Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. desember 1983
Björg Árnadóttir, ein úr kórnum,
gerði þessa mynd á síðasta starfsári
í tilefni af hljómleikum.
Hjálmar H. Ragnarsson, sem stjórnað hefur kórnum sl. 3 ár við góðan
orðstír, og Árni Harðarson sem tók við kórnum í haust, en hann er
nýkominn frá námi í London. - Ljósm.: Magnús.
Á æfíngu. Myndin er tekin fyrir nokkrum árum.
Háskólakórinn hefur á síöari
árum vakið æ meiri athygli og
er hiklaust oröinn einn af bestu
kórum landsins. Nú ídesember
er kórinn 10 ára gamall og fagn-
ar m.a. þessum tímamótum
meö því að gefa út hljómplötu
en á henni eru hljóðritaniraf
söng kórsins undirstjórn
HjálmarsH. Ragnarssonar.
Á síðari árum og þá einkum
undir stjórn Hjálmars hefur kórinn
í æ ríkari mæli orðið eins konar
tilraunakór fyrir ný íslensk verk og
hafa ýmis leiðandi íslensk tónskáld
landsins samið fjölda tónverka
fyrir hann. Á blaðamannafundi í
tilefni af afmælinu sagði Hjálmar
H. Ragnarsson að háskólakór
þyrfti að vera eins og vísindastofn-
un og vitnaði þar til orða Jóns Ás-
geirssonar tónskálds.
Á nýju plötunni eru ný verk eftir
þá Jónas Tómasson og Hjálmar H.
Ragnarsson og voru upptökurnar
gerðar í Háskólabíói og Fossvogs-
kirkju á vegum ríkisútvarpsins.
Skurður og pressun voru gerð af
hinu þekkta fyrirtæki TELDEG en
það þykir einna fremst á sínu sviði
um þessar mundir. Helga Stefáns-
dóttir sá um hönnun kápu og texta-
blöðungs.
Á fyrri hlið plötunnar er Kantata
IV - Mansöngvar eftir Jónas Tóm-
asson, tónskáld á ísafirði. Hann
samdi þetta verk árið 1981 að
beiðni Háskólakórsins, en Man-
söngvarnir voru frumfluttir á tón-
leikum Musica Nova sama ár. Árið
1982 var hljóðritunin af Kantötu
IV valin sem framlag íslands til Ab
þjóðlega tónskáldaþingsins sem
haldið er árlega í París á vegum
Sameinuðu þjóðanna. Hefur verk-
Háskólakórinn 10 ára
Gefur út hljóm-
plötu í tilefni
af afmœlinu
ið verið flutt víða um lönd í kjölfar
þess.
Kantata IV er samin við Ijóða-
flokkinn Manvísur eftir Hannes
Pétursson. Verkið er í sextán stutt-
um þáttum, tólf eru lög við Manvís-
ur Hannesar en hinir fjórir milli-
spil. Með kórnum leikur lítil kam-
mersveit, skipuð þeim Michael
Sheldon, fiðluleikara, Nóru
Kornblueh sellóleikara, Óskari
Ingólfssyni klarinettuleikara og
Snorra Sigfúsi Birgissyni sem
Ieikur á píanó.
Á seinni hlið hljómplötunnar
eru tónverkin Tveir söngvar um
ástina og Canto, bæði eftir Hjálmar
H. Ragnarsson.
Tveir söngvar um ástina voru
skrifaðir í byrjun þessa árs fyrir
Háskólakórinn, sem flutti þau
ásamt öðrum nýjum, íslenskum
tónsmíðum á tónleikum sínum í
Reykjavík og víða um Sovétríkin á
söngferð sinni í marsmánuði síð-
astliðnum. Ljóðin við bæði lögin
eru eftir Stefán Hörð Grímsson,
fengin úr ljóðabók hans Svartálfa-
dans.
Hjálmar samdi Canto sumarið
og haustið 1982 um það leyti sem
daglega bárust fréttir af hörmung-
um og neyð manna í Líbanon og
ber Canto þess glögg merki. Kór-
inn frumflutti verkið á sérstökum
tónleikum með verkum Hjálmars í
desember 1982.
