Þjóðviljinn - 16.12.1983, Page 12

Þjóðviljinn - 16.12.1983, Page 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. desember 1983 Halldór Porsteinsson vélvirki Fœddur: 23. júlí 1912 Dáinn: 11. desember 1983 í dag er til moldar borinn frá Fossvogskirkju vinur minn og frændi, Halldór Þorsteinsson. Hann lést á Landspítalanum hinn 11. des. síðast liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þor- steinn Þorsteinsson Mýrmann frá Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu og Guðríður Guttormsdóttir frá Stöð í Stöðvarfirði, föðursystir mín. Halldór var fæddur að Óseyri í Stöðvarfirði hinn 23. júlí 1912 en þar bjuggu foreldrar hans. Halldór ólst upp við hin hefðbundnu sveitastörf þess tíma; en síðar, um tvítugsaldur, stundaði hann sjó á bát föður síns. Hann stundaði nám við Alþýðuskólann á Hvítárbakka veturinn 1930-’31 og Héraðs- skólann í Reykholti 1931-’32. Næstu vetur var Halldór farkenn- ari á ýmsum stöðum á landinu en settist síðan að á Akranesi þar sem hann átti heima í aldarfjórðung. Hann stundaði nám við Iðnskólann á Akranesi og hlaut meistararétt- indi í vélvirkjun 1946 og pípulagn- ingum 1952. Halldór tók mikinn þátt í félags- málum á Akranesi, var meðal ann- ars formaður Iðntóðs Akraness og í stjórn Sósíalistafélagsins þar. Einnig má nefna að hann skrifaði greinar í ýmis blöð. Árið 1935 kvæntist Halldór eftir- lifandi konu sinni, Rut Guðmunds- dóttur frá Helgavatni í Þverárhlíð, en kynni þeirra hófust er þau voru saman við nám í Héraðsskólanum f' Reykholti. Rut er dóttir sæmdar- hjónanna Guðmundar Sigurðs- sonar og Önnu Ásmundsdóttur. Halldór og Rut fluttu til Kópavogs árið 1962 og bjuggu þar til ársins 1980 er þau fluttu til Reykjavíkur. Þau eignuðust tvo syni, hina mestu efnismenn, Sigurð Rafnar og Birgi Ellert. Eins og sjá má, af því sem þegar er sagt lagði Halldór gjörva hönd á fjölbreytileg störf á lífsleiðinni - og eru þau þó ekki öll talin. Égtel slíkt gæfu hverjum mannL Þeim sem kynnast fáum störfum og fáu fólki hættir til að verða einsýnir og þröngsýnir. Hinir öðlast víðsýni og skilning. Þeir verða umburðar- lyndir við þá er þeir mæta á lífsleið- inni, jafnt samherja sem andstæð- inga, þeir skilja og fyrirgefa. Hall- dór var í hópi þeirra síðarnefndu. Þótt stutt væri á milli heimila okkar Halldórs í æsku beggja urð- um við aldrei leikfélagar, til þess var aldursmunur of mikill. En það æxlaðist svo til að er ég var ellefu ára gamall gerðist Halldór lærifaðir okkar þriggja frændsystkina einn vetur á heimili foreldra minna. Er ég hugsa til þessa vetrar á námsferli mínum dáist ég að því hve mjúkum höndum hann tók á ýmsum brell- um okkar og uppátækjum - við skynjuðum smán okkar þeim mun betur eftir á. Hann hafði sannar- lega hið rétta skaplyndi til að um- gangast börn og unglinga. Arin liðu. Eg var við nám í Reykjavík en Halldór og Rut áttu heima á Akranesi. Á þeim árum þótti það mikið fyrirtæki að fara í jóla- eða páskaleyfi austur á land. Það fór því svo að ég eignaðist mitt annað heimili á Akranesi. Frá sam- verustundunum á hinu yndislega heimili Halldórs og Rutar á Sunnu- braut 22 á ég ógleymanlegar endur- minningar. Þá skipti aldursmunur ekki lengur máli. Halldór átti mörg áhugamál og var með afbrigðum hagur maður, bæði til