Þjóðviljinn - 12.01.1984, Page 3
Fimmtudagur 12. janúar 1984 ÞJÓÐVILJÍNN — SÍÐA 3
Kröfugerð BSRB við ríkisvaldið
Vilja sama kaupmátt
og á síðasta ársfjórðungi
15 þúsund króna dagvinnulaun
í kröfugerð BSRB, sem lögð
verður fram á samningafundi með
fulltrúum ríkisins kl. 17.00 í dag, er
gert ráð fyrir 15 þúsund króna lág-
markslaunum og að kaupmáttur
frá 1. febrúar verði ekki minni en
hann var í upphafi síðasta ársfjórð-
ungs 1983.
Samkvæmt heimildum Þjóðvilj-
ans er kröfugerðin efnislega svo-
hljóðandi:
1) Þegar í stað verði bættur
hlutur þeirra sem við lökust kjör
búa og við það miðað að enginn
hafi dagvinnulaun undir 15 þúsund
krónum á mánuði. Hluti kjarabóta
að þessu marki mætti felast í
breytingum án beinnar hækkunar
launastigans, t.d. með hröðun upp-
færslu sérstaklega milli lægstu
launaflokka BSRB, hækkun barn-
