Þjóðviljinn - 09.12.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.12.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. desember 1983 Ylimaz Guney: Svo virðist sem ekk- ert Natóríki þori að veita mér vega- bréfsáritun eða þá landvistarleyfi. Lögreglan sem kemur fram í hinu blóðuga atriði í kúrdaþorpinu leikur sjálfa sig - þeir voru mjög stoltir yfir því að geta sýnt í bíó hve duglegir þeir eru. „Takmarkmitterekki listin heldur frelsun fóiksinsu Tyrkneska kvikmyndin Yol hefur hlotið margháttaða viðurkenningu, m.a. gullna pálmann á Kvikmyndahátíð- inni í Cannes í fyrra. Mynd þessi, sem sýnd er sjónvarp- inu í kvöld, varð til með mjög óvenjulegum hætti og segir m.a. frá því í eftirfarandi við- tali við höfund myndarinnar Yilimaz Guney. Guney hefur eytt ellefu árum ævi sinnar í fangelsum í Tyrklandi en hef- ur búið í Vestur-Evrópu eins og svo margir landflótta Tyrkir, um nær tveggja ára skeið. Um haustið 1982 höfðu ca. 300 Tyrkir búsettir utan Tyrklands óvenjulega aukavinnu, þeir léku með í kvikmynd, það voru einnig börn og unglingar. í hvelfingum fyrrverandi fransks klausturs voru teknar upp senur þær er gerast áttu í yfirfullu tyrknesku fangelsi. Leikstjóri myndarinnar er Yi- limaz Gúney sem hefur, með stutt- um hléum, setið í tyrkneskum fangelsum síðan 1972. í október 1981 yfirgaf hann land sitt og hefur dvalið síðan þá á Vesturlöndum, ofsóttur vegna brottvísana úr landi og eltur af hinum fasístisku „gráu vörgum" herforingj arstjórnarinn- ar. Undir æfintýralegum kringum- stæðum og án bæði landvistar og atvinnuleyfis hefur honum nýlega tekist að ljúka við gerð nýjustu myndar sinnar. Hún fjallar um líf ungra drengja í tyrknesku fangelsi, hún gæti hafa gerst í gær en einnig í dag og á morgun. Yol var síðasta kvikmyndin sem Gúney tókst að framleiða eftir valdatöku herforingjastjórnarinn- ar 12. sept. 1980. Myndin fjallar um fimm refsifanga sem fá viku- leyfi frá fangelsiseynni Imrali til þess að fara til fjölskyldna sinna - hverog einn frá ólíkum landshluta, -. Fimm frásögur fullar af sárs- auka, örvæntingu og tilgangs- lausum blóðböðum. „Frelsunin mun koma eins og jarðskjálfti“ - Þegar fréttist hvernig þú gast stjórnað upptöku og framleiðslu á myndum úr fangelsunum, þá spyr maður sjálfan sig hvort þú hafir ekki haft sérstöðu meðalfanganna? - Alls ekki. Ég notaði aðeins möguleika mína, á hverju augna- bliki og til fulls. - Jafnvel hina ólöglegu? - í hverju fangelsi sem ég sat í stóðu eftir skamman tíma 95% af föngunum með mér, og stundum ekki aðeins fangarnir. - Hvernig virkaði þessi aðferð við að ,fjarstýra“ kvikmyndagerð? - Fyrst þurfti ég að læra hana. Á meðan ég sjálfur lék aðalhlutverk- ið og leikstýrði, nægði að rissa upp handrit: ég leikstýrði og gerði mín- ar breytingar við töku. En nú gekk það ekki lengur. Handritin sem ég síðan samdi fyrir „Hjörðina“, „Dúsman“ og „Yol“ voru afar nákvæm, hver ein- asta mynd, meira að segja fyrir- mæli um leik og ljós. Ég einn valdi samstarfsmenn mína og fékk þá til þess að lofa mér að