Canto er samið fyrir þrjá sjálf-
stæða kóra, sem hver um sig skipt-
íst í átta raddir. Þegar verkið er
flutt standa kórarnir þrír aðskildir
og er hreyfing hljóðs í rúmi þannig
mikilvægur þáttur þess. Með verk-
inu er leikið á hljóðgerfil. Pórir Kr.
Þórðarson, prófessor í guðfræði
við Háskóla íslands, valdi saman
texta úr ýmsum bókum Gamla test-
amentisins í samræmi við hug-
myndir tónskáldsins.
Háskólakórinn á upphaf sitt að
rekja til haustsins 1972 þegar hóp-
ur stúdenta við Háskóla Islands hóf
reglulegar söngæfingar. Þessi hóp-
ur nefndi sig Blandaða Háskóla-
kórinn. Vorið 1973 var Rut Magn-
ússon söngkona ráðin til að stýra
söng kórsins og var hún óslitið
stjórnandi hans til haustsins 1980
þegar Hjálmar H. Ragnarsson tók
við. Af honum tók við tónsprotan-
um í haust Árni Harðarson, en
hann hefur undanfarin ár stundað
nám í píanóleik og tónsmíðum í
London og er nýkominn þaðan.
Hann lauk prófi frá Tónlistarskól-
anum í Kópavogi 1976.
Háskólakórinn hélt sína fyrstu
opinberu tónleika á jólaföstu 1973
og flutti þá verkið A Ceremony Of
Carols eftir Benjamin Britten.
Þessir tónleikar voru í Félagsstofn-
un stúdenta við Hringbraut, enda
hefur þar löngum verið helsta at-
hvarf kórsins til æfinga og hljóm-
Ieikahalds. Síðan þá hefur kórinn
haldið fjölda tónleika í Reykjavík,
en auk þess farið í söngferðir um
Suðurland (1977), til Austfjarða
(1980) og Vestfjarða (1981). Árið
1977 var fyrst haldið út fyrir lands-
steinana og þá farið til Skotlands.
Tveimur árum síðar fór kórinn um
Norðurlönd, 1982 til helstu borga á
frlandi. Síðasta söngferðin var til
Sovétríkjanna í mars 1983 og hélt
kórinn þá tónleika í Moskvu, Kiev,
Tallinn og Leningrad með alís-
lenska, nýja söngskrá.
Söngur Háskólakórsins hefur
verið fastur liður í ýmsum hátíða-
höldum stúdenta og Háskóla ís-
lands og nú hefur kórinn sungið við
hámessu á jólanótt í Landakots-
kirkju í mörg ár. Þá hefur kórinn
komið fram við ýmis tækifæri, m.a.
frumflutt verk á tónleikum Musica
Nova og sungið með Sinfóníu-
hljómsveit íslands. Einnig hefur
hann sungið í útvarp og sjónvarp
bæði hér á landi og erlendis. -GFr
Vaengjasláttur í þakrennum
Út er komin ný skáldsaga eftir
Einar Má Guðmundsson og heitir
hún Vængjasláttur í þakrennum.
Þetta er fjórða bók Einars, en
hann hefur áður sent frá sér tvær
ljóðabækur og svo skáldsöguna
Riddara hringstigans, sem vakti
mikla athygli í fyrra og hlaut fyrstu
verðlaun í bókmenntasamkeppni
Almenna bókafélagsins. Önnur
ljóðabókin hefur verið þýdd á
dönsku og hlaut þar góða dóma, og
nú er verið að þýða Riddarana og
munu þeir koma út í Danmörku.
Um Vængjaslátt í þakrennum
segir svo í forlagskynningu:
„Hún er ólík öllum öðrum ís-
lenskum skáldsögum, og þó svo
kunnugleg, og auk þess er hún létt
og gáskafull. Hún er kunnugleg af
því að hún segir frá því sem við
höfum sífellt í kringum okkur, létt-
leika sinn fær hún frá fólkinu sem
hún fjallar um, gáskinn liggur í
stílnum. Kannski er hún líka dálítið
háðsk.
