Þjóðviljinn - 09.12.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.12.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. desember 1983 Svo sem fram hefur komið í fréttum gerðist það á Landsfundi Alþýðubanda- lagsins nú fyrir skömmu að stofnuð voru „Lands- samtök áhugafólks um landbúnaðarmál“. Milli 30 og 40 menn gerðust félagar í samtökunum þegar á Landsfundinum. Við feng- um Steingrím Sigfússon al- þingismann til þess að segja okkur nánar frá þess- um nýstofnuðu samtökum. - Hvernig er háttað uppbygg- ingu samtakanna, Steingrímur? - Við getum sagt að þetta séu laustengd áhugamannasamtök. Við viljum forðast sem mest öll formlegheit, ekki gert þetta að einhverju bákni með mörgum stjórnarstigum. Samtökin spanna að sjálfsögðu um land allt og stjórnin verður skipuð mönnum úr öllum kjördæmum. - Er samtökunum ætlað að vera einhverskonar flokksdeild í Alþýðubandalaginu? - Þessu er best svarað með því að vitna í 2. grein í lögum eða samþykktum samtakanna, en þar segir svo, (lögin eru aðeins fimm greinar): - Félagar eru allt stuðnings- fólk Alþýðubandalagsins, sem áhuga hefur á málefnum land- búnaðarins og óskar að starfa með samtökunum“. Fólk getur stutt Alþýðubandalagið án þess að vera þar flokksbundið. Hins- Upplýsingamiðill og samstarfsvettvangur vegar er ætlast til þess að félagar í samtökunum séu ekki flokks- bundnir anarsstaðar. Gert er ráð fyrir að ýmsir aðil- ar, sem áhuga hafa á landbúnaði, geti komið þarna við sögu. Og samkvæmt þriðju grein laganna skal stjórnin þannig skipuð: Einn fulltrúi kosinn af félögum sam- takanna í hverju kjördæmi. Einn fulltrúi kosinn af félögum sam- takanna hjá rannsóknar- og sér- fræðistofnunum tengdum land- búnaði. Einn fulltrúi frá þing- flokki Alþýðubandalagsins. Einn fulltrúi frá Verkalýðsmálaráði Alþýðubandalagsins. Einn full- trúi frá samtökum neytenda innan Alþýðubandalagsins. Þannig er þetta nú hugsað svona í byrjun a.m.k. Þetta kann nú að sýnast nokk- uð sundurleitur hópur, svona á yfirborðinu. En það, sem á að tengj a þessa hópa saman, er sam- eiginlegur áhugi þeirra á land- búnaðarmálum. Þarna kemur svo auðvitað einnig inn í það fólk, sem á afkomu sína undir úr- vinnslu landbúnaðarafurða. Þetta fólk þarf að ræðast við, kynnast viðhorfum hvers annars, þekkja og skilja sjónarmið hvers annars. Það getur aldrei orðið nema jákvætt því aukin þekking, og kynning eyðir tortryggni og skapar gagnkvæman skilning, sem getur ekki leitt til annars en góðs. Verkefni samtakanna á að vera að starfa að málefnum land- búnaðarins í víðum skilningi og gæta hagsmuna verkafólks, neytenda og bænda, sem við telj- um að í reynd falli í einn og sama farveg. Samtökin eiga ekki hvað síst að miðla upplýsingum inn- byrðis og útávið, vera umræðu- vettvangur og tengja saman það fólk, sem á einn eða annan hátt vill leggja málefninu lið. Þau eiga að vera upplýsingamiðill og sam- starfsvettvangur. Landbúnaðar- menn hafa að þessu verið innan flokksins sem einstaklingar. Nú verða þeir það í gegnum þessi samtök. Ætlunin er ekki sú, að mhg rœðir við Steingrím J. Sigfússon alþingismann um hin nýstofnuðu „Landssamtök áhugafólks um landbúnaðarmál“. skapa eitthvert skipulagningar- bákn trónandi á pappírshrúgaldi. Hugmyndin er að samtökin haldi landsráðstefnu annað hvert ár og eiga allir félagsmenn þar þátttökurétt. Landsráðstefnan fer með æðsta vald í málefnum samtakanna og setur þeim lög. Nauðsynlegt var að setja á laggirnar bráðabirgðastjórn og er hún þannig skipuð: Ríkarð Brynjólfsson, Hvanneyri, Jón Guðjónsson, Flateyri, Guðríður Helgadóttir, Austurhlíð, Þor- grímur Starri Björgvinsson, Garði, Ásdís Gísladóttir, Breið- dalsvík, Gunnar Sverrisson, Hrosshaga, Lovísa Hannesdótt- ir, Kópavogi, Gunnar H. Gunn- arsson, Reykjavík, Stefán H. Sig- fússon, Reykjavík, Jóhannes Gunnarsson, Reykjavík og Steingrímur J. Sigfússon, Gunn- arstöðum. -mhg „Bið ekki um neinn handaþvott fyrir mig“ Þorgrímur Starri: „Og af hverju höfum við eiginlega miklast hér á Vesturlöndum með okkar auðvaldsskipulag, kreppur og allt það farg- an?