Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. desember 1983 Nýjar barnabækur \ Ástin grípur unglingana Bókaútgáfan Vaka hefur sent frá sér bókina Þegar ástin grípur ung- lingana eftir Armann Kr. Einars- son. Ármann hefur um árabil verið einn vinsælasti bárnabókahöfund- ur landsins og haslar hann sér nú nýjan völl á sviði unglingabók- mennta. f forlagskynningu á bókarkápu segir meðal annars: Það gerist margt óvænt á því skeiði, þegar ást- in grípur unglingana. Áðalsögu- hetja þessarar bókar, Jón Valur, kynnist þessu eins og aðrir, en það er ekki síst skólasystir hans, Hanna Lísa, sem veldur því að nýjar til- finningar kvikna í brjósti hans. Þessi nýja saga Ármanns Kr. Einarssonar, gerist í íslenskum út- gerðarbæ. Þótt ýmsir komi við sögu er athyglinni aðallega beint að unglingunum á viðkvæmu þroska- skeiði, en sá hópur er hugmynda- ríkur, hress og skemmtilegur. Kápumynd er eftir Árna Elfar. Hin fjögur fræknu Iðunn hefur gefið út tvær nýjar bækur í hinum vinsæla teikni- myndasagnaflokki um hin fjögur fræknu, Nefnast þær Hin fjögur fræknu og F-sprengjan og Hin fjögur fræknu og hvithattaklíkan. Sögur þessar voru upphaflega gefnar út á frönsku. Teikningar eru eftir Franpois Craenhals og texti eftir Georges Chaulet. Aðalper- sónur eru þau Búffi Búffi, Lastík og Doksi, ásamt hundinum Óskari. Þessir félagar eiga jafnan í höggi við misindismenn og skortir ekkert á æsilega atburði og spennu í frá- sögn. Texta hinna nýju bóka um hin fjögur fræknu þýddi Jón B. Guðlaugsson. Bækurnar eru gefn- ar út í samráði við Casterman í Par- ís.__________ Kalli og sælgætisgerðin Svart á hvítu hefur sent frá sér bamabókina Kalli og sælgætis- gerðin eftir Roald Dahl. Höfund- urinn hefur áður unnið sér frægð með smásögum sínum, en sagan um Kalla hefur farið sigurför um heiminn. Kalli hrósar því happi að mega skoða undur sælgætisverksmiðju Villa Wonka og lendir þar í furðu- legum ævintýrum. Sælgætisgerð Villa Wonka er líka ekki nein venjuleg verksmiðja, heldur er þar að finna allt frá súkículaðifljóti og lýsandi sleikipinnum yfir í ósýni- legt súkkulaðikex sem hægt er að hafa með sér í skólann. Sagan minnir að nokkru leyti á til dæmis Lísu í Undralandi. Böðvar Guð- mundsson hefur þýtt þessa bók og kvæðin í henni. Bókin er mynd- skreytt af Faith Jaques. Hún er 134 blaðsíður. „Langafi drullumallar“ Iðunn hefur gefið út bókina Langafi drullumallar, - mál og myndir eftir Sigrúnu Eldjárn. Þetta er saga með myndum og fjall- ar um Önnu litlu sem er fjögra ára, hundinn Jakob, og langafa sem er góður vinur Önnu. Þau bralla margt saman, en skemmtilegast er þegar langafi fer að drullumalla með Önnu og reynist alveg frábær drullukökubakari. - Langafí drull- umallar er þriðja bók Sigrúnar Eldjárn handa börnum. Orða- belgur Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur endurútgefið hina mjög svo sérstæðu orðabók fyrir börn, Orð- abelgur, sem ber undirtitilinn Myndskreytt orðabók fyrir börn. Stefán G. Jökulsson íslenskaði textann sem er eftir Heather Am- ery. Teikningar í bókinni eru eftir Stephen Cartwright. Betty Root segir um bókina á bókarkápu: „Vonandi þykir sem flestum börnum þessi nýstárlega orðabók skemmtileg. Börnum þykir fátt jafngaman og að skoða eða lesa bók með fullorðnu fólki og víst er að myndirnar gefa þeim ærið tilefni til samtals við foreldra og kennara. Tilvalið er að börnin nefni fyrst hverja persónu, dýr eða hlut sínu nafni og með hvatningu og hjálp mun þeim brátt takast að tengja orðin myndunum. Bókin örvar einnig ímyndarafl barna sem lengra eru komin í lestr- arnáminu og auðveldar þeim að semja stuttar sögur eða frásagnir“. Börnin á Hvuttahólum Iðunn hefur gefið út bókina Börnin á Hvuttahólum koma í bæ- inn eftir finnsku höfundana Mauri Kunnas og Tarja Kunnas. Álfhild- ur Álfþórsdóttir þýddi söguna. Eftir sömu höfunda er Jóla- sveinninn, sem út kom í fyrra. Börnin á Hvuttahólum koma í bæ- inn er myndasaga í litum og segir frá því þegar Elsa og Kalli fá að fara í sína fyrstu löngu heimsókn til frændfólksins í bænum. Þetta gerist á öldinni sem leið. Mauri Kunnas er kunnur höf- undur myndasagna af þessu