Þjóðviljinn - 22.11.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.11.1983, Blaðsíða 3
Föstudagur 18. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Vilborg Harðardóttir varaformaður Alþýðubandalagsins „V onast tll að geta sínnt innra starfi” Konur hafa nú enn styrkt mjög stöðu sína eftir þennan landsfund, segir Vilborg Harðardóttir í viðtalinu. Myndin er tekin er landsfundurinn fagnar varaformannskjörinu og Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins samfagnar Vilborgu. Ljósm.: -eik. „Það sem einkenndi þennan landsfund voru fjörug skoðana- skipti, en jafnframt mikil eining um það meginverkefni fram- undan að berjast með verka- lýðshreyfingunni gegn þeirri harðsvíruðu íhaldsstjórn, sem nú fer með völd í þessu landi“, sagði Vilborg Harðardóttir út- gáfustjóri, nýkjörinn varafor- maður Alþýðubandalagsins. „Baráttan gegn afturhaldsöflun- um, gegn skerðingu lífskjara og gegn undirlægjuhætti við erlend öfl var rauði þráðurinn í allri umræðu á þessum landsfundi og fléttaðist inn í flest mál, enda aðalverkefnið nú, og voru menn einhuga um, að ekki þýddi annað en snúa vörn í sókn.“ Hvernig líst þér á að takast á hendur þetta starf og má búast við einhverjum breytingum á starfs- sviði þessa embættis? „Auðvitað vel, annars mundi ég ekki gera það, og ég hlakka til að fá að vinna með jafn góðum hópi og þeim Svavari, Helga og Margréti. Ég geri mér grein fyrir, að þetta er mikið starf og mér sýnt mikið traust með því að fela mér það. Ekki veit ég, hvort starfssviðið breytist, en hitt er klárt, að ég mun vinna á minn eiginn hátt og ekki taka upp starfsaðferðir karla. Ég vona, að ég fái tækifæri til að sinna innra starfi flokksins og þá ekki síst samræmingu á þeim verkefnum, sem verið er að fást við. Um leið tel ég það sjálfsagða skyldu mína að fylgjast mjög náið með því, sem er að gerast, bæði hjá þingflokknum og forystu okkar í verkalýðsmál- „„ u um. Eru einhver mál í flokksstarfinu, sem eru þér hjartfólgnari en önnur? „Vissulega hef ég meiri áhuga á sumum málum en öðrum. En eins og ég sagði áðan, þá tel ég þessa stöðu leggja mér þá skyldu á herð- ar að fylgjast náið með öllum mál- um, sem verið er að vinna að í flokknum. Ég ætla að fylgja eftir þeim hugmyndum, sem liggja að baki skipulagsbreytingunum, sem verið var að gera, þ.e. að gera flokkinn aðlaðandi vettvang og að- gengilegra fyrir fólk að starfa í hon- um. Ég mun líka vissulega fylgja eftir þeim áföngum sem hafa náðst í jafnréttismálum innan flokksins.“ Hvert er þitt álit á stöðu kvenna eftir þennan landsfund? „Það hafa sjálfsagt flestir tekið eftir því, að á undanförnum árum hafa konur orðið æ virkari í starfi Alþýðubandalagsins, þrátt fyrir þá félagslegu erfiðleika sem konur búa við, vegna heimilisbindingar og vegna úreltra viðhorfa fólks. Þessi mikla virkni hefur ekki orðið til af sjálfu sér, heldur hafa konur bundist samtökutn um að styðja hver aðra og hvetja hver aðra til þess að geta starfað betur. Þar með er ég alls ekki að segja að allar konur hafi sömu skoðun á öllum hlutum, en við kunnum að starfa saman sem hópur“. Þú vilt meina að þetta starf ykkar sé farið að bera árangur? „Alveg tvímælalaust. Konur hafa nú enn styrkt stöðu sína eftir þennan landsfund. Þær komu mjög sterkt út, voru áberandi þátttak- endur í umræðunni um öll mál og tókst mjög vel þar að auki að tengja jafnréttismál öðrum