“ -mhg rœðir við Þorgrím Starra Björgvinsson, bónda í Garði. Þorgrím Starra, bónda í Garöi í Mývatnssveit, er raunar óþarfi að kynna fyrir lesend- um Þjóðviljans, svo oft hefur hann tekið til máls á síðum blaðsins. Þorgrímurersósía- listi „af guðs náð“, kommún- isti, segir hann sjálfur, „og skammast mín ekkert fyrir það“. Undansláttarmaðurer hannenginn, segirmeiningu sína umbúða- og tæpitungu- laust við hvern sem er, ávallt heill í fylgi sínu við þann mál- stað, sem hann telur réttan. Finnur kannski stundum til vorkunnsemi þegar hann sér „svigna stráin kalin", eins og Ólína Jónasdóttir skáldkona sagði, en veit að „það blóm, sem deyr í haust vex aftur í vor“, ef ekki hér þá þar. Og heldur förinni áfram. Það var skömmu eftir að Landsfundi Alþýðubandalagsins lauk á dögunum að Þorgrímur Starri leit hér inn á blaðið, líkt og hann er vanur að gera ef honum þykir taka því á annað borð að ómaka sig hingað til höfuðstaðar- ins. Við tókum tal saman og vik- um fyrst að Landsfundinum. Starfið skiptir mestu - Það er nú þannig, sagði Starri, - að ég hef setið alla lands- fundi Alþýðubandalagsins frá því það var stofnað og alla fulltrúa- ráðsfundi utan einn. Ég á því nokkuð hægt með að bera þessa fundi saman, ef út í þá sálma væri farið, en það er nú ekki meining- in. Líklega hefur þessi fundur núna verið merkilegastur fyrir þær skipulags- og lagabreytingar, sem þar voru samþykktar. Ekki vantaði umræður og ýmsar góðar ályktanir voru samþykktar en það fór bara of langur tími í að ræða skipulagsbreytingarnar, þannig að minni tími gafst til þess að ræða önnur mál, en við því var nú kannski ekki gott að gera. Hinsvegar held ég að skipulag ráði aldrei úrslitum um farnað flokka heldur starfið. Það skiptir alltaf mestu máli. Sé það ekki öflugt og lifandi gildir einu hvaða skipulag við búum til. Ef ég ætti að setja út á ein- hverja ályktun, sem samþykkt var á fundinum þá væri það helst ályktunin um utanríkismálin. Ég hefði t.d. kosið að gerð hefði ver- ið sérstök ályktun um herstöðv- amálið en henni ekki troðið inn í ályktun um utanríkismálin. Her- stöðvamálið er nefnilega ekki síður innan- en utanríkismál. En það er nú kannski ekki von að maður geti alltaf verið ánægður með allt. En það get ég sagt þér, að ástæðan til þess að ég starfa í þessum flokki er m.a. sú, að þar hef ég kynnst svo mörgu gáfuðu og skemmtilegu fólki að ég efast stórlega um að þvílíkt mannval sé finnanlegt í slíkum mæli í nokkr- um öðrum íslenskum stjórnmála- flokki. „Þú mátt hafa það eftir mér“ En ég er svosem ekkert yfir mig hrifinn af öllu því, sem gerist í flokknum mínum. Sem strákur varð ég kommi og er enn og skammast mín ekkert fyrir það. Það væri eitthvað skrítið ef mað- ur skammaðist sín fyrir þá stefnu, sem maður fylgir. Og kommún- isminn heldur sínu gildi. Þú mátt hafa það eftir mér. Ég held að við fáum bæði litlar og litaðar fréttir af því sem gerist í Austur-Evrópu. Við erum mataðir á einhliða áróðri Vestur- landa. Samt finnst mér að þeir sem opin augu og eyru hafa geti ekki haldið því fram að þar eystra sé enginn sósíalismi framkvæmd- ur þótt við samþykkjum engan veginn allt, sem þar gerist. Stjórnarhættir þar eru alls ekki eins og við viljum hafa þá. En þeirsegjaekki allt. Hvað umhag- kerfið? Og af hverju höfum við eiginlega að miklast hér