Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. desember 1983 UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglysingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setníng: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Engir peningar en meiri lán í vor lofuðu stjórnarflokkarnir 80% lánum til fólks sem er að koma yfir sig húsnæði. í sumar lækkuðu þeir flugið og töluðu um 50% af kostnaðarverði staðalíbúð- ar. Flestir létu sér það lynda því það gat þýtt um milljón krónur í lán til langs tíma. Og nú loks í jóíamánuðinum magalenda svo stjórnarflokkarnir á Alþingi með frum- varpi um 30% lán af staðalíbúð. í frumvarpinu um húsnæðismálin er aðförin að verkamannabústöðum þó alvarlegasta atriðið. Það eru lögð stóraukin verkefni á Byggingarsjóð verkamanna um leið og tekjupóstar hans eru stórlega skertir. Það er verið að búa þannig um hnúta að allar nýframkvæmdir við verkamannabústaði stöðvist innan tíðar. Bygging- arsjóði verkamanna er ætlað að veita fé til kaupleiguí- búða og standa undir endursölu fleiri hundruð íbúða sem hafa ekki áður tilheyrt verkamannabústaðakerf- inu. Á sama tíma og starfsáætlun Byggingarsjóðs verkamanna gerir ráð fyrir 700 milljónum króna þá verður ekki annað ráðið af húsnæðisfrumvarpinu og lánsfjáráætlun en að hann fái 400 milljónir. Sú stefna sem fram kemur í frumvarpi félags- málaráðherra, að kaupendur verkamannabústaða verði sjálfir að fjármagna 20% kostnaðar, það þýðir í mörgum tilfellum að í stað þess að eigið framlag í byrjun verði 200 þúsund krónur þá verður það 400' þúsund krónur, eða rúmlega tvöföld árslaun verka- manns. Þetta hefur það einfaldlega í för með sér að verið er að ýta þeim út úr verkamannabústöðum sem allra verst hafa kjörin, en þá tapar stór hópur eina möguleika sínum til þess að eignast viðunandi húsnæði. í húsnæðisfrumvarpinu er lagt til að ákvörðun um vexti af húsnæðislánum verði færð til ríkisstjórnar og Seðlaþanka. Það vekur grunsemdir um að stefnt sé á hækkun vaxtanna með þeim afleiðingum að greiðslu- byrði lánanna muni stórlega aukast og verði oft um 30-35% af dagvinnutekjum láglaunafólks. Vextina þarf að lögbinda og setja ákvæði um að greiðslubyrði miðist að einhverju leyti við tekjur fólks. Eins og forráðamenn Búseta, hins nýja húsnæðis- samvinnufélags, hafa bent á er engin lausn í því fólgin að vísa þeim hópi á Byggingarsjóð verkamanna án þess að séð verði fyrir fjármögnun þeirra íbúða sem bætast við. Það er ekki gert í hugmyndum stjórnarflokkanna. Formannaráðstefna Alþýðusambands íslands hefur harðlega mótmælt þeim atriðum í húsnæðisfrumvarp- inu, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni, og telur að þau vegi að láglaunafólki sérstaklega. Stjórnarstefnan í húsnæðismálum hefur verið fólgin í því að lofa því að hækka og lengja lán, en vísa um leið á það að engir peningar séu til og verði ekki veitt til húsnæðislána. Á einhverjum hlýtur slík stefna að bitna, og það er ljóst af húsnæðisfrumvarpinu að láglaunafólkið verður fyrst og fremst fyrir barðinu á henni. Skattafals stjórnarinnar Ríkisstjórnin upphófst ásamt ríkisfjölmiðlunum með það að hér væri skattalækkun í vændum á næsta ári. Svo rækilega hefur þetta verið rekið ofan í ráðherrana og stjórnarflokkana, að tveimur vikum eftir að frumvarp um tekju- og eignaskatt var lagt fram af fjármálaráð- herra treystir enginn sér til þess að halda öðru fram en það feli í sér verulega aukna skattbyrði fyrir þorra launafólks á næsta ári. Stjórnarþingmenn segja nú að ekki sé hægt að samþykkja það vegna þess að það leggi alltof þungar byrðar á skattgreiðendur. Alþýðubanda- lagsmenn á þingi og hagfræðingar ASÍ áttu stærstan þátt í því að fletta ofan af falsáróðri stjórnarliða um skattana. Hinir síðarnefndu sitja nú uppi með sárt enni. -ekh klippt Press Journalism Under Fire A growing perception of arrogance threatens the American press Rannsóknar- blaðamennska Það er ekki langt síðan að rannsóknarblaðamennska var einskonar samnefnari fyrir hetju- skap í nútímanum og baráttu fyrir sannleika og réttlæti. Þetta var á þeim árum þegar ýmsir blaða- menn í Bandaríkjunum náðu eft- irminnilegum árangri bæði í glímu sinni við herstjóra sem vildu fá að ráða því hvað birtist og hvað birtist ekki um stríðið í Víet- nam - og endaði með frægum uppljóstrunum Watergatemáls- ins sem hröktu Nixon forseta úr