Þjóðviljinn - 16.12.1983, Síða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. desember 1983
Samtök prentiðnaðarmanna í Bretlandi
skiljanlega þraut við það, sam-
tökin voru dæmd í hálfrar miljón
punda sekt, sem er langhæsta
sekt sem getur um í Bretlandi.
Að auki voru allar eigur félagsins
teknar eignarnámi til bráða-
birgða, til að tryggja greiðslur.
Hægrisinnuð Forstjóra-
samtök að baki
Harðneskja og staðfesta
prentsmiðjueigandans í Warring-
ton kom flestum á óvart. Miklu
stærri aðilar höfðu áður átt í svip-
uðum deilum við prentara og
látið deigan síga, þrátt fyrir hin
nýju lög, enda verkalýðssamtök
prentiðnaðarins allra félaga best
skipulögð og samstæðust í vinnu-
deilum. Nú hefur hins vegar
komið í ljós að bak við hinn stór-
huga prentsmiðjumann frá Warr-
ington standa Forstjórasamtökin
bresku (Institute of Directors),
afskaplega hægri sinnað lið, sem
um hríð hefur verið að leita að
einhverjum til að láta reyna á hin
nýju lög í orrahríð við verkalýð-
inn. Warrington fyrirtækið er
lítið á mælikvarða breska prent-
iðnaðarins og því ekki erfitt fyrir
auðkýfinga Forstjórasamtak-
anna að bæta eigandanum tjón ef
illa færi.
Ekki er enn ljóst hvernig fer.
Breska Alþýðusambandið hefur
heitið stuðningi sínum, en hefur
þó heldur dregið lappirnar. Al-
þjóðasamtök prentiðnaðar-
manna hafa ennfremur lofað að
komi til allsherjarverkfalls
starfsfélaga sinna í Bretlandi
muni þau koma í veg fyrir að
breskir prentsmiðjujarlar fái
verkefni sín unnin í öðrum
löndum. Erfitt er að segja um úr-
slit deilunnar, en þó er ljóst að
tapi verkalýðshreyfingin eru
samtök prentiðnaðarins ekki ein-
ungis gengin fyrir ætternisstapa
heldur er Ijóst að hin nýju lög
munu óspart verða notuð til að
beygja breskt verkafólk að vild
þeirra sem eiga völd og auð.
Berjast fyrir lífi
Skærur og á stundum
blóðug átök hafa átt sér
stað milli þúsunda prentara
á verkfallsverði og harðvít-
ugs lögregluliðs undan-
farnar vikur, og eru nú að
snúast upp í átök um ný-
legar lagasetningar íhalds-
stjórnarinnar sem skerða
verulega verkfallsrétt.
Komið hefur í Ijós að hin
hægrisinnuðu Forstjóra-
samtök eru einn helsti hvat-
inn á bak við herferðina
gegn verkalýðssamtökum
prentiðnaðarins, sem ný-
lega voru dæmd í hæstu
sekt sem um getur í sögu
breska réttarkerfisins, fyrir
að neita að gegna fyrr-
nefndum lögum. Um miðja
síðustu viku létu svo dóm-
stólar taka eignarnámi allar
eigur samtakanna, eftir að
þau neituðu að greiða sekt-
irnar.
Verkfallsréttur skertur
Eitt af helstu kosningaloforð-
um íhaldsflokksins var að
minnka stórlega verkfallsréttinn,
og því marki var náð með laga-
setningum fyrir síðustu kosning-
ar. Hvers kyns samúðaraðgerðir
verkafólks sem ekki er beinn aðili
að vinnudeilum eru nú ólöglegar,
verkfallsverðir mega ekki vera
fleiri en sex til að minnka þrýsting
á verkfallsbrjótum, og fyrirtæki
sem verða fyrir fjárhagstjóni
sökum samúðarverkfalla geta nú
krafið viðkomandi verkalýðsfé-
lag um skaðabætur. Þrátt fyrir
lögin hefur enginn atvinnurek-
andi fyrr en nú treyst sér til að láta
reyna á lögin, sem verkalýðs-
hreyfingin hefur lýst vantrausti á,
og leiðtogar hennar margir látið
uppi að þeir séu reiðubúnir til að
gista dýflissur Hennar Hátignar
fremur en virða þau.
Blóðug átök
Upptök núverandi deilu voru
tiltölulega léttvæg. Minniháttar
prentsmiðjueigandi í Warrington
braut samkomulag við samtök
prentiðnaðarmanna um að með-
limir þeirra ættu forgang að at-
vinnu. Boðað var til verkfalls og
þegar prentsmiðjueigandinn lét
sér ekki segjast komu þúsundir
prentara hvaðanæva að úr Bret-
Íandi til verkfallsvörslu og nánast
lokuðu fyrirtækinu þrátt fyrir
blóðug átök við geysifjölmennt
lögreglulið. Eftir fjölmenna
verkfallsvörslu um skeið leitaði
eigandi prentsmiðjunnar á náðir
hinna nýju laga, og til að byrja
með voru samtök prentiðnaðar-
manna sektuð um 50 þúsund
pund og skipað að draga meðlimi
sína af verkfallsverði. Þessu
neituðu samtökin eins kurteis-
lega og unnt var, og boðuðu þess í
stað til samúðarverkfalla í Fleet
Street þar sem blómi hinna
bresku dagblaða er til húsa, en
sínu
þau höfðu haft uppi ekki mjög
diplómatískt andóf gegnum
prenturum í þessu máli.
