Þjóðviljinn - 22.11.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.11.1983, Blaðsíða 5
Þríðjudagur 22.' nóveAibfer'1983 'ÞJÖHÖVILjÍnW — SÍÐA 5 Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins óskar Margréti til ham- ingju með kosninguna í gjaldkerastarfið. Mynd-eik. Margrét Frímannsdóttir nýkjörinn gjaldkeri Alþýðubandalagsins Staða kvenna mjög góð ínnan flokksins „Mér fannst áberandi á þessum landsfundi, hversu ungt fólk tók mikinn þátt í störfum fundarins, talaði í umræðum og lét til sín taka í fundarstörfum. Þetta var almenn- ari þátttaka en ég hef áður orðið vör við“, sagði Margrét Frímanns- dóttir oddviti á Stokkseyri, sem kjörin var gjaldkeri Alþýðu- bandalagsins á landsfundinum um síðustu helgi. Hvernig lýst þér á að taka sæti í stjórn flokksins? „Mér lýst ágætlega á það“. Konur mættu vel undirbúnar til þessa landsfundar. Hvernig finnst þér staða kvenna innan flokksins vera að loknum þessum fundi? „Mér finnst hún mjög góð. Ég held að það fari ekki hjá því að ýmsar breytingar verið á starfi flokksins í þá veru sem konur hafa verið að tala fyrir. Bæði varðandi fundarform, fundartíma, starfsað- ferðir og það að gera flokkinn meira aðlaðandi fyrir konur og gefa þeim þannig frekara tækifæri til að taka þátt í pólitísku starfi innan flokksins. Breytingar í þessa veru hljóta að verða, ég trúi ekki öðru“, sagði Margrét Frímanns- dóttir. -Ig. Breið samstaða er brýn nauðsyn segir nýkjörinn ritari Alþýðu- bandalagsins, Helgi Guðmundsson „Á þessum fundi fannst mér koma mjög greinilega fram vilji fundar- manna fyrir því að Alþýðubanda- lagið og verkalýðshreyfingin stæðu þétt saman f þeim átökum sem fra- mundan eru í fslensku þjóðfélagi og að mynduð verði eins breið sam- staða og hugsanlegt er“, sagði ný- kjörinn ritari Alþýðubandalagsins Helgi Guðmundsson trésmiður á Akureyri í spjalli eftir að lands- fundinum lauk. „Ég tel afskaplega brýnt að verka- lýðshreyfingunni takist með aðstoð allra þeirra sem vilja leggja henni lið, að snúa vörn í sókn á allra næstu mánuðum. Þar er verkefnið ekki einasta að endurheimta mannsæmandi lífskjör heldur og að koma í veg fyrir að verkafólk sætti sig við hin lágu laun gegn lækkandi verðbólgu. Vissulega er verkafólki brýnt hagsmunamál að ná verð- bólgunni niður en sá litli árangur sem nú hefur náðst hefur verið allt of dýru verði keyptur. Það er óþo- landi að horfa upp á að laun fólks eru gerð óverðtryggð á sama tíma sem ekki er hreyft við vísitölubind- ingu fjármagnsskuldbindinga, sem eru að sliga húsbyggjendur og aðra“ sagði Helgi ennfremur. „Hvað sjálfan landsfundinn varð- ar þá tel ég hann hafa verið starfs- saman og árangursríkan. Þar ber auðvitað hæst skipulagsbreyting- arnar og mér sýnist að þær geti, ásamt með öðru, skapað skilyrði fyrir samfylkingu vinstri manna þótt þeir nálgist sína pólitík út frá mismunandi forsendum að ein- hverju leyti". „Það vill stundum gleymast í sókn okkar til bættra efnahagslegra lífs- kjara að þau menningarlegu þarf einnig að bæta. Alþýðubandalagið og önnur stjórnmálasamtök vinstri manna þurfa ásamt