embætti. Blaðamannaskólar bandarísk- ir fylltust af fólki sem vænti sér frægðar og frama á fjölmiðlavett- vangi og öldur rannsóknarblaða- tísku fóru víða um heim. Traust þverrandi Nú er ástandið allt annað, eins og nýlega var rakið í bandaríska vikuritinu Time. Þar kemur m.a. fram, að árið 1976 hafði um þriðj- ungur Bandaríkjamanna „mikið traust á blöðunum“, en nú er svo komið að þeir sem þetta álit hafa eru aðeins 13.7% þeirra sem spurðir eru. Blaðamenn eru ó- spart sakaðir um falsanir, hroka og tillitsleysi við einkalíf fólks. Almenn tilhneiging til að ná sér niðri á blaðamönnum kemur m.a. fram í því, að síðan 1976 hafa blaðamenn tapað flestum meiðyrðamálum sem gegn þeim hafa verið höfðuð í Bandaríkjun- um (um 85% meiriháttar mála) en þetta hlutfall mun hafa verið allt annað fyrr. Og Reaganstjórnin hefur ber- sýnilega kunnað að notfæra sér vaxandi óvinsældir fréttamanna. Til dæmis var komið í veg fyrir að blaðamenn gætu fylgst með innrásinni á Grenada, og hvað sem blöðin höfðu hátt um að þar með væri verið að meina fólki að fylgjast með því sem gerðist - þá hlutu þær umkvartanir lítinn stuðning. Áföll af ýmsu tagi Ástæðurnar fyrir þessari þróun mála í Bandaríkjunum eru marg- ar og ýmsar þeirra tengdar sér- einkennum bandarískum eða tíð- indum sem hafa vakið mikla at- hygli þar í landi. Til dæmis var það mikið áfall fyrir stórblað eins og Washington Post þegar upp komst, að starfsmaður blaðsins, Janet Cooke, hafði logið upp sögu átta ára eiturlyfjaneytanda í höfuðstaðnum, sem hún hafði fengið Pulitzerverðlaun fyrir. En það dæmi var eitt af nokkrum sem minna á það, að hin grimma samkeppni í bandarískum fjöl- miðlaheimi hefur oftar en ekki freistað manna til þess að láta sanleikskröfur lönd og leið - bara ef þeir gætu af ýmsum máluin, einatt erfiðum og viðkvæmum, grætt stöðuframa og peninga. Annað veigamikið atriði í þessu sambandi er sú frekja sem blaðamenn sýna einkalífi fólks í sambandi við slys, morð, hneykslismál og annað. Einna mest verða menn varir við þetta af sjónvarpi, en þar er átroðsla fréttamanna partur af sjálfum fréttaflutningnum (og því ekki að undra, að samkvæmt fyrrnefndri skoðanakönnun hafa menn enn minna álit á sjónvarpi en blöðun- um bandarísku). Eða eins og einn lögfræðingur segir: „Blöðin fást við sölumennsku og góð verk seljast illa. Það sem selst er ótti og glæpir og svik“. En hvað sem bandarískri sér- stöðu líður er þessi þróun fróðleg fyrir alla - svo mjög sem menn hafa haft tilhneigingu til að dep- endera af bandarískum siðum í fjölmiðlum hér á landi sem ann- arsstaðar. Og svo þingið! Eitt mætti þó verða nokkur huggun þeim sem kynnu að hafa áhyggjur af lágu gengi fjölmiðla í voldugasta ríki heims. Hún er sú, að þeir eru þó enn nokkru fleiri sem hafa trú á blöðum en þeir eru sem t.d. hafa trú á háttsettum embættismönnum stjórnvalda (13.3%). Og enn færri eru þeir sem hafa verulega trú á banda- ríska þinginu - þeir eru aðeins 10.2% af þeim sem spurðir eru. Helst virðist bandarískur al- menningur treysta læknum. Rösklega helmingur þeirra sem spurðir eru bera enn mikið traust til þeirra. - áb. og skorið Geir kaupmaður í Verslunartíðindum, mál- gagni Kaupmannasamtaka ís- lands er viðtal við Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra. Með viðtalinu er birt ljósmynd af Matthíasi í einhverri veislu. Myndatextinn er svohljóðandi: „Viðskiptaráðherra í góðum fé- lagsskap“. Þetta er í sjálfu sér ekki frá- sagnarvert nema vegna þess, að með Matthíasi er annar ráðherra, nefnilega Geir Hallgrímsson. Eftir að hann lét formennskuna í Sjálfstæðisflokknum af hendi, er hann ekki titlaður öðruvísi en sem „kaupmaður" meðal flokksbræðra sinna - og má færa nafngiftina til sanns vegar. Frjálst brennivín „Hér á landi er við lýði ennþá einokun af ýmsu tagi á sölu ýmiss varnings. Eg get nefnt tóbak, áfengi og grænmeti sem dæmi. Það er stór spurning hvort þetta eigi að vera svona mikið lengur", segir Matthías í viðtalinu. Græn- meti og brennivín - það er allt sama tóbakið. Það stendur ekki á yfirlýsingunum: Þorsteinn Páls- son vill bjór, Albert víninnflytj- andi vill aukna samkeppni meðal innflytjenda og Matthías vill frjáls brennivín með kálinu sínu. Hvað ætla Árni Helgason í Stykkishólmi og aðrir mætir Sjálfstæðismenn að kjósa í næstu kosningum? - óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.