Þjóðviljinn - 22.11.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.11.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNjÞriajudagur 22. nóvember 1983 DIOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Pjóöviljans. EramKyæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. _ JJitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs; Guðjón Friðriksson. Augiýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geírsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, ElíastMar. Auqlvsingar. Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónssén. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Jóhannes Harðarson. Símavarslat-Siqriður Kristjánsdóttir, Margrót Guðmundsd. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bfjstjóri: Ólöf Siguröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkgyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Glœsilegur og árangursríkur landsfundur Landsfundur Alþýðubandalagsins um helgina mark- aði tímamót í sögu íslenskra stjórnmála. Öflugasti flokkur íslenskra vinstri manna opnaði skipulag sitt með lagabreytingum til að gefa hinni fjölþættu sveit róttækra afla kost á að taka saman höndum. í Ávarpi tií íslendinga boðar Alþýðubandalagið nauðsyn á víð- tækri samvinnu allra andstæðinga núverandi ríkis- stjórnar til að verja kjör almennings og sjálfstæði þjóð- arinnar. Nýtt fólk var kjörið í forystustörf og ferskur kraftur alls þingheims braust fram þegar landsfundar- fulltrúar fögnuðu kjöri hinna nýju trúnaðarmanna. I rúmt ár hafði laga- og skipulagsnefnd forgöngu um ýtarlega umræðu innan flokksins. Markmiðið var að gera breytingar á lögum Alþýðubandalagsins sem veittu fjölþættari möguleika á þátttöku og starfi. Á landsfundinum voru hin nýju lög svo samyþykkt með 90% greiddra atkvæða. Svo víðtæk samstaða um nýja skipan er afar dýrmæt. Samkvæmt nýjum lögum Alþýðubandalagsins geta nú margvíslegir áhugahópar um þjóðfélagsmál, sam- starfsmenn á vinnustað, félagar í samtökum launafólks, friðarsinnar, umhverfisverndarmenn og baráttuhópar fyrir jafnrétti og réttlátara samfélagi myndað grunn- einingar í flokksstarfinu. Ásamt búsetufélögunum, sem áður voru eini formlegi vettvangur starfsins, geta hinar nýju starfseiningar veitt ferskum straumum inn í um- ræðuna og skapað áhugafólki nýja möguleika til áhrifa. á mótun þjóðfélagsins. Hið nýja skipulag gerir Alþýðubandalagið að opn- asta og lýðræðislegasta flokki á íslandi. Breytingarnar eru yfirlýsing flokksins um raunverulegan vilja til að skapa öllum íslenskum vinstri mönnum möguleika á að taka höndum saman og mynda öfluga breiðfylkingu. Sameinaðir munum við sigra íhaldsöflin. Sundraðir sköpum við þeim skjól til að ráðskast með stjórn lands- ins. Landsfundur Alþýðubandalagsins samþykkti Ávarp til íslendinga. Þar eru raktir höfuðþættirnir í átökunum um framtíðargerð íslenska samfélagsins. Annars vegar' eru hin stríðandi markaðsöfl og hagsmunafylking fé- sýslunnar sem vilja rífa niður velferðarkerfið og rétt- indi launafólks til að geta skapað gróðaöflunum aukið svigrúm. Hins vegar eru samtök almennings í landinu sem vilja að samstarf og samhjálp verði leiðarljós við lausn á vandamálum þjóðarinnar. í Ávarpi til íslendinga boðar Alþýðubandalagið fjöl- þættar aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum sem koma þurfa til framkvæmda tafarlaust. Kjarninn í þess- ! um aðgerðum er að verðmætasköpun framleiðslu- atvinnuveganna verði hreyfiafl hagkerfisins og lýðræð- isleg réttindi samtaka launafólks fái á ný