Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 14. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Nýjasta yfirlýsing ríkisstjórnarinnar Enn frekari kjaraskerðing Ríkisstjórnin boðaði í gær enn frekari launa- skerðingu á næsta ári en áður var boðuð í fjárlaga- frumvarpi. Telur ríkis- stjórnin nú aðeins svigrúm til 2-4 % launahækkunar á næsta ári, en í fjárlaga- frumvarpinu var boðuð 4- 6% launahækkun. Á sama tíma ráðgera stjórnvöld að verðbólgan verði um 20%. Fyrir aðeins viku síðan lagði fjár- málaráðherra fram frumvarp um tekjuskatt og eignarskatt fyrir næsta ár þar sem gert er ráð fyrir mun meiri kauphækkunum en upp- haflega var gert ráð fyrir í fjárlag- afrumvarpi sama ráðherra. Nú þykir umræddum ráðherra og starfsbræðrum hans hins vegar sýnt að upphaflega talan í fjárlag- afrumvarpinu, sem var of lág í síð- ustu viku, sé orðin allt of há. Er hugsanlegu þorskleysi á næsta ári borið við, en upplýsingar fiskifræð- inga um stöðu þorskstofnsins og til- lögur um veiði á næsta ári lágu fyrir í byrjun síðasta mánaðar. -4g. Áfengisauglýsingar og gróðakerfi umboðsmanna ÁTVR „Sendum málin til ríkissaksóknara4 4 segir Ingimar Sigurðsson ráðuneytisstjóri „Ég vil taka það fram að stjórnvöld líða ekki aðgerðarlaust að þessi lög séu brotin og í þeim tilvikum sem við fáum ábendingar um brot á banni við áfengisauglýs- ingum könnum við málið og send- um síðan ríkissaksóknara,“ sagði Ingimar Sigurðsson ráðuneytis- stjóri í hcilbrigðisráðuneytinu í viðtali við Þjóðviljann í gær. „Slík mál koma alltaf öðru hvoru inná okkar borð og við viljum leggja okkar af mörkum til að lög verði haldin. Auglýsingabannið nær bæði til beinna og óbeinna auglýsinga. Við sendum slík mál rétta boðleið til ríkissaksóknara. Nú nýverið hefur farið þangað mál um áfengisauglýsingu í vörukynn- ingarpésa en mér er ekki kunnugt um hvar það mál er statt“, sagði Ingimar Sigurðsson. -óg Fólk í biðröð í áfengisverslun áður en verðlagningin sem hvetur til samkeppni framleiðenda og umboðs- manna gekk í gildi. (Ljósm. - Magnús). Þórður Björnsson ríkissaksóknari___ Liggur ekki ljóst fyrir hvað er áfengisauglýsing - Það liggur ekki Ijóst fyrir í lögum hvað eru áfengisauglýsingar og það liggur enginn dómur um þetta mál, sagði Þórður Björnsson ríkissaksóknari í viðtali við Þjóð- viljann í gær um meintar áfengis- auglýsingar. Þórður benti m.a. á misræmi í lögum og reglugerðum. Hefur embætti þitt fengið mörg slík mál er varða brot á auglýsinga- banni og hvers konar meðhöndlun hafa þau fengið? - Það hafa komið til mín skrif - og verið vakin athygli á meintum brotum. Það er spurning um það hvað er auglýsing og hvað er kynn- ing. I stuttu máli er það svo að við höfum ekki farið af stað með kröfu um opinbera rannsókn út af þeim upplýsingum og prentuðu máli sem vakin hefur verið athygli okkar á. Þannig að við höfum ekki hafist handa um opinbera rannsókn út af ætluðum brotum gegn auglýsing- um á áfengi. Kveða lögin þá ekki nógu skýrt á um hvað sé auglýsing og hvað kynning? - Ja, það er dálítið örðugt að segja til um þetta. Sem sagt áfeng- isauglýsingar eru ekki leyfðar sam- kvæmt áfengislögum. Síðan er ný- komin reglugerð, þar sem talað er um kynningu á áfengi. Þá er spurn- ingin um það hvort þessi reglugerð fer ekki út fyrir áfengislögin. Og síðan er spurning hvað er auglýsing og hvað kynning eða upplýsing. Þannig að það er ekkert bannað að ræða og vekja athygli á áfengi. Og vandkvæðin eru og þau að hér streyma inn Time, Spiegel og fl. með allar þessar áfengisauglýsing- ar hreint og beint á bakhliðinni. íslensk lög ná varla yfír nema ís- lenska framleiðslu? - Nei, það er rétt. Það hefur verið vakin athygli okkar á þessu af ofstækismönnum og við höfum ekki gert neitt frekar í því og það má deila um það hvað er áfengis- auglýsing og hvað ekki áfengisaug- lýsing. Þetta liggur ekki ljóst fyrir í lögum og heldur ekki hvernig ber að skilja áfengisauglýsingar. Þann- ig að það er enginn dómur til um þetta og það er engin ákæra til um þetta. Hins vegar vitum við af þessu, en við höfum ekki viljað standa að ákæru fyrir það sem legið hefur fyrir okkur, sagði Þórður Björnsson ríkissaksóknari. -óg Sigurður Tómasson umboðsmaður Biðst undan því að nefna tekjur Jón Kjartansson forstjóri Á TVR: Sama kerfi hér og á Norfiurlöndum - Ég held ég verði að biðjast undan því, sagði Sigurður Tómas- son umboðsmaður áfengistegunda er blaðið spurði hann um tekjur af umboðsmennsku. Sigurður kvaðst hafa lengi sinnt