stjórn- málum." Hvaða áhrif telur þú að laga- breytingin um kvótann muni hafa? „Ég held að hún muni hafa mjög hvetjandi áhrif á konur bæði innan flokks og utan og ég held að konur muni ekki líta á þetta sem nein forréttindi sér til handa heldur sent hvatningu og raunar skyldu til að standa sig jafnvel enn betur en áður“, sagði Vilborg Harðardóttir. -•g- Umræður um rækjubannið á alþingi: Djúpið ekki opnað að sinni ísafjarðardjúp verður ekki opnað til rækjuveiða að sinni en seiðarannsóknir hefjast þar að nýju í næstu viku. Til- mælum sjómanna vestra um að Djúpinu verði skipt í hólf og veiðar leyfðar þar sem seiðamagn er innan tilskilinna marka hefur verið hafnað. Ef rannsóknirnar í næstu viku sýna að seiðagengdin hefur minnkað verulega vcrður tekið til athugunar að leyfa veiðarnar á nýjan leik. Hall- dór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra sagðist í gær telja rétt að rækjuveiðar hæf- ust framvegis ekki fyrr en eftir áramót í Djúpinu, þar sem seiðin eru þá farin þaðan. Það var Karvel Pálmason sem vakti máls á rækjuveiði- banninu utan dagskrár í neðri deild í gær. Hann benti á að nær 200 manns hefðu misst at- vinnu sína á sjó og í landi þeg- ar Djúpinu var skyndilega lokað 14. nóvember eftir rúm- lega hálfs mánaðar langa rækjuvertíð. Halldór Ásgrímsson sagði ekki fært að verða við tilmæl- um sjómannanna. Þegar mæl- ingar fóru fram 30. október til 8. nóvember hefðu mælst 2500 þorsk- og ýsuseiði í hverju tonni af rækju auk 2900 síldarseiða. Hefði þetta jafngilt því að rækjubátarnir hefðu grandað 2 miljónum seiða fram til 10. desember n.k. ef ekkert hefði verið að gert. Hann sagði að ekki dygði að heimila veiðar á svæðunum yst í Djúpinu þar sem seiðamagn reyndist minna, enda myndu göngurn- ar fara um þau þegar þær yfir- gæfu Djúpið. - ÁI. Miðstjórn Alþýðubandalagsins kjörin á Landsfundi 1983: — - — Olafur Ragnar og Asmundur efstir Hlutfall kvenna í miðstjórn er 44,6% Á landsfundi Alþýðubandalags- ins sem lauk á sunnudagskvöld var Svavar Gestsson kjörinn formaður fiokksins, Vilborg Harðardóttir Reykjavík varaformaður og Helgi Guðmundsson Akureyri ritari. Ekkert mótframboð kom gegn þcim á fundinum og þau því kjörin einróma. Atkvæði voru hins vegar greidd um embætti gjaldkera og varð hlutskörpust Margrét Frí- mannsdóttir oddviti á Stokkseyri. Hlaut hún 186 atkvæði en Hilmar Ingólfsson kennari í Garðabæ hlaut 32 atkvæði. Á fundinum var einnig kjörið til miðstjórnar. Hlutu þar sæti 41 karl og 33 konur, eða 44.6% mið- stjórnarmanna. Stjórn flokksins er sjálfkjörin í miðstjórn en auk þess eiga þar sæti allir þingmenn hans með seturétti og málfrelsi. Sex fé- lagar voru ekki í kjöri nú vegna endurnýjunarreglunnar, sem kveður á um að hafi maður verið í kjöri þrisvar sinnum er hann ekki kjörgengur í næstu kosningu á eftir. Þessir sex félagar eru Bjarn- fríður Leósdóttir Akranesi, Lúð- vík Jósepsson Neskaupstað, Ólaf- ur Guðmundsson Grundarfirði, Ólöf Ríkharðsdóttir Reykjavík, Margrét Björnsdóttir Reykjavík og Soffía Guðmundsdóttir Akur- eyri. Eftirtaldir félagar voru kosnir í miðstjórn Alþýðubandalagsins, og eru atkvæðatölur innan sviga: Adda Bára Sigfúsdóttir Reykjavík (216),- Aðalsteinn Baldursson (ÆFA), Álfheiður Ingadóttir Reykjavík (209), Anna Hildi- brandsdóttir (ÆFA), Arnór Pét- ursson Reykjavík (190), Arthúr Morthens Reykjavík (182), Ás- mundur Ásmundsson