halda sig í einu og öllu að fyrirmælum mínu. - Hvernig í ósköpunum var það hœgt að gera jafn áhrifamikla mynd og Yol svo að segja beintfyrirfram- an nef herstjórnarinnar? - Það var mögulegt, vegna þess að ég lét ekkert hindra mig. Undir kringumstæðum, sem jafnvel leik- stjórar utan fangelsis höfðu lent í erfiðleikum við og hætt, var það fyrir mig spurning um að vera til, nauðsynlegt að lifa af og sanna að maður geti unnið áfram, barist áfram og sigrað. - En Yol er engin neðanjarðar- vinna heldur stórframleiðsla. Það getur ekki verið að yfirvöld hafi ekki yitað hvað var á seyði. - í Tyrklandi verður ritskoðunin að samþykkja handrit. Síðan eru í raun engar hindranir fyrr en mynd- in er tilbúin. Handritið að Yol sem fór í gegnum ritskoðunina var að sjálfsögðu aðeins „bleikt" - það var öllum aðstandendum myndar- innar Ijóst að tilbúin mundi hún ekki komast í gegnum ritskoðun. Samt var reynt að spilla fyrir kvik- myndatökunni. En liðið var mjög hreyfanlegt, atburðarásin var tekin í lestum og langferðabílum sem fara um allt landið, og jafnvel upp til snævi-þaktra toppa Bingöl- fjallsins við sýrlensku landamærin. Njósnurum herforingjastjórnar- innar tókst ekki að fylgja okkur eftir. Lögregluliðið sem tekur þátt í hinu blóðuga uppgjöri í kúrda- þorpinu var raunverulegt - þeir voru mjög stoltir af því að fá að sýna dugnað sinn í kvikmynd. - Er það satt sem sagt er að á- teknum filmum hafi verið smyglað inn til þín í fangaklefann? - Nei, það er ekk rétt. Þegar kvikmyndatökum lauk og efnið hafði verið flutt á örugga staði er- lendis, yfirgaf ég Tyrkland. Þá gat ég sjálfur séð um kíippingarnar og hljóðsetningu, - að hluta til í París og einnig í Sviss, - og þá gerði ég miklar breytingar á myndinni. En ég vil undirstrika það að þótt mér hafi tekist að útvega peninga og skapa grundvöllinn fyrir því að mögulegt yrði að gera þessar myndir, þá er ég ekki leikstjóri þeirra. Því án trygglyndis vina minna - meðfanga og tökuhópsins - hefðu þessar kvikmyndir ekki orðið það sem þær eru. Pólitísk barátta í fangeisinu - Þegar rœtt er um hlutverk þitt í fangelsinu fœr maðurþá tilfinningu að þú hafir gegnt leiðtogahlutverki. - Auðvitað voru meðfangar mínir réttindalausir, kúgaðir, og í uppreisnarham, og ég var í þeirra augum tákn uppreisnarinnar. Með þekkingu minni á stjórnmálum og af fenginni reynslu tökst mér að koma þeim í skilning um það að samstaða væri grundvöllurinn fyrir sigri. Þeir lærðu af mér að standa saman gegn misrétti og kúgun, pyntingum og klíkuskap - það var okkar vinna, okkar barátta, okkar ávinningur. - Þú varst valdamikill maður í fangelsinu, elskaður og hataður. - Fangelsisstjórar voru hræddir við mig, það er rétt. í hægri blöð- unum var stöðugt slúður um upp- reisnir, og flóttatilraunir, þess- vegna gaf ég út opinbera yfirlýs- ingu árið 1978 þess efnis að ég myndi hvenær sem er og án nokk- urra erfiðleika geta strokið úr hvaða fangelsi sem væri í Tyrk- landi, en ég hafði síður en svo í huga að gera stjórnvöldum þann greiða. - Var þetta