verkalýðs- hreyfingunni að gera sér til dæmis grein fyrir mikilvægi umfangsmik- illar fullorðinsfræðslu í landinu og þar þarf ekki aðeins að spanna endurmenntunina og starfs- menntunina heldur allt áhugasvið fólks. Við þurfum að' hafa sýn á þessum markmiðum ekkert síður en þeim efnahagslegu þótt syrti í álinn um stundarsakir", sagði Helgi Guðmundsson ritari Al- þýðubandalagsins að lokum. —v. Helgi Guðmundsson: f sókn okkar til bættra lífskjara þarf ekkert sfður að leggja áherslu á þau menningarlegu en þau efnahagslegu. Ljósm. eik. Einvígi Kortsnojs og Kasparovs hófstí gær: Ovæntur sigur Kortsnojs Hinn 53 ára gamli Vlktor Korts- noj sannaðl í gærkveld svo ekkl verður um villst að fálr eru honum fremri þegar virkilega á reynir. Al- gerlega á óvart tókst honum að stýra svörtu mönnunum til sigurs í 1. einvlgisskák slnni gegn undra- verkinu Harry Kasparovs sem flestlr þeirra sem vel þekkja tll bar- áttunnar á reitunum sextluogfjór- um telja fremsta skákmann heims um þessar mundir; fremrl sjálfum Karpov og sumir ganga meira að segja svo langt að telja hann jafn- oka hins óvlðjafnanlega Bobbys Flscher sem skákllstinni tll óbæt- anlegs tjóns hefur dreglð slg út úr baráttunni. Á The Great Easton Hotel I London hófst barátta þess- ara tveggja skákrisa, barátta sem margur taldl að ekki færl fram vegna atvika sem rakin hafa verlð en málln björguðust. Kortsnoj dró fram úr pússi sfnu leikaðferð sem lítið hefur verið I sviðsljósinu undanfarið, tókst að af- hjúpa veikleika i byrjunaruppbygg- ingu andstæðingsins og vinna sigur. Skákin fór afar hægt af stað, mestan part fyrir þá sök hversu geysilega miklum tíma Kasparov eyddi á byrj- unarleikina. Þegar fram [ sótti náði Kortsnoj frumkvæðinu, tókst að skipta upp ( endatafl og smátt og smátt bæta aðstöðu sina þannig að þegar Kasparov átti eftir að leika 8 leiki til að ná tlmamörkunum við 40 leiki var staða hans ekki einasta veru- lega slæm, heldur einnig farið að saxast meira á tima hans en góðu hófi gegndi. Hann missti peð í 34. leik og frábtar tækni Kortsnojs I hróks- endatafli með peði yfir nægði til sig- urs. 153. leik með algerlega vonlausa stöðu lagði Kasparov niður vopnin. Skákskýrendur um allan heim, sem talið hafa sigur Kasparovs fyrir ein- vígið vísan, keppast nú við að endur- skoða afstöðu sina. Þetta er í annað sinn sem þeir Kortsnoj og Kasparov mætast yfir skákborðinu; i hið fyrra skipti tefldu þeir f Olympíumótinu í Luzern í fyrrahaust og þá sigraði so- vóski snillingurinn í einhverri magn- þrungnustu viðureign sem skáksag- an kann frá að greina. Samkvæmt fréttum frá London var allt með kyrrum kjörum, bæði fyrir skákina og eftir hana, þrátt fyrir all- mikinn taugatitring svo sem venja er þegar slíkar orustur skæðar eru háð- ar. Áhugamönnum um Iþróttamanns- lega hegðun til mikils léttis tókust keppendur í hendur bæði fyrir skákina og eftir að henni lauk, en slíka yfirborðskurteisi létu þeir lönd og leið er þeir mættust (Luzern í fyrra. Eftir argaþrasið i sambandi við einvlgi þetta kom Kortsnoj fram sem sannur heiðursmaður og bjargaði mikiivæg- um