Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 1
Ingibj örg Haralds- dóttir skrifar um SkilaboðtilSöndru. Sjá bls. 8 desember fimmtudagur 294. tölublað 48. árgangur Öflug sprenging varð í Áburðarverksmiðjunni sl. sumar Tugþúsundir Reykvíkinga gætu orðið eiturgufunni að bráð Hér blasir Reykjavíkurborg við Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi (Ijosm.: Magnús). „Stöðug ógnun" segir slökkviliðsstjóri og fyrrum verkfrœðingur Áburðarverksmiðjunnar „Starfsemi áburðarverksmiðjunnar er stöðugógnunviðnágrenni sitt bæði vegna sprengi- og eiturhættu. Skipulagningu þéttbýlis í minni fjarlægð en þegar er í Kleppsholti tel ég varhugaverða og æskilegast að landrými í kringum verksmiðjuna yrði tekið til ann- arra nota (kirkjugarða o.s.frv.)." Svo segir í greinargerð Rúnars Bjarnasonar slökkviliðsstjóra til Borgarskipulags Reykjavíkur 4. júní 1980 um hugsanlega byggð á Grafarvogssvæðinu. Þess má geta að Rúnar þekkir málið vel þar sem hann var verkfræðingur hjá Áburðarverksmiðjunni áður en hann varð slökkviliðsstjóri. „Hér hafa oft orðið smá sprengingar í gegnum árin. Nú síðast í sumar er leið, varð svo öflug sprenging að jörð skalf. Þess vegna óar okkur starfsmönnum að minnsta kosti að hafa þennan ammon- íaktank hér alveg við verksmiðjuna. Ef hann rifnar í sprengingu fullur af ammoníaki sleppum við trauðla lifandi. Auk þess má benda á, að ef tankurinn spryngi fullur af ammoníaki og vindátt væri þannig, að legði yfir Reykjavík og nágrenni, þá væri útilokað að bjarga tugþúsundum manna sem yrðu fyrir eiturgufunni", sagði starfsmaður Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi til fjölda ára í samtali við Þjóðviljann. Þessi sami maöur sagði að áhöfn á norsku skipi sem flytur ammoní- ak hefði ekki átt orð yfir staðsetn- ingu stóra tanksins í Gufunesi. Þeir sögðu að hvar sem þeir kæmu að áburðarverksmiðju eins og þessari væru ammoníaktankarnir hafðir langt frá verksmiðjunum, vegna þeirrar miklu sprengjuhættu sem er í áburðarverksmiðjum af þeirri gerð sem er í Gufunesi. Þá sagði hann, að fyrir mörgum árum hefði sprungið öryggisloki á einum af minni tönkunum. Amm- oníakgufuna lagði yfir járnsmíða- verkstæðið og skrifstofubygg- inguna. Menn þustu að sjálfsögðu útúr húsunum og í skjól. Einn mað- ur, sem var seinn fyrir, veiktist vegna þessa. Þá gat starfsmaðurinn þess, að oft kæmi fyrir smáleki á ammoníaki og oft yrðu smáspreng- ingar í Áburðarverksmiðjunni, en um þetta væri aldrei getið, enda allt reynt sem hægt er til að fela þetta. Hann sagði að hættulegast við allt þetta væri, að ekki þyrfti mjög stóra sprengingu í verksmiðjunni til þess að stóri ammoní- ak-tankurinn rifnaði. Sú sprenging þyrfti alls ekki að valda skaða ann- arsstaðar en í verksmiðjunni. En ef stór sprenging yrði, vissu allir hvað gæti gerst og til væru áætlanir um neyðarhjálp hjá Almannavörnum ef svo illa færi. Nefndi hann sem dæmi sprengingu, sem varð í sams- konar verksmiðju og hér er, í Finn- landi fyrir allmörgum árum, sem lagði allt í rúst á fleiri kílómetra svæði umhverfis verksmiðjuna. Einnig nefndi hann annað nýrra dæmi, 2ja ára eða svo, þegar skip lestað kjarna sprakk í Bandaríkj- unum og lagðí höfnina og hafnar- svæðið þar í rúst. - S.dór. Neyðarástand hjá þúsundum húsbyggjenda Fá ekki lánín fyrír áramótin Algjört