Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.12.1983, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 14. desember 1983 &JOÐVILJINN - SÍÐA 9 Jón Viðar __________Sigurðsson__________ skrifar Undir blóð- rauðu skýi Það sem hér fer á eftir er meira upp- talning en einhver umfjöllun. Plássið í blaðinu er af skornum skammti og því ekki rúm fyrir löng skrif. Eins gafst ekki nægur tími til að hlusta gaumgæfilega á allar þær plötur sem minnst verður á hér á eftir, en þær skipta rúmum tug. Ef við byrjum á barna-, jóla- og fjöl- skylduplötum þá eru þær þrjár. Jóla- gleðin, Ellefu jólalög og píata með Ladda, Allt í lagi með það. Sú fyrst nefnda sem reyndar er tvöföld hefur að geyma efni af ýmsu tagi. Annars vegar hátíðlegt efni sem er á fyrri plötunni og hins vegar barnaefni sem er á seinni plötunni. Öll lögin hafa komið út áður. Meðal flytjenda eru Ríó tríó, Þú og ég, Haukur Morthens og Mezzoforte, Glámur og Skrámur, Hattúr og Fattur o.fl. o.fl.. Það er skemmst frá því að segja að á mínum bæ hefur platan gert mikla lukku. Sérstaklega barnaplatan, hana verður að spila oft á dag annars verður strákurinn minn, sém er fimm ára, heldur fýldur á svipinn. Sem sagt fyrirtaks jólaplata. Plata Ladda er bráðskemmtileg og sannkölluð fjölskylduplata. Hann bregður sér í hlutverk hins síunga Þórð- ar húsvarðar, Eiríks Fjalars og Súper- manns. Bestur er hann í hlutverki Þórð- ar þegar hann syngur „í Vesturbænum“ og einnig í lögum eins og „Dallas“ og „Andrés Önd“. Svíinn Thomas Ledin Ellefu jólalög er jólaplata sem Skífan gefur út. Þetta er í raun plata Brunaliðs- ins Með eld í hjarta sem kom út 1978. Þetta er ágætis jólaplata en mér finnst gróft að búa til nýtt umslag og setja svo í plötu Brunaliðsins og kalla Ellefu jóla- lög. An vörugjalds er samansafnsplata og á henni er að finna lög með ýmsum frægum listamönnum t.d. Hall & Oat- es, Elvis Costello and the Attractions, Graham Parker, JoBoxers ofl. Þetta er hvorki verri né betri en aðrar slíkar safnplötur. Perla plötunnar er nýtt gott lag með Magnúsi Þór, „Dancer". Irska hljómsveitin U2 sendi nýlega frá sér hljómleikaplötu sem ber nafnið Under a Blood Reed Sky. Platan hefur að geyma átta lög, þar á meðal tvö af seinustu plötu hljóm- sveitarinnar, War. Þetta er meiriháttar plata. Ef einhver hljómsveit á skilið tit- ilinn hljómsveit ársins þá er það U2. Á Under a Blood Reed Sky er lagið „Glor- ia“ sem hefur verið eitt vinsælasta lag hljómsveitarinnar en hefur ekki fyrr komið út á plötu. Má segja að tími hafi verið kominn til. Duran Duran og ABC eru „fútúrista“-hljómsveitir sem vart þarf að kynna. Þær hafa notið mikillar hylli síðustu misserin beggja vegna Atlants- ála. Plata Duran Duran Seven and the Ragged Tiger er frekar slöpp og mátt- lítil í samanburði við plötu ABC, Be- auty Stab. Báðar þessar hljómsveitir eiga tryggan hóp aðdáenda og er ekki að efa þeim þykir fengur í þessum plötum. Dúettinn Eurythmics er á svipuðum slóðum og þær tvær hljómsveitir sem nefndar voru hér á undan. Nýjasta plata þeirra, „Touch“ hefur m.a. að geyma lögin „Who’s That Girl“ og „Right By Your Side“ en þessi lög hafa notið mikilla vinsælda undanfarið. Dú- ettinn skipa þau Ann Lennox og Dave Stewart. Þau minna um margt á þann fræga dúett Yazoo, sem nú hefur lagt upp laupana. Southside Johnny Touch er ágætis plata fyrir þann hóp sem hefur gaman af hljómsveitum á borð við ABC og Duran Duran. Sænska stjarnan Tomas Ledin sendi ekki alls fyrir löngu frá sér plötuna Captured. Vinsældir Ledins eru að sögn miklar í