Þjóðviljinn - 22.11.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.11.1983, Blaðsíða 12
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. nóvember 1983 LR gefur út plötuna „V ið bygg jum leikhús” Leikfélag Reykjavíkur hefur staðið fyrir útgáfu á hljómplötu en á henni eru söngvar sem leikarar og starfsfólk Leikfélagsins fluttu upp- haflega á söngskemmtun í Laugar- dalshöll 17. júní síðastliðinn og síð- an í sjónvarpssal. Hljómplatan sem hlotið hefur nafnið Við byggjum Ieikhús er seld til ágóða fyrir bygg- ingu Borgarleikhússins. Á plötunni eru 11 lög eftir ýms tónskáld, flest þó finnsk og á finnska tónskáldið Kaj Chydenius þar drýgstan þátt. Eitt laganna er eftir Tómas Einarsson. Einnig eru leikhússyrpur með lögum úr ýms- um leikritum sem sýnd hafa verið hjá leikfélaginu. Má þar nefna syrpur úr Lið munið hann Jörund, Deleríum búbónis, Saumastof- unni, Ofvitanum, „Þjófar, lík og falar konur“. Flytjendur á plötunni eru 19 leikarar og starfsmenn Leikfélags- ins, en undirleik annast Sigurður Rúnar Jónsson, Jóhann G. Jó- hannsson, Ólafur Garðarsson og 18 hljóðfæraleikarar úr Sinfóníu- hljómsveit íslands. Textarnir við nýju lögin á plötunni eru eftir Kjartan Ragnarsson, Jón Hjartar- son og Karl Ágúst Ulfsson. Húsbyggingarsjóður Leikfélags- ins hefur opnað póstgíróreikning númer 1 66 20 - 0 og getur fólk lagt þar inn framlög og stuðlað þannig að því að Borgarleikhúsið nýja rísi sem fyrst, en stefnt er að því að það taki til starfa árið 1986. Sovésk kvikmyndavika 1 Regnboganum: Fimm úrvals kvíkmyndir Þann 26. nóv. n.k. hefst sovésk kvikmyndavika í Regnboganum. Við setningu kvikmyndavikunnar, kl. 14, verður sýnd kvikmyndin: „Okkar maður meðai ókunnugra - ókunnugur á meðal okkar“, en alls verða 5 myndir sýndar á vikunni. Hinar eru: „Sóttkví11, „Mimino", „Hótel hins deyjandi fjallgöngu- manns“ og „Veiðar Stakh kon- ungs“. Fjalla myndir þessar um hin ólíkustu efni. Varla þarf að taka fram, að allar þær myndir, sem vaidar hafa verið til sýningar á vik- unni, eru mjög góðar, enda Rússar í fremstu röð kvikmyndagerðar- manna. Efni fyrstu myndarinnar er í stuttu máli þetta, en hinna verður getið síðar: Meðan á borgarastyrj- öldinni stendur bindast þeir Sarit- svev, Shilov, Kungurov, Zabelin og Lipjagin traustum vináttubönd- um. Fallbyssurnar eru þagnaðar en fjandmennirnir eru ekki af baki dottnir með að koma, ef unnt er, í veg fyrir uppbyggingu hins unga, sovéska lýðveldis. Landið skortir korn. Það fæst aðeins erlendis og gegn gulli. Héraðsstjórn flokksins sendir gullið til Moskvu með lest. Shilov og hermenn hans gæta gullsins en bófahópur Brilovs ræðst á lestina. Verðir eru drepnir, gull- inu stolið. Shilov sleppur en er grunaður um græsku. Hann vil sanna sakleysi sitt og trúmennsku við málstað lýðveldisins og hefur, einn síns liðs, leit að gullinu. Gengur í bófahóp Brilovs og kemst að því hvar gullið er niðurkomið en einnig því, að svikari er í flokks- nefndinni og lætur taka Lemke til fanga. Hann er hvítliði og jafn- framt sá eini, sem bent getur á svikarann. Þrátt fyrir margháttaða erfiðleika nær hann gullinu, af- hendir fanga sinn og snýr til baka. Hann veit að svikarinn er fundinn og að vinir hans treysta honum, því vinátta þeirra hlaut sína eldskírn á vígvöllum borgarastyrjaldarinnar. - mhg. