátturinn ,Játningin“. f síðasta þætti skeði það, að dólgur sá, sem var að laumast á loftinu á Selandersetrinu, slapp frá þeim Önnu, Jónasi og Davíð. Komst hann burtu í bláum Peug- otbíl. En úti í garðinum rákust þau skötuhjúin á útigangsmann- inn Mugg. Varðist hann allra frétta af sínum ferðum en þau tóku eftir því að sparmanían varð óróleg í návist hans. En fleira var í efni. Miðjarðarhafssafnið í Stokkhólmi, sem Anna hafði áður leitað upplýsinga hjá, fær fyrirspurn frá Britsh Museum í London, um egypsku styttuna. Þegar reynt er að afla upplýsinga hjá Önnu óttast hún að um gabb sé að ræða og kannast ekki við að vita neitt. Og nú er svo komið að Olson safnvörður sér þann kost vænstan að blanda Smálandapó- stinum í málið. - mhg Olga Guðrún þýðir Tordýfilinn skák Karpov aö tafli - 237 Langt fram eftir Olympíumótinu í Va- letta barðist sovéska skáksveitin við að komast upp við hlið þeirrar ungversku. Tveir meðlimir sveitarinnar þeir Lev Pol- ugajevskí og Mikhael Tal voru gjörsam- lega heillum horfnir enda tók liðstjórinn Smyslov til þess bragðs að setja þá út út úr liðinu allar lokaumferðirnar. Fannst mönnum heldur dapurlegt að horfa uppá snillinginn Tal reika aðgerðarlausan um skáksalina, Refsing hans var nokkuð ströng, því hann tapaði aðeins fyrir Seirawan í viðureign Bandaríkjamanna og Sovétmanna en með Polugajevskí gegndi allt öðru máli. Þegar hann tapaði fyrir Smejkal um mitt mót var félögum hans nóg boðið, því Lev hafði ekki unnið eina einustu skák, gert sex jafntefli og tapaði einni. Þeir tefldu síöustu umferð- irnar Karpov, Geller, Balashov og Kasp- arov og stóðu sig allir mjög vel. Sigur Karpovs yfir Hort virtist gefa heimsmeistaranum aukinn kraft því þeg- ar Islendingar mættu Sovétmönnum í 10. umferð var Karpov kominn í sitt gamla form, tefldi leifturhratt gegn Frið- riki Ólafssyni á 1. borði og náði að hefna ófaranna frá skákmótinu í Buenos Aires: ÍÉR íH a ih imm wé/. ífli! abcdefgh Friörik — Karpov Friðrik var í gífurlegu tímahraki og Karpov notaði gömlu aðferðina sína; hann lék nær samstundis þó hann ætti kappnógan tima og gaf þannig Friðrik engan tíma til að ígrunda stöðuna. Efim Geller skýrði þessa skák i Informant og taldi Friðrik hafa misst af jafnteflisleið í þessari stöðu. 34. Dxf7? (Friðrik var alveg að falla og hitti því ekki á besta leikinn sem að sögn Gellers er 34. Bf2! Telur Geller aö þá sé jafnteflið tryggt. Eftir textaleikinn gerir Karpov út um taflið á laglegan og lærdómsríkan hátt.) 34. .. Hxg2+ 35. Kf1 Hg6! 36. He2 Db1 + 37. He1 Da2! - Karpov lék öllum þeSsum leikjum án minnstu umhugsunar. Það sýnir Ijóslega hversu manntaflið liggur létt fyrir honum. Það gerbreytir aðstöðunni að svarta drottningin er nú á a2 en ekki b2, því 38. He2 strandar á 38. - Rd2+ og drottning- in á f7 fellur. Lagleg endalok. Sovétmenn unnu Islendinga stórt, 3V 2:’/2. Geller vann Helga Ólafsson, Kasþ- araov vann Margeir Pétursson, en Jón L. Árnason gerði jafntefli viö Balashov og beitti þó hinu stórvarasama kóngs- bragði. bridge Öryggisspilamennska í bridge er afar nytsamlegt vopn í höndum þeirra sem kunna á slíkt. Allir bridgespilarar ættu að vera á varöbergi þegar þær stöður kom upp að nauðsyn er á öryggisspila- mennsku. Hér er dæmi, eftir þá félaga E. Milnes og P. Lukacs: AKDG109 2 ÁK108 Á5 6432 ÁD9 6543 K9 Vestur er sagnhafi í 6 spöðum og út- ' spil Norðurs er laufadrottning. Hvernig íhugar þú framhaldið í þessu spili? Rétt spilamennska er að taka á ás "heima, hreinsa út trompið hjá andstæð- ingunum, leggja nður tígulás, fara inn i borðið og spila lágum tigli að kóngnum. Ef Suður lætur lítið, látum við níuna eða tíuna duga og vinnum okkar spil. Ef Suður hinsvegar sýnir eyðu í tigli, drep- um við á kóng og spilum lágu hjarta. Ef Norður lætur lítið, látum við niuna duga. Ef Norður lætur tiuna í hjarta, eða gosa, látum við drottninguna og Suður er endaspilaður ef hann á kóng. (Hann á þá einungis eftir hjarta upp í gaffalinn eða lauf í tvöfalda eyðu.). Tikkanen Ef banna á tilraunir með dýr er tímabært a& fjarlægja öll dýr frá Evrópu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.