Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 11
* . « I < 1 Miðvikudagur 14. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN t- SÍÐA 11 íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Jóhann Þorvarðarson. 99 Kominn heim!“ Jóhann Þorvarðarson, miðvall- arspilarinn úr Víkingi, klæðist að öllum líkindum Valspeysunni í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu næsta sumar. „Það er orðið ein- ungis formsatriði að ganga frá fé- lagaskiptunum, önnur félög eru ekki inni í myndinni hjá mcr lengur. Það má segja að ég sé kom- inn heim, ég lék með Val í yngri flokkunum,“ sagði Jóhann í gær. Arftaki Wilander og Borg? Mats Wilander, hinn ungi sænski snillingur, sigraði um helgina í opna ástralska meistaramótinu í tennis. Hann sigraði Tékkann Ivan Lendl í úrslitaleik en hafði áður lagt Bandaríkjamanninn fræga, John McEnroe, að velli í undanúr- slitunum. í Ástralíu fór einnig fram heimsmeistarakeppni unglinga (junior) í tennis. Þar sigraði annar ungur Svíi, Stefan Edberg, þriðja árið í röð og hefur enginn annar afrekað slíkt. Edberg er spáð mikl- um frama og telja þeir er til þekkja að hann feti í fótspor hinna heimsfrægu landa sinna, Wilander og Björns Borg. -VS Gremio heims- meistari Grcmio frá Brasilíu varð heimsmeistari félagsliða f knatt- spyrnu á sunnudaginn með því að sigra Hamburger SV frá Vestur- Þýskalandi 2-1 í Tokyo. Renato skoraði bæði mörk Grcmio, sigur- markið í framlengingu, en Michael Schröder gerði mark Evrópumeist- aranna. Julen vann Max Julen frá Sviss sigraði í fyrsta stórsvigsmóti heimsbikarsins á skíðum á þessum vetri í fyrradag. Keppt var í Sviss og annar heima- maður, Pierre Zurbriggen, varð annar. Júgóslavinn Franco varð þriðji en Ingemar Stenmark frá Svíþjóð varð að láta sér lynda sjö- unda sætið. Atli og Siggi í gang í seinni hálfleik „Þetta var ekkert sérstakur leikur af íslands hálfu, þótt einstak- ir leikmenn næðu mjög góðum köflum. Alsírbúar léku handknatt- leik ólíkan þeim sem við eigum að venjast, nota geysilega mikið furð- uleg undir- og gólfskot sem mark- verðir okkar réðu ekkert við, og þá er mikil keyrsla í vörninni hjá þeim, nánast maður-á-mann allan tímann,“ sagði Friðrik Guðmunds- son, formaður HSÍ, í samtali við Þjóðviljann í gær. ísland lék þá sinn fyrsta leik í alþjóðlega handk- nattlciksmótinu í Austur-Þýska- landi og vann Alsír 29:22. Á eftir marði Ólympíulið Austur- Þjóðverja B-lið sitt 27:22 en auk þessara fjögurra taka Pólverjar og Tékkar þátt í mótinu. ísland hafði forystu frá fyrstu mínútu,3:l,5:3,10:5ensíðan kom slakur kafli og staðan í hálfleik var 13:10 fyrir ísland. Þriggja marka munur hélst fram eftir síðari hálf- leik en góður endasprettur sá fyrir sjö marka sigri. Kristján Arason var besti leik- maður íslenska liðsins í fyrri hálf- leik og skoraði þá nær helming marka liðsins. Deyfð var yfir liðinu framan af síðari hálfleik en þá rifu Atli Hilmarsson og Sigurður Sveinsson það í gang á ný og skoruðu hvert glæsimarkið af öðru. Það var framtak þessarra þriggja sem gladdi helst augað, að sögn Friðriks, en aðrir voru daufir og markverðirnir, Einar Þorvarðar- son og Ellert Vigfússon, vörðu varla skot. Ellert lék þarna sinn fyrsta landsleik ásamt Hilmari Sig- urgíslasyni. Hilmar kom aðeins inná undir lokin en náði að láta reka sig tvívegis útaf! Kristján og Sigurður skoruðu 7 mörk hvor, Siggi tvö úr vítaköst- um. Atli gerði 6, Þorgils Óttar Mathiesen 4, Páll Ólafsson 3, Bjarni Guðmundsson og Guð- mundur Guðmundsson 1 hvor. Þorbjörn Jensson, Jens Einarsson, Jakob Sigurðsson og Jóhannes Stefánsson hvfldu í gær en Friðrik taldi öruggt að