Þjóðviljinn - 09.12.1983, Síða 9

Þjóðviljinn - 09.12.1983, Síða 9
Föstudagur 9. desember 1983 ÞJOÐVILJINN — SÍÐÁ 9 - Þessir hlutir eru óaðskiljan- legir. Takmark mitt, allt mitt líf, er ekki listin, heldur frelsun fólksins. Ég vinn að þessu takmarki og berst með öllum miðlum. - Hefur þú kannski í hyggju að mynda vinstri-sinnaða hreyfingu, einskonar andfasiska fylkingu í út- legðinni? - Já. Við erum að byrja að stofna og skipuleggja hreyfingu sem stefnir að því að steypa fasísku herforingjastjórninni. Tyrkneskir vinstrimenn eru þrælklofnir í smá hópa bæði innan og utan landsins. Við viljum leiða þá saman til sterkrar einingar. En það eru tak- mörk. Til dæmis verður það að liggja ljóst fyrir að við munum aldrei ganga í lið með Moskvu- tryggum hóp eins og tyrkneska kommúnistaflokknum, ekki einu sinni til þess að bylta stjórninni - því það mun aldrei leiða til frel- sunar fólksins sjálfs. -1 myndum þínum er mikið fjallað um ofbeldisverk og það er sýnt að ofbeldi er ávallt tortímandi afl. Getur þú hugsað þér pólitíska baráttu án ofbeldis? - Ofbeldi gegn einstaklingum er æfinlega glæpur, enda þótt það setji upp grímu framfara og bylt- ingar. Aðeins ein tegund ofbeldis er réttlætanleg - andsvar fjöldans sem snýst gegn kúgurum sínum. Og einnig þetta ofbeldi á því aðeins rétt á sér þegar það er meirihluti fólksins sem skilur aðstöðuna og vill breyta henni. - Ef það reyndist nauðsynlegt, myndir þú fórna kvikmyndinni fyrir stjórnmálin? - Hiklaust. Ef dagar sigursins nálgast þá get ég varla sagt: Eitt augnablik, ég þarf bara að gera eina kvikmynd! Eftir frelsunina munu koma fram hundruð Yilim- azar Guneyar sem færa munu menningu okkar nýtt blómaskeið. Hundeltur - Pú segir að Tyrkland sé eitt fangelsi. Er það efnið í nœstu mynd? - Já. - Hefurþú ekki lent í annarskon- ar „fangelsi“ við flótta þinn? Hvernig getur þú lifað án landvist- arleyfis, án fastrar búsetu, án ríkis- borgararéttar? - Ég lifi, einfaldlega eins og þú segir. I maí 1982 var mér boðið til Cannes á kvikmyndahátíðina og fylgdi ferðaleyfi í Frakklandi með því boði. En eftir þrjá daga var mér vísað úr landinu þar sem tyrkneska stjórnin hafði farið fram á það. Fyrir verðlaunafhendinguna fékk ég síðan að koma inn í landið í 24 tíma, og... - ... og tókst á móti gullna pálm- anum með hnefa byltingarmanns- ins á lofti, en hvarfst síðan aftur. - Ég skildi boð hinnar sósíalist- ísku frönsku stjórnar sem samúð fyrir baráttu minni og vildi ekki halda henni lengur í óþægilegri að- stöðu. - Hefurðu verið í Vestur- Þýskalandi? - Nei. Fyrir nokkrum mánuðum fékk ég orðsendingu frá þýska dómsmálaráðuneytinu þess efnis að það lægju ekki nokkrar ákærur né ástæður gegn mér sem gæfu til- efni til þess að banna mér að koma þangað. En síðan er ég sótti um ferðaleyfi þangað, staddur í sendi- ráðinu í Zurich, var mér neitað um það, greinilega samkvæmt fyrir- mælum frá Bonn. f>að er trúlega ekkert NATO-land sem vill veita mér vegabréfsáritun eða landvist- arleyfi. - Hvernig er það mögulegt fyrir þig að gera kvikmyndir í þessu ó- löglega einskismannslandi ? - Að ég skuli gera það sýnir að það er mögulegt. Ég hef gert erfið- ari hluti áður. - Petta samtal okkar var skipu- lagt eftir miklum krókaleiðum. Líf- verðir þínir, sem fylgja þér út um allt, eru ekki langt undan. Nafn þitt þýðir „hinn óhrœddi“ - finnst þér þú vera í hœttu? - Auðvitað verð ég að reikna með mannránstilraunum eða ban- atilræði útsendara stjórnarinnar eða öfgafullra fasista. Mér er ógn- að, en ég er ekki hræddur. Þýð. Helga Brekkan. Þar sem aldrei sólin skein Árni Bergmann skrifar Halldór Laxness. Gerska ævintýrið. Minnisblöð. Önnur útgáfa. Helgafell 1983. Eins og Halldór Laxness segir í formála þessarar útgáfu lýsir Gerska ævintýrið „hrifníngu af til- raun í gerbyltíngu á heimsmæli- kvarða" - sam margir úr hans kyn- slóð stunduðu, enda óráðið þá hvað úr yrði þessari tilraun. Menn vita, af Skáldatíma og fleiri ritum, að Halldór hefur endurskoðað