Þjóðviljinn - 16.12.1983, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 16.12.1983, Qupperneq 3
. 1 t r'.-i r/n < r» < Föstudagur 16. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3' Dagvistir spítalanna Sóknarfólk fær ekki inni „Það er sárt að horfa upp á þessa mismunun gagnvart félögum Al- þýðusambandsins þegar horft er til þess að Alþýðusamband íslands hefur í tvennum síðustu kjara- samningum beitt sér sérstaklega fyrir uppbyggingu dagvistarheimil- anna“, sagði Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir formaður Starfsmann- afélagsins Sóknar í samtali í gær. Um alllangan tíma hefur það viðgengist á sjúkrahúsum þar sem eru dagvistarheimili fyrir starfs- menn, að Sóknarfólk hefur ekki komið sínum börnum í gæslu held- ur aðeins faglærðir starfsmenn spít- alanna. Aðalheiður sagði að þess væru dæmi, m.a. af Kópavogshæli, að laus pláss væru til staðar vikum og mánuðum saman en samt væri Sóknarfólkinu synjað um að koma börnum sínum þar fyrir. „Afsökun forráðamanna þess- ara stofnana er auðvitað sú að nóg sé af fólki til að gegna okkar störf- um en erfiðara að fá til starfa þá sem hafa einhverja fagmenntun. En þá gleymist hins vegar að ef ófaglærðra starfmanna nyti ekki við væri stofnunum eins og Kleppi og Kópavogshæli, svo einhverjar séu nefndar, ekki haldið gangandi. Hér er auk þess um jafnréttismál á milli starfshópa að ræða og okkar krafa er einungis sú að fá að sitja við sama borð og aðrir starfsmenn spítalanna“, sagði Aðalheiður að síðustu. - v. Frekleg mismunun að Sóknarfólk skuli ekki hafa aðgang að opinberum dagvistum, segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. Ljósm. eik. Fjárlagaumrœðan: Fær Iðnrekstrar- sjóður leiðréttingu? Við 2. umræðu um fjárlaga- frumvarpið fyrir 1984 gagnrýndi Hjörleifur Guttormsson harðlega þann gífurlega niðurskurð sem er á framlagi til Iðnrekstrarsjóðs sam- kvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinn- ar. Iðnrekstrarsjóður er helsti þróunar- og nýsköpunarsjóður iðnaðarins og var ákveðið að efla hann verulega með löggjöf sem Al- þingi samþykkti 1980. A fjárlögum 1983 fékk Iðn- rekstrarsjóður 16.6 m.kr. og nem- ur ráðstöfunarfé hans í ár 26 milj- ónum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir 1984 eru sjóðnum aðeins ætl- aðar 5 miljónir króna, sem nánast jafngildir því að leggja sjóðinn nið- ur, enda lét Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra að því liggja sl. haust að flytja ætti verkefni hans til annarra aðila. Engin stefnumörk- un né tillaga um fjárveitingar hefur þó komið fram af hálfu ráðherrans, en sem svar við ádrepu Hjörieifs á þingi í fyrrakvöld lýsti Sverrir því yfir, að hann væri horfinn frá hug- myndum um skipulagsbreytingar á Iðnrekstrarsjóði í bili og myndi freista þess að fá framlag til hans hækkað verulega fyrir þriðju um- ræðu um fjárlögin. Raunar stað- hæfði ráðherrann að hann ætlaði að gera mun betur við sjóðinn og þau verkefni sem honum er ætlað að sinna en fráfarandi ríkisstjórn. Stjórn Iðnrekstrarsjóðs telur fjárþörf næsta árs miðað við reynsl- una í ár og starfsreglur sjóðsins vera nálægt 45 miljónir króna og er það svipað og framlag ríkissjóðs ætti að verða samkvæmt lögum um sjóðina. Það er því ljóst að iðnað- Kvennaframboðið í Reykjavík Áskortm Kvennaframboðið í Reykjavík hefur skorað á Alþingi að sjá til þess að fastafulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum greiði at- kvæði með tillögu Svíþjóðar og Mexíko um frystingu kjarnorku- vígbúnaðar. arráðherra þarf að taka á honum stóra sínum til að leiðrétta eigin axarsköft varðandi sjóðinn, því að í frumvarpinu er talan aðeins litlar 5 miljónir. Hér dugar því ekkert minna en „ótrúlegt afrek“ af hálfu iðnaðarráðherra milli umræðna um fjárlögin. X LJOÐHUS Laufásvegi 4 Sími 17095 Totra í Glettingi Hý bók eftir Málfríði Einarsdóttur Málfríður Einarsdóttir vann að þessari sögu síðustu ár ævi sinnar og hafði lokið henni nokkru áður en hún lést. í bókinni segir frá stórbrotnum búskap þeirra hjóna Auðna og Tötru á höfuðbólinu Gleiðru í Glettingi. Sá búskapur er bæði fornlegur og nýtískulegur enda starfa að honum fjórar kynslóðir. Tötra gerist hinn mesti búskörungur en Auðni ætlar að bjarga heimin- um, og gerist margt með ólíkindum á höfuðbólinu. Skáldskapur, raunsæi og ævintýri blandast hér sam- an, og ekkert lát er á ritsnilld höfundarins. Enn er til dálítið af öllum fyrri bókum Málfríðar. _ Einar Kárason Þar sem djoflaeyjan ris „Hin nýja skáldsaga Einars Kárasonar er skemmti- legasta íslenska skáldsagan sem ég hef lengi lesið ... allar þessar mörgu persónur verða sjálf- stæðir og lifandi einstaklingar sem mann dauðlang- ar að kynnast enn betur. . . Ég trúi ekki öðru en læsir íslendingar noti nú tækifærið þegar það gefst og fyigist með frá byrjun . . .“ Sveinbjörn I. Baldvinsson, Morgunblaðinu „Frásögnin er iðandi af lífi, krafti og fjöri; málfarið frumlegt, óhefiað og lífrænt. Höfundur hefur sótt á brattann og færist nú meira í fang en áður. Metnað- urinn augsýnilega nægur.“ Matthías V. Sæmundsson, DV „I þessari sögu tekst Einari Kárasyni mætavel upp við ætlunarverk sítt. Hann kallar fram lifandi mynd af fjölskrúðugu mannlífi sem ekki er alltaf eftir hversdagsnótum góðborgarans." Gunnlaugur Ástgeirsson, Helgarpóstinum „En skemmtileg er þessi saga og fjörið gott í frásögninni, söguramminn fyllist greiðlega af húsum, pollum, lykt, Ijósi og fólki... verður gaman að fylgjast með því hvað höfundur gerir næst við þá súpu sem nú kraumar glatt á hans hlóðum.“ Árni Bergmann, Þjóðviljanum Mál cjefumcjóðarbœkur og menning

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.