orðs og handa. Og svo var hann vandvirkur að allt sem hann lét frá sér fara var óaðfinnanlegt. Ég minnist þess sérstaklega - það var að mig minnir 1962 - að hann flutti í útvarpinu frásöguþátt frá Hítardal. Þessi þáttur mun hafa orðið kveikja að nokkrum fleiri þáttum sem fluttir voru, sem fram- hald hans, undir heitinu Við Fjalla- vötnin. Ég undraðist tungutakið og myndvísina. Sá með augum og heyrði með eyrum það sem hann sagði frá. Margur háskólaborgari hefði verið fullsæmdur af tungutaki hans. Veikindi þau, er urðu Halldóri að aldurstitla, áttu sér nokkurn að- draganda. Það mun hafa verið fyrir um það bil tveim mánuðum að við hjónin komu á heimili hans og Rut- ar að Stóragerði 34. Þá var hann í helgarleyfi frá Landspítalanum. Hann var máttfarinn.en að öðru leyti hress. Þá lét hann eftirfarandi orð falla: „Ég he'f svo mikið að gera að ég má ekki vera að því að vera veikur“, og brosti við. Þessi orð Iýstu honum vel, bjartsýni hans og athafnaþrá. Hann átti svo margt ógert. En þó munu að baki þessara orða hafa búið beiskja sárindi, bit- urleiki gagnvart óblíðum örlögum sem hann fékk ekki spornað gegn. Hann vissi áreiðanlega hvert stefndi. Hann bar veikindi sín með stakri karlmennsku og fékk í þess- ari vorúausu baráttu styrk frá hinni hugrökku og ástríku eiginkonu sinni sem vék vart frá honum uns yfir lauk. Við hjónin vottum Rut, sonum þeirra og öðrum vandamönnum dýpstu samúð okkar. Þau hafa mikið misst. Flosi Sigurbjörnsson. Við fráfall Halldórs Þorsteins- sonar, vélvirkja frá Akranesi, vil ég flytja fram fáein þakklætis- og kveðjuorð. Kynni okkar Halldórs hófust um miðjan sjötta áratuginn og þróuð- ust í djúpstæða vináttu fljótlega, sem hefur staðið alla tíð. Ég var beðinn um að fara í framboð fyrir Alþýðubandalagið í Borgarfjarð- arsýslu 1956 og menn sögðu hér í Reykjavík: Farðu upp á Akranes og hittu Halldór Þorsteinsson. Það var veganestið. Litlu síðar knúði ég dyra á Sunn- ubrautinni og Rut tók á móti mér. Eftir miklar góðgerðir kallaði Hall- dór saman fund í stofu sinni og þeg- ar var byrjað að skipuleggja barátt- uaðferðirnar. Halldór afhenti mér lista yfir kjósendur, sem hann taldi vera í vafa. Þú átt að heimsækja þetta fólk, sagði Halldór, rabba við það, koma því á rétta braut og drekka hjá því kaffi. Siggi og Ár- sæll geta farið með þér. Þetta var upphafið að 12 ára þátttöku minni í félagsskap og pólitísku starfi meðal fólks á Akranesi og í Vesturlands- kjördæmi. Þetta er eitt eftirminni- legasta tímabil ævi minnar, og því hef ég orð á því nú, þegar Halldór Þorsteinsson er allur, að hann á einn stærstan hlutann í minningun- um, sem koma upp í hugann frá þessu tímabili gleði, athafna og sigra. Ég lærði mikið og þroskaðist á þessu tímabili undir handarjaðri Halldórs Þorsteinssonar. Það vil ég nú þakka á skilnaðarstundu. í réttarhöldunum út af 30. mars óeirðunum tókst ekki að sanna að þær hefðu verið skipulagðar af „þjóðinni“ á Þórsgötu 1. Vegna þessa sönnunarskorts varð Hæsti- réttur að haga orðum í forsendum sínum á þann ógleymanlega hátt að segja „að þar hefðu orðið samtök í verki á staðnum". Þessi lýsing Hæstaréttar kemur mér nú í hug, er ég minnist þess kjarna samvalinna félaga með Halldór Þorsteinsson í fararbroddi, sem samtaka stóðu að pólitísku