Þjóðviljinn - 09.12.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 09.12.1983, Blaðsíða 15
Föstudagur 9. desember 1983 ÞjÓÐVlLjlNN - SÍÐA 19 íþróttir Víðir Sigurðsson Helgar- sportið Björn Pétursson og félagar í KR . , . . _ „ mæta Vaismönnum í Höiimni á Keppnui um gullskoinn komin vel at stað: morinin. 1 1 u Norðurlandabúar enn Handbolti Níundu umferð 1. deildar karla, sem hófst í fyrrakvöld, verður lokið um helgina. Þetta eru jafnframt síð- ustu 1. deildarleikir ársins. KA og Þróttur mætast á Akureyri kl. 20 í kvöld og á sama tíma eigast við Stjarnan og FH í Digranesi í Kópa- vogi. Loks mætast svo Valur og KR í Laugardalshöllinni á morgun kl. 14. Þrír Ieikir eru á dagskrá í 1. deild kvenna. f A og Valur leika á Akra- nesi í kvöld kl. 21.15, Víkingur og FH í Laugardalshöll kl. 15.15 á morgun og Fylkir-ÍR í Höllinni kl. 15.15 á sunnudag. Þrír leikir verða einnig í 2. deild karla. Reynir og Grótta leika í Sandgerði kl. 20 í kvöld, Breiðablik og IR í Digranesi kl. 14 á morgun og Fram-Fylkir í Höllinni kl. 14 á sunnudag. Körfubolti Nfunda umferð úrvalsdeildarinn- ar hefst í kvöld en þá mætast UMFN og ÍR í Njarðvík kl. 20. Haukar leika við KR í Hafnarfírði kl. 14 á morgun og Valsmenn fá Keflvíkinga í heimsókn í Sefjaskólann kl. 14 á sunnudag. Fjórir leikir fara fram í l.deild kvenna. KR dvelur í Borgarnesi, leikur tvívegis við Snæfell, kl. 19 í kvöld og 14 á morgun. Á morgun mætast einnig Haukar og ÍS í Hafn- arfirði kl. 15.30 og á sunnudag leika UMFN og ÍR kl. 14 í Njarðvík. Blak Tiltölulega róleg helgi hjá blöku- rum að þessu sinni en þó sex leikir á morgun. í Hagaskóla leika Þróttur og ÍS í 1. deild karla kl. 14 og ÍS- Breiðablik í 1. deild kvenna kl. 15.20. f Digranesi mætast HK og Fram í 1. deild karla kl. 15.50 og HK-2 og Breiðablik í 2. deild þar á eftir. Loks verða tveir leikir í 2. deild fyrir norðan, KA-a og KA-b leika í Glerárskóla á Akureyri kl. 16.15 og Reynisvík mætir Skautafé- lagi Akureyrar (!) á Dalvík kl. 14. Staðan Staðan í 1. deild karla í hand- knattleik eftir leik Hauka og Vík- ings í fyrrakvöld: (Víkingur vann 27-22 en lokatölurnar vantaði i umsögnina um leikinn í blaðinu í g*r). FH...............8 8 Vikingur.........8 6 Valur............8 5 KR...............8 4 Þróttur..........8 3 Stjarnan.........8 3 Haukar...........9 1 KA...............8 0 0 0 0 3 1 2 1 3 1 4 t 4 256-158 16 210-190 12 172-166 11 142-133 9 172-188 7 150-179 7 1 7 178-221 3 1 7 139-184 1 Markahæstir: Krlstján Arason, FH............80 Sigurður Gunnarsson, Vlkingi....62 Páll Ólafsson, Þrótti..........56 Eyjótf ur Bragason, Stjörnunni.50 Viggó Sigurðsson, Vikingi......45 Hans Guðmundsson, FH...........43 ÞórírGlslason, Haukum..........42 Þorgils Óttar Mathiesen, FH....39 Jón Hauksson, Haukum...........37 Keppnistímabil knatt- spyrnunnar í hinum ýmsu Evrópulöndum er víðast hvar að verða hálfnað. Nokk- ur mynd er því komin á bar- áttuna um gullskó Adidas, en hann hlýtur markahæsti leik- maður Evrópu á hverju tíma- bili. Eins og venjulega um þetta leyti árs eru Norðurlandabúar í efstu sætum Evrópulistans, enda leiktímabilum