Þjóðviljinn - 22.11.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.11.1983, Blaðsíða 1
DlOOVIUINN Ætla Banda- ríkjamcnn að 11ÍÉR4® koma sér upp JL wMSM herstöð á Gren- ; i ada? Sjá 13 nóvember 1983 þriðjudagur 267. tölublað 48. árgangur Landsfundur Alþýöubandalagsins Þegar fundarstjóri tilkynnti kjör Vilborgar Harðardóttur sem varaformanns Alþýðubandalagsins risu landsfulltrúar úr sætum og fögnuðu ákaft. Fremst á myndinni eru Álfheiður Ingadóttir, sem ásamt mörgum öðrum konum beittu sér fyrir kjöri Vilborgar, og Baldur Óskarsson framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins þegar risin á fætur og Lúðvík Jósepsson fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins er að standa upp. Hinn nýi varaformaður Vilborg Harðardóttir er brosandi á miðri myndinni. Ljósmynd: eik. / MARKAR TIMAMOT „Þessi landsfundur bar vott um samstarfsvilja og baráttu- anda innan Alþýðubandalags- ins“, sagði Svavar Gestsson for- maður flokksins í lok fundarins á sunnudagskvöld. „Enginn á- greiningur var um megináhersl- ur flokksins á næstu misserum, og ákveðinn vilji kom fram um að efla samstarf flokks og verkalýðshreyfingarinnar gegn ríkisstjorn fésýsluaflanna þann- ig að það skili ekki minni árangri en 1978, þegar kaup- ráni hægri stjórnarinnar var hnekkt.“ „Breytingin á lögum og skipulagi Alþýöubandalagsins hefur mikla þýöingu. Hana ber fyrst og fremst að skoða sem pólitíska ákvöröun. Hún sýnir vilja Alþýðubandalags- ins til þess að láta ekki sitja við orðin tóm, til þess að fylgja eftir ákalli um samstöðu og samstarf með því að koma til móts við sjón- armið annarra vinstri manna sem kosið hafa að starfa utan Alþýðu- bandalagsins. Þarna er því um að ræða ákvörðun sem hefur verulega pólitíska skírskotun til margra Is- lendinga vegna stöðu Alþýðu- Kvikmynd um kjarnorkustríð skapaði örvilnun: Verður „The Day After“ sýnd hér í sjónvarpinu? Um helgina sýndi ABC sjón- varpsstöðin í Bandaríkjunum 2 klukkustunda langa sjónvarps- kvikmynd sem sýnir á raunsann- an hátt afleiðingar kjarnorku- stríðs á bandarískt þjóðfélag. Myndin er sú fyrsta sinnar teg- undar og hafði þegar vakið mikl- ar umræður áður en hún var sýnd. Viðbrögð almennings voru slík að nánast einsdæmi er í bandarískri sjónvarpssögu. „Loksins fékk þjóðin að sjá hvað kjarnorkuvígbúnaðurinn- hefur í raun og veru í för með sér“, sagði forystumaður banda- rísku friðarhreyfinganna. Fjöl- margir bandarískir þingmenn sem séð höfðu myndina á forsýn- ingu sögðust aldrei hafa orðið fyrir eins miklum áhrifum af nokkurri sjónvarpskvikmynd. Þegar sýningunni var lokið var eins og alda örvilnunar og hræðslu væri um gjörvöll Banda- ríkin. „Þessi mynd mun hafa meiri áhrif á baráttuna í forseta- kosningunum en nokkuð ann- að“, sagði þingmaður frá New York ríki fyrir nokkrum dögum en hann sá myndina í síðasta mánuði. Kostnaður við gerð myndarinnar var 7 milljónir doll- ara og margir frægir leikarar í Bandaríkjunum fara með lykil- hlutverk í myndinni. Þjóðviljinn sneri sér í gær til íslenska sjónvarpsins og spurði hvort þessi mynd sem ber heitið „The Day After“ yrði sýnd hér. „Sjónvarpið vinnur að því að fá myndina „The Day After“ til sýn- ingar. í því skyni höfum við gert fyrirspurn til bandarísku sjón- varpsstöðvarinnar ABC um það hvort hún sé til sölu á annað borð. Að öðru leyti snýst spurn- ingin um það hvort myndin sé sýningarhæf í sinni upphaflegu gerð, en bandarískar sjónvarps- stöðvar nota annað sýningarkerfi en við,“ sagði Guðmundur Ingi Kristjánsson dagskrárfulltrúi hjá sjónvarpinu. hól/ór. Sjá 13 bandalagsins í vinstri hreyfing- unni.“ í lok ræðu sinnar dró formaður Alþýðubandalagsins saman þau meginverkefni sem landsfundurinn fól flokknum að sinna næstu miss- eri: 1. Landsfundurinn samþykkti þá stefnu að Alþýðubandalaginu bæri að skoða samstarf og ein- ingu vinstri manna sem sitt meg- inviðfangsefni. 2. Landsfundurinn fól Alþýðu- bandalaginu að taka þátt í og styðja baráttu verkalýðshreyf- ingarinnar á næstu mánuðum. 3. Landsfundurinn lagði áherslu á að Alþýðubandalagið gerði sitt til þess að tryggja rekstur ís- lenskra atvinnuvega gegn því mikla peningalega uppgjöri markaðsaflanna sem yfir stæði. Svavar gat þess að nú væri reynt að keyra verkafólk niður með hót- unum um atvinnuleysi og barátta verkalýðsstéttarinnar gæti orðið bæði hörð og erfið. Þá sagði hann að áhyggjur ýmissa landsbyggðar- fulltrúa vegna stöðu hinna íslensku atvinnuvega og athyglisverðar úr- bótatillögur þeirra hefðu reynst landsfundinum mikið umhugsuna- refni og væru vegarnesti í starfi flokksins að atvinnumálum á næst- unni. „Við höfum verið alltoí upptekin af hinum daglegu verkefnum á liðnum árum og of lin við að halda uppi í ljósið hugmyndum okkar og hugsjónum um framtíðarþróun þjóðfélagsins", sagði Svavar Gestsson að endingu. „í beinu framhaldi af umræðunni um laga og skipulagsmál ber okkur að efna til rækilegrar stefnuskrárumræðu. Það er nauðsynlegt fyrir vinstri hreyfinguna á íslandi að Alþýðu- bandalagið haldi' grundvallarhug- sjónum sínum á lofti því að það eru þær sem gefa okkur þrek, þor og von í daglegu starfi.“ -ekh Ávarp til íslendinga bls. 6—7 Nýtt skipulag bls. 2 Úrslit í miðstjórnarkjöri bls. 3 Viðtal við Vilborgu varaformann bls. 3 Viðtöl við Helga ritara og Margréti gjaldkera bls. 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.