Svíþjóð og munu víst vera að aukast á meginlandi Evrópu, eink- anlega fyrir tilstuðlan lagsins „What Are You Doing Tonight". Captured er frekar slöpp en ef til vill gjaídgeng í partý. Á nýju plötu Southside Johnny and the Jukes, Trash It Up, er stúðst víð handleiðslu Niles Rodgers. Rodgers þessi er einn aðalmaðurinn á bak við hljómsveitina Chic. Ekki er að heyra að umsjón Rodgers með upptökunum hafi mikið að segja eða breytt Southside Johnny að neinu marki. Southside Jo- hnny minnir mig einna helst á „hetjur“ eins og Rick Springfield og John Coug- ar. Tras It Up er ekkert sérstök plata og lítið í hana spunnið. Resident er nafn á hljómsveit sem ég held að fáir kannist við. Nýlega komu til landsins plötur með þessari hljóm- sveit, að vísu nokkuð gamlar en engu að síður mjög merkilegar og skemmti- legar. Platan sem ég ætla að gera að umtalsefni er Eskimo sem er einhver athyglisverðasta plata sem ég hef heyrt lengi. Á þessari plötu er tekin fyrir tón- list og þjóðtrú Eskimóa og leikin nokk- ur stef við hana. Það má segja að á þessari plötu reyni Residents að endur- skapa tónlist og þjóðmenningu Eskimóa á sérstakan og skemmtilegan hátt. Þetta eru skemmtilegar pælingar, eins konar þjóðháttafræðileg krufning Andrea _________Jónsdóttir_______ ___________skrifar________ „Sitt af hverju tagi“ Barnaplötur 'íslenskar gera helst vart við sig í námunda við jólin og verður hér minnst á 3 úr jólaflóði þessa árs: Leikgerð af Gúmmí Tarsan eftir barnabókahöfundinn snjalla Ole Lund Kirkegaard hefur undanfarið verið á fjölunum hjá Leikfélagi Kópavogs og hafa nú söngvarnir sem Þórarinn Eldjárn og Jón Hjartarson þýddu verið gefnir út á stórri hljómplötu. Hljómlistin er samin og flutt af Kjartani Ólafssyni (var í hljóm- sveitinni Pétur og úlfamir) og má vel una við hvort tveggja, einkum er Forleikur skemmtilegur. Sjálfan Gúmmí Tarsan leikur og syngur Páll Hjálmtýsson, bróðir Sigrúnar (Diddúar í Spilverkinu), og er drengur hreint enginn blettur á þeirri söngelsku familíu. Hróður Páls hefur borist suður með sjó, því að hann syngur hlutverk Stígvélaða kattarins á 4. ævintýraplötu þeirra Geimsteinsmanna, sem allar bera yfirskriftina Ævintýrin. Annað ævintýri er á plötunni, Kiðlingarn- ir sjö, og er Laddi þar í hlutverki úlfsins. Gylfi Ægisson breytti sögu- þræðinum í söngleik en um undir- leik sjá þeir mágar Þórir Baldurs- son og Rúnar Júlíusson. Undirrit- uð veit af eigin reynslu að ævintýra- plötur þessar falla í kramið hjá krökkum. Sögumaður á þessari ævintýraplötu er Hermann Gunn- arsson og raular jafnframt eitt lag! Bakkabræður eru nú komnir á hljómplötu og fer Sigurður Sigur- jónsson leikari með hlutverk þeirrar skondnu þrenningar, þ.e.a.s. hann les þessar gömlu þjóðsögur, sem Þórir S. Guðbergs- son valdi og bjó til flutnings, og tónlistarmanna á Eskimóum. Hverju lagi fylgir skýring á ýmsum atriðum í menningu og sögu Eskimóa þannig að hlustandinn fær að vita hvert viðfangs- efni tónlistarsköpunarinnar er. Þetta er meiri háttar plata, reyndar eins og fyrri plötur hljómsveitarinnar. En á plötum Residents er gjarnan ákveðið stef tekið fyrir og því gerð skil í tali og tónum. Þannig segir á The Tunes of Two Cities frá átökum ólíkra hópa. Tveggja borga, hvernig þær smám saman aðlagast og upp kemur ný menning sem er í ýmsum veigamiklum atriðum ólík þeim sem hún sprettur upp úr. Þetta eru sko alde- Ilis stórkostlegar plötur. JVS Marth Davies, aðalsprauta hljóm- sveitarinnar Motels. gerir vel. I bakgrunni heyrast leikhljóð og auk þess lauflétt músík Kristins