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Kópavogi Bæjarmálaráðsfundur Alþýðubandalagið í Kópavogi boðartil bæjarmálaráðsfundar miðviku- daginn 23. nóvember kl. 17.30 í Þinghól. Dagskrá: 1).Drög að fjár- hagsáætlun, 2) Önnur mál. - Stjórnin. ÁRÍÐANDI ORÐSENDING til styrktarmanna Alþýðubandalagsins Þeir styrktarmanna sem fengið hafa senda gíróseðla eru vinsam- legast beðnir að gera skil sem allra fyrst. Greiðum félagsgjöldin Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík hvetur þá félagsmenn sem enn skulda gjaldfallin árgjöld að greiða þau sem allra fyrst. Gíróseðlana má greiða í öllum bönkum og póstútibúum. Eflum starf Alþýðubandalagsins og greiðum félagsgjöldin. Stjórn ABR Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Skrifstofan opin Alla þriðjudaga og fimmtudaga verður skrifstofa Æskulýðsfylkingar- innar opin frá kl. 17-18.30, í flokksmiðstöðinni, Hverfisgötu 105. Áhugafólk er hvatt til að líta við eða hringja, síminn er 17500. Stjórnin. Forstöðumaður Laus er til umsóknar staða forstöðumanns við Bræðratungu sem er vistheimili og þjón- ustumiðstöð þroskaheftra á Vestfjörðum. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun og reynslu á þessu sviði. Staðan veitist frá 1. janúar 1984 og er umsóknarfrestur til 10. desember nk. Ráðgert er að starfsemi heimilisins hefjist þann 1. apríl 1984 og verður þá jafnframt ráðið annað starfsfólk frá þeim tíma. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri svæðisstjórnar í síma 94-3224. Svæðisstjórn Vestfjarðasvæðis um málefni þroskaheftra íH| Iðnskólinn vl|r ísafirði Á vorönn 1984 verður kennsla í eftirfarandi greinum, svo framarlega að þátttaka verði nægileg: I. 2. áfangi iðnskóla. II. Grunndeild rafiðna. III. 2. áfangi 1. stigs vélskóla. IV. 2. og 4. áfangi frumgreinadeildar tækniskóla. V. Meistaraskóli húsasmiða. Innritun stendur til 1. des. 1983. Nánari upplýsingar veittar í síma 4215 kl. 14-16 mánud., þriðjud. og miðvikud. Skólastjóri Þjónustusíða Þjóðviljans ALHLIÐA PÍPULAGNINGAÞJÓNUSTA Sveinbjörn G. Hauksson Pípulagningameistari Sími 46720 Ari Gústavsson Pipulagningam Simi71577 Nýlagnir Jarðlagnir Viðgerðir Breytingar Hreinsanir VÉLA- OG TÆKJALEIGA Alhliða véla- og tækjaleiga. Heimsendingar á stærri tækjum. Sláttuvélaleiga. Múrara- og trésmiðaþjónusta, minni háttar múrverk og smíðar. BORTÆKNI SF. Völaleiga, simi 46980 - 72460, Nýbýlavegi 22, Kópavogi, (Dalbrekkumegin) Steypusögun — Kjarnaborun — Vökvapressa. STETT Hyrjarhöfða 8. - Sími 86211. II. GEYSIR Bílaleiga Car rental BORGARTÚNI 24 - 105 REYKJAVÍK, ICELAND - TEL. 11015 TRAKTORSGRÖFUR L0FTPRESSUR SPRENGIVINNA 46297 STEVPUSÖGUN vegg- og gólfsögun VÖKVAPRESSA i murbrot og ileygun KJARNABORUN fyrir öllum lögnum Tökum aó okkur verkefni um allt land. — Fljót og góð þjónusta. — Þrifaleg umgengni. Verkpantanir fri kl. 8—23. BORTÆKNI S/F Vélaleiga S: 46980 - 72460.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.