Þjóðviljinn - 22.11.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.11.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVÍLJINN Þriðjudagur 22. nóvember 1983 Grundvallarbreytingar á lögum Alþýðubandalagsins Opið og fjölbreytt skipulag tekið upp Jafnræðisreglan leidd í lög bandalagsins Landsfundur Alþýðubandalags- ins gerði verulegar breytingar á skipulagi flokksins. Samþykkt var að heimila fjölbreyttari grunn- einingar; að taka upp jafnræðisreglu milli kynja í flokks- starfi; að landsfundir verði fjöl- mennari og haldnir annað hvert ár í stað þriðja hvert ár áður; að fjölga í miðstjórn og setja á laggirnar fjármálaráð. Ymsar aðrar breytingar voru gerðar á lögum. Opnar marga möguleika Grunneiningar í flokksstarfi Al- þýðubandalagsins eru nú svæðisfé- lög sem starfa í einu eða fleiri sveit- arfélögum og geta verið fleiri en eitt, félög ungs fólks innan Alþýðu- bandalagsins en heildarsamtök þeirra bera heitið Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins, og loks samtök og hópar sem bundin eru tilteknum viðfangsefnum og mál- efnum. Gert er ráð fyrir að þar sem fleiri en eitt félag Alþýðubanda- lagsmanna starfa í sama sveitarfé- lagi eða á sama svæði skuli mynda fulltrúaráð þeirra sem hefur þá á hendi heildarstjórn á starfi flokks- ins og tekur ákvarðanir um fram- boð í sveitarstjórnarkosingum. Áhugamannasamtök og hópar innan Alþýðubandalagsins svo og félög ungs fólks hafa heimild til þess að hafa innan sinna vébanda óflokksbundið fólk, en réttindi slíkra félaga innan flokksins miðast eingöngu við flokksmenn í Té- laginu. Þá er gert ráð fyrir að hægt sé að ganga í Alþýðubandalagið án þess að skipa sér um leið í ákveðið flokksfélag. Með þesum breytingum fjölgar inngönguleiðum í Alþýðubanda- lagið og möguleikum fyrir félög og hópa að starfa sjálfstætt innan þess. Landsfundur Alþýðubandalags- ins verður nú haldinn annað hvert ár í stað þriðja hvert ár. Fækkað er tölu flokksmanna að baki hvers fulltrúa á landsfund úr 12 í 9 og verða því landsfundir mun stærri samkomur en áður. Fjölgað var í miðstjórn um 20 manns og kveðið á um lágmarksfjölda fulltrúa Æsku- lýðsfylkingar og kjördæma, 7 fyrir ÆFAB og 3-4 fyrir hvert kjör- dæmi. Jafnræði og endurnýjun Með nýju lögunum kemur til fjármálaráð sem skipað er for- Einar Karl Haraldsson scm hafði á höndum formennsku í laga- og skipu lagsnefnd mælir fyrir frumvarpi hennar um ný flokkslög. Ljósm. eik. manni eða varaformanni ásamt gjaldkera flokksins, formönnum kjördæmisráða, framkvæmda- stjóra flokksins og 3 mönnum kjörnum af miðstjórn. Fellt var út ákvæði um að kjördæmisráð, full- trúaráð og svæðisfélög þurfi að leita samþykkis miðstjórnar fyrir prófkjörsreglum sínum. Endurný- junarregla gildir áfram um kjör í allar trúnaðarstöður innan flokks- ins, og er enginn kjörgengur lengur en þrjú kjörtímabil í röð. Formann og varaformann má þó kjósa á fjór- um landsfundum í röð, þannig að þeir geta lengst setið í 8 ár samfellt. Þá er leidd í lög j afnræðisregla milli kynja, þannig að hvort kyn á rétt til a.m.k. 40% fulltrúa í öllum stofn- unum flokksins, svo fremi að nægi- lega margir Séu í framboði. Þá er í lögunum almenn viljayfirlýsing um að stuðla beri að endurnýjun á fulltrúum á þingi og í sveitarstjórn- um og sem jöfnustu hlutfalli kynja á framboðslistum. -ór Samþykkt íslenskra myndlistar- manna um Skúlagötuskipulagið Gömlu húsin verði ekki riffn Á fundi hjá félagi íslenskra myndlistarmanna á dögunum var samþykkt að skora á stjórn Reykja- víkurborgar að nýtingarhlutfall varðandi endurskipulag svonefnds Völundarreits við Skúlagötu verði ekki samþykkt það hátt að það hafi í för með sér niðurrif Völundar- Hugur og hönd komið út Hugur og hönd, rit Heimilisiðn- aðarfélags Islands, er nýlega komið út. Þar er um að ræða veglegt af- mælisrit í tilefni 70 ára afmælis fé- lagsins sl. sumar. í ritinu er fjölbreytt efni að vanda. Þar má nefna heimsókn í gleriðjuna Bergvík á Kjalarnesi, verk Ragnhildar Pétursdóttur eru kynnt, grein um Heimilisiðnað- arfélagið, silfursmíðar Helga Þóið- arsonar eru kynntar og fjallað er um klæðaburð íslendinga fyrr á öldum. Þá er rætt við söðlasmið, hugleiðingar eru um brúður og rætt er um íslensku ullina. Þá er fjöldi sniða og prjónauppskrifta í blað- húss, Kveldúlfsskemmu og húss Sláturfélagsins. Segjast félagsmenn ekki geta fengið séð að ofangreind hús hafi varpað nokkrum skugga á heildar- mynd Skúlagötu til þessa og beina því þeim tilmælum til stjórnvalda borgarinnar að uppbygging Skúla- götusvæðisins verði gerð með