og Þorsteins úr hljóm- sveitinni Sonus Futurae. Leikstjóri „Bakkabræðra“ er Þórhallur Sig- urðsson. Þá eru það plötur fyrir börn og unglinga á öllum aldri: Jón Gúst- afsson, úr sveitinni Sonus Futurae, sendir frá sér plötuna Frjáls og er hér enn ein íslenska poppplatan í e.k. „fútúrista“-stíl, fullt af hljóð- gerflum og trommuheilum. Þó eru „venjuleg" hljóðfæri ágætlega Fiðlarinn á þakinu Á nýju plötu sinni „Kalinka" fer Graham Smith troðnar brautir. Hann gerði tvær plötur fyrir S.G. þar sem hann útsetti og lék nokkur af vinsælustu lögum síðari ára. Á Kalinka einbeitir hann sér einkum að skoskum, írskum og enskum þjóðlögum. Og svo fljóta með tveir eða þrír íslenskir slagar- ar. Útsetningar Grahams Smiths og Jónasar Þóris, en þeir hafa nú um nokkra hríð starfað saman, eru nokkuð fjölbreyttar og skemmti- legar. Þeim tekst furðuvel að gæða þær ferskleika. Á plötunni eru 12 lög, flest þjóðlög og aðeins eitt lag eftir Graham sjálfan, „Condor“, sem mér finnst eitt besta lag plöt- unnar. Væri fróðlegt að heyra meira af lagasmíðum Grahams því ætla má að hann lumi á nokkrum góðum lögum í fórum sínum. Graham Smith á að baki mjög merkilegan feril sem tónlistarmað- ur og er ég efins um að margir hér á landi skarti jafn skrautlegum ferli. Hann var á sínum yngri árum fiðlu- leikari í hljómsveitinni Van der Graaf Generator sem á sínum tíma þótti mjög merkilegt fyrirbæri. í brúkuð, t.d. saxinn hans Jóns. Bjart er yfir þessari plötu, létt tölv- upopp en blandað gamalli íslenskri dægurlagahefð-notalega „halló“ á köflum. Það er þó nútíminn sem sungið er um, m.a. heimsókn í- tölsku dátanna í Reykjavík í sumar. Rúnar Júlíusson sendir söngvar- anum og lagasmiðnum Tim Hardin ,„Síðbúna kveðju“ og flytur okkur þar með 9 laga mannsins sem var og verður þekktastur fyrir að hafa samið lagið If I were a carpenter. Tim Hardin lést fertugur að aldri árið 1980 og er einn margra góðra listamanna sem náðu ekki víð- tækum vinsældum meðal almenn- ings, en voru þó virtir meðal kol- lega sinna, sem notfærðu sér óspart afurðir þeirra. Ég gæti trúað að þetta ágæta framtak Rúnars yrði til að fólk fengi áhugaá að heyra í Tim Hardin sjálfum á hljómplötu. Safnplötur seljast vel á íslandi en ekki finnst manni innihald þeirra alltaf jafn spennandi fyrir andann (eftir höfðinu dansa limirnir...). Milli tveggja élda inniheldur 14 lög, eitt íslenskt, titillagið, með Hljóm- sveit Gunnars Þórðarsonar. Svo- sem ágætt, en ég hefði nú búist við því betra frá þessari pottþéttu hljómsveit. Kannski er það hljóð- blöndunin? Þetta er annars góð plata til að dansa eftir á stofugólf- inu (eða annarsstaðar, jafnvel upp um alla veggi), bara eitt hræðilega leiðinlegt lag, (Thaiti með David Essex). Hins vegar má benda fólki á góðar plötur með tveim sveitum sem þarna eiga lag, einkum og sér í lagi Motels og plötu þeirra Little Robbers og þá hljómsveitina Big Country á The Crossing. Kim Carnes, sem fræg varð fyrir að syngja um augun í Bette Davis, er þarna með lag af nýjustu plötu sinni, Café Racers. Hún er sérstök söngkona, en leiðinlegt að heyra hvernig rödd hennar er misnotuð í félagsskap hljóðgerfla. Fyrri plata hennar er miklu betri og vonandi að hún snúi sér aftur að blúsuðu rokki. A , -,w>. i SS8SSS8æ88SS389SSS888I v'Stf m.