tagi en hann býr bæði til myndirnar og semur textann í félagi við konu sína. á töfrateppinu Sumar bækur sameina leik og lestur. Ein slík er bókin Bói og Bína á töfrateppinu eftir Richard Fowler í þýðingu Fríðu Björnsdótt- ur. Framan á bókinni er plastvasi og á honum sitja þau Bói og Bína á töfrateppinu tilbúin að fljúga á því fram og aftur um bókina með að- stoð lesandans. „Allt í lagi“ Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út fjórar nýjar „Állt í lagi“ bækur. „Allt í lagi“ bækurnar eru skrifaðar af hlýju og prýddar gullfallegum litmyndum. Þær eru samdar með það í huga að gefa börnum á fyrstu aldursárunum ein- faldar, uppörvandi skýringar á ýmsu sem þau kunna að óttast eða sætta sig ekki við. Þetta eru bækur til þess að kveða niður kvíða og ótta og hafa höfund- arnir, Jane Carruth, sem samdi textann, og Tony Hutchings sem teiknaði myndirnar leyst verk sitt vel af hendi. Andrés Indriðason þýddi textann. Bækurnar sem nú koma út heita: Á spítala, Heillgler- augun, Nýir vinir, Tannlæknirinn er góður. Undarleg uppátæki Bókaútgáfan Vaka hefur gefið út aðra bókina í bókaflokknum Ævintýraheimur Ármanns. Heitir hún Undarleg uppátæki og fjallar um ævintýri félaganna Óla og Magga, og er eftir Ármann Kr. Einarsson. Ármann sendir sögupersónur sínar úr daglega lffinu á vit óvæntra atvika sem tengjast undarlegum uppátækjum. Óli er aðalpersónan ásamt Magga vini sínum, sem er einstaklega glúrinn við uppfinning- ar. Þessi saga, sem hét áður Óli og Maggi, hefur verið uppseld um ára- bil og kemur nú út með breyttum svip og nýjum teikningum Péturs Halldórssonar. Kysstu stjörn- urnar Kysstu stjörnurnar, barnasaga eftir danska rithöfundinn Bjarne Reuter, er komin út hjá Máli og menningu. Þetta er framhald af bókinni Veröld Busters, sem kom út í fyrra og þýðandinn, Ólafur Haukur Símonarson, fékk viður- kenningu Fræðsluráðs Reykjavík- ur fyrir. Ólafur Haukur þýðir einn- ig þessa nýju bók. Söguhetjan, Buster Oregon, býr í Kaupmannahöfn og lendir í mörg- um ævintýrum. í þessari bók spinn- ast þau mörg út frá leiksýningunni sem sett er á fjalirnar í skólanum og Buster tekur þátt í. Bjarne Reuter er nú einn vinsæl- asti barnabókahöfundur Dana og hefur samið fjölda bóka. Kysstu stjörnurnar er 128 bls. Aftast eru nótur að lögum sem Ólafur Haukur gerði við texta í sögunni. Sigrún fer á sjúkrahús Barnasagan Sigrún fer á sjúkra- hús eftir Njörð P. Njarðvík, myndskreytt af Sigrúnu Eldjárn, er nú komin út í þriðja sinn hjá Máli og menningu. Hún kom út í fyrsta sinn árið 1976. Þetta er eins konar heimildasaga fyrir börn. Sigrún er fjögurra ára og þarf að fara á sjúkrahús til að losna við hálskirtlana. Sagan lýsir öllum aðdraganda sjúkrahúsvistar- innar og kynnir líka veröld sjúkra- hússins fyrir ungum lesendum. Bókin var samin í samráði við barnadeild Landakotsspítala. Sigrún fer á sjúkrahús er 23 bls., prýdd fjölda teikninga. Dagur barnanna í Ólátagarði Hjá Máli og menningu er komin út myndabók eftir Astrid Lindgren og Ilon Wikland sem heitir Dagur barnanna í Ólátagarði. Þuríður Baxter þýddi. Sagan gerist í þríbýli í sveit þar sem búa sjö krakkar. Sex þeirra eru orðnir all-stórir, en Stína, litla systir Óla, er varla nema hálf manneskja, hún er svo lítil. Einn daginn lesa þau stóru um barnadag í borginni og ákveða að halda barnadag fyrir Stínu. En Stína reynist ekki hafa sama smekk og borgarbörnin og gerir sína eigin uppreisn gegn „skemmtilegheitun- um“ sem henni er boðið uppá. Bókin er með fallegum litmynd- um. „Vala og Dórau Iðunn hefur gefið út í annarri út- gáfu unglingasöguna Völu og Dóru eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Þetta er fimmta bókin í sagnaflokki Ragnheiðar um þessar stallsystur, en sögurnar gerast í Reykjavík á stríðsárunum og þar eftir. Vala og Dóra kom fyrst út árið 1956. Efni sögunnar er kynnt svo á kápubaki: „Hér segir frá skólagöngu þeirra vinstúlkna, striti þeirra og áhyggj- um og líka ánægjuefnum og gleði- stundum. Vala og Dóra er prýdd teikning- um eftir Ragnheiði Gestsdóttur og gerði hún einnig kápumynd. Hún er 129 blaðsíður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.