verki á staðnum í Vestur- landskjördæmi og á Akranesi á því tímabili, sem ég nefndi áðan. Að öðrum ólöstuðum var það fimmmannanefndin svokallaða, þeir Halldór Þorsteinsson, Halldór Backman, Sigurður Guðmunds- son, Ársæll Valdemarsson og Þórður Valdemarsson. Með þess- um mönnum tókst einlæg persónu- leg vjnátta, svo birtu stafaði af í allar áttir og í verki voru þeir hamhleypur og mjög samtaka. Énn stendur félagsheimilið Rein sem minnissvarði um þá félagslegu'og pólitísku grósku, sem dafnaði í kringum þessa menn. Halldór Þor- steinsson er fyrstur kallaður úr þessum hópi og ég veit að ég tala fyrir munn þeirra allra, þegar hon- um nú eru fluttar þakkir og kveðj- ur. Eitt var það í fari Halldórs Þor- steinssonar,. sem einkenndi hann öðru fremur, en það var kröfu- harkan. Hann krafðist þess og hélt því fram sem kenningu, að sósíal- isti ætti að vera til fyrirmyndar í hvívetna: Þannig" væri hægt að þekkja þá úr. Ekki beitti hann þessari kenningu aðeins gagnvart öðrum, heldur miklu fremur gagnvart sjálfum sér, og voru vin- sældir hans og virðing á vinnustað hjá-Þorgeir og EUert lýsandi dæmi þess. Halldór Þorsteinsson var vand- aður maður til orðs og æðis. Hann var einarður í skoðunum og fastur fyrir en m j ög vel vilj aður og glaður í vinahópi. Ég votta Rut mína innilegustu samúð, en hún á fullan hlut í þakk- læti mínu á þessari kveðjustund, þegar ég minnist góðra daga og heimili hennar og Halldórs stóð mér ævinlega opið. Það er huggun harmi gegn fyrir Rut, eins og okkur félaganna, að minningin lifir um góðan dreng. - Ingi R. Helgason Ár líða hratt. Ég hefi heyrt þeirra vœngjaslög út yfir eyðisanda, inn yfir heiðadrög. Hvað varða mig, vœngjaslög tímans hvað varðar mig sólarlag. Guðmundur Böðvarsson Þessi stef hafa oft komið upp í huga mér nú þessar síðustu vikur og daga, meðan vinur minn Hall- dór Þorsteinsson hefur verið að berja nestið, og nú kvatt okkur vini sína. Maður er alltaf að kveðja vini sfna, og eftir því sem árin líða, kveður maður fleiri og fleiri hinstu kveðju. Mikið sakna ég þín Hall- dór. - Ógn var tómlegt að koma heim til þín, þegar þú varst þar ekki lengur. Stóllinn þinn auður, dautt í pípunni þinni og penninn lokaður. En hvað varðar mig vængjaslög tímans, hvað varðar mig sólarlag. Ég er þakklát fyrir árin sem ég hef átt þig og Rut að vinum og það breytist ekkert. Þið verðið á ykkar stað í vitund minni. Halldór Þorsteinsson var fæddur á Óseyri við Stöðvarfjörð 23. júlí 1912. Foreldrar hans voru þau hjónin Guðríður Guttormsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson. Þó Halldór sé fæddur Austfirðingur og alinn þar upp, er hann í mínum huga fyrst og síðast Skagamaður. Á Akranesi lifði hann sín mann- dómsár, hér átti hann heimili sitt með henni Rut Guðmundsdóttur frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borg- arfirði, og hér uxu drengirnir þeirra Sigurður og Birgir úr grasi. Það var mikil missa fyrir okkur Skagamenn þegar Halldór og Rut, ásamt Halla Bach. og Hönnu Ásu og Sigga, ásamt fjölskyldum þeirra, tóku sig upp og fluttu til Reykjavíkur. Það lá við að maður elti. Þessar fjölskyldur voru svo sameinaðar og samtaka að maður nefnir þær oftast saman. Þetta fólk bar að stórum hluta uppi starf sósí- alískrar hreyfingar á