Að þessu loknu voru samtökin
dæmd í aðra sekt, 150 þúsund
pund, og í skjóli hinnanýju laga
létu nú forkólfar Fleet Street til
skarar skríða og kröfðust þriggja
miljón punda skaðabóta fyrir
framleiðslutap meðan á samúð-
arverkfallinu stóð.
Ekki hefur enn komið bilbugur
á prentara, þeir svöruðu Fleet
Street með því að boða til nýs
verkfalls og neituðu enn að borga
sektina. Þolinmæði dómstólanna
Helgi Ólafsson skrifar um skákeinvígin
Jafntefli í 10. skák Riblis og Smyslovs:
Ribli í sömu stöðu og Kortsnoj
Ungverska stórmeistaranum
Zoltan Ribli tókst ekki að færa
sér í nyt ávinning þann sem
venjulega hfýst af því að stjórna
hvítu mönnunum þegar 10. ein-
vígisskák þeirra félaga var tefld í
London í gær. Smyslov var
aldrei í neinni hættu og eftir að-
eins 30 leiki varð Ribli að sætt-
ast á jafntefli enda bauð staðan
ekki upp á neinar vinningstil-
raunir.
Ribli bíður nú sama erfiða verk-
efni og Viktor Kortsnoj, hann þarf
að vinna báðar skákirnar sem eftir
eru til að eiga möguleika á áfram-
haldandi þátttöku í áskorenda-
keppninni. Staða hans er harla
vonlítil þegar litið er til þess að
Smyslov hefur hingað til haft yfir-
burði á flestum sviðum skáklistar-
innar.
Skákin í gærkveldi var sennilega
ein sú tilþrifaminnsta í einvíginu.
Ribli komst ekki upp með neinn
moðreyk og þurfti að grípa til stór-
felldra uppskipta til að vega á móti
þrýstingi Smyslovs eftir hinni hálf-
opnu a-línu. Hann forðaðist að
lenda í verri stöðú en vinnings-
möguleika fann hann að sama
skapi enga.
10. einvígisskák:
Hvítt: Zoltan Ribli
Svart: Vasily Smyslov
Grunfelds-vörn
1. Rf3!
(Ribli fetar í fótpor Napóleons sem
ávallt lék öðrum riddara sinna fram
í fyrsta leik. Þetta er tuttugasta ein-
vígisskákin sem tefld er í London
og jafnframt sú fyrsta sem hefst
ekki á drottningarpeðsbyrjun.)
1. .. Rf6
2. g3 d5
3. Bg2 g6
4 . e4 c6
5. b3 Bg7
6. Bb2 0-0
7. 0-0 Bg4
8. d4 Re4
9. Re5 Be6
10. f3 Rd6
11. cxd5 cxd5
12. Rc3 Rd7
(Enn einu sinni hefur Smyslov
sloppið út úr byrjuninni með prýðis-
tafl. Ribli neyðist nú til að veikja
peðastöðu sína, sem ekki kann
góðri lukku að stýra þegar teflt er
gegn Smyslov).
13. f4
(Eftir 1. Rxd7 Dxd7 stendur svartur
síst lakar að vígi.)
13. .. Rf6
14. Dd2 Rfe4
15. Rxe4 Rxe4
16. Db4 Dd6!
17. Da4
(Ekki 17. Dxb7 Hfb8 18. Dc6 Bxe5
og svartur vinnur mann.)
17. ..Hfc8
18. Hac1 Db6 20. Hfe1 Db5
19. e3 a6 21. Dxb5 axb5
abcdefgh
(Tvípeðið er fremur styrkleiki í
þessari stöðu, því það gefur svört-
um möguleika á að sækja eftir a-
línunni. Smyslov hefur teflt byrjun-
ina óaðfinnanlega.)
22. Hxc8+
(Ribli stefnir beint á uppskipti og
þar með algera einföldun stöðu-
nnar. Á þessari taflmennsku hans
má ráða að hann hafi ekki gert sér
ýkja miklar vonir fyrir skákina.)
22... Hxc8
23. Hc1 Hxc1 +
24. Bxc1 Bf5
25. Ba3 f6
26. Rd3 e6
27. Bf1 Rc3
28. Rc1 Bb1
29. Kf2 Rxa2
30. Bxb5 Rxc1
- og keppendur sömdu um jafn-
tefli.
Staðan eftir 10 skákir.
Vasily Smyslov 6 - Zoltan Ri-
bli 4.
11. skák einvígisins verður tefld
á laugardaginn og þá hefur Smysl-
ov hvítt.
Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins
Jólaglögg
• 'T
•Wísv- / .. W .mm
f 'w
Íb* ** %
■m *e*'- VrJ
h ^ f
f m íi öyH
Graham
Sigurgeir
Haraldur
p.s.: Hver verður leynigesturinn í jói-
asveinaham?
Æskulýðsfylkingin býður alla velkomna á sína árlegu jóla-
glögg í flokksmiðstöoinni að Hverfisgötu 105 laugardaginn
17. des. kl. 20.30.
Margt verður til skemmtunar, m.a. mun Graham Smith leika
lög af nýútkominni plötu sinni KALINKA. Honum til aðstoðar
verður Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari. Haraldur Jóns-
son mun fara með gamanmál. Margt annað verður til gam-
ans gert og að sjálfsögðu verður boðið upp á jólaglögg og
piparkökur gegn vægu gjaldi.
Mætum stundvíslega og fjölmennum!
SkemmtinefndÆFAB