Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. desember 1983 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Árshátíð og þorrablot Árshátíð og þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður laugardaginn 28. janúar 1984. Þegar eru bókanir farnar að berast og eru menn hvattir til ..að skrá sig fyrir miðum sem allra fyrst. í fyrra komust færri að en vildu. Dagskrá og skemmtiatriði auglýst síðar. - Skemmtinefnd ABR Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Jólaglögg ÆFAB heldur jólaglögg laugardaginn 17. desember kl. 20.30 í flokks- j miðstöðinni. Meðal skemmtiatriða verður Graham Smith sem kynnir , nýútkomna plötu sína, Kalinka. Honum til aðstoðar verður Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari. Ýmsar aðrar uppákomur verða og að sjálf- sögðu er á boðstólum jólaglögg og piparkökur á vægu verði. Mætum stundvíslega og fjölmennum. - Skemmtinefnd ÆFAB. Skrifstofan opin Alla þriðjudaga og fimmtudaga verður skrifstofa Æskulýðsfylkingar- innar opin frá kl. 17-18.30, í flokksmiðstöðinni, Hverfisgötu 105. Áhugafólk er hvatt til að líta við eða hringja, síminn er 17500. Stjórnin. Spámaðurinn Arnartak hefur sent frá sér kass- ettuna „Spámaðurinn" eftir Kahlil Gibram. Ljóðabálkurinn hefur að geyma áhrifamestu mannræktar- ljóð samtímans, enda hafa þau selst í tíu milljónum eintaka. Jón- ína H. Jónsdóttir les ljóðabálkinn, en Kristinn Reyr flytur inngang. Gunnar Dal íslenskaði. Ljóðin eru ávöxtur hugljómunar á Líbanonsfjalli og varði Gibran mörgum árum í að fága þau. Þau eru talin hátindur verka hans. Þau hafa nú um langan aldur verið ung- um og öldnum um víða veröld upp- spretta hugsvölunar og mannskiln- ings. Skáldskapur og kærleiksboð- un eru svo listilega samofin, að hvergi verður missmíði á fundin. Ljóðalesturinn er fleygaður tónlist við hæfi. Ljóðabálkurinn var eilítið Upptöku annaðist Kvik sf. Ernst styttur til að hann rúmaðist á níutíu Kettler. Umsjón var á hendi Jó- mínútna kassettu. hannesar Helga. Krydd í tilveruna Bókaútgáfan Vaka hefur nú sent á markað annað bindi af Kryddi í tilveruna, en það er safn íslenskra skopsagna alls staðar að af landinu. Þeir Ólafur Ragnarsson og Axel Ammendrup hafa safnað efninu og búið það til prentunar, en Árni Elfar myndskreytti bókina. Sér- stakur heiðursgestur í þessari bók er húmoristinn Leifur Sveinsson, forstjóri Timburverslunarinnar Völundar hf., en hann er einstakur sagnasjór. Eru rúmar 70 sögur úr safni hans birtar í bókarauka Krydds í tilveruna. Efni Krydds í tilveruna er fjöl- breytt og koma hundruð manna við sögu í frásögnum af spaugilegum atvikum, kímilegum samtölum. eða skopi af öðru tagi. Efninu er skipt niður í 13 kafla eftir „krydd- tegundum". Bókin er 164 bls. Ur ýmsum áttum Fréttabréf Bridgesambands íslands Stjórn B.S.