Þjóðviljinn - 22.11.1983, Page 6

Þjóðviljinn - 22.11.1983, Page 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. nóvember 1983 Það tókst að Ijúka afgreiðslu allra mála sem fyrir landsfundinum lágu en þó komst fundurinn í tímaþröng. Ströng fundarseta setti svip sinn á fundarlokin, en bót í máli var að tímamörk voru á ræðum og fundarmenn héldu sig flestir innan þeirra. Fundarstjórarnir Helgi Seljan og Sigríður Stefánsdóttir telja atkvæði í kjöri gjaldkera flokksins. Aðrir í forystu flokksins voru sjálfkjörnir. Svavar Gestsson nýendurkjörinn formaður Alþýðubandalagsins óskar Vilborgu Harðar- dóttur nýkjörnum varaformanni til hamingju. Landsfundarfulltrúar hylltu Svavar og Vilborgu með langvinnu lófataki. Ljósm.: - eik. Landsfundur Alþýðubandalagsins 1983 Islendingar hafa á undanförnum árum orðið að þola samdrátt í þjóðarframleiðslu og þjóðartekjum. Þegar þjóðin stendur frammi fyrir slíkum vanda er nauðsynlegt að við stjórn landsins sé lögð megináhersla á samstöðu og samvinnu. Með framsókn hægri aflanna í ríkisstjórn Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur fé- lagslegum lausnum á vanda þjóðfélagsins verið hafnað. í staðinn fá markaðsöflin að vaða fram. Samtök launafólks eru svipt mannréttindum og lífskjör eru lakari en um áratugaskeið. Atvinnuöryggi er í verulegri hættu. Fyrirtækin eru að stöðvast og hundruðum manna hefur þegar verið sagt upp störfum. Kaupmáttur tímakaups er nú kominn niður í það sem var fyrir 30 árum. Stefna ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir því að kaupið verði lækkað enn frekar á næsta ári og Island verði láglaunasvæði þar sem veruleg og vaxandi kjaraskerðing festist í sessi. í atvinnumálum skaparstefna ríkisstjórn- arinnar alvarleg vandamál. Hún ýtir undir vantrú á getu þjóðarinnar til þess að lifa af auðlindum lands og sjávar. Á þann hátt er brautin rudd fyrir erlenda stóriðju og aukna hernámsvinnu. Stjórnin vjsarfrumkvæðinu frá íslendingum og yfir á forystu erlendra auðfélaga sem á skammri stundu geta breytt íslenska þjóðfélaginu í hálfnýlendu. Almenningur er síðan látinn greiða niður orkuverð til slíkra stóriðjufyrirtækja. Þegar Alþýðubandalagið var aðili að rík- isstjórn landsins tókst að halda aftur af hernámsöflunum hér á landi. Kröfur Bandaríkjanna náðu ekki fram að ganga. Því má Ijóst vera, að bandaríkjastjórn hlýtur Ríkisstjórnin ber því við að öll stefna hennar beinist að því að takmarka verð- bólgu. Nú liggur hins vegar fyrir að verð- bólga muni fara vaxandi á næstu misserum því hvergi hefur verið hróflað við raunveru- legum ástæðum dýrtíðarinnar. Aðeins með enn frekari aðför að kjörum launafólks geta ráðherrarnir stundað blekkingaleikinn enn um sinn. Ríkisstjórnin segir að vextir hafi lækkað. Staðreyndin er hins vegar sú að vextir, mið- að við kaupgjald, hafa aldrei verið hærri en einmitt nú. A fyrstu fjórum mánuðum valda- ferils ríkisstjórnarinnar hækkaði lánskjara- vísitala um meira en 35% - sem nemur 100% hækkun á ársgrundvelli - en á sama tíma hækkuðu laun um aðeins 8%. Ríkisstjórnin segist vera að leysa vanda húsbyggjenda. Staðreyndin er sú, að það tekur launamanninn nú rúmum tveimur árum lengri tíma að vinna fyrir staðalíbúð en á sama tíma i fyrra. Alþýðubandalagið leggur ríka áherslu á að þjóðin nái saman um úrræði í efna- hagsmálum sem geta boðið stjórnarstefn- unni birginn. í þeim efnum bendir lands- fundur Alþýðubandalagsins á eftirfarandi tillögur um aðgerðir hér og nú: 1. Bráðabirgðalögin um skertan samn- ingsrétt verði