með róttækum hætti þá túlkun sem í Gerska ævintýrinu kemur fram á þróun rússnesku byltingarinnar og málaferlum yfir Búkharín og fleiri fyrrverandi leiðtogum belsévíka 1938. Halldór segir í fyrrgreindum formála, að hann hafi ekki hreyft mikið við texta fyrri útgáfu - Gerska ævintýrið er semsagt kom- ið aftur sem fróðleg hcimild um sérstæða tíma - og um leið minnir bókin á önnur „ævintýri" sem menn hafa fyrr og síðar lent í, sem hrifust af byltingarþjóðfélögum. Hér skal ekki farið neitt að ráði út í það sem höfundi Gerska ævin- týrisins var mest legið á hálsi fyrir: túlkun hans á málaferlum ill- ræmdu, þegar fyrrverandi bylting- arforingjar voru dregnir fyrir rétt og þeir látnir játa á sig margföld landráð, morðtilræði og skemm- darverk (og voru réttarhöldin að- eins örlítill toppur á ferlegum ís- jaka). Eins og kunnugt er tekur Gerska ævintýrið hina opinberu sovésku túlkun þeirra tíma gilda. Sú túlkun var að vísu ótrúleg - en menn skuli hafa það í huga, að ef hún var röng, þá voru Stalín og hans lið glæpamennirnir, og sú skýring var í þá daga enn ótrúlegri en hin fyrri. Ekki nema von kann- ski að menn væru forvirraðir. En nóg um það. Víkjum að öðru. Réttlætingin Menn taki eftir því, að Halldór Laxness er ekkert að neita því að harðstjórn ríki í'því landi sem hann gistir 1937-38. En hann vill meina að harðstjórn geti verið „hið eina stjórnarfar hugsanlegt til að bjarga þjóð úr yfirvofandi hættu“. (bls. 86). Og hann á þá ekki aðeins við ir Rússlands41 sem gerðu bylting- una voru ekki lýðræðissinnar: „Það voru dýr sem loksins tókst að naga af sér snöruna" (bls. 88). Og síðan er sett traust á að allur vandi leysist upp úr tilteknum framförum: „Áhrifamest aðferð til að útbreiða sósíalisma í heiminum verður það eflaust þegar ráðstjórninni tekst að framkvænta til fulls léttiðnaráætl- anir sínar, birgja upp landið þvert og endilángt að daglegum alsnægtum, láta sem flesta ráð- stjórnarverkamenn gera amriskar kröfur, troðfylla allar búðir af þarf- ri vöru og óþarfri við hégómlegu verði eins og í þeim löndum vest- rænum þar sem iðnaður og verslun er í sæmilegu lagi“ (bls. 136-137). Nú er það svo, að þótt keisarans Rússland ætti sér mörg eymdarbæli og væri vanþróað ríki um margt, þá ríkti þar ekki það svartnætti sem að ofan var lýst. Urn það mætti hafa langt mál, en það nægir kannski að vísa til þess, að ekki einu sinni so- véskir sagnfræðingar nútímans munu skrifa upp á svo hörmulega mynd - enda ntundi hún særa stór- lega þeirra þjóðlega metnað. En hér er ekki staður né stund til að stunda þau samanburðarfræði öll. Aðalatriðið er, að Gerska ævintýr- ið fylgir ákveðnu mynstri, sem menn hafa verið að fara ofan í alltof lengi. í fyrsta lagi er það sem menn í raun eiga erfitt með að sætta sig við í byltingarríki réttlætt með arfi hins liðna. Sú réttlæting er ekki röng, en einfaldar ástandið geysimikið. Hitt er svo lakara, að þessu næst er treyst á það, að með „harðstjórn" megi skapa þá vel- megun sem afncmur harðstjórn. Það er reyndar viss sannleikskjarni í þessu, eins og í flestum alhæfing- um um þjóðfélög. En samt er þetta rangt. Það er „harðstjórnin", al- ræðið, eða livað tnenn vilja nefna fyrirbærið, sem fyrr eða síðar getur ekki dugað til að virkja þá krafta sem með þjóðum búa, eins þótt byrjað sé á ýmsum efnilegum fram- kvæmdum. Áður en langt um líður er valdakerfið orðið að þungu faigi. einnig á efnahagslífinu. Undur hinna „daglegu alsnægta" lætur á sér standa. Fyrir nú utan það, að menn vita það vel nú orðið hér fyrir vestan, að þegar menn hafa leyst vandamál skorts á „þarfri vöru og óþarfri" og „fyllt allar búðir" - þá taka önnur við. ÁB. hið „fjandsamlega umhverfi“, fas- ismann og þau ósköp öll, sem ótal menn létu Sovétríkjum Stalíns verða til málsbóta og afsökunar þá og lengur. Flalldór leggur um leið afar þungar áherslur á að „harð- stjórnin" eigi sér réttlætingu í því, að hún sé að lyfta örsnauðu fólki upp úr svartnætti algjörrar