Í. hefur haldið 2 fundi frá þingi sambandsins. Helstu mál þeirra funda mun þetta bréf koma til með að fjalla um. Stjórnin skipti með sér verkum á eftirtalinn hátt: Björn Theodórs- son er forseti sambandsins, Örn Arnþórsson varaforseti, Guð- brandur Sigurbergsson gjaldkeri, Ester Jakobsdóttir ritari og með- stjórnendur eru Aðalsteinn Jörg- ensen, Jón Baldursson og Júlíus Thorarensen. Lögð var fram fjárhagsáætlun fyrir árið 1984. Kom þar m.a. fram að fastar tekjur sambandsins duga fyrir daglegum rekstri þess, en þá þarf að finna fjáröflunarleiðir fyrir erlend samskipti á vegum sam- bandsins. Jón Baldursson var ráðinn í hálft starf sem framkvæmdastjóri sam- bandsins og er vinnutími hans frá 1-5 mánudag til föstudags. Búið er að tímasetja öll mót á vegum sambandsins fyrir næsta ár, og var ákveðið að reyna að útvega hagstæða helgarpakka fyrir spilara utan af landi á mót á vegum sam- bandsins. Stefnt er að því að sambandið komi upp bridgebókasölu, búið er að senda bréf til fimm bókaforlaga og óska eftir upplýsingum um þær bækur sem þau hafa á boðstólnum. Meistarastigaskránni á að reyna að koma út í blaðaformi, í henni eiga einnig að vera upplýsingar um félög sambandsins, mót á vegum sambandsins og allt annað sem til fellur. Öll stig sem berast fyrir 15. jan. verða í skránni. Bridgesambandið mun efna til happdrættis þar sem gefnir verða út 1000 miðar og verða góðir ferða- vinningar í boði. Stjórn B.S.Í. von- ast eftir öflugum stuðningi frá fé- lögum sambandsins við sölu á happdrættismiðunum. Á Bridgehátíð sem verður í byrj- un mars má búast við að margir af bestu bridgespilurum heims mæti til leiks. Frá Bridgefélagi Sauð- árkróks Laugardaginn 19. nóvember var haldið svokallað Kristjánsmót hjá fé- laginu. Þetta er tvímenningskeppni, þarsem spilað er um silfurstig og keppnisstjóri er Kristján Blöndal. Þátt- takendur voru frá 5 bridgefélögum á Norðurlandi vestra. Úrslit urðu þessi: 1. Björn Guðnason og Gunnar Þórðar- son Sauðárkróki 82 2. lngibergur Guðnason og Guðm. H. Sigurðsson Skagaströnd 79 3. Jón Arason og Þorsteinn Sigurðsson Blönduósi 63 4. Gunnar Sveinsson og Kristófer Árna- son Skagaströnd 46 5. Hallbjörn Kristjánsson og Ari Ein- arsson Blönduósi 34 6. Bjarki Tryggvason og Halldór Tryggvason Sauðárkróki 22 7. Reynir Pálsson og Stefán Benedikts- son Fljótum 21 Ólafur Lárusson skrifar 8. Karl Sigurðsson og Kristján Björns- son Hvammstanga 13 9. Stefán Skarphéðinsson og Hákon Kristinsson Sauðárkróki 13 10. Einar Svansson og Skúli V. Jónsson Sauðárkróki 11 Frá „TBK“ Hæstu skor á síðasta kvöldi í hrað- sveitakeppni félagsins hlutu: Sv. Sigfúsar Árnasonar 664 stig Sv. Magnúsar Torfasonar 645 stig Sv. Margrétar Þórðardóttur 645 stig Og úrslit í hraðsveitakeppni félagsins urðu: 1. Sveit Sigfúsar Árnasonar 3302 stig (með honum voru, Jón Páll Sigurjóns- son, Gísli Steingrímsson og Sigurður Steingrímsson) 2. Sveit Gests Jónssonar 3154 stig 3. Sveit Magnúsar Torfasonar 3125 stig 4. Sveit Margrétar Þórðardóttur 3014 stig Monsjör Kíkótí Graham Greene er eins og kunn- ugt er einn af kunnustu höfundum nútímans og hafa allmargar af bókum hans komið út á íslensku. Nú er komin út hér hans nýjasta bók, Monsjör Kíkóti, í þýðingu Ás- laugar Ragnars. Útgefandi er Al- menna bókafélagið. Sögusviðið er Spánn nútímans og aðalpersónurnar eru Kíkóti og Sansjó Pansa eins og þeir að dómi höfundar litu út ef þeir hefðu verið uppi í dag. Kíkóti er velviljaður og saklaus prestur, en Sansjó fyrrver- andi bæjarstjóri og sanntrúaður kommúnisti. Bókin er kynnt þann- ig aftan á kápu: „...