Þjóðviljinn - 22.11.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.11.1983, Blaðsíða 10
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. nóvember 1983 Ö: ST. JÓSEFSSPÍTALI W LANDAKOTI STARFSMAÐUR óskast viö dagheimilið Litlakot, aldur barna 1-21/2 árs. Um er aö ræða hlutastarf, frá kl. 13:00-17:30 alla virka daga. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast við eftirtaldar deildir: - Skurðdeild - sérnám ekki skilyrði. - Gjörgæsludeild - Handlækningadeildir - l-B og ll-B. - Lyflækningadeild ll-A. - Augnskoðun - dagvinna. - Göngudeild - dagvinna. SJÚKRALIÐAR: Lausar stöður við lyflækningadeild. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsing- ar í síma 19600 kl. 11:00-12:00 og 13:00-14:00 alla virka daga. Reykjavík 18.11.’83 Skrifstofa hjúkrunarforstjóra ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftirfarandi: RARIK-83015. Götugreiniskápar og tengibún- aður fyrir jarðstrengi. Opnunardagur: fimmtudagur 15. desember 1983, kl. 14:00 RARIK-83016. Aflstrengir og ber koparvír. Opnunardagur: þriðjudagur 13. desember 1983, kl. 14:00 RARIK-83017. Lágspennubúnaður í dreifi- stöðvar. Opnunardagur. mánudagur 12. desember 1983, kl. 14:00 RARIK-83018. Háspennubúnaður í dreifi- stöðvar. Opnunardagur: miðvikudagur 14. desember 1983, kl. 14:00 Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með mánudegi 21. nóvem- ber 1983 og kosta kr. 100.- hvert eintak. Reykjavík 18. nóvember 1983 Rafmagnsveitur ríkisins. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðni Sigurður Erlendsson, Mávahlíð 2, lést í Borgarspítalanum þann 11. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Johanna Þorgilsdóttir Guðbjörg Þ. Guðnadóttir, Sigrún A. Guðnadóttir, Áslaug Guðnadóttir, Þórir B. Jóhannsson, Kristinn E. Guðnason, Jóna S. Jóhannsdóttir, og barnabörn. Útför eiginmanns míns og föður Þórhalls Karlssonar flugstjóra, Rauðahjalla 11 Kópavogi, fer fram frá Kópavogskirkju í dag 22. nóvember kl. 15. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Slysa- varnarfélag Islands. Aðalheiður Ingvadóttir Þórhildur Þórhallsdóttir Elías Þórhallsson Hrafnhildur Þórhallsdóttir Herramannsmatur fyrir lítið: Kryddþáttur Leiðrétting - og betrumbót I síðasta kryddþætti slæddust slæmar prentvillur inn í upp- skriftina að tómatsósunni. Rétt uppskrift er svona: 2 msk olívuolía Ph dl tómatmauk 6 dl afhýddir og skornir tómatar 1 söxuð gulrót eða 1 tsk. sykur 'h tsk mýmalaður pipar 1 msk basil 5 msk smjör salt eftir smekk Til að bæta ögn fyrir mistökin læt ég fylgja hér með uppskrift að því sem við erum vön að kalla tómatsósu, þ.e. það sem á er- lendum málum er kallað tomat catsup eða ketchup. Þið munuð komast að raun um að þessi uppskrift er talsvert ólík búðar- sósunni - og til muna betri. Úr uppskriftinni á að fást um 'h lítri. 4‘h kíló af þroskuðum tómötum, afhýddum og skornum 3 smásaxaðir laukar 2 paprikur, rauðar eða gr.œnar, smátt skornar (munið að taka kjarnann úr!) 1 marinn hvítlauksgeiri kanilstöng 1 tsk piparkorn 1 tsk negulnaglar 1 tsk allspice 1 tsk sellerífrœ l ’h dl púðursykur ‘h dl eplaedik 1 msk salt 2 tsk paprikuduft ‘h tsk cayennepipar Sjóðið sáman tómatana, laukinn paprikurnar og hvít- laukinn í 30 mínútur eða þar til allt er orðið lint. Sigtið síðan vel, látið aftur í pottinn og sjóðið þar til innihaldið hefur skroppið sam- an um helming. Þetta tekur um 30-40 mínútur og gæta þarf vel að innihaldinu og hræra í, því annars brennur allt við. Látið kanil- stöngina, piparkornin, negulinn, allspice og selleríið í sótthreins- aðan klút (sárabindi t.d.), bindið vel um og látið í pottinn