Akranesi. Voru forsvarsmenn hreyfingarinn- ar í bæjarfélaginu, og þau áttu stærstan hlut að byggingu Reinar, sem nú er félagsheimili Alþýðu- bandalagsins á Akranesi, og gegnir stóru hlutverki í samkomuhaldi Akurnesinga. Það var Halldór sem valdi heimilinu nafn, úr íslands- klukkuHalIdórsLaxnessog í minn- ingu Jóns Hreggviðssonar, hins fræga snærisþjófs á Skaga. Hann fékk Ragnar Lár. til að teikna mynd af Jóni, sem prýðir salar- kynniReinar, og það eru margir sem eiga myndina í eftirprentun. Halldór var einn af gömlu kommunum og virtur-sem slíkur. Hann lét aldrei af hugsjón sinni. Hann er eini maðurinn sem ég þekki, sem taldi sig ekki hafa efni á því að vinna eftirvinnu og hann neitaði alltaf allri slíkri vinnu. Hann vildi eiga stundir fyrir utan hið daglega strit. Stundir sem hann gæti helgað áhugamálum sínum og hugsjónum. Hann var vélsmiður að mennt og vann sem slíkur, lengst af á Akranesi. Eftir að hann fór til Reykjavíkur, vann hann við verslunarstörf, lengst af hjá syni sínum Birgi. Halldór var gleðinnar maður, ég man aldrei eftir að hafa hitt hann öðru vísi en glaðan, og fullan af áhuga á líðandi stund. Síðast þegar ég sá hann, þegar augljóst var orð- ið hvert stefndi með hérvistardaga hans, brá hann enn á glens og var fullur áhuga á málefnum dagsins. Heimili þeirra á Akranesi var miðstöð félags og menningarlífs. Áður en Rein var byggð, var allt félagslíf sósíalista á loftinu hjá þeim í svokallaðri baðstofu. Þar voru sýndar myndir frá MÍR, og það eru margir sem muna eftir barnamyndum sem sýndar voru þarna, og á sunnudögum voru margir barnaskór í ganginum hjá Rut. Einnig stóð Halldór að því þegar sovéskir listamenn komu til Iandsins að fá þá upp á Skaga og voru þetta oft hinar stærstu stundir! í fábrotnu menningarlífi bæjarins, og oft var veisla á eftir heima hjáj þeim hjónum. Halldór og Rut voru unnendur fagurra bókmennta og Halldór kunni langa kafla úr sögum Hall- dórs Laxness og það var ekki ör-i grannt um að bæði hreimur og mál-, far hans væri í ætt við þennan hinn sama skáldskap. Ég held ég hafi engan heyrt fara betur með texta eftir Halldór Laxness en einmitt hann. Sumar sem leið las hann upp kafla úr Sjálfstæðu fólki á kvöld- vöku austur á Laugarvatni þar sem við áttum saman orlofsdvöl á veg- um Alþýðubandalagsins. Öllum bar saman um að lestur hans hefði verið frábær. Sumarið þar áður héldum við upp á sjötugs afmælið hans á Laugarvatni í samskonar orlofsdvöl. Þá voru haldnar skálar- ræður með hamingjuóskum, en auðvitað var hann skemmtilegastur og dansaði við okkur vinkonur sínar charleston af sinni alkunnu list. Annars var Hall- dór vanari því að halda veislur fyrir aðra. Það var ósjaldan þegar ég kom til Reykjavíkur og heimsótti þau hjónin, að hann spurði mig hvort ég þyrfti ekki að halda veislu hjá þeim, og alltaf játti ég því og valdi gestina líka, sem alltaf voru þeir sömu, Halli og Hanna, Ása og Siggi. Annað hvort voru þetta mat- arveislur eða upp á súkkulaði og kökur. Síðasta veislan var upp á saltkjöt og baunir stuttu áður en Halldór fór alfarinn á sjúkrahús. Meðan þau voru á Akranesi hafði ég það fyrir sið að ef að hjá mér dvöldu gestir sem ég vildi gera glatt í geði, fór ég með þá til Halldórs og Rutar. Það var einmitt yfir súpudisk heima hjá þeim