Þjóðviljinn - 22.11.1983, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 22.11.1983, Qupperneq 11
Þriðjudágur 22. nóveniber 1983 ÞJÓÐVILJlNP'ir — SÍÐA 15 Samþykktir þings Farmanna- og fiskimannasambandsins Hinir duglegu nemendur í tölvunarfræði ásamt forsvarsmönnum Skýrslutæknifélagsins, sem eru lengst til hægri og vinstri. Viðurkenning til tölvunarfræðinema Hinn 4. október s.l. var fimm skólanemendum veitt viður- kenning Skýrslutæknifélags íslands fyrir frábæran námsárangur á sviði tölvunarfræði. Þetta er annað árið í röð, sem félagið veitir slíka viðurkenningu. Viðurkenningu hluti: Borghildur Jóhannsdóttir, Menntaskólan- um í Reykjavík, Birgir Rafn Þráinsson, Verslunarskóla íslands, Guðbjörg Sigurðardóttir, Háskóla íslands, Sigurður Guðmunds- son, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Snorri Ingvarsson, Mennta- skólanum við Sund. Viðurkenningin er í formi valinnar bókar og skjals. Fyrir vali að þessu sinni varð bókin The McGraw-Hill computer Handbook, Applications, Concepts, Hardware, Software. Skýrslutæknifélagið vill óska verðlaunahöfum til hamingju með frábæran árangur í námi og árnar þeim alls hins besta í framtíðinni. Ný NEC tölva Nýverið kom á markað hérlcndis á vegum Benco hf ný einkatölva frá japanska rafeindarisanum NEC. Tölvan gengur undir heitinu NEC APC (Advanced Personal Computer) er ein af mörgum sem komnar eru á markað af hinni s.k. nýju kynslóð einkatölva, þ.e.a.s 16-bita tölvur sem vinna m.a. undir stýrikerfunum MS-DOS og CP/M-86. Það sem NEC APC hefur m.a. framyfir sambærilegar vélar á markaðnum er öflugri örtölva (8086 sem eru um 40% hraðvirkari en 8088 sem notuð er í flestum öðrum einkatölvum), meira gagnrými á diskettum eða eina milljón stafi per diskettu. Diskettu- stöðin sem er 8 tommur getur skynjað sjálfkrafa og Iesið/skrifað á alla 8” iðnaðarstaðlana þannig að flutningur gagna á milli vélarinn- ar eru einstaklega sveigjanlegir. Þá hefur NEC APC eina fullkomnustu grafík getu bæði í lit og einlit (allt 1.048.576 mynd- fletir í skjánum í einu), allt að 640KB notendaminni, fullkominn hljóðgervil, órafmagnsháð CMOS minniseiningu (RAM) ofl. NEC APC hefur forritalegt stafasett, þannig að notandinn getur sjálfur útbúið sín eigin stafróf. Fasta seguldiska er hægt að fá í stærðunum 10 og 20MB. Benco hf., sem er einkaumboðsmaður NEC hérlendis, hefur þegar gert samninga við fyrirtækið íslensk forritaþróun varðandi hugbúnað fyrir öll venjuleg viðskiptaleg verkefni, en hugbúnað frá fleiri aðilum verður einnig hægt að fá. Þess má að lokum geta að Benco h/f býður NEC APC á sérstöku kynningarverði fram til áramóta og einnig kost á mjög hagkvæmum greiðslukjörum. Fatlaöir og kynlíf Dagana 21.-23. október sl. var haldið námskeið scm hét „Fatlað- ir og kynlíf“ í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12. Undirtektir voru mjög góðar og færri komust á námskeiðið en vildu, þar sem fjöldi þátttakenda var takmarkaður. Að námskeiðinu stóð undirbúningsnefnd í kynfræðslu fyrir fatl- aða, en formaður hennar er Elísabet Jónsdóttir. Nefndin fékk Ragnar Gunnarsson sálfræðing til að koma frá Danmörku og halda fyrirlestra og hafa umsjón með hópvinnu. 6 aðrir fyrirlesarar voru einnig fengnir á námskeiðið. Markmið námskeiðsins voru að fræða fólk um mikilvægi kyn- hvatarinnar, kynlíf, kynörvun, getnaðarvarnir, kynlífsvandamál og leiðir til úrbóta, vekja fólk til umhugsunar um eigið kynlíf og leiðir til að auðga það, að auka samstöðu meðal fatlaðra um hugtökin fötlun og kynlíf og fjalla um þetta í þröngum hópi. Óskir komu til þeirra sem að námskeiðinu stóðu að áframhald þurfi að vera á námskeiðum um þetta efni. Fræðslufundir um fóðurmál Frá fræðslufundinum um fóðurmál. Vegna óþurrka á Suðurlandi í sumar hafa gæði heyja á svæðinu verið mjög misjöfn. Þess vegna hafa Kaupfélögin beitt sér fyrir fræðslu- og kynning- arfundum um fóðurmál í samráði við Fóðurvörudeild Sambands- ins. Þegar hafa verið haldnir tveir fundir, að Hvoli á Hvolsvelli og að Árnesi í Gnúpverjahreppi. Fengnir