á þeim slóðum lok- ið. Þeir skipa enn sem komið er 10 efstu sætin en verður þokað þaðan smám saman næstu vikurnar. Markalistinn lítur þannig út, eftir- taldir leikmenn hafa skorað 11 mörk eða fleiri (á Norðurlöndum 15 eða fleiri): Lippenen, TPS (Finnlandi)......22 Nielsen, OB (Danmörku).........20 Vilfort, Frem (Danmörku).......19 Hansen, Næstved (Danmörku).....19 Suhonen, TPS (Finnlandi).......16 Ismail, HJK (Finnlandi)........15 Vimonen,llves(Finnlandi).......15 Kousa, Kuusysi (Finnlandi).....15 Christensen, Aarhus (Danmörku) 15 Christensen, Lyngby (Danmörku) 15 Thoresen, PSV (Hollandi).......15 Krings, Beggen (Luxemburg).....15 Giresse, Bordeaux(Frakklandi)....14 Onnis, Toulon, (Frakklandi)....13 Rush, Liverpool (Englandi).....13 Van Roon, Zwoile (Hollandi).....12 Genghini, Monaco (Frakklandi) ....12 Beitramini, Rouen (Frakklandi)..12 Garande, Auxerre (Frakklandi)...12 Panenka, Rapid (Austumki).......12 Eranossian, Plodiv (Búigaríu)...11 Woodcock, Arsenai, (England)....11 Swindlehurst, West Ham (Engl.) ...11 Ciolek, Gornik (Póllandi).......11 Koolhof, PSV (Hollandi).........11 Það er því reyndar Norðurlanda- búi, Norðmaðurinn Hallvar Thor- Alain Giresse, Frakkinn leikni, er ofarlega á blaði á Evrópulistanum. esen hjá PSV, sem er efstur á meginlandinu. Frammistaða Krings frá Luxentburg er athyglis- verð, hann hefur gert 15 mörk í 12 leikjum en á vart möguleika því aðeins eru leiknar 22 umferðir í Luxemburg. Skýringin á fjölda Frakka á listanum er ekki endilega mikil sóknarknattspyrna í ríki Napóleons, heldur sú að þegar hef- ur verið leikin 21 umferð af 38 þar í landi. Handhafi gullskósins 1982- 83, Gomes frá Portúgal, er ekki kominn á listann, enda tiltölulega fáar umferðir búnar í hans heima- landi. Liverpool á toppnum Einnig er keppt um titilinn „Besta knattspyrnulið Evrópu“ Og stig veitt í samræmi við góða frammistöðu í heimalandinu og í Evrópukeppni. Liverpool hefur þar forystu sem stendur, er með 9 stig, en skosku félögin Aberdeen, sem hlaut útnefninguna í fyrra, og Dundee United, hafa 8 stig. Síðan koma Stuttgart, lið Ásgeirs í Vestur-Þýskalandi, Auxerre frá Frakklandi, Juventus frá Ítalíu og Celtic frá Skotlandi með 7 stig. Slatti af liðum hefur 6 stig og er Anderlecht, lið Arnórs Guðjo- hnsen í Beigíu, eitt þeirra. -VS Hvað kemur upp úr pottinum í dag? Sturla Örlygsson verður væntan- lega aftur með Njarðvíkingum þeg- ar þeir leika við ÍR í kvöld. í dag verður dregið um hvaða lið skuii mætast í 8-Iiða úrslitum Evr- ópumótanna í knattspyrnu. 3. um- ferð UEFA-bikarins iauk í fyrra- kvöld og því komin skýrari mynd á hvaða félög berjast um þessi æðstu verðlaun félagsliða í knattspyrn- unni. í Evrópukeppni meistaraliða eru eftirtalin félög eftir: Liverpool (Englandi), Dinamo Búkarest (Rúmeníu), Dinarno Minsk (Sovétríkjunum), Dundee United (Skotlandi), Benfica (Por- túgal), Rapid Wien (Austurríki), AS Roma (Ítalíu) og Dynamo Berl- in (A. Þýskalandi). Liverpool og Roma þykja sigur- stranglegustu liðin sem eftir eru og á Ítalíu binda menn miklar vonir við að Brasilíumennirnir snjöllu hjá Roma, Falcao