Þjóðviljinn - 22.11.1983, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 22.11.1983, Qupperneq 16
WÐVHHNN Þriðjudagur 22. nóvember 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Bankastjórinn gegn bóndanum Ingólfur Guðnason grefur undan Páli á Höllustöðum Smalað á félagsfundi — kjördæmisþingi frestað Mjög hefur nú hitnað í kolunum meðal Framsóknarmanna (B-lista) og Ingólfsmanna (BB-lista) í Norð- urlandi vestra. Ingólfur Guðnason og stuðningsmenn hans hrcinsuðu alla Framsóknarmenn sem ekki studdu hann í kosningunum sl. vor út úr stjórn Framsóknarfélags V.- Húnvetninga og felldu þá í fulltrúa- kjöri á Kjördæmisþing. Kjör- dæmisþingið átti að fara fram um helgina en var frestað. Þau tíðindi urðu á fundi Fram- sóknarfélags V-Húnavatnssýslu að stuðningsmenn Ingólfs Guðna- sonar fóru offari gegn stuðnings- mönnum Páls Péturssonar alþing- ismanns kjördæmisins og öðrum þeim sem ekki vilja Ingólf Guðna- son útibússtjóra á þing. Einsog kunnugt er bauð Ingólfur Guðna- son fram sérstakan framboðslista Framsóknarmanna, BB-lista, við síðustu kosningar. Heimildir blaðsins herma að stuðningsmenn Ingólfs hafi smalað grimmilega á fund þennan og ekki legið á markmiðum sínum. Pá er sagt nyrðra að Ingólfsmenn muni vel geta hugsað sér að gera bandalag við þá Framsóknarskag- firðinga, sem vilja að Stefán Guð- mundsson (sem tók við af Eggert Haukdal í Framkvæmdastofnun) verði í efsta sæti framboðslista í næstu kosningum gegn því að Ing- ólfur skipi annað sætið og Páll á Höllustöðum verði í kuldanum utan alþingis. Stuðningsmönnum Páls í V,- Húnavatnssýslu mun hafa komið þessi framkoma á fundinum á Hvammstanga sl. miðvikudag mjög á óvart - og fremur reiknað með að Ingólfsmenn myndu leita sátta eftir sársaukafulla kosninga- baráttu, þarsem einungis er bitist á um persónur meðan pólitík kemur þar hvergi nærri. Svo virðist einnig að Framsóknarmenn í Húnavatns- sýslum reikni með kosningum fyrr en síðar, svosem flokksbræður þeirra í Reykjavík. óg/ór. Páll Pétursson þingflokksformaður Framsóknarflokksins i þungum þönkum á Alþingi í gær. Er bak- landið að gliðna? Yassir Arafat verst úr vígi sínu í Tripoli í Líbanon. Jóhannes sannfærði Albert: Seðlabankinn borgar aukinn hlut Islands Jóhannes Nordal Seðlabanka- stjóri ritaði Albert Guðmundssyni fjármálaráðherra tvö bréf s.l. föstudag, þar sem hann lýsir því yfir að ríkissjóður muni ekki bera neinn kostnað nú eða í framtíðinni vegna aukningar hlutafjár íslands í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Seðla- bankinn muni greiða hlutaféð. Þessi bréf urðu til þess að fjármála- ráðherra lét af yfirlýstri andstöðu sinni við frumvarp Matthíasar Mathiesen samráðherra síns en ríkisstjórnin sem slík hefur ekki gert samþykkt um málið. Snarpar umræður urðu um þetta mál í neðri deild Alþingis í gær þeg- ar frumvarpið var til annarrar um- ræðu. Svavar Gestsson vakti at- hygli á því að eftir að fjárhags- og viðskiptadeild hefði einróma sam- þykkt frumvarpið hefði komið í ljós að ágreiningur var milli ráð- herranna um það. Sagði Svavar furðulegt að fjármálaráðherra tryði því að engar greiðslur eða ábyrgðir féllu á ríkissjóð vegna aukins hluts íslands í Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, og spurði hvaða pólitískir bjargráðasjóðir það væru sem Jóhannes Nordal nú hefði uppgötvað til að bjarga á- standinu á stjórnarheimilinu. Matthías Mathiesen viðskipta- ráðherra gat ekki upplýst á fundin- um hvaða reikningar erlendis það væru sem Seðlabankinn ætlaði að taka féð af né hvaða fé það væri. Varð það til þess að þriðja umræða fór ekki fram um málið í gær eins og hann óskaði eindregið eftir vegna mótmæla Svavars Gests- sonar þar um. -ÁI. Mannfall í Tripoli Barist var af mikilli hörku í Trip- oli í Líbanon yfir helgina, þar scm andstæðingar Yassirs Arafat sækja að stöðvum hans studdir sýr- lenskum vopnum. Síðustu fregnir herma að uppreisnaröflin innan PLO hafi látið af bardöguin seinnipartinn í gær er þeir áttu að- eins 600 metra að bústað Arafats inni í borginni. Sögðust upp- reisnarmennirnir ekki grípa til vopna á ný nema á þá yrði ráðist. Samkvæmt fregnum frá Rauða krossinum hafa a.m.k. 500 manns fallið í þessum átökum og 2047 voru skráðir særðir á tímabilinu 3.- 19. nóvember. Rafmagnslaust varð í Tripoli 17. nóvember og eldar loga víða í borginni. Þá er einnig víða vatnslaust og mjög erfitt um alla heilsugæslu. ólg. Þyrluslysið í Jökulfjörðum: Raiuisókn á orsökum í fullum Enn hefur ekkert komið fram sem getur gefið óyggjandi skýringu á því hvað olli þyrluslysinu í Jökul- fjörðum þegar TF-RÁN, þyrla Landhelgisgæslunnar, fórst með fjögurra manna áhöfn. Þyrlan hef- ur verið rannsökuð hátt og lágt frá því í síðustu viku og var m.a. unnið alla helgina að rannsókn slyssins. Að sögn Karls Eiríkssonar for- manns flugslysanefndar þá hefur 11 manna hópur unnið við rannsóknina, fimm íslendingar á vegum flugmálastjórnar undir stjórn Skúla Jóns Sigurðssonar hjá Loftferðaeftirlitinu og svo fimm starfsmenn bandarísku flugörygg- gangi ismálastofnunarinnar sem komu hingað til lands vegna slyssins. Að sögn Karls er rannsóknin tímafrek vegna þeirra ströngu reglna sem verður að fara eftir í tilvikum sem þessum. Karl sagði að rannsóknin beindist m.a. að því hvaða hlutur það væri sem hefði komist inn í hægri hreyfil þyrlu- blaðsins. Að öðru leyti er rann- sóknin unnin með svokallaðri úti- lokunaraðferð, þ.e. hver einstakur hlutur þyrlunnar er sundur- greindur á eins nákvæman hátt og unnt er. Karl sagði að gerð yrði grein fyrir niðurstöðum rannsókn- arinnar þegar þær lægu fyrir. _ hól Skáksamband íslands stóð fyrir sérstöku skákkvöldi í húsakynnum sínum að Laugavegi 71 en þar var skák Kortsnojs og Kasparovs skýrð jafnharðan og leikir bárust. Þessari nýbreytni var afar vel tekið og var fullt út úr dyrum þegar mest var af fólki. Til þess að fá leikina þurftu starfsmenn Pósts og síma að hafa í frammi ýmsar tilfæringar á Laugavegin- um. Hér vinna þeir að uppsetningu telextækis. Lengst til hægri á myndinni er varaforseti Skáksambandsins Þorsteinn Þorsteinsson. -

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.