Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNlFimmtudagur 22. desember 1983 Elliðaárnar. Laxveiði inni í miðri borg. Sjá veiðimann í ánni. Ljósm. | Einar Hannesson. Einar Hannesson:____________ LaxveiðUögin og nýting laxins í viðtali um veiðimál við Úlfar Antonsson, líffræðing, í Þjóðvilj- ann í gær, koma fram slíkar fullyrð- ingar og ýkjur, sem að mínum dómi ná ekki nokkurri átt frá hendi starfsmanns Rannsóknarráðs ríkis- ins. Því vildi ég gjarnan mega fjalla um tvö atriði í viðtalinu, þar sem ég tel að þau skapi alranga mynd af veiðimálum hjá lesendum blaðs- ins, sem ekki eiga þess kost að þekkja til í þessum málaflokki. Lögin sem leggja skal af „Við höfum nú laxveiðilög upp á 84 síður. Þau mætti einfalda niður í eitt ákvæði sem fæli í sér að að ioknu veiðitímabili sé nægur hrygningarstofn í ánum“, segir Úlfar Antonsson. Hér er nú „Jóns sterka“-lega mælt. Laxveiðilögin eru aðeins 23 blaðsíður og skiptast í eftirfarandi kafla: Orðaskýringar, Um veiði- rétt, Um skrásetningu veiðivatna, merkingu veiðarfæra og veiði- skýrslur, Um friðun lax- og göngu- silungs, Um friðun vatnasilungs, Um veiðitæki og veiðiaðferðir, Um fiskvegi og aðra mannvirkjagerð í veiðivötnum, Um veiðifélög, Um klak- og eldisstöðvar ríkisins og fiskeldi, Um innflutning á lifandi fiski og hrognum, Um álaveiðar, Um stjórn veiðimála og eftirlit, Um Fiskræktarsjóð og styrkveit- ingar til fiskræktar, Um matsgerðir og skaðabætur, Refsiákvæði og réttarfar og Niðurlagsákvæði. Nokkru seinna í viðtalinu ræðir ÚA um bann við laxveiði í sjó, en það sé atriði sem styrki fiskeldi (hafbeit). Samkvæmt áðurnefndri tillögu hans ber að fella þetta ákvæði niður!, því það er að finna í laxveiðilöggjöfinni. Hver er afkastagetan? Þá er næst að víkja að því, þar sem ÚA gerir kröfu um nýtingu á laxveiðiánum í samræmi við afkast-. agetu þeirra. Þar tekur hann Ell- iðaár og heimfærir þær sem módel fyrir allt landið og fær út að afla- verðmæti hefði getað orðið 15 milj- ónum króna meira 1982, ef nýting- in hefði verið í samræmi við kröfur hans. Hér er hreystilega mælt. En hver á að sjá um að kröfunni hans ÚA sé fullnægt, ef engin lög eru í gildi? Einræðisherra? Á hinn bóginn hvað Elliðaárnar snertir í þessu efni. Það vita allir kunnugir, að mun færri stengur hafa verið not- aðar í Elliðaám við veiðar en laxa- stofn ánna veitir rétt til samkvæmt reglum um stangafjöldaákvörðun. Fyrr á árum þegar lax var tekinn og fluttur á efri hluta Elliðaánna, gilti það fyrirkomulag að ákveðinn hluti laxagöngunnar var tekinn úr kistu og honum slátrað. Síðan var þessu hætt vegna þrýstings og óska frá veiðimönnum. Hins vegar hef- ur stangafjöldi aukist nokkuð frá því sem hann var áður. Það hlýtur því að framanrituðu að liggja ljóst fyrir, að ekki er hægt að alhæfa fyrir landið með nýting- una í Elliðaám í huga, eins og ÚA gerir. Skylda að stofna veiðifélag Löggjöf um lax- og silungsveiði, sem hér er gerð að umtalsefni, er ákaflega góð, svo sem þar er þvf slegið föstu, að laxastofn í viðkom- andi vatnakerfi sé sameign allra þeirra, sem land eiga að því svæði í ánum, sem laxinn fer um. Og til þess að koma í veg fyrir að ofnýting eigi sér stað, og ekki síður hitt að opna möguleika á að tryggja eðli- legt viðhald og aukningu fisk- stofnsins, þurfi að vera fyrir hendi samstaða allra hlutaðeigandi; sem sé að hafa félagsskap um veiði og ræktun. Um 150 veiðifélög eru í landinu og taka þau