þeir Þorbjörn og Jens lékju gegn A-liði Austur- Þjóðverja í dag. „Það verður erfið- ur leikur, þeir eru með firnasterkt lið, en strákarnir ætla að berjast og halda þeim í skefjum", sagði Frið- rik. Þess má geta að lið Alsír fer á Ólympíuleikana og hefur verið stanslaust í æfingabúðum að und- anförnu. Á móti í Frakklandi fyrir nokkrum dögum tapaði það með fimm mörkum fyrir Frökkum og Svíum en sigraði Noreg með fimm marka mun. _ VS Stenmark sigraði Ingemar Stenmark frá Sví- þjóð sigraði í svigkeppni sem er liður í heimsbikarkeppn- inni á skíðum, á Ítalíu í gær. Stenmark var þriðji eftir fyrri ferð en renndi sér glæsilega í þeirri síðari og tryggði sér sigur. Boran Krizaj frá Júg- óslavíu varð annar og Steve Mahre frá Bandaríkjunum þriðji. Fjórði varð síðan Zur- briggen frá Sviss sem þar með hefur tekið forystu í stiga- keppni heimsbikarsins með 72 stig. _ VS Graeme Souness: Erfítt nema við ísland! Frá Heimi Bergssyni fréttamanni Þjóð- viljans í Englandi: Mikil ánægja ríkir hér í landi með dráttinn f undankeppní HM í knattspyrnu. Eins og kunnugt er, lentu Englendingar í riðli með Norður-írum, Rúmenum, Tyrkjum og Finn- um og tvö efstu liðin komast í lokakeppnina í Mexíkó. Það má mikið gerast, ef England á ekki að verða annað þcirra. Norður i Skotlandi ríkir ekki sama bjartsýnin. Skotar eru f riðli með Spánverj- um, Walesbúum og íslendingum og aðeins efsta þjóðin kemst beint í lokakeppnina en lið númer tvö fær tækifæri með aukaleikjum. „Þetta er mjög erflður riðill, enginn leikur er léttur nema kannski heimaleikurinn við ís- land,“ sagði Graeme Souness, fyrirliði Li- verpool og fastamaður í skoska landsliðinu, í samtali við eitt ensku blaðanna nú um helg- ma. Hermóður túlkur Aðbúnaður íslenska handknattleikslandsliðsins í Austur- Þýskalandi er eins og allra best verður á kosið, gott hótel, góður matur og frábær skipulagning á öllu. Kórónan er þó túlkur liðsins sem kallar sig Hermóð. Hann er magister í norrænum fræðum og talar mjög góða íslensku og hefur þó einungis einu sinni komið til landsins. Hermóður fylgist mjög vel með íslensku íþróttalífi, fær þar allar fregnir í gegnum Þjóðviljann sem hann les reglulega. Hann kannaðist við nokkra leikmenn íslenska liðsins, t.d. Jens Einarsson og Þorbjörn Jensson, og Friðrik Guðmundsson, formaður HSÍ, lýsti yfir mikilli ánægju með störf hans í samtali við blaðið í gær. - VS m*wr. Leikmenn í verkfall? Samtök breskra atvinnuknatt- spyrnumanna hóta nú að ekkert verði af leik Liverpool og Newcastle f 3. umferð bikarkeppninnar föstu- daginn 6. janúar ef þau fái ekki ríflegri greiðslur vegna sjónvarps- útsendingar en gert er ráð fyrir. Leiknum verður sjónvarpað beint. Samtökin vilja hærri greiðslur frá enska knattspyrnusambandinu en síðarnefndi aðilinn vill láta rakna af hendi. Knattspyrnusambandið lét alls 100 þúsund pund renna til samtakanna sl. vetur en ráðgerir einungis 60 þúsund í ár. - VS Man. City kaupir eftirmann Caton Manchester Clty, sem leikur 12. deild ensku knattspyrnunnar, keypti í gær miðvörðinn Mike McCarthy frá Bam- sely. Hann á að taka stöðu Tommy Cat- on sem City seldi til Arsenal fyrir stuttu. Kaupverðið var 200 þúsund pund. Við sölu Caton fékk Billy McNeill meiri fjárráð en nokkru sinni fyrr frá Framtíðarmenn enska landsliðsins? „Breytist smátt og smátt“ Bobby Robson, einvaldur enska knattspyrnulandsliðsins, er þegar farinn að fylgjast með þeim leik- mönnum sem gætu orðið í blóma ferils síns þegar kemur að loka- keppni HM f Mexíkó 1985. Af „eldri“ ieikmönnum, það er að segja þeim sem þegar eru orðnir A meðfylgjandi mynd eru verðlaunahafar í júdómóti Armanns