ásamt öllu hinu. Sjóðið við vægan hita þar til innihaldið er mjög þykkt og hrærið tómatsósuna síðan í sótthreinsaðar krukkur en passið að fylla þær ekki alveg. Lokið þeim síðan vel og innsiglið helst. Sæt-súr svínabein Ólívur (Olea europaea) Langt er síðan mannskepnan hóf að nýta ólívur til matargerð- ar, en talið er að uppruna ólívu- trjánna megi rekja til Grikk- lands. Á fyrstu öld f. Kr. voru ítalir mestu framleiðendur olívu- olíu, en ítalir fluttu tréð inn frá Grikklandi. Þá þekktu eldabusk- ur hins vegar ekki aðferðina við að gera berin æt, en bragð þeirra er mjög beiskt. Síðar komust þær upp á lagið með að leggja berin í vatn, eða lög í langan tíma, en við það hverfur hið vonda bragð. Ekki er vitað hvenær eða hvar þessi aðferð var fyrst fundin upp, en það má svo sem einu gilda. Grænar niðursoðnar ólívur eru berin óþroskuð en svártar ólívur eru þroskuð ber. Hvort tveggja er mjög gott í ýmiss konar rétti, svo sem salöt, grænmetisrétti og pizzur. Þá er olían sem gerð er úr pressuðum berjum einnig mikið blanda olíuna með vínediki og sítrónusafa, en ekki skyldi láta kryddjurtir út í ólívuolíu, því þær spilla aðeins hinu fína bragði olíunnar. Margar verslanir í Reykjavík bjóða upp á svínabein en úr þeim má búa til fyrirtaks sæt-súran kínverskan rétt. Svínabeinin eru mjög ódýr og slá ýsunni alveg við, þannig að ekki ætti verðið að hamla nokkurri eldabusku að spreyta sig við þennan rétt. Sæt- súrt svínakjöt er reyndar einn þekktasti réttur Kínverja á Vest- urlöndum. Uppskriftin hér á eftir miðast við fjóra. ‘h kg svínabein 1 msk sojasósa l‘h msk sjerrí (eða vatn) 2 msk vatn 1 eggjahvíta, þeytt 2 msk. maísmjöl olía til að steikja með notuð til hins sama, en ólívuolía þykir með betri olíum til matar- gerðar. Ekki þarf nema nokkra dropa á salöt eða tómata til að lífga upp á réttinn. Þá er gott að velíámeðan. Látiðsíðankjötiðá pönnuna og öll önnur efni nema maísmjölið og vatnið og hrærið vel í ca. 2 mínútur. Blandið ma- ísmjölinu við 2 msk. af vatni og hrærið síðan útí og hitið þar til sósan þykknar. Eins og þið sjáið tekur undir- búningur og matargerðin ekki langan tíma (hámark 15 mínút- ur). Þannig má fá góðan rétt fyrir lítið fé og lítinn tíma. Með réttin- um er gott að borða hrísgrjón eða pönnusteikt grænmeti að kín- verskum hætti. Það má t.d. blanda saman engiferrót, hvítk- áli, gulrót, papriku, púrrulauk og agúrku og steikja í olíu stutta stund eða þar til grænmetið mýk- ist ögn. Sósan: ‘h dl peanut-olía 5 cm af nýrri engiferrót, smásax- aðri (fœst fryst í Manila á Suður- landsbraut, eins og áður hefur verið getið hér) 1 grœnn pipar, smásaxaður (fœst víða niðurskorinn) 125 g af niðursoðnum ananasbit- um 1 söxuð gulrót 2 msk sykur 3 msk vínedik 2 msk sojasósa 2 msk tómatmauk 2 msk sítrónu- eða appelsínusafi 2 msk vatn 1 msk maísmjöl Skerið kjötið frá beinunum. Blandið saman sojasósu, sjerríi, vatni, eggjahvítu og maísmjöli í stórri skál og veltið kjötinu uppúr deiginu. Helst á að láta kjötið bíða í 1 klst. en gerir lítið til þótt biðinni sé sleppt. Hitið olíu á pönnu. Olían á að vera mjög heit en þá eru kjötbit- arnir látnir varlega útí olíuna og steiktir í 3-4 mínútur eða þar til þeir eru brúnir og harðir. Takið þá uppúr olíunni og látið á eld- húspappír til að olían þurrkist af þeim. Hitið peanut-olíu á‘ pönnu (ef þið komist yfir hana í einhverri versluninni, en hún er því miður ekki alls staðar á boðstólum. Annars má auðvitað nota aðra ol- íutegund). Þegar olían er orðin heit steikið þið engiferrótina og piparinn stutta stund og hrærið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.