til straum- og stöðuvatna. Þá er að nefna einn aðaltilgang laganna, en það er að jafna veiði milli veiðieigenda. Hin félagslega framkvæmd hefur reynst happadrjúg fyrir laxveiðimálin og er vandséð að annað fyrirkomulag henti betur í þessu efni. Jöfnun laxveiði Eins og fyrr greinir, er megintil- gangur laxveiðilaganna að koma í veg fyrir ofveiði og jafna veiði milli veiðieigenda. Neta- og stangveiði er háð lagafyrirmælum um útbún- að og fjölda neta, ársfriðun, viku- friðun, friðun hluta ár, hámarks- fjölda stanga og daglegan veiði- tíma í á þar sem eingöngu er veitt á stöng, svo helstu atriði laganna séu nefnd. Um 70 af hundraði laxveiði hér á landi hefur um árabil verið veidd á stöng, en hitt í net. Að telja laxinn í árnar hefur ver- ið draumur og ósk margra, því að vitneskjan um það veitir m.a. möguleika á að nýta á bestan hátt laxastofninn. Ef það tekst að leysa þetta mál, verður t.d. unnt að auka veiðiálag í ánum, þegar vissa er fengin fyrir því, að verulegur fjöldi fiska sé genginn í viðkomandi veiðivatn umfram það sem leyfður stangafjöldi er miðaður við. Sér- fróðir menn telja að það sé áka- flega breytilegt frá einni á til ann- arrar, hve mikið þurfi að vera eftir í ánni til að hrygna svo að vel sé séð fyrir fullri nýtingu á framleiðs- lugetu vatnasvæðisins. Gjörnýting laxastofns Gjörnýting á laxastofni til veiði er engan veginn einfalt mál í fram- kvæmd. Þar kemur mikið við sögu félagslegur þáttur, svo sem sú ósk veiðimanns að jafnaðarlega sé mikið af fiski í ánni eða að ekki sé of þröngt setinn bekkur við veiðarnar. Þá er í sambandi við gjörnýtingu á laxastofni hlutur netaveiði erfitt mál úrlausnar vegna stefnu laga um jöfnun veiði milli veiðieigenda. En netaveiði á laxi fer fyrst og fremst fram á svo- nefndum blönduðum svæðum, þ.e. árkerfum þar sem bæði er veitt á stöng og í net, Hvítá í Borgarfirði og Ölfusár-Hvítársvæðinu í Árnes- sýslu, en netaveiðin fer fram á neðri hluta þessara árkerfa. Þess má geta til fróðleiks, að s.l. 20 ár hefur um það bil helmingur af heildarveiði á laxi á vatnasvæði Hvítár í Borgarfirði verið veiddur í net en hitt fengist á stengur í þver- ám Hvítár. Frávik einstök ár eru ekki teljandi. Þarna virðist því vera býsna gott jafnvægi á blönduðu svæði, hvað veiðiaðferðir snertir. Samkvæmt lögum er gert ráð fyrir að ráðherra geti leyft kistuveiði. Ýmsir hafa bæði fyrr og síðar talað um að þvergirða ætti á og koma fyrir kistu til að geta haft fulla stjórn á öllu saman. Slík fram- kvæmd er vissulega útilokuð í stór- fljótum landsins og bæði erfið og kostnaðarsöm mjög víða vegna mikilla vatnavaxta, sem koma í árnar. En fyrst og síðast er þetta félagsleg ákvörðun í veiðifélagi. 16. desember 1983. Einar Hannesson Happdrœtti á Siglufirði Yinnmgar Dregið hefur verið í Happdrætti framkvæmdanefndar um byggingu Dvalarheimilis aldraðra á Siglu- firði. Eftirtalin númer komu upp: 2433 utanlandsferð frá Toyota- umboðinu í Kópavogi, 4787 ferða- vinningur frá Samvinnuferðum Landsýn, 4265 málverk eftir Ragn- ar Pál, 2105 málverk eftir Birgi Schiöth, 2925 málverk eftir Arnar Herbertsson, 1031 málverk eftir Gylfa Ægisson, 3543 málverk eftir Höllu Haraldsdóttur, 1015 mál- verk eftir Sveinbjörn Blöndal, 1003 Cosy-stóll, 4416 helgarferð frá Siglufirði til Reykjavíkur fyrir tvo, 4293 Nilfisk ryksuga, 7502 Nil- fisk ryksuga, 4928 baðvaskur frá Marble Ore, 8103 útvarps- og ka- settutæki, 4879 gasgrill, 7608 