skákviðburði. Þykir margt benda til þess að illdeilur Kortsnojs við so- vésk yfirvöld heyri nú að mestu leyti sögunni til. Skákin (gærkveld fylgir hér á eftir. Hún bendir eindrógið til þess að Kasparov fyrirhitti andstæðing sinn ( góðu formi og því verði einvígið ekki sá leikur kattarins að músinni sem margir hafa búist við. í dag byrja þeir svo að tefla Vasily Smyslov og Zoltan Ribli. Einvigin fara fram á sama stað. Hvftt: Harry Kasparov Svart: Viktor Kortsnoj Drottningarlndversk vörn 1. d4 (Kortsnoj er búinn að hafa meir en hálft ár til að undirbúa sig undir þenn- an leik og rannsóknir hafa sannfært hann um að besta leiðin sé að tefla upp eftirlætisbyrjun Kasparovsl) 1. .. Rf6 4. Rc3 Bb7 2. c4 e6 5. a3 3. Rf3 b6 (Petrosjan - afbrigðið í drottningar- indverskri vörn hefur næstum þv( fleytt Kasparov þangað sem hann er nú staddur; á tindi skáklistarinnar. Ósjaldan hefur hann leikið sterkustu skákmenn veraldar grátt með þessu framlagi hins hógværa fótgöngulða á a-línunni. Það er einnig eftirtektarvert að ( einustu skákinni sem Kasparov hefur tapað með hvítu í þessu afbrigði mætti hann upphafsmanninum Petrosjan. Það var á Aljékín - skák- mótinu ( Moskvu árið 1981.) 5. .. d5 6. cxd5 Rxd5 7. e3 (Einnig hefur verið leikið hór 7. Dc2. Það kom mönnum óneitanlega dálítið spánskt fyrir sjónir að Kortsnoj skyldi gefa Kasparov tækifæri á að tefla á þennan hátt. En Kortsnoj trúir á mátt sinn og meginn, en grýlur ei og lætur ekki hrakfarir kollega sinna villa sér sýn. Næsti leikur hans, sem er lang- tífrá nýr af nálinni er runninn undan rifjum hollenska skákmeistarans Gennadi Sosonko.) 7. .. g6 (Byrjendum er kennt að forðast hol- umyndanir i kringum kónginn f6 og h6 - reitirnir eru veikir, en Kortsnoj veit sem er að I þessari stöðu komu veikleikarnir ekki að sök.) 8. Bb5+ c6 11. bxc3 c5 9. Bd3 Bg7 12. Bg5 10. e4 Rxc3 (Nærtækasti leikurinn en hann kost- aði líka drjúgan tima. Kortsnoj hafði teflt byrjunina hratt og áreynslulaust, en á meðan bogaði svitinn af hinum unga andstæðingi sem reyndi í stöðu sem var honum alls ókunn að finna heppilegustu áætlunina.) 12. .. Dd6 (Annar möguleiki var 12. - Dc7, en Kortsnoj óttaðist greinilega ekki fram- rás e-peðsins.) 13. e5 Dd7 (Staðan hefur fengið yfirbragð Grun- feldsvarnar sem Kortsnoj þekkir út og inn.) 14. dxc5 0-0 (Að sjálfsögðu kærir Kortsnoj sig koll- óttan þó eitt peð fjúki um stundarsak- ir. Það er ekki nokkur hætta á að hví- tum haldist á þeim liðsvinningi vegna hinnar veiku peðstöðu sinnar.) 15. cxb6 axb6 16. 0-0 Dc7 (Tímanotkunin segir sfna sögu. Kasparov hafði notað 1 klst. og 59 mínútur en Kortsnoj aðeins fimm mín- útur.) 17. Bb5 Bxe5 (Þessi leikur kom mörgum þeirra sem fylgdust með skákinni (húsakynnum Skáksambands íslands á óvart. Flestir áttu von á 17. - Rc6 sem er lang eðlilegasti leikur. Þá dugar t.d. 18. Dd6 ekki vegna 18. - Bxe5 Hins- vegar á hvítur möguleikann 18. Bf6 og eftir 18. - Rxe5 19. Rxe5 Bxf6 20. Rd7 á svartur úr vöndu að ráða. f fljótu bragði sýnist 20. - Df4 halda vel I horfinu en hvltur á hinn geysisterka leik 21. Dg4l! sem tryggir honum liðs- yfirburði.) 