umboðsstörfum. Honum leist vel á nýjustu ákvörðun ríkisstjórnar um verðlagningu á áfengi, af því þá kæmi sannvirði fram og ýtt væri undir samkeppni. - Þú ert með umboð fyrir marg- ar víntegundir? - Já, það er rétt, ég er með nokkrar tegundir. - Geturðu nokkuð sagt hvað þú græðir á hverju ári? - Ja, ég veit það nú ekki. Það er svo misjafnt á ári, því það hækkar alltaf í íslenskum krónum. - En hve mikið í prósentum af söluverði framleiðandanna? - Það er nú líka dálítið misjafnt, - frá 5% til 10% eftir merkjum. - Gætirðu giskað á árstekjur þínar nú í ár af umboðsmennsku? - Ég held ég verði að biðjast undan því, - svona við opinbert blað. Þetta er að vísu ekkert leyndarmál, því þetta kemur fram á skattskýrslunni minni, ég get ekki nefnt neinar tölur eins og þú skilur. - Hvernig líst þér á að þetta kerfi verði fellt niður? - Ég veit það nú ekki. Ég hef ekkert hugsað út í það, ekki nokk- urn skapaðan hlut. Maður getur ekkert verið að hugsa út í svona þar sem ríkið ræður. Ég held að það sem ríkið var að gera núna sé nokk- uð gott. Það ýtir undir samkeppni- sagði Sigurður Tómasson -óg „Umboðsmannakerfi ÁTVR var tekið upp áður en ég réðst til starfa sem forstjóri ÁTVR. Það hefur lengi verið til siðs að hafa umboðs- menn fyrir áfengistegundir og ég minni á að t.d. á Norðurlöndunum er sama kerfi og hér“, sagði Jón Kjartansson forstjóri ÁTVR í sam- tali við Þjóðviljann í gær vegna skrifa blaðsins um umboðsaðila fyrir erlendar víntegundir. „Það getur komið sér vel að hafa umboðsmenn þegar áfengið sem við fáum reynist gallað. Þá kemur til kasta umboðsmannsins, hann verður að gera sínar athugasemdir og leita lagfæringa. Við höfum fengið hingað gallað rauðvín, vatnsblandað vodka frá Bandaríkj- unum o.s.frv. Hvað varðar þær pantanir sem ég geri á áfengi, þá er ljóst að einhver verður að taka á- kvarðanir um slíkt. Ég legg þá til hliðsjónar verð og verðtilboð“. Það hefur vakið athygli að venslamenn þínir standa fyrir inn- flutningi á áfengi. Er það eðlilegt? „Ég býst við að hér sé átt við mág minn sem með öðru flytur inn til- teknar áfengistegundir. Ég vil taka það frarn að hann var byrjaður á þessum innflutningi áður en ég réðst hingað og ég hef hvorki látið hann gjalda þess né njóta að ég sit í þessum stól“. Eru framleiðendur á móti því að umboðsmannakerfið verði lagt niður? „Já, þeir eru á móti því. Og verði það lagt niður býður það þeirri hættu heim að hægt verði að fara í kringum þessa hluti með ýmsum hætti. Ég vil taka það fram í sam- bandi við þennan feiknaágóða, sem menn eiga að hafa af innflutn- ingi á áfengi, að skattayfirvöld hafa aðstæður til þess að fylgjast ná- kvæmlega með því sem inn kemur og út fer“. Umboðsmannakerfið virðist leiða til óbeinna auglýsinga með ýmsum hætti og er það þvert á upp- hafleg markmið þessarar ríkis- einkasölu sem var sett á laggirnar til að koma í veg fyrir að einkaaðil- ar hagnist á sölu áfengis. Hvað hef- ur ÁTVR gert til að hindra beina og óbeina auglýsingastarfsemi? „Ég get fullyrt að ég hef gert allt sem í mínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir þessar óbeinu auglýsingar, sem því miður hafa ekki verið burtrækar gerðar. Hing- að hafa komið bæði öskubakkar og könnur með vörumerkjum ákveð- inna víntegunda og ég hef látið keyra þetta beint á haugana. Ég hef alla tíð lagt áherslu á að kaupa beint og umboðsaðilarnir hafa eng- in áhrif á verðmyndun á áfengi". Hver er hlutur þeirra víntegunda sem ÁTVR flytur inn milliliða- laust? „Það eru sárafáar tegundir. “. -hól. Saksóknari vefengir skýrslu RLR um „Skaftamálið“ Krefst dóms- rannsóknar Ríkissaksóknari hefur krafist dómsrannsóknar fyrir Sakadómi Reykjavíkur vegna kæru Skafta Jónssonar á hendur þrem lög- reglumönnum þar scm hann gef- ur þeim að sök að hafa beitt sig harðræði og valdið sér áverkum. „Lögmaður kærenda hefur gert athugasemd við rannsókn RLR á málinu og fréttatilkynn- ingu sama embættis sem send var fjölmiðlum í síðustu viku. Dómsrannsóknar er því krafist til að treysta rannsókn málsins enn frekar. Það er orðið sjaldgæft nú- orðið að mál fái þessa meðferð, en þessi gangur mála á sér þó heimild í réttarfarslögum," sagði Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari við Þjóðviljann í gær. Enn hefur ekkert verið ákveð- ið um það hvenær mál Skafta kemur til kasta Sakadóms en að lokinni meðferð fer það aftur til embættis ríkissaksóknara til á- kvörðunar um frekari meðferð. - hól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.