tilliti til áðurnefndra húsa og að við endurbygginguna verði höfð í huga félagsleg aðstaða fyrir borgarbúa. -Ig- Æskulýðsfylkingin formlegur aðili að Alþýðubandalaginu_ Áhugameim um landbúnað armál stofnuðu flokksfélag Með samþykkt nýrra flokkslaga á landsfundi voru félög ungs fólks innan Alþýðubandalagsins og heildarsamtök þeirra Æskulýðs- fylkingin formlega gerð að grunn-' einingum og aðila að flokknum. Fyrstu samtökin fyrir utan ÆFAB sem æsktu aðildar að bandalaginu voru Landsamtök áhugafólks um landbúnaðarmál og Gránufélagið. Það voru einkum kröfur af þétt- býlissvæðum um möguleika á fjöl- breyttari grunneiningu sem urðu þess valdandi að ástæða þótti til lagabreytinga. Þessvegna vakti það athygli að það voru landsbyggðar- menn sem riðu á vaðið og stofnuðu til sérfélags innan Alþýðubanda- lagsins. 30-40 manns gengu í Landssamtök áhugamanna um landbúnaðarmál innan Alþýðu- bandalagsins á landsfundinum, en þeim er ætlað að halda sambandi milli áhugamanna um þessi efni um land allt, og starfa að málefnum landbúnaðar í vissum skilningi. Gránufélagið á hinsvegar heimili og varnarþing í Laugarvatns- hreppi, félagsmenn eru 14, og eru það allt valinkunnir Alþýðubanda- lagsmenn. Samkvæmt nýja skipu- laginu geta Alþýðubandalagsmenn verið í eins mörgum félögum innan flokksins og hugur þeirra stendur til, en geta aðeins kosið til stofnana flokksins í einu félagi hverju sinni. -ekh Krossvík AK bjargað á veiðar Vitum ekkert um næsta túr „Við komum Krossvíkinni út. Hún er búin að liggja í hérumbil viku og við höfum verið að slást í því að koma henni út“, sagði Helgi Kristjánsson útgerðarstjóri Kross- víkur AK-300. Togarinn hefur legið bundinn við bryggju á Akra- nesi frá því á mánudag, vegna rekstrarerfiðleika en hélt á veiðar um helgina. Fyrir liggur bundinn við bryggjuna togarinn Óskar Magnússon sem ekki hefur farið a veiðar vegna rekstrarvanda frá því í byrjun síðasta mánaðar. Það hefur tekið okkur viku að ná í peninga fyrir olíu og launum. Á- standið er þannig, að mennirnir sem eru að fara út núna vita ekkert hvort þeir komast út í næsta túr á eftir. Við verðum bara að bíða þangað til að hann kemur inn aftur og sjá hvað skeður þá“, sagði Helgi ennfremur. Það eru fjögur fiskvinnslufyrir- tæki á Akranesi sem gera Krossa- vík út og var allt gert sem hægt var til að koma togaranum aftur út á veiðar þar sem þegar er umtalsvert atvinnuleysi á Akranesi hjá fisk- verkunarfólki eftir að Óskari Magnússyni var lagt og ljóst að það myndi aukast til muna ef Krossvík kæmist ekki á veiðar. -I? ínu. Stuttar fréttir Nýr ráðuneytisstjóri Jón L. Arnalds, ráðuneytisstjóri sjávarút- vegsráðuneytisins, hefur fengið leyfi frá störf- um frá 1. maí n.k. til 30. júní 1985. Jafnframt hefur Þorsteinn Geirsson, skrif- stofustjóri í fjármálaráðuneytinu, verið settur ráðneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins sama tímabil. Starfshópur um tölvur Félag.smálaraðherra hefur skipað starfshóp sem er ætlað það verkefni að framkvæma könnun á áhrifum nýrrar tækni (tölvunnar) á íslenska atvinnuvegi í næstu framtíð. Starfs- hópinn skipa þeir Ingvar Ásmundsson formað- ur, Haukur Helgason, Hilmar Jónasson, Magnús Gústafsson, Þorsteinn Geirsson og Gylfi Kristinsson er ritari hópsíns. Bráðabirgðalögin samþykkt Bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar frá í vor voru afgreidd frá neðri deild alþingis í gær. Nafnakall var viðhaft og sagði 21 stjórnarliði já og 12 stjórnarandstæðingar nei. Fjarverandi voru Geir Hallgrímsson, Guðrún Agnarsdótt- ir, Jón Baldvin Hannibalsson.'Kristín S. Kvar- an, Matthías Bjarnason, Sverrir Hermannsson og Þórarinn Sigurjónsson. Nýtt líf í stað Lífs Tískublaðið Líf hefur nú hlotið nýtt nafn, eftir að útgáfufyrirtækið hafði efnt til sam- keppni. Nafnið er NÝTT LÍF og seir í frétta- tilkynningu frá Frjálsu firamtaki hf sem gefur timaritið út, aó skapendur samnetndrar kvik- myndar muni ekki gera athugasemdir við þessa nafngift. Tóku sæti á þingi í gær tóku fjórir varaþingmenn sæti á al- þingi. Björn Dagbjartsson, matvælaverkfræð- ingur, Reykjavík tók sæti Halldórs Blöndal (S), sem situr þing SÞ, Kristófer Már Kristins- son, kennari, Reykholti tók sæti Kolbrúnar Jónsdóttur (BJ), sem einnig situr þing SÞ, Ólafur Ragnarórímsson, fyrrverandi alþingis- maður Seltjarnarnesi, tók sæti Guömundar J. Guðmundssonar (AB), sem er í veikindaleyfi og Þórður Skúlason, sveitarstjóri, Hvamms- tanga, tók sæti Ragnars Arnalds (AB), sem situr þing SÞ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.