síma- kommóða, 3454 stálborðbúnaður fyrir sex, 4340 vikudvöl í orlofs- heimili Vöku á Illugastöðum í ág- úst 1984, 8566 brauðrist og 4116 flugfar fyrir tvö Akureyri- Siglufjörður. Mikil bók um merk samtök Ungmennafélag íslands varð 75 ára á sl. ári. I tilefni af því hefur nú komið út á vegum UMFÍ, vönduð bók, „Ræktun lýðs og lands", tekin saman af Gunnari Kristjánssyni. Er þar rakin á skilmerkilegan hátt saga þessara merku samtaka. Bókin skiptist í 12 meginkafla: 1. Skipulag UMFÍ. 2. Húsnæði og starfsfólk. 3. Fjármál samtakanna. 4. Útbreiðsla hreyfingarinnar. 5. Baráttu- og stefnumál. 6. Stórir póstar í starfi. 7. Af öðrum verk- efnum. 8. Merki UMFÍ og íþrótt- irnar. 10. í samvinnu við önnur samtök. 11. Þeir settu svip sinn á hreyfinguna. 12. Verkefni á afmæl- isári. Ungmennafélag íslands var jstofnað á Þingvöllum 2.-4. ágúst 1907. Mættu þar 7 fulltrúar frá 4 ungmennafélögum en stofnfélögin voru 7: UMF. Akureyrar, UMF Reykjavíkur, UMF. Skriðuhrepps í Eyjafirði, UMF. Reynir á Ár- skógströnd, UMF. Öxndæla, UMF. Dagsbrún í Höfðahverfi og UMF. Morgunstjarnan á Fljót- sdalshéraði. Fyrstu stjórnina skipuðu: Jóhannes Jósefsson glím- Ræktun Ivdsc fXý'y | v"z, V''. % M 6 1*42 ■ Ungmennaféiag islands75 ára 1907-1982 Gunnar Kristjánsson tók sarrian ukappi, síðar eigandi Hótel Borg- ar, formaður, Guðmundur Guð- laugsson ritari, Árni Jóhannesson gjaldkeri. í varastjórn voru kjörn- ir: Helgi Valtýsson, Jakob Ó. Lár- usson og Þórhallur Bjarnason. Nú er félögin í UMFÍ orðin 203 og fé- lagsmenn rúm 25 þús. Ekki höfðu samtökin starfað nema í 2 ár er þau gengust fyrir landsmóti í íþróttum. Var það haldið á Akureyri 1909. Nokkuð dofnaði yfir mótahaldi um skeið en síðustu áratugi hafa þau verið fast- ur liður í starfi Sambandsins og jafnan vakið alþjóðarathygli. Árið 1909 hóf UMFl að gefa út rit sitt Skinfaxa. Fyrstu ritstjórarn- ir voru Helgi Valtýsson og Guð- mundur Hjaltason. Árið 1911 tók Jónas frá Hriflu við ritstjórninni en ritnefnd skipuðu Ágúst Jósefsson, Guðbrandur Magnússon og Tryggvi Þórhallsson. Jónas gegndi ritstjórninni í 7 ár. Margar greinar hans í Skinfaxa á þessum árum hafa orðið sígildar. í þeim lagði hann grundvöllinn að margþættu skipu- lagi, sem í sumum greinum hefur enst fram á þennan dag. Forgöngumenn UMFÍ dreymdi stóra drauma um samtökin. Þau áttu að verða forystuafl í sókn þjóðarinnar til menningarlegs, efnahagslegs og stjórnarfarslegs sjálfstæðis. Og það hafa þau verið í reynd. Úr röðum þeirra hafa kom- ið fjölmargir þeir menn sem staðið hafa í fylkingarbrjósti í framfara- sókn þjóðarinnar á öllum sviðum. Þar fengu þeir sitt félagslega upp- eldi. Þaðan höfðu þeir það vegarn- esti, sem best hefur reynst í barátt- unni. Hér er ekki rúm til að rekja efni þessarar bókar. Ungmennafélögin hafa jafnan sinnt margháttuðum menningar- og framfaramálum og öllum er þeim gerð skil í þessari bók. Hún er því mikil og góð heim- ildasaga en um leið hvatning til þess að halda áfram á sömu braut því aldrei þrýtur verkefnin. Um 350 myndir eru í bókinni, ýmist svarthvítar eða í lit. Útlit innsíðna sá Leturval um, kápusíðu Arnar Guðnason. Um- brot, filmu- og plötugerð: Prent- þjónustan hf. Setning og offset- prentun: Guðjón Ó. hf., Bókfell hf. sá um bókbandið. Þessi bók á ekki aðeins erindi til allra ungmennafélaga heldur einn- ig og engu síður til þeirra, sem álengdar standa. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.