Hver og einn sem les þessa bók
um drengina í Reykjavík, dúfna-
söfnun þeirra, hársöfnun og lífs-
baráttu, mun una sér vel við lestur-
inn. Og svo ætti hver lesandi að
dæma söguna eftir eigin höfði því
að hún býður augsýnilega upp á
fleiri en eina túlkun - eins og allar
góðar skáldsögur“.
Vængjasláttur í þakrennum er
190 bls. að stærð. Kápumyndin er
mjög sérkennileg og er hún gerð af
Steingrími Ey fj örð Kristmundssyni.
Bókin er sett, prentuð og bundin
í Odda.
Um Þórðar gleði
°g þegna hans
Grein þessi, sem birtist í blaðinu
í gær, er hér endurbirt vegna þess
að dálkar víxluðust í henni. Er
9563-3005 beðinn velvirðingar á
því. - Ritstj.
Ábyrgðartilfinning og siðferðis-
styrkur eru sjaldgæf orðin á síðum
dagblaðanna hér um slóðir og nú
um stundir. Það er því full ástæða
til að líta upp og horfa yfir sviðið
þegar siðferðilega ábyrgur höfund-
ur grípur loksins til pennans. Dokt-
or Eysteinn Sigurðsson ritar um
Spegilmálið af þunga og einurð í
Sunnudagsblað Þjóðviljans 11.
þ.m. Bendir þar alveg réttilega á
þann voðavérknað sem Spegillinn
fremur með því að birta á útsíðu
tælandi mynd af manni sem býst til
að sneiða af sér skaufann. Hefðu
þeir stúkubræður: Þórður, Bjarni
og Eyst-einn ekki kæft þetta
glæfraspil f fæðingu má telja víst að
karlpeningur þjóðarinnar hefði
tekið þetta eftir og gengi nú ball-
stýfður um. Hvað hefði jafnréttis-
ráð þá sagt? Hver væri framtíð
þjóðarinnar með slíku háttalagi?
Það er einnig rétt sem doktorinn
segir að ballhengingar munu ekki
höfða eins vel til íslendinga og
skaufastýfingin gerir. Má í því sam-
bandi vitna til þjóðsagna vorra þar-
sem dæmi eru nokkur um frásagnir
af því að menn risti undan sér,
jafnvel láti færa unnustunni heila
móverkið á silfurfati. Þykist ég
mega treysta því að þeir stúku-
bræður láti nú ekki mikið vatn
renna til sjávar áðuren þeir hafi
líka gert upptæk þjóðsagnasöfn
þau sem greina frá þvílíku háskaat-
hæfi. Og það er líka fleira sem
þessu fylgir. Hver man ekki vísuna
gömlu?
Skopi meður skipast veður
skini eður loptin syrtast,
en Þórðargleði erþað sem skeður
þegar reðurmyndir birtast.
Skáldið bendir okkur á það að
grínið í samfélagínu verður að láta
sér lynda ýmis veður. Allir gagn-
fræðingar, flestir stúdentar og
sumir norrænufræðingar ættu líka
að vita hvað Þórðargleði er. Það er
ógeðslegt fyrirbæri sem felst í því
að hlakka yfir óförum annarra (en
ekki hugarfar saksóknara einsog
margir hafa í seinnitíð verið að
skýra þessa gömlu vísu). Það má
semsé reikna með því sem vísu að
þeir fáu sem ekki skáru undan sér
strax eftir lestur þessa sorafengna
blaðs hefðu fyllst af Þórðargleði
yfirhrakförum hinna. Það er önnur
ástæða til að banna þetta blað.
Þeim stúkubræðrum verður því
seint fullþakkað hvernig þeir hafa
staðið á verðinum. Einkum munu
þeir eiga vísan hlýhug kvenþjóðar-
innar.
En varla trúi ég því að þeir
stúkubræður láti hér staðar numið.