« , "4 Graham Smith með fiðluna góðu. dag muna ugglaust fáir eftir henni sem er sorglegt því hljómsveitin var þrælmögnuð. Graham er afburðagóður fiðlu- leikari, það leynir sér ekki. Til liðs við sig hefur hann fengið Jónas Þóri á hljómborð, Sigurð Karlsson á trommur og Pálma Gunnarsson á bassa. Þeim félögum tekst ágæt- lega upp, ekki er hægt að kvarta yfir því, en gaman væri að heyra meira af lagasmíðum Grahams og vonandi gefst honum tækifæri fljót- lega til að senda frá sér plötu með frumsömdu efni. JVS Yfirsýn enn eitt meistara- verkið frá Mezzo Þá er nýja plata Mezzoforte Yf- irsýn komin út. Beðið hefur verið eftir þessari plötu með töluverðri eftirvæntingu því gengi þeirra fé- laga á erlendri grund hefur kitlað þjóðernisrembing okkar. Von er á þeim félögum um jólin og munu þeir halda hér tónleika og er ekki að efa að kátt verður í Háskólabíói. Hjómleikaplata með hljóm- sveitinni sem kom út ekki alls fyrir löngu var góð og ef þeir verða eitthvað í líkingu við það í Há- skólabíó þann 16. þessa mánaðar ætti enginn að þurfa að kvarta. Tónlistin á Yfirsýn er svipuð og á fyrri plötum hljómsveitarinnar. Það sem mesta athygli vekur er notkun blásara en þeir gefa plöt- unni ferskan blæog sýnir að þeir félagar eru að þreifa fyrir sér um ýmislegt. Alla vega eru þeir ekki staðnaðir en þau örlög henda ansi marga jassrokkara. Hljóðfæraleikurinn á plötunni er ótrúlega vandaður og góður. Hann gerist varla mikið betri. Enda ekk- ert til plötunnar sparað. í fréttat- ilkynningu sem fylgdi eintakinu mínu segir að ef plata væri ein- göngu miðuð við sölu hér heima þyrfti hún að seljast í 12.000 ein- tökum, 12.000 stykki! Yfirsýn er öllu heilsteyptari plata en Mezzo- forte 4. En það gæti reynst erfitt verk að velja lag á litla plötu, því erfitt er að benda á eitt lag öðru fremur sem setja ætti á litla plötu. Yfirsýn er sælgæti fyrir alla jassrokkara og yrði ég ekki hissa ef þetta yrði mest selda plata Mezzo á lslandi. Það er varla nauðsynlegt að hvetja fólk til að mæta á tón- leika Mezzo í Háskólabíói þann 16. og ef ekki verður húsfyllir skal ég éta húfuna mína. JVS Poppbókin JVS og 8827-2412 8827-2412, Sæunn Guðmundsdótt- ir, sendi mér ófagrar línur í Þjóðvilj- anum síðastliðinn föstudag þar sem henni finnst ég hafa farið heldur ó- mjúkum höndum um bók Jens Kr. Guðmundssonar: Poppbókin. í fyrsta sæti. Eina svaraverða atriðið í bréfi hennar er. spurningin hvar ég hafi, fengið þá hugmynd í höfuðið að fyrsti kafli bókarinnar „Bítlagarg og- pön- krokk“ eigi að segja 20 ára sögu ís- lenskrar dægurtónlistar. Því er auðsvarað. Aftan á bókarkápu stend- ur: „Poppbókin rekur sögu poppsins frá því að Hljómar hófuieril sinn“. Þar sem margumræddur kafli er sá eini sem segir einhverja sögu túlkaði ég það svo, að hann ætti að segja þessa sögu. Það er á þeim grunni sem ég met hann og segi að hann sé lélegur og rýr í roðinu. Poppbókin er uppfull af fróðleiksmolum en það er engin skipuleg mynd á þeim. Eigi kaflinn „Bítlagarg og pönkrokk” eins og Sæ- unn segir að „gefa upp örfá stikkatriði til að lesandinn geti sett ýmsa aðra kafla í bókina í sögulegt samhengi" er hann ekki nægilega ýtarlegur til að setja eitt né neitt í samhengi. Annars stendur allt óhaggað í rit- dómi mínum, örð Sæunnar hafa engu breytt. Merkingarlausum aðdróttun- um hennar í minn garð ætla ég ekki að svara en sé hún þeirrar skoðunnar að ég hafi ekki lesið bókina áður en ég skrifaði dóminn, hann sé barnalegur og ég illa lesandi þá skora ég á hana að taka sér penna í hönd og rökstyðja sitt mál. Því annars verður að líta á þessar dyigjur marklausar með öllu. Af minni hálfu er þessum orðaskiptum lokið uns hún hefur fært rök fyrir að- dróttunum sínum í minn garð. I0.12.’83, Jón Viðar Sigurðsson, 5183-5794.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.