afnumin. Gert verði sam- komulag við vinnustéttirnar um kaup og kjör, aðgerðir gegn verðbólgunni og nýja íslenska atvinnu- og uppbygging- arstefnu. Stefnt verði að því að ná þeim kaupmætti almennra launa sem var á árinu 1982; launamunur verði aldrei meiri en 1:2 og launaflokkum verði fækkað í jöfnunarskyni. AVARP að hafa lagt ofurkapp á að mynduð yrði hlýðin ríkisstjórn þegar ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen fórfrá. Erlend öfl- bandaríkja- stjórn og Alusuisse - höfðu því ríkra hagsmuna að gæta þegar rætt var um myndun ríkisstjórnarinnar á s.l. vori. Launamenn verða fyrir sársaukafullri lífskjaraskerðingu, félagsleg þjónusta er skorin niður en sóun og bruðl með fjármuni ríkir á öðrum sviðum. • Fjárfesting í verslun nemur á næsta ári nærri 1.000 milljónum króna. Ríkis- stjórnin ætlar að fella niður skatt af skrifstofu- og verslunarhúsnæöi sem oft er eini skatturinn sem stóreignaaðil- ar greiða. • Gert er ráð fyrir að eyða 100 milljónum króna í flugstöðvarbyggingu á næsta ári en allar framfarir í heilbrigðismálum eru stöðvaðar. • Á sama tíma og foreldrar eru neyddir til að vinna myrkranna á milli til að geta framfleytt fjölskyldum sínum eru uppi áætlanir um að fella niður framlög til dagheimila. • Niðurskurður á bótum almannatrygg- inga, sem boðaður hefur verið á næsta ári, ógnar afkomu þeirra hópa sem verst eru settir: aldraðra, öryrkja og sjúkra. • Fjárfesting í bankabyggingum nemur hundruðum milljóna króna á þessu ári. • Milliliðirnir í landbúnaði, sem undanfar- ið hafa lagt milljarða króna í vinnsluhall- ir, halda ótrauðir áfram að festa fé í þarflitlu húsnæði, þótt framleiðsla fari minnkandi. • Fullnýting á aflaverðmæti og fjárfest- ingu í sjávarútvegi verður æ brýnni þeg- ar afrakstur fiskistofna dregst saman. • Á þjóðinni hvíla enn þungir baggar frá dögum viðreisnarstjórnarinnar og hægri stjórnarinnar 1974-1978 vegna mistaka við gerð orkusölusamninga og orkuframkvæmdir. Unnið verði að einu samfelldu lífeyris- kerfi fyrir alla landsmenn og að allir njóti sömu lífeyrisréttinda. Tryggja verður með samningum verkalýðshreyfingar, ríkisvalds og at- vinnurekenda að engir hópar verði út- undan og því er sérstaklega krafist leiðréttingar á kjörum öryrkja og ellilíf- eyrisþega. 2. Stöðvaðar verði þarflausar eyðslufr- amkvæmdir á vegum banka, olíufé- laga og annarra milliliða. Bönkum verði fækkað og þeir sameinaðir. 3. Grundvöllur hagkerfisins verði sjálf verðmætasköpun framleiðsluatvinnu- veganna. Fjármagni verði beint í auknum mæli til þess að tryggja fulla atvinnu og auka verðmætasköpun at- vinnuveganna. Þar verði einkum lögð áhersla á: • Endurbætur í skipulagi atvinnuveg- anna auki framleiðslu og framleiðni. • Fjármagnskostnaði verði létt kerfis- bundið af framleiðsluatvinnuvegun- um svo að svigrúm gefist til þess að taka á móti þeim vanda sem fra- mundan er. Miðað skal við að tvö- falda lánstíma að jafnaði. • Bæta þarf nýtingu sjávarafla og tryggja hagkvæma nýtingu fiski- stofna. Rannsóknir þarf að auka stórlega á öllum þeim sviðum sem tengjast öflun og vinnslu sjávarf- angs. Kanna verður miklu betur en gert hefur verið náttúruleg skilyrði sjávar, nýtanlega fiskistofna og veiðiaðferöir. • Öflugri markaðsstarfsemi og aukið svigrúm í afurðasölu á erlendum mörkuðum verði burðarás nýrrar út- flutningssóknar. • Markviss innlend orkunýting verði liður í víðtækri iðnþróun. • Fiskirækt og fiskeldi skipi stóran þátt í atvinnuuppbyggingu næstu ára.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.