örbirgð- ar. Og þegar það hafi tekist er eins og gert sé ráð fyrir að allir aðrir hlutir muni líka veitast alþýðu bylt- ingarríkis. Einmitt hér er komið að þeim punkti sem rækilegast tengir Gerska ævintýrið við hrifningu af byltingarríkjum fyrr og síðar. Og til þess að kenningin virki leggur Gerska ævintýrið sig mjög fram um að sýna fram á að sól hafi ekki skinið yfir Rússlandi keisar- anna. Almenningur í Rússlandi var, segir þar „hið aumasta og hamíngjusnauðasta afbrigði af dýri“ (bls. 87). Rússneskir bændur lifðu „í fullkomnu andlegu svart- nætti“ og á ólýsanlegu „húngurlág- marki ölmusumanna" (bls. 32). Rússneskur almenníngur þekkti „einga þá hluti sem siðmentaður maður telur sjálfsagt að hafa kríng- um sig daglega" (38). Þessu fylgir og að bændalýðurinn kunni ekkert til verka - nýjum tímum svarar fólkið með því að „klúðra í vélum og skemma þær, hrækja upp bygg- íngum sem hrundu á það jafnóð- um“ (47). Hinar „frumstæðu þjóð- Þetta var ömurlegt pleis Páll Pálsson. Beðið eftir strætó. Skáldsaga. Iðunn 1983, 95 bls. Höfundur segir í orðsendingu til lesanda, að bókin sé skrifuð eftir frásögnum ungra Reykvíkinga sem eru á sama róli og persónur henn- ar: í pillum, hassi og brennivíni. Hann segir að allt það sem sagt er frá hafi gerst, eða sé að gerast, en persónurnar séu tilbúningur. Reyndar er vel hægt að halda því fram að í þessari sögu séu engar persónur í venjulegum skilningi - heldur sé þar sagt frá Unglingum í dópinu, spilað eitt stef með nokkr- um tilbrigðum. Þetta má líka styðja með tilvísun til þess eina unglings í sögunni, sem sögð er saga af með skáletruðum upplýsingum um heimilishagi og skólavandræði alllangt aftur í tímann - þar mætti lesandinn sjálfsagt reikna með einskonar samnefnara fyrir flesta þá sem skjóta upp kolli á síðum bókarinnar. Og það er líklegt að þau komist yfirleitt ekki lengra í Árni Bergmann skrifar um bækur pælingum um stöðu sína en þessi „samnefnari" - en þetta hér er lesið úr höfði hans: „Hann hafði aldrei ætlað að fara í svona mikið dóp það koma bara smátt og smátt fyrst var þetta svo spennandi pillurnar trippin sprauturnar og svo áðuren maður vissi af meikaði maður ekki daginn nema í einhverri vímu... En hann hafði aldrei verið í líminu það gera bara smákrakkar að fikta hann fór beint í alvörudóp... Hann var orð- inn vanur þessu hann vildi ekki vera öðruvísi,hann vildi hafa það svona, hann vildi ekki vera „venju- legur“. - Samt einhvern daginn þegar honum sjálfum fyndist kom- ið nóg mundi hann hætta ruglinu og yfirgefa pleisið, þetta var hvort- semer ömurlegt pleis...“ Og það eru fáar líkur til að hann „yfirgefi pleisið" fyrr en allt er orð- ið um seinan. Þetta er með öðrum orðum eins- konar skýrsla. Og hún hljómar sannfærandi, svo er fyrir að þakka þekkingu höfundar á viðfangsefn- inu. Málfar og lyfiafræði dópheima hefur hann á reiðum höndum, og þýðir utanveltumanni lítið að efast um að þar sé rétt með farið. Enda ekki ástæða til. Bókin lýsir svo elt- ingarleit við vímugjafa, slætti, þjófnaði, innbrotum, stríðinu við lögregluna og fleiru þesslegu. Það er reyndar athyglisvert, að foreldr- arnir hafa eins og gufað upp úr dæminu eða lokað augum fyrir því - allir nema móðir og stjúpi „Sam-x nefnarans" sem fyrr var nefndur, þau bregðast enn við, en hafa svo- sem ekki nema illt eitt til málanna að leggja. Páll Pálsson lýsir líka þeirri samstöðu sem skapast í þessu uppdópaða samfélagi, en sem bet- ur fer án þess að fegra þá sam- heldni á nokkurn hátt. Þetta er samþjöppuð skýrsla um afmarkað svið og saman tekin af kunnáttu. Hitt er svo annað mál að hún er ekki nema toppurinn á ís- jakanum, lýsir ákveðnum einkenn- um þeirrar kreppu, sem m.a. endar á því að vímulaus getur ungur mað- ur ekki lifað af næsta dag-eins þótt hann sé varla byrjaður enn að lifa. Lesendur eru svo látnir um það sjálfir, hvort þeir leggja það á sig að leita að rótum þessarar kreppu. AF

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.