Hugsjón þeirra er mikil og vilji
þeirra einarður, vald þeirra
óskorað. Því ættu slíkir hugsjóna-
jöfrar að staðnæmast við hálfklár-
að verk? Eða hafa þeir ekki gert sér
grein fyrir háskanum sem þjóðinni
daglega stafar af þessum sífelldu
jarðarfararauglýsingum? Öll blöð
eru full af þessu, Morgunblaðið þó
langverst. Sannanir vantar heldur
<r. Eysteinn Sigurðsson
m. tilefni af þvi að ég var ulkallað- fundisi hann hcklui viðia-ðugóðui
W; að vera einn þriggja dðmara í og þægik-gur i uingcngm I g vcil
ppegilsmálinu hafa mér venð valin ekki beldur iil þesv að h.iim It.ilj
lýmislcg heldur oviðurkvæmileg gerl mcr neill. hvorki 111 ills ne
ummxli í hlóðum M.a var eg gððv I dömvtarfinu hafði eg þew
nefndur varðhundur kerfisins hcr i vegna enga usta-öu lil þessað levn.i
Þjóðviljanum fyrir skommu fig að klekkja a honum
(má þvi kannski réll aðcins fá að f:g var lilkallaður i doniuui sem
|bera hönd fyrir hofuð mér iH'ikmcnnialræðingur llluiverk
Þar vil ég fyrsl laka fram aðéger mill var þvi oðru fremur að leggja
rfflega milkunnugur Úlfari Þor- fagurfræðilegl mai a Spegilinn
ktöðssyni og hcf ekkerl nema goll Niðurslaða min var að nnð væri
fcpkþju kvnni að segja. Mér hefur salira eða háösádeila og að ákarr-
• in.i illi li . t . .1,1.1
Mið svo netnda guðlast i ruinu ------------------------------------
V.ii i laun ekki lasl um guð ulmalt Kysltlnn Sigurðsson: Kom aldrrM
Ugan Þ.II v,ii um aö r.eða kæru s'° mikið vem til lals að efna |
fyrn bmi a grein t hegningarlogum hnskosi lil þess að kynda undiri
þar sem segir að ..hver sem opm Úlfari Þormóðssyni. J
berlega dregur.dar að eða sman
Iruarkcnnmgar cða guðsdýrki
loglcgs truarbragðafélags.
ekki í því máli. Tölfræðingar hafa
löngum reiknað það út að samræmi
er greinilegt milli þessara dánar-
auglýsinga og dauðsfalla almennt.
Því fleiri dánarauglýsingar sem
birtast þeimmun fleiri deyja. Þetta
verður ekki hrakið fremuren línu-
ritin um það að fólk deyi þeim mun
tíðar úr hjartakveisu sem það lætur
ofaní sig meira af einhverju.
Enda hverjum hugsandi manni
náttúrlega ljóst að texti einsog:
sonur minn, tengdafaðir og afi lést
á gjörgæsludeild Landakotsspítala
er ekkert sem hafandi er fyrir bráð-
lifandi þjóð löngu eftir að statistík
hefur sannað svo ekki verður um
villst að hinir taka þetta eftir og
deyja líka.
Það er í sjálfu sér lítils virði að
koma í veg fyrir ballstýfingar og
skaufahengingar meðan það við-
gengst að auglýsa jafn hroðalegt at-
hæfi og dauðann til þess eins að
aðrir hafi þetta eftir.
Margt er náttúrlega óhollt aug-
lýst í blöðunum fleira en dauði og
geldingar. Þar má sjá auglýsta bíla
sem margan hafa skaðað, einbýlis-
hús, banvænar hávaðagræjur, stór-
háskalegar brauðristar, Stjörnu-
stríðsleikföng, rammslæga grað-
fola, ritvélar (sem vel mætti skrifa á
stórháskalegt klám),Tommaborg-
ara, ævisögur stjórnmálamanna,
skíði og bindingar, ginseng og
hlutabréf ríkisins í gjaldþrota fyrir-
tækjum.
Væri ekki ráð að banna þetta
alltsaman (með einu pennastriki)
og stöðva barasta alla blaða- og
tímaritaútgáfu á íslandi.
Þá væri hugsjón Stúkubræð-
ranna orðin að veruleika og Himn-
aríki í nánd með Eilífu lífi Einstakl-
ingsins, kyrrð og friði allstaðar -.
undir krossi hins blessaða klám-
leysis.
Eða hvað?
9563-3005