Þjóðviljinn - 22.11.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.11.1983, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 22. nóveniber 1983 ÞJÓÐVÍLjlNN — SÍÐA 7 Mikill fjöldi mála var afgreiddur á lands- fundinum og hér er veriö aö vísa tillögum um lagabreytingar til nefndar, Baldur Óskarsson framkvæmdastjóri Alþýöu- bandalagsins telur meö tilþrifum. Ljósm. s il Islendlnga Lúðvík Jósepsson flutti snjallt erindi í upphafl Landsfundar Alþýðu bandalagsins. Við fundarstjóraborðið eru Svavar Gestsson, Þor- björn Broddason, Lena M. Rist og Þórunn Theódórsdóttir, sem ásamt Gunnlaugi Haraldssyni voru fundarritarar, og Margrét Frí- mannsdóttir, og Helgi Seljan, sem ásamt Sigríði Stefánsdóttur voru fundarstjórar. Fundarstjórar,fundarritarar og starfsmcnn þingsins fengu miklar þakkir í fundarlok fyrir frábær störf. Ljósm.: -eik. 4. Komið verði á samfelldu húsnæði- skerfi, þarsem bankarog opinberirað- ilar í samvinnu við lífeyrissjóði tryggi lánsfjármagn til íbúðabygginga rheð greiðari hætti en nú er. Jafnframt verði lögð áhersla á byggingu leiguhúsnæð- is, forgangsrétt byggingarsamvinnu- félaga og húsnæðissamvinnufélaga og endurbætur á verkamanna- bústaðakerfinu. 5. Dregið verði úr innflutningi með beinum og markvissum aðgerðum án þess að kjaraskerðingu sé beitt; þessu skyni. 6. Orkuverð til álversins verði hækkað skilyrðislaust, svo náð verði fram- léiðslukostnaðarverði. Beitt verði í þessu skyni einhliða aðgerðum ef þörf krefur. Arðurinn af hækkuninni verði m.a. notaðurtil þess aðjafnaog lækka orkukostnað heimilanna. 7. Frekari útþensla bandaríska hernáms- ins verði stöðvuð. Alþýðubandalagið er reiðubúið til við- ræðna við önnur stjórnmálasamtök og að- ila vinnumarkaðarins um útfseírslu þ'essara efnisþátta í nýrri stjórnarstefnu. Reynslan hefur sýnt, að eingöngu með sameiginlegu átaki landsmanna er unnt að ráðast í stór- verkefni á íslenskan mælikvarða. Kreddu- kenningar markaðsaflanna um lausn á at- vinnumálum hafa aldrei skilað varanlegum árangri á íslandi. Landsfundur Alþýðubandalagsins telur að nú sé brýnna en nokkru sinni fyrr að leita samstarfs um lausn á helstu vandamálum þjóðfélagsins. Til viðbótar við þau áföll sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir magnar stefna núverandi rfkisstjórnar vanda efnahagslífs- ins. Alþýðubandalagið er nú í stjórnarand- stöðu, en flokkurinn er engu að síður reiðu- búinn til þess að taka á þeim vandamálum sem brýnast er að leysa. Við ríkjandi aðstæður hlýtur það að vera meginverkefni Alþýðubandalagsins að reyna að samfylkja vinstrimönnum og verkalýðssinnum um úrræði í efnahags- og atvinnumálum og til að hrinda þeirri fram- sókn hægri aflanna sem núverandi ríkis- stjórn hefur beitt sér fyrir, og koma ríkis- stjórn fésýsluaflanna frá. Alþýðubandalagið skorar á íslendinga að taka nú höndum saman um nýja stefnu sem tekur á vandanum á grundvelli félags- hyggju og jafnréttis, lýðræðis og samvinnu með varðveislu sjálfstæðis þjóðarinnar að leiðarljósi. Verkalýðshreyfingin er nú í fjötrum þvingunarlaga sem skerða samningsrétt til tveggja ára. Ríkisstjórnin leggur fjötra á sjálf- stæði einstaklinga og fjárhag al- þýðuheimilanna. Utanríkisstefnan festir íslend- inga fastar í hernámsf jötra. Alþýðubandalagið berst fyrir því að létta þessum fjötrum af þjóð- inni - fyrir framtíð án fjötra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.