Kópavogi (204), Ásmundur Stefánsson Reykjavík (263), Benedikt Dav- íðsson Kópavogi (218), Bergljót Kristjánsdóttir Reykjanesi (202), Bergþóra Aradóttir (ÆFA), Berg- þóra Gísladóttir (182), Björn V. Gíslason (ÆFA), Dagbjörg Sig- urðardóttir Suðurlandi (219), Eð- varð Hallgrímsson Norðurlandi vestra (sjálfkj.), Einar Karl Har- aldsson Reykjavík (191), Elísabet Karlsdóttir Austurland (228), Elsa Kristjánsdóttir Reykjanesi (225), Engilbert Guðmundsson Vestur- landi (219), Erlingur Sigurðarson N.l. eystra (203), Finnbogi Jónsson N.l. eystra (176), Friðgeir Baldurs- son Reykjanesi (177), Grétar Sig- urðsson Vesturlandi (184), Grétar Þorsteinsson Reykjavík (222), Guðbjörg Sigurðardóttir Reykja- vík (206), Guðjón Jónsson Reykja- vík (182), Guðmundur Þ. Jónsson Reykjavík (181), Guðrún Ágústs- dóttir Reykjavík (214), Guðrún Hallgrímsdóttir Reykjavík (191), Gunnar Sverrisson Suðurlandi (194), Hansína Stefánsdóttir Suð- urlandi (221), Helgi Kristjánsson (ÆFA), Hilmar Ingólfsson Reykjanesi (192), Ingibjörg Haf- stað Norðurlandi vestra (sjálfkj.), Johanna Leópoldsdóttir Vestur- landi (216), Jón Kjartansson Suð- urlandi (202), Kristín Hjálmars- dóttir Norðurl. vestra (210), Kristín Á. Ólafsdóttir Reykjavík (216), Kristinn Gunnarsson Vest- fjörðum (211), Kristinn V. Jó- hannsson Austurlandi (221), Lára Jóna Þorsteinsdóttir Reykjavík (187), Margrét Pála Ólafsdóttir Reykjavík (182), Ólafur Ástgeirs- son (ÆFA), Ólafur Ragnar Gríms- son Reykjanesi (270), Óskar Guð- mundsson Reykjavík (189), Óttarr Proppé Norðurl. vestra (sjálfkj.), Óttarr Magni Jóhannsson (ÆFA), Pétur Þorsteinsson Norðurl. eystra (196), Ragnar Óskarsson Suður- landi (219), RannveigTraustadótt- ir Reykjanesi (194), Rut Bjarna- dóttir Vestfjörðum (198), Sigrún Clausen Vesturlandi (196), Sigur- jón Bjarnason Austurlandi (217), Sigurjón Pétursson Reykjavík (187), Silja Aðalsteinsdóttir (182), Skúli Thoroddsen Reykjavík (212), Sólveig Þórðardóttir Reykjanesi (176), Steinunn Jó- hannesdóttir Reykjavík (188), Svandís Skúladóttir Reykjanesi (183), Svanfríður Jónasdóttir Norðurl. eystra (239), Svanur Kristjánsson Reykjavík (178), Sveinbjörn Jónsson Vestfjörðum (186), Tryggvi Þór Aðalsteinsson Reykjavík (195), Úlfur Björnsson Suðurlandi (185), Þorbjörn Arn- órsdóttir Austurlandi (242), Þor- björg Samúelsdóttir Reykjanesi (185), Þorbjörn Broddason Reykjavík (179), Þorgrímur Starri Björgvinsson Norðurl. eystra (185), Þuríður Freysdóttir Norðurl. eystra (211), Þuríður Pét- ursdóttir Vestfjörðum (215). Að auki voru 20 varamenn kjörnirí miðstjórn. Þessir: Bjargey Elíasdóttir Reykjavík (175), Auður Styrkársdóttir Reykjavík (171), Ragnheiður Þorgrímsdóttir Vesturlandi (171), Guðmundur Hilmarsson Reykjanesi (169), Arna Jónsdóttir Reykjavík (168), Emil Bóasson Reykjavík (168), Jón Gunnar Ottósson Reykjanesi (167), Alma Vestmann Reykjanesi (167), Lena M. Rist Reykjavík (165), Stefanía Harðardóttir Reykjanesi (163), Þröstur Ólafs- son Reykjavík (161), Gunnar Guttormsson Reykjavík (160), Vigfús Geirdal Reykjavík (158), Borghildur Jósúadóttir Reykjavík (157), Ásmundur Hilmarsson Reykjavík (154), Hjalti Kristgeirs- son Reykjavík (154), Kristján Valdimarsson Reykjavík (153), Helga Birna Gunnarsdóttir Reykjanesi (153), Kjartan Ólafs- son Reykjavík (153) og Ragnar Árnason Reykjavík (153). - v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.