Halldóri og Rut meðan þau voru á Akranesi, að stofnaður var bókmenntaklúbbur, hann hefur lifað nú yfir tuttugu ár, án þess nokkur viti hver stjórni honum, við komum bara saman og njótum bókmennta. Sumir stofn- endur eru reyndar horfnir yfir móðuna miklu, en aðrir hafa kom- ið í staðinn. Halldór kom nokkrum sinnum uppeftir til að vera með okkur og einu sinni fórum við suður til þeirra. Síðast þegar Hall- dór kom vorum við að minnast Þórleifs heitins Bjarnasonar rithöf- undar, sem var einn af stofnendum klúbbsins. Halldór hafði mikið yndi af ferðalögum, og ferðaðist mikið. Sérstaklega sótti hann að ám og vötnum. Hann undi sér vel á heiðum uppi og út við sjó. Á síð- ustu árum átti hann margar ferðir norður að Reykjum á Reykja- strönd, þar sem Birgir sonur hans ásamt fleirum eiga ítök í jörð. Þarna veiddi hann sjóbirting við ströndina og sótti í Glerhallarvík fágæta steina. Veiðiferðir að ám og vötnum fórum við saman, mörg sumur- við hjónin með börn okkar og Halldór og Rut. Þetta er með skemmtileg- ustu bernskuminningum barna minna og þar átti Halldór stærstan hlut. Sum uppátæki hans voru skringileg, en öll til að auka á gleði og fjölbreytni þessara ferða. Við töluðum oft um það að fara saman á grasafjall fram á Arnarvatns- heiði, en sú ferð er því miður ennþá ófarin. En hver veit nema----- Halldór, vinur minn, hver minn- ing um þig er tregablandin, en líka full af gleði yfir að hafa átt þig að vini og félaga og ég mun halda áfram að koma heim til ykkar Rut- ar og hverfa á vit minninganna um Þig- Blessaður sértu og blessuð veri hún Rut og allir ástvinir þínir. Þakka þér fyrir allt. Vertu sæll. Bjarnfríður Leósdóttir Fáum mun hafa dottið í hug í þeim fjölmenna hópi vina og ætt- ingja er heimsóttu þau hjónin að Laugarvatni á sjötugsafmælinu fyrir rúmu ári, að svo væri stutt að leiðarlokum þessa glæsilega og lífsglaða afmælisbarns, er lék á als oddi við að taka á móti heilla- óskum mikils fjölmennis, á þeim tímamótum, er hjá flestum er lokið önn dagsins og venjulegu ævistarfi. Allir sem þekktu Halldór vissu þó mæta vel, að sxst af öllu mundi þessi starfsglaði og atorkusami maður hugsa til að setjast í helgan stein og halda að sér höndum, því auðvitað getur maður, sem unnið hefur hörðum höndum allt frá barnæsku við hin ólíkustu störf, bæði við sjó og í sveit, í litlu þorpi og í skarkala höfuðborgarinnar alltaf fundið sér verðugt verkefni huga og handar, er fullnægt gæti athafnaþrá og vinnugleði hins hressa og hraust- lega sjötuga manns, sem ellin virt- ist eiga svo langt í land með að beygja, jafnvel þó æviárum fjölg- aði enn um tugi. - En margt fer öðruvísi en ætlað er, því í byrjun marsmánaðar kenndi hann fyrst þess sjúkdóms er eigi var í mann- legu valdi að ráða bót á, en einnig þeim örlaga dómi tók Halldór með stakri rósemi og karlmennsku, svo sem vænta mátti eftir hans skap- gerð. Halldór var fæddur á Stöðvar- firði, sonur Þorsteins Mýrmanns bónda og kaupmanns þar, og konu hans Guðríðar Guttormsdóttur prests Vigfússonar, merkra og val- inkunnra heiðurshjóna. Var heimilið fjölmennt, systkinin 7 auk vinnufólks, óg þó eigi hafi verið þar auður í garði, hafa uppeldisskilyrð- in verið slík, að ættgöfgi og góðar

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.