voru sérfróðir menn er fluttu erindi um fóðrun og heygæði, ýmsar fóðurblöndur og gjöf þeirra miðað við gæði heyja. Svöruðu þeir einnig fyrirspurnum fundargesta. Fiskveiðistefna mörkuð Arinu skipt í veiðitímabil og athugað með veiðar á nýjum tegundum Farmanna- og fiskimanna- sambandið samþykkti á nýaf- stöðnu þingi sínu fiskveiði- stefnu þar sem lagt er til að veidd verði 300 þús. tonn af þorski á næsta ári og árinu skipt upp í þrjú veiðitímabil. Togar- ar fái að veiða alls 159 þús. tonn af þorski og bátaflotinn 141 þús. tonn. Ekki sé hægt að mæla með meiri afla á næsta ári vegna þeirrar lægðar sem þorskstofninn sé núna í, en „ef litið er til veiðiskýrslna Fiskifélagsins allt aftur til 1920 kemur fram bein fylgni aflatoppa og síðan lægða á eftir. Því verður að álykta sem svo að ef ekki er farið alveg up á toppinn þurfum við ekki jafnlangt niður í lægðina á eftir" segir m.a. í samþykkt þingsins. Þá leggur þing Farmanna- og fiskimannasambandsins m.a. áherslu á það í fiskveiðistefnu sinni, að heimilaðar verði veiðar á skarkola innan 12 sjómílna, sem víðast við landið, „enda skarkolinn nánast eini stofninn sem ekki er fullnýttur". Athugið verði með veiðar á gulllaxi, langhala og öðr- um tegundum sem nýtanlegar gætu verið og einnig veiðar á karfa í út- hafinu suðvestur af Reykjanesi (Rússakarfa). Rannsóknir á fram- Nýtt bóka- safnshús á Seltjarnar- nesi Sunnudaginn 20. nóvember flutti Bókasafn Seltjarnarness í nýtt húsnæði að Melabraut 9. Safnið flutti í nýbyggt sérhannað húsnæði, liðlega 400 m2 og eru það mikil viðbrigði frá því að starfa í 80 m2 kjallarahúsnæði. Ymis nýmæli verða tekin upp í rekstri safnsins, t.d. bókmenntakynningar. 1 desember mun safnið kynna sögu Framfarafélagas Seltjarnar- ness, sem hefði orðið 100 ára í haust, en það félag stofnaði m.a. bókasafnið árið 1885. leiðni Islandsmiða verði stór- auknar og hafrannsóknarstofnun tryggt togskip til að stunda rann- sóknir á þorski og karfa á djúpmið- um og einnig til að kanna djúp- rækjustofninn og veiðiþol hans. Þá ályktaði þingið einnig um ýmis kjaramál sjómanna, samn- ingamál og lífeyrismál. Ákvæði um lámarkshvíld sem þykja sjálfsögð í landi gilda ekki á hafi úti. „Vinna þarf bráðan bug að því að sá vinnu- tími sem tíðkast til sjós þurfi ekki að vera með þeim hætt að ofbjóði heilsufari rnanna", segir í einni samþykkt þingsins þar sem bent er á að 6 mánaða vera á sjó eigi að jafngilda fullu starfsári á viðunandi launum, því einungis með þeim hætti sé mögulegt að ganga að sjómannsstarfinu sem ævistarfi. Ný stjórn Farmanna- og fiski- mannasambandsins var kjörin á þinginu. Guðjón A. Kristjánsson skipstjóri á Páli Pálssyni frá ísafirði er forseti og Helgi Laxdal varafor- seti. Aðrir í stjórn sambandsins eru: Ragnar G. D. Hermannsson stýrimaður, Freysteinn Bjarnason vélstjóri, Þorbjörn Sigurðsson stýrimaður, Höskuldur Skarphéð- insson skipherra, Ásgeir Guðna- son vélstjóri, Guðbjartur Gunn- arsson stýrimaður, Birgir Stefáns- son stýrimaður, Guðlaugur Gísla- son stýrimaður og Jón Valdimars- son vélstjóri. Ig- ÆTLA UM n Samþykkt hefur verið að taka við umsóknum um sérstök 50% viðbótarlán frá þeim aðilum, sem fengið hafa lán úr Byggingarsjóði ríkisins í eftirtöldum lánaflokkum á árunum 1982 og 1983: a) Lán til viðbygginga og endurbóta. b) Lán til orkusparandi breytinga. c) Lán til endurbóta vegna sérþarfa. Ef um eigendaskipti er að ræða, á núverandi eigandi rétt á viðbótar- láni, leggi hann fram þinglýstan kaupsamning eða veðbókarvottorð. Sækja verður um viðbótarlán á eyðublaði, sem Húsnæðisstofnun ríkisins leggur til. Umsóknir um viðbótarlán skulu berast Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir 1. desember 1983. Það skal ítrekað að umsækjend- ur, sem fá lán í nóvember og desember 1983 skv. ofangreind- um lánaflokkum og til nýbygg- inga og eldri íbúða, ver, a að sækja um þessa 50% hækkun fyrir 1. desember nk. Hækkun á þessi lán kemur ekki sjálfkrafa. # Húsnædisstofnun ríkisins

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.