Þjóðviljinn - 09.12.1983, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 09.12.1983, Blaðsíða 20
DJÚDVIUINN Föstudagur 9. desember 1983 Aðaisimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreíðslu blaðsins t síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Vesturland aukning á atvinnuleysi Atvinnuleysi á íslandi eykst nú hröðum skrefum og má nefna sem dæmi að á Vesturlandi jókst það um rúmlega 700% á tímabilinu nóvember 1982 til loka nóvembermánað- ar 1983. Yflr landið allt gengu 1.255 manns atvinnulausir í síðasta mánuði og það samsvarar því að rúmlega einn af hverjum hundrað vinnandi mönnum hafi verið án atvinnu. Fyrir ári síðan var sú tala helmingi lægri. Atvinnuleysið jókst hlutfallslega húsum á Akranesi. Annars staðar, anburður á atvinnuleysi mánað- mest á Vesturlandi eins og ofan- t.d. Reykjavík og Akureyri þar anna nóvember 1982 og 1983. greindar tölur gefa til kynna en þar sem fjöldi atvinnulausrú er mestur, -v. Ríkisstjórnarfrumvarp um flugstöðina á Keflavíkurvelli 616 miljón króna lán Fjármálaráðherra er heimilt að taka erlend lán allt að 616 miljón krónum eða 22 miljón Bandaríkjadölum vegna banda- rísku flugstöðvarinnar sem reisa á á Keflavíkurflugvelli samkvæmt frumvarpi til laga sem lagt var fram á alþingi í gær. Jafnframt gerir frumvarp- ið ráð fyrir að að heimilt verði að afnema opinber gjöld af vél- um og tækjum-sem notuð verða við framkvæmdirnar. Síðast en ekki síst gerir frumvarpið ráð Fœreysk myndlist Yfirlitssýning á færeyskri mynd- list á þessari öld verður opnuð í Norræna húsinu á sunnudag. Er hér um merkan menningarviðburð að ræða því sýning þessi er fyrsta yfirlitssýningin á færeyskri mynd- íist 'Sem komið hefur til Islands. Sýningin er valin af sænska listgagnrýnandanum Mats Arvids- son og er Norræna húsið fyrsti á- fangastaður sýningarinnar. Hún mun síðan fara á milli listasafna á Norðurlöndunum næstu 2 árin. Með sýningunni hefur verið gefin út vönduð sýningarskrá sem jafn- framt er yfirlitsrit yfir færeyska myndlist. Myndin hér að ofan var tekin í sýningarsal Norræna hússins í gær, þar sem þeir Örn Þorsteins- son og Mats Arvidsson unnu að því að hengja upp sýninguna. Verkið á milli þeirra er eftir Sámal Joensen Mikines, hinn mikla brautryðjanda færeyskrar myndlistar, og lýsir verkið grindadrápi í Færeyjum. fyrir að utanríkisráðherra fari með yfirstjórn byggingar flug- stöðvarinnar og tengdra mannvirkja en ekki fjármála- ráðherra einsog ætti að vera samkvæmt núgildandi lögum. Albert hefur því falið Geir Hall- grímssyni yfírstjórn mann- virkjagerðarinnar. Einsog kunnugt er mun heildarkostnaður flugstöðvarinnar vera áætlaður 42 miljónir Banda- ríkjadala og er áformað að Banda- ríkin greiði 20 miljónir dala af þeirri upphæð. f athugasemdum með frumvarpinu um flugstöðina segir að „Bandaríkin hafl heimild til þess að nota hana á hættu- og ófriðartímum í samræmi við varn- arsamninginn“. Árlegar lántökur eru áformaðar sem hér segir: 295 þús. dala á árinu 1983, 2,9 miljónir dala 1984, 4,5 miljónir dala 1985, 9,5 miljónir dala 1986 og 4,7 milj- ónir dala á árinu 1987. Til að nýta fjármagnið sem best og til að íjúka flugstöðinni á til- skildum tíma, segir í athuga- semdum ríkisstjórnarinnar, er lagt til að fjármálaráðherra sé heimilt að fella niður söluskatt og aðflutn- ingsgjald af byggingarefni, vélum, tækjum o.s.frv. sem notað verður til þessara framkvæmda. í athugasemdum með 2. grein frumvarpsins, sem felur í sér yfir- stjórn Geirs Hallgrímssonar yfir framkvæmdunum í stað Alberts, er ekki neitt nefnt sem mælir með því að utanríkisráðherra hafi með yfir- stjórn framkvæmdanna að gera heldur er sagt: „Nú þegar komið er að hinni verklegu framkvæmd þyk- ir best henta að yfirstjórn bygging- arframkvæmdanna verði jafnframt í höndum utanríkisráðherra". (Undirstr. Þjóðviljans) -óg Aðför að félagslega íbúðakerfinu Fær 300 mílljónir í stað 700 Samkvæmt áætlunum ríkis- stjórnarinnar eru 400 milljónir króna ætlaðar til Verkamanna- bústaða á næsta ári. Þá vantar pen- inga í endursöluíbúðir, í leiguíbúð- ir og tii húsnæðissamvinnufélaga. Ríkisstjórnin skellir hurðum á alla þessa aðila þrátt fyrir itrekuð lof- orð félagsmálaráðherra um annað. I áætlun ríkisstjórnarinnar felst að- för að félagslegum íbúðabygg- ingum, því nú eiga kaupendur Happdrætti Þjóðviljans Dregið hefur verið en númerin innsigluð hjá borgarfógeta. Gerið skil sem allra fyrst svo hægt verði að birta vinnings- númerin! Verkamannabústaða að greiða 400 þúsund krónur í stað 200 þúsund króna eins og nú er. Til lágmarks- starfsemi á næsta ári þarf Bygg- ingasjóður verkamanna 700 milljónir króna, það vantar því 300 milljónir uppá að staðið verði við gildandi lög. Þegar frumvarp ríkisstjórnarinn- ar var tekið fyrir í neðri deild í gær, gagnrýndu Jóhanna Sigurðardóttir og Svavar Gestsson harðlega frum- varpið og kváðu einsýnt að um leið og verkefni hins félagslega íbúða- kerfis væru stóraukin væri framlag- ið samtímis stórlækkað og útborg- un kaupenda íbúðanna einnig tvö- földuð. „Aðförin að félagslega íbúða- kerfinu felur í sér algert brot á því fyrirheiti sem verkalýðshreyfing- unni var gefið 1974 um að þriðj- ungur íbúða skyldi byggður á fé- lagslegum grundvelli“, sagði Svav- ar Gestsson. Fyrir Alexander fé- lagsmálaráðherra kvað hann frum- varpið vera átakanlegustu maga- lendingu í samanlagðri sögu svik- inna kosningaloforða. -og & Greiða má með gíró 6572 í aðalbanka Alþýðubankans Laugavegi 31

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.