sem haldið var fyrir stuttu. Frá vinstri: Arnar Marteinsson, Runólfur Gunnlaugsson, Magnús Jónsson, Karl Erlingsson, Kristján Valdí- marsson og Bjarni Friðriksson en Bjarni varð bikarmeistari júdó- deildar Ármanns 1983 með því að sigra í opnum flokki. Á myndina vantar þá Gísla Wíum og Hilmar Jónsson. fastamenn, eða svo gott sem, í landsliðinu nefnir hann Bryan Robson, Glenn Hoddle, Terry Butcher, Alvin Martin, Kenny Sansom, Tony Woodcock, Trevor Francis, Sammy Lee og Gary Mabbutt. Hann vonast tii þess að geta byggt liðið í kringum þessa leikmenn. Fjölmargir yngri piltar eru undir smásjánni og hrifnastur er Robson af markvörðunum Nigel Spink frá Aston Villa og Chris Wo- ods frá Norwich, Luton- leikmönnunum Brian Stein, Paul Walsh og Paul Elliott, Mark Chamberlain frá Stoke, John Barnes frá Watford, Dave Watson frá Norwich, Mark Wright frá Southampton, Gary Stevens og Danny Thomas frá Tottenham og .Steve Hodge frá Nottingham For- est. Þeir Barnes og Chamberlain hafa reyndar þegar fengið ágæt tækifæri með landsliðinu. „Ég mun ekki gera stórvægilegar breytingar, þær verða að eiga sér stað smátt og smátt. Það hefur enga þýðingu að hreinsa til og stilla upp 11 ungum og efnilegum leik- mönnum í landslið,“ segir Bobby Robson. -VS því hann tók við stjórntaumum félags-. ins í sumar, og nú fylgist hann grannt með tveimur framherjum í 2. deiidinni, Mark Lillis hjá Huddersfield og Darren Gale hjá Swansea. Fulham er komið í mikil vandræði í fallbaráttu 2. deildar og vill nú krækja í tvo framherja, Tony Sealey frá QPR og Tony Cascarino frá Gillingham. Kaupin hyggst Fulham fjármagna með því að selja velska markaskorarann Gordon Davies. Tottenham hefur boðið landsliðs- markverðinum Ray Clemence nýjan tveggja ára samning en Clemence er 34 ára gamall. Félagið hefur einnig boðið varnarmanninum eitilharða, Graham Roberts, samning til þriggja ára. Carl Hoddle heitir 16 ára bróðir stór- stjörnunnar Glenn Hoddle hjá Totten- ham og leikur hann með unglingaliði félagsins, sem miðjumaður. Vegna for- falla, neyddist Carl til að fara í markið fyrir stuttu og leika þar tvo leiki. Hon- um hefur verið ráðlagt að leika áfram á miðjunni, Tottenham tapaði 8-0 fyrir Watford og 10-1 fyrir Arsenal! Nottingham Forest hefur gert samn- ing við fyrirliða skoska skólalandsliðs- ins. Steve Murray heitir sá efnilegi pilt- ur og kemur hann til Forest um ára- mótin. Tólf félög börðust um að ná í Murray! -VS Knattspyrnan á meginlandinu: AS Roma að hlið Juventus Brasílíumaðurinn Roberto Falc- ao skatu AS Roma upp að hlið Ju- ventus á toppi ítölsku 1. deUdarinn- ar í knattspyrnu á sunnudaginn. Roma sigraði þá Avellino 3-2 og gerði Falcao tvö markanna. Ju- ventus og Udinese skildu jöfn á meðan, 2-2, og skoraði Paolo Rossi fyrra mark Juve. Torino og Verona skildu jöfn, 1-1, og Sampdoria mátti sætta sig við markalaust jafn- tefli gegn botnliði Pisa. Juventus og Roma eru með 16 stig en Verona, Sampdoria og Torino hafa 15 hvert. Á Spáni lék Bernd Schuster að nýju með Barcelona og það hreif, hann lagði upp tvö mörk í 3-1 úti- sigri gegn Salamanca. Real Madrid heldur sinni forystu, vann Gijon 2- 1. Malaga og Bilbao gerðu marka- laust jafntefli og Zaragoza og Atl- etico Madrid skildu jöfn, 2-2. Real Madrid hefur 21 stig, Barcelona 19, Zaragoza og Bilbao 18. Feyenoord lék eitt toppliðanna í Hollandi, gerði jafntefli 2-2 við Zwolle og hefur tveggja stiga for- skot á PSV og Ajax. Bordeaux er með fjögurra stiga forystu í Frakklandi, burstaði Lille, 5-2. Laval vann góðan sigur á Auxerre, 1-0, og er í 8. sæti. -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.