uppspuni? - Hvernig þá? I ársbyrjun 1979 ákvað dómsmálaráðuneytið að ráðlegt væri að flytja mig til eins afskekkts héraðs og hægt væri. En það fannst ekkert fangelsi sem vildi taka við þessum ógnvekjandi Yi- limaz Gúney. Árið áður, en þá var ástand mitt virkilega slæmt, neituðu þeir að leggja mig á sjúkrastofu vegna flóttahættu. En svo var ég settur í einangrun í sex vikur á sjúkra- deildinni þangað til annað fangelsi fékkst, eftir mikla fyrirhöfn, til að taka við mér. Þannig lenti ég á eynni Imrali. - En eftir nokkurn tíma skrifuðu jafnvel dagblöðin að þú hefðir breytt fanganýlendunni í „Lýðveldi fólksins Imrali"! - Já, á Imrali vorum við mjög vel skipulagðir, við hefðum allir getað strokið, 700 fangar. Þegar of mikið fór að leka út um þetta kom lið- styrkur frá flotanum, átta herskip og landhelgisbátar og u.þ.b..2000 hermenn, sem mynduðu hring í kringum eyna. Við urðum mjög hissa, því það stóð alls ekki til hjá okkur að flýja. Síðan var ég fluttur í burtu (enn eitt skiptið). - Þú ert greinilega fæddur upp- reisnarforingi. - Ég leiddi ekki meðfanga mína, heldur skipulagði þá. Ég hjálpaði þessum manneskjum að skilja að- stöðu sína og að vinna eftir því, og ég sjálfur lærði af þeim að þegar fólkið berst meðvitað um sjálft sig er ekkert vald til sem er ósigrandi. Svertur sem sovéskur útsendari - Viltu segja eitthvað um flótt- ann? - Mér iíkar ekki orðið flótti. Ég vil heldur segja: Ég hef yfirgefið land mitt, mjög treglega, um tíma, þar til aðrir tímar koma. Ég flúði ekki frá fangelsinu heldur mætti ekki til skráningar eftir leyfi. Ég var ekki lengur öruggur um líf mitt, ekki einu sinni í klefa mínum. Þess vegna varð ég að fara í burtu. Ásamt konu minni og börnum yfir- gaf ég Tyrkland, í fyrsta skipti á ævinni, og það var sárt, þvíégelska land mitt meira en allt annað. - Er það rétt að þú hafir flúið um borð í litlum bát? - Spurðu ekki. Hugsaðu um vini mína sem hjálpuðu mér. - Hægri pressan þykist viss um hvarþessir vinirséu: íMoskvu. Þeir segja að þú viljir snúa aftur með sovéska hernum. - Fáránlegt! Þá myndi ég varla sitja í Vestur-Evópu núna. Það er ekki til sú manneskja í Tyrklandi sem trúir því að ég sé keyptur út- sendari Rússa, ekki einu sinni her- foringjastjórnin sem reynir að sverta mig. - Frá því að þú flúðir hafa verið höfðuð gegn þér fjöldamörg mál fyrir sovéskan áróður: refsingarnar sem fyrir liggja ná bráðum upp til 100 ára fangavistar. Ertu þá ekki kommúnisti? - Meinar þú að Sovétríkin séu kommúnistisk? Við endurtökum gjarnan það sem við höfum sagt ótal sinnum: Sovétríkin eru jafn valdamikil og hættulegur óvinur Tyrklands og Bandaríkin eða Kína! Frelsun fólksins mun aðeins verða að raunveruleika án þátt- töku nokkurs risaveldis! Fyrst stjórnmálin, síðan kvikmyndin - Hefur þú hugsað þér að ein- beita þér algerlega að kvikmyndum í útlegðinni eða muntþú einnig vera pólitískt virkur? Viðtal við tyrkneska kvikmyndastjórann Ylimaz Gtiney, höfund Yol, sem sýnd er ísjónvarpinu í kvöld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.