og Cerezo, ásamt útherjanum Bruno Conti, færi félaginu sinn fyrsta Evrópu- meistaratitil. Austantjaldsliðin gætu öll þvælst fyrir, ekki síst Rúm- enarnir sem slógu Hamburger SV, sjálfa Evrópumeistarana, út í 2. umferð. Þá gætu Dundee United og Benfica hæglega velgt „hinum stóru“ undir uggum. í Evrópukeppni bikarhafa stendur baráttan milli þessara fé- laga: Manchester United (Eng- landi), Aberdeen (Skotlandi), Porto (Portúgal), Haka (Finn- landi), Juventus (Ítalíu), Barce- lona (Spáni), Ujpest Dozsa (Ung- verjalandi) og Shaktyor Donetsk (Sovétríkjunum). Hér eru á ferðinni enn betri og frægari lið en í meistarakeppninni. Man. Utd, Aberdeen, Juventus og Barcelona yrðu hvert um sig verð- ugur handhafi Evrópubikarsins og það yrði meiri hátta óvænt ef sigur- vegarinn kæmi ekki úr þessum hópi. Möguleikar Barcelona byggjast þó sennilega mest á því að Diego Maradon og Bernd Schuster verði búnir að ná sér af hinurn slæmu meiðslum sem hrjá þá um þessar mundir. Þetta er hreinásta gullnáma fyrir Finnana frá Haka, líkurnar á að fá eitt af stórliðum Evrópu til höfuðborgarinnar við Finnska flóann eru mjög miklar.. f UEFA-bikarnum komust þessi lið áfram í fyrrakvöld: Tottenham (Englandi), Nottingham Forcst (Englandi) Sparta Prag (Tékkósló- vakíu), Sturm Graz (Austurríki), Austria Wien (Austurríki), Ha- djuk Split (Júgóslavíu), Anderlecht (Belgíu), og Spartak Moskva (So- vétríkjunum). Þarna verður að telja sigurlíkur Tottenham einna mestar en Spart- ak Moskva gæti þó hæglega fært Sovétmönnum bikarinn. Ander- lecht gæti náð mjög langt en í heild er þetta veikasta keppnin af þrem- ur og Austurríkismenn gætu t.d. hæglega komist í úrslitaleikinn. Hvað kemur uppúr pottinum stóra í dag?'- við bíðum átekta. -VS Kynningardagur hjá Breiðabliki Sunnudaginn 11. desember nk. mun Knattspyrnudeild Breiðabliks kynna starfsemi sína í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi í Kópavogi, Digranesi. Kynningardagur knattspyrnu- deildar er nú haldinn innanhúss í fyrsta skipti. Hann gefur Kópa- vogsbúum og öðrum stuðnings- mönnum Breiðabliks tækifæri til að kynna sér starf deildarinnar og kynnast því fólki er veitir starfinu forystu. A kynningardegium kenn- ir margra grasa. Knattspyrnuleikir yngri flokka og eldri eru þar í fyrir- rúmi en einnig verður frumsýnd heimildarmynd um knattspyrnu- deild Breiðabliks og sýning á fþróttavörum framleiðenda og innflytjenda. Dagskráin hefst kl. 13.45 og stendur til 18 en byrjar að nýju kl. 19.30. Tony Morley. Morley til WBA West Bromwich Albion keypti í gær Tony Moriey frá Aston Villa fyrir 70 þúsund pund. Morley var kominn í enska landsliðið fyrir tveimur árum en síðan hefur hon- um gengið illa og í haust hefur hann varia komist í aðallið Villa. - VS. Keflavík vann Reyni 99 stig alls í uppgjöri körfu- liða á 92-símasvæðinu í forleik bikarkeppninnar, og Keflvík- ingar reyndust hlutskarpari heimamönnum í Sandgerði í gærkvöldi, 63-36. Þeir mæta Þór á Akureyri í 1. umferð hinnar eiginlegu bikarkeppni. í hálfleik var staðan 37-18. -m í efstu sætunum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.