18. Bh6 (Að sjálfsögðu ekki 18. Rxe5 Dxe5 og báðir biskupar hvíts eru í uppnámi.) 18. .. Bg7 19. Bxg7 Kxg7 20. Dd4+ Kg8 (Það er Ijóst að byrjunartaflmennska hvíts hefur ekki gefið góða raun en þó áttu fæstir von á því að Kasparov tap- aði þessari stöðu jafnvel þó svo hann sitji uppi með veikleikana á a3 og c3. Hann var orðinn mjög tímanaumur og sú áætlun sem hann valdi ekki sú besta.) 21. Rg5? (22. Re5! var betri leikur. Eftir 22. - Hd8 23. Df4 hefur hvítur ýmsar hót- anir í frammi byggða á möguleikan- um - Rxg6!) 21. .. h6! 22. Re4 Bxe4! 23. Dxe4 Ra6! (En ekki 23. - Rd7? 24. Bxd7 Dxd7 24. De3 og hvítur jafnar taflið. Korts- noj veit sem er að betri tækifæri fær hann vart i einvígi og þar af leiðandi gefur hann Kasparov engin færi á að rétta sinn hlut. Dómurinn yfir peða- ræflunum á c3 og a3 skal falla! Veldi Kortsnojs skal rísa!) 24. De3 Dc5! (Þvingar fram, frá herfræðilegu sjón- arhorni séð, allt að því unnið endatafl. A.m.k. er það vart bjóðandi nokkrum hvítum manni, svo notaður só gam- alkunnur skákfrasi, að sitja í þeirri stöðu sem nú kemur upp.) 25. Dxc5 (Engu betra var 25. Bxa6 Dxe3 26. fxe3 Hxa6 27. Hfb1 Hd8! og svartur ^"^Rxci 28‘ Hb4 K18 26. HfblHfdB »-«4H-5! 27. Bf1 Hd6 (Fyrirbyggir möguleikann 30. a5 bxa5 31. Hb5 o.s.frv. Kortsnoj teflir endataflið allt af gífurlegri ná- kvæmni.) 30. g3 Ke7 31. Kg2f5 32. Bb5 (Þegar Kasparov lók þessum leik sýndi vísirinn á klukku hans að ekki væru meira en tvær mínútur eftir. Tímahrak og vond staða andstæð- ingsins. Margur hefur leikið slíku nið- ur- en ekki Kortsnoj. Áratuga reynsla hefur kennt honum að fara að engu óðslega þegar heggur nærri tíma- mörkunum.) 32. .. Hd2 33. Hd4 Hxd4 34. cxd4 34. .. Rxa4! (Kortsnoj sem átti kappnógan tíma tók sér góða stund til að leika þessum leik. Hann vildi fullvissa sig um að hróksendataflið sem upp kemur væri áreiðanlega unnið.) 35. Hxa4 (35. Bxa4 b5 er algerlega vonlaust.) 35. .. Hxb5 38. Hg7 Hd5 36. Ha7+ Kd6 39. Hxg6 b5! 37. Hh7h5 40. Kf3 (Þegar Kasparov lék þessum leik hékk vísirinn enn uppi en ekki meira en svo. Þeir tefla með rafeindaklukku og nákvæm tímataka sýndi að Kasp- arov átti 28 sekúndur eftir.) 40. .. b4 41. Ke3 b3! 42. Kd2 (Eða 42. Kd3 Hxd4+143. Kxd4 b2 og vinnur.) 42. .. Hxd4+ 44. Kxb2 Hd2+ 43. Kc3 b2! 45. Kc3 (Það er alveg eftir Kasparov að tefla skákina til enda og setja hana ekki ( bið, eins og Karpov er vanur að gera með tapaðar stöður. Hann vill fá þessa skák úr myndinni sem allra fyrst, líkt og kappsfullur knattspyrnu- leikari sem kemur á harðahlaupum til að ná knöttin í netið og koma honum strax fram á miðjan völl til að hefja leikinn að nýju!) 45. .. Hxf2 46. h4f4 47. Hg5 Hf3+ 48. Kd4 Hxg3 49. Hxh5 He3! 50. Hh6 Ke7 51. h5 e5+ 52. Kd5f3 -og hór lagði Kasparov niðurvopnin. Glæsileg skák hjá Kortsnoj en tafl- mennska Kasparovs er óneitanlega með þeim hætti að undrun vekur. bjóst má þó vera af þessari snörpu og skemmtilegu viðureign að skákunn- endur mega eiga von á spennandi einvígi. - hól

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.