Þeir félagar takast á hendur ferðalag um Spán. Farkosturinn er gamall og nokkuð lasburða Seat- bíll prestsins, en þeir eru vel nest- aðir ostum og víni af heimaslóðum. Þeir koma á ýmsa merka staði, suma heilaga, aðra miður heilaga og gerist þar margt kyndugt. Og svo eru hin óviðjafnanlegu samtöl þeirrafélagayfirljúffengu nesti og 5. Sveit Braga Jónssonar 2937 stig meðalskor: 2880 stig Á morgun verður svo jólatvímenn- ingur hjá félaginu og eru menn hvattir til að mæta og vera með. Spilað er um jólaskeiðar og hefst spilamennska kl. 19.30., í Domus. Keppnisstjóri er Agn- ar Jörgensson. Frá Bridgedeild Breiðfirðinga Nú er aðeins eftir að spila 3 umferðir í sveitakeppni deildarinnar og er staða efstu sveita þessi: 1. Sv. Ingibjargar Halldórsd. 232 stig 2. Sv. Sigurðar Ámundasonar 232 stig 3. Sv. Hans Nielsen 205 stig 4. Sv. Helga Nielsen 201 stig 5. Sv. Jóhanns Jóhannssonar 201 stig 6. Sv. Bergsveins Breiðfjörð 185 stig 7. Sv. Rögnu Ólafsdóttur 184 stig 8. Sv. Guðlaugs Nielsen 181 stig Á morgun verður aðeins spiluð ein umferð og mætast þá m.a. efstu sveitirnar. Frá Bridgedeild Barð- strendingafélagsins Eftir 4 umferðir í hraðsveitakeppni hjá deildinni, var staða efstu sveita þessi: 1. Sv. Ingólfs Lillendahl 2605 stig 2. Sv. Ágústu Jónsdóttur 2454 stig 3. Sv. Þórarins Árnasonar 2430 stig 4. Sv. Sigurðar ísakssonar 2421 stig 5. Sv. Viðars Guðmundssonar 2386 stig 6. Sv. Guðmundar Hallsteinss. 2376 stig Keppni lauk sl. mánudag. MONSJÖR KiKcmæ hressandi veigum í áfangastað fyndin, bráðskörp og viturleg og snúast vitaskuld einkum um helstu áhugamál þessara tveggja heiðar- legu manna, kristindóm og pólitík. Bókin fjallar m.ö.o. að verulegu leyti um viðkvæmustu deilumál nú- tímans og sýnir þau í skoplegu og afhjúpandi ljósi einfaldleikans. Monsjör Kíkóti er 225 bls. að stærð og unnin í Prentstofu G. Benediktssonar. VÉLA- OG TÆKJALEIGA Alhliöa véla- og tækjaleiga. Heimsendingar á stærri tækjum. Sláttuvélaleiga. Múrara- og trésmiðaþjónusta, minni háttar múrverk og smíðar. BORTÆKNI SF. Vélaleiga, simi 46980 — 72460, Nýbýlavegi 22, Kópavogi, (Dalbrekkumegin) Steypusögun — Kjarnaborun — Vökvapressa. Auglýsið í Þjóðviljanum ALHLIÐA PÍPULAGNINGAÞJÓNUSTA Sveinbjörn G. Hauksson Pípulagningameistari Sími46720 Ari Gústavsson Pipulagningam Simi71577 GEYSIR Bílaleiga Car rental Nýlagnir Jarölagnir Viögeröir Breytingar Hreinsanir BORGARTUNI 24- 105 REYKJAVIK, ICELAND - TEL. 11015 Hellusteypan STÉTT Hyrjarhöfða 8. - Sími 86211. II. STEYPUSÖGUW vegg■ og góllsögun VÖKVAPRESSA r múfbrot og tleygun KJARNABORUN tyrlr öllum lögnum Tökum að okkur verkefni um allt land. — Fljót og góð þjónusta. — Þrifaleg umgengni. BORTÆKNI S/F Vélaleiga S: 46980 - 72460. Verkpantanir tri kl. 8—23.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.