á Vestur- löndum með okkar auðvalds- skipulag, kreppur og allt það fargan? Hér blómstra bankar, verslun og hverskonar brask þó að almenningur sé í andarslitrun- um af efnahagsþrengingum. Er þetta gott og eftirsóknarvert hag- kerfi, búum við hér í einhverjum sérstökum sælureit? Þá held ég að flest sé nú gott. En kannski lagast þetta þegar frjálshyggju- fígúrurnar eru búnar að aflétta banni við fíkniefnasölu, koma upp kátínuhúsuum eins og Björn á Löngumýri kvað hafa orðað það og gera aðrar álíka umbætur í nafni drottins síns og frelsara mis- ter Friedmans? Jú, ætli það ekki. Eystra ríkir þó sósíalískt hag- kerfi, hvað sem öðru líður. Að láta sem svo sé ekki er sjálfs- blekking. Ég set ekki jafnaðar- merki milli USSR og USA, það mega aðrir gera. Og ég endurtek það, að ég vil fá hlutlausar fréttir af mannlífinu þar eystra. Sagt stríð á hendur í stríðslokin Það þýðir ekkert að segja mér það, að eftir reynslu Rússa af síð- ustu styrjöld óski þeir nú eftir annarri, með margfalt geigvæn- legri afleiðingum. Almenningur í Bandaríkjunum þekkir á hinn bóginn ekkert til styrjaldar í eigin landi. Vantrú Rússa á friðarvilja Vesturlanda og tortryggni í þeirra garð er eðlileg. Frá þeim þjóðum hefur Rússum aldrei stafað nema illt eitt. Þeir, sem hafa dvalið þarna eystra finna mjög greinilega fyrir tvennu: Annarsvegar friðarvilja þjóðar- innar og hatri á styrjöldum og hinsvegar tortryggninni í garð Vesturlanda. Rússum var raunverulega sagt stríð á hendur strax í stríðslokin með atómsprengjukastinu á Jap- ani. Tilgangurinn með því glæp- samlega athæfi var ekki sá, að binda enda á styrjöldina, henni mátti hvort eð var þegar heita lokið, heldur vor þær aðvörun til Rússa. Með atómárásinni á Jap- ani voru Bandaríkjamenn að segja við Rússa: Þetta getum við, nú skuluð þið hafa ykkur hæga. En Rússar sáu enga ástæðu til þess að taka við fyrirskipunum frá Bandaríkjunum og nú eru báðir, og bráðum allir, komnir með atómsprengjur. í þessu ljósi verðum við að skoða ástandið í Rússlandi. Rúss- ar þekkja nefnilega ekkert nema það versta frá Vesturlöndunum. Þegar í byrjun reyndu þau að kæfa byltinguna í blóði en tókst ekki. Á millistríðsárunum, frá 1918 til 1939, beindist allur þeirra áróður gegn Rússum. Þau mögnuðu upp nasismann og dekruðu við hann til þess svo að siga honum á Rússa. En þágerð- ist gamla sagan: Sá, sem vakti upp drauginn, réði ekki við hann og hann tók að ógna skapara sín- um. Þannig hefur sama andlitið snúið að Sovétríkjunum alla tíð! Auðvaldspressa og skoðanamyndun Við gumum af lýðræðinu á ís- landi. Hér megi allir tala og skrifa eins og þá lysti (ætli það leifi nú af því?), en hér er ekki efnahags- legt Iýðræði. Ogsvo öryggisleysið um öll efnahagsleg og félagsleg mannréttindi, sem aldrei hefur talað skýrara máli en nú seinustu mánuðina. Og hvað er það, sem hér ræður öðru fremur skoðan- amynduninni? Það er peninga- valdið, það er auðvaldspressan hér heima og annarsstaðar. Við höfum ekki fjármagn til þess að láta rödd okkar heyrast í öllu á- róðursskvaldrinu. Þessvegna fær almenningur því nær allar fréttir frá auðvaldspressunni og áhang- endum hennar.'Og megin uppi- staðan í öllum þessum áróðri er lofsöngur um auðvaldsóskapnað- inn og óhróður um Rússa og sósí- alismann. Ég er sannast sagna ekki óhræddur um að við sósíalistar séum að litast af og svigna undan þessum Iátlausa áróðri auðvalds- fjölmiðlanna. En sem gamall kommi þá er ég ekki að biðja um neinn handaþvott fyrir mig. Þungamiðjan í þessu öllu er að gera sér grein fyrir því hvaða ábyrgð Vesturveldin bera á ást- andinu í Rússlandi og vígbúnað- arkapphlaupinu í veröldinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.