að skapa grundvöll að betri kjörum og mannlegri samhjálp. í stað undanlátssemi gagnvart gróðahagsmunum Álusu- isse og hernaðarítökum risaveldisins komi sjálfstæði og reisn í samskiptum þjóðarinnar við erlenda aðila. Ávarpinu lýkur á kröfu um víðtæka samvinnu allra verkalýðssinna og vinstra fólks. Alþýðubandalagið er reiðubúið til að gera allt sem í þess valdi stendur til að skapa einhuga breiðfylkingu allra andstæðinga íhaldss- tjórnarinnar. Þrír forystumenn flokksins gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Á landsfundinum skapaðist víðtæk eining um nýtt fólk og setti litríkur baráttuþróttur sterkrar kvennahreyfingar meginsvip á aðdraganda kosning- anna. Konur voru kjörnar til að gegna embættum vara- formanns og gjaldkera og forystumaður í samtökum launafólks var kosinn ritari. Kröftugur fögnuður sýndi að á landsfundi AIþýðu-r bandalagsins ríkti einhugur og djúpstæð samstaða. - Er Jóhanna Jón? Engu er líkara en Jón Baldvin Hannibalsson sé farinn að skrifa undir dulnefninu Jóhanna Sig- urðardóttir í Morgunblaðið. Alt- ént kom í laugardags Mogga grein merkt Jóhönnu Sigurðar- dóttur með nákvæmlega sömu röksemdum og Jón Baldvin Hannibalsson brúkar í Alþýðu- blaðinu þann sama dag. Talaði Jón Baldvin við Jón Baldvin? Þau Jón Baldvin fara geyst af því tilefni að Þjóðviljinn hefur sagt frá því, sem Jón Baldvin upplýsti á alþingi á dögunum að Alþýðuflokkurinn væri hlynntur afnámi vísitölubóta á laun. f sam- ræmi við þá stefnu sína greiddi þingflokkur Alþýðuflokksins at- kvæði með fyrstu grein bráða- birgðalaganna, þarsem segir að verðbætur á laun séu afnumdar til 1. júní 1985. Opnuviðtal Alþýðublaðsins við Jón Baldvin er ómerkt, eins- og gefur að skilja, því enginn my ndi vilj a merk j a sér annan eins þvætting. Meiraðsegjaekki undir dulnefni. Og hverjum dytti í hug að spyrja spurningar einsog þess- arar: „Nefndu nokkur dæmi um það“ eða þá „Hafa fleiri alþýðu- bandalagsmenn lýst óánægju með gamla vísitölukerfið?“. í sjálfu sér væri hægt að virða Alþýðublaðinu smæðina til vor- kunnar og fyrirgefa Jóni Baldvin þetta eintal í opnuviðtali. Hins vegar bætist þarvið að Jón Bald- vin skrifar einnig leiðara blaðsins - að sjálfsögðu um sama mál - en það er merkt höfundinum. Hanga í snörunni Þau Jón Baldvin gera ámátlega tilraun til að afsaka afstöðu sína til verðbótamálsins með því að bendla hana við afstöðu Alþýðu- bandalagsmanna og vitna í um- mæli þeirra um að gamla vísitölu- kerfið hefði ekki verið nógu gott. Reyndar hélt maður að allir vissu um það mat Alþýðubandalagsins og verkalýðshreyfingarinnar, að gamla vísitölukerfið hefði verið gallað. Og Alþýðubandalagið og verkalýðshreyfingin hafa marg- lýst yfir vilja sínum til að betr- umbæta það kerfi - og gert til- lögur þar um. En hins vegar hefur hvorki Alþýðubandalagið né verklýðssamtökin nokkru sinni haldið því fram að afnema ætti verðbætur á laun. Og vissulega hljóta þessir aðiljar að telja að gamla vísitölukerfið sé miljón sinnum betra en engar verðbæt- ur. En einmitt það voru kratar að samþykkja á þingi. Jón Baldvin og þeir þingkratar hanga í snö- runni. Kratar gegn krötum Jóni Baldvin dettur að sjálf- sögðu ekki í hug að spyrja Jón Baldvin, hvorki í Alþýðublaði né í Mogga, hvort og hvers vegna margir kratar væru andsnúnir stuðningi þingkrata við ríkis- stjórnina í þessu máli. Það er ekki nema von. Meiraðsegja Jóhanna veit og hefur lesið í Þjóðviljanum um afstöðu Karls Steinars Guðnasonar varaformanns Verkamannasambandsins og Sig- hvats Björgvinssonar formanns- kanditats