neyðarástand hefur nú skapast hjá þúsundum húsbyggj- enda og kaupenda, vegna þess að húsnæðislán frá Landsbanka ís- lands, og fólk átti von á núna um jólin, verða sum hver ekki afgreidd fyrr en langt er Hðið á janúarmán- uð 1984! Ástæðan er gífurlegur fjöldi sk. viðbótarlána, sem ríkis- stjórnin hafði lofað í síðasta lagi til útborgunar fyrir áramótin. Starfs- menn veðdeildarinnar anna hrein- lega ekki afgreiðslu lána Húsnæðis- stofnunar á tilsettum tíma. „Álagið er slíkt á starfsmönnum Veðdeildar Landsbankans að fólk sem er tilbúið með alla pappíra með lánsumsókninni í dag fær lánið sitt ekki greitt út fyrr en í fyrsta lagi 10.-15. janúar á næsta ári. Venju- lega hafa liðið 2-3 dagar þar til greiðsla fer fram", sagði Jóhannes Jónsson hjá Veðdeild Landsbanka íslands í gær. „Ráðherrarnir gáfu um það yfir- lýsingar í haust, að viðbótarlánin yrðu afgreidd í síðasta lagi fyrir áramót. Þær yfirlýsingar voru gefn- ar án þess að kanna áður hvort við einfaldlega hefðum tíma til að af- greiða allar lánsumsóknirnar", sagði Katrín Atladóttir, forstöðu- maður Byggingarsjóðs ríkisins, í samtali ígær. „Starfsmennhjáokk- ur hafa unnið hér alla daga vikunn- ar fram yfir miðnætti og það er loks nú að við sjáum fyrir endann á okk- ar vinnu. 4.700 manns sóttu um viðbótarlánin og áttu rétt á að fá þau ekki fyrr en undir miðjan janú- ar", sagði Katrín ennfremur. „Það má marka álagið á okkur þessa dagana af því að við höfum þurft að afgreiða um 6000 lánsum- sóknir í desembermánuði einum, sem er svipaður fjöldi og við af- greiðum á heilu ári undir venju- legum kringumstæðum", sagði Katrín Atladóttir hjá Húsnæðis- stofnun. „Ég skil vel gremju þeirra fjöl- mörgu húsbyggjenda og kaupenda sem hafa gert sínar áætlanir og treyst á útborgun húsnæðislánanna á tilsettum tíma en fá svo þau svör að greiðsla fari ekki fram fyrr en í janúar. Starfsmenn Veðdeildar- innar hafa verið allir af vilja gerðir til að hraða afgreiðslum lána sem mest þeir mega, en þrátt fyrir að við höfum bætt við fjölda fólks hér síðustu dagana höfum við hrein- lega ekki komist yfir að anna fleirum en raun ber vitni", sagði Jóhannes hjá Veðdeild Lands- bankans að síðustu. Ef verksmiðjan springur: Neyðar- áœtlun Almanna- varna Almannavarnír Reykjavík- ur gera ráð fyrir að alvaríeg sprenging geti orðið í Áburð- arverksmiðjunni í Gufunesi, sem ógnað gæti Rey kjavík og nágrenni. Þess vegna er til fullkomin áætlun um hvernig beri að bregðast við í slfku til- felli, sagði Guðjón Petersen, forstöðumaður Almanna- varna ríkisins. í samtali við Þjóðviljann i gær. Gvðjón sagði, að fyrst eftir að verksmiðjan var reist hafi sprengihættan verið margfalt meiri en nú og þá raunar verið mikil, en þótt hættan hafi far- ið minnkandi sé hún fyrir hendi enn og þess vegna er þessi áætlun til. Þá sagði Guðjón, að nú væri verið að senda út frétta- bréf Almannavarna þar sem skorað er á sveitarfélög og kaupstaði að láta fara fram hættumat í byggðarlögunum. Fyrir Reykjavfk kemur hætt- an af Áburðarverksmiðjunni inní það dæmi. -S.dór. Friðarblys- förin á morgun Friðarblysfðrin gegn kjarnorku- vá verður farin á morgun frá Hlemmi kl. 17.30. Gengið verður niður á Lækjartorg. 10 friðarhreyfingar og hópar á íslandi standa fyrir þessari blysför.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.