Alþýðuflokksins. Þegar Jón Baldvin lýsti því yfir í sl. viku að Alþýðuflokkurinn væri hlynntur afnámi verðbóta á laun brugðust þessir menn ó- kvæða við. Karl Steinar taldi að Jóni Baldvin hefði orðið á mis- mæli. Og Sighvatur sagði, að ef Jón Baldvin hefði rétt fyrir sér, þá hefði „Alþýðuflokkurinn mikið breyst á skömmum tíma“. Það er lóðið, Alþýðuflokkur- inn hefur breyst mikið á skömmum tíma. Skömmu eftir að Jón Baldvin gaf út þessa yfir- lýsingu greiddu þingkratar af- námi verðbóta á laun til næstu tveggja ára atkvæði sitt á þingi. Fyrir þetta geta þau Jón Baldvin ekki þrætt. Hvar var Karl Steinar? Meðan þingkratar guldu kjara- skerðingarstefnu ríkisstjórnar- innar jákvæði sitt á þinginu, voru, þeir Karl Steinar, Eiður Guðna- son og Karvel Pálmason ekki í þingsölum. Jón Baldvin lætur sér að sjálfsögðu ekki til hugar koma að spyrja Jón Baldvin hverju' sætti. Hugarheimur þingkrata í nauðvörn þingkratanna er nokkuð fjallað um svonefndan „hugarheim Þjóðviljamanna“ og „ómerkilegan og villandi frétta- flutning" Þjóðviljans í málinu. í engum þessara greina er svo mikið sem eitt atriði úr fréttum Þjóðviljans af frammistöðu þeirra þingkrata hrakið. Nokk- urri furðu sætir, sérstaklega í nöldurgreininni í Mogganum, að ekki skuli minnst á samhljóða fréttir Morgunblaðsins af at- kvæðagreiðslunni á alþingi. í fyr- irsögn segir Morgunblaðið á hóg- væran hátt: „Alþýðuflokkurinn með verðbótaþrengingu frum- varpsins“, en þannig er afnám verðbóta í tvö ár orðað í því stjórnarmálgagni. Hefði einhver lágmarkssam- : kvæmni verið í málflutningi þeirra Jóns Baldvins, þá hefði verið skrifað um „ómerkilegan og villandi málflutning" Morgun- blaðsins. En það var auðvitað ekki gert, afþví Þjóðviljinn og Morgunblaðið sögðu rétt frá mál- inu bæði. Hins vegar er ekki bet- ur séð en Jóhanna sé að kalla yfir sig nýtt „gæsalappamál“ með því að ljá nafn sitt slíkum og þvíum- líkum málflutningi, sem Jón Baldvin fer fyrir. Jamm, einsog Sighvatur segir, þá hefur Alþýðu- flokkurinn mikið breyst á skömmum tíma. - óg.. Ruslakista Dagblaðsins- Vísis Þegar forráðamenn fyrirtækis- ins sem gefur út DV neituðu að leyfa Svarthöfða, Indriða G. Þor- steinssyni rithöfundi, að birta lof- grein um Þorstein Pálsson fyrir formannskosningarnar í Sjálf- stæðisflokknum, gekk mikið á í Sjálfstæðisflokknum. Indriði rauk með greinina beint niður á Morgunblað sem studdi Þorstein dyggilega í formannsslagnum. Hinsvegar vóru einhverjar vom- ur á ritstjórunum vegna þessarar greinar. Ekki vegna þess að þeir væru ósammála Indriða, heldur vegna hins, að þeir óttuðust að Mogginn yrði kallaður ruslakista DV fyrir að birta grein sem síð- degisblaðið hafnaði. Ruslakista Morgunblaðsins í Sjálfstæðisflokknum er allt kaup kaups og DV lenti sjálft í sporum Moggans.- Sigurlaug Bjarnadóttir hefur sent DV grein sem greinilega hefur lengi verið að velkjast fyrir ritskoðurunum á Mogganum áður en hún kom til þeirra á DV. Þannig segir. í for- mála greinarinnar (sem er efnis- lega samhljóða ræðu Sigurlaugar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins þarsem hún sagði flokkseigenda- félaginu til syndanna): „Sigurlaug tekur fram, að hún óskaði þess við Mbl. að greinin yrði birt þar, en af sérstökum ástæðum sáu ritstjórar þess sér ekki fært að verða við þeirri beiðni“. Og þarmeð var farið að kalla DV ruslakistu Morgunblaðsins, þó ekki sé á nokkurn hátt hægt að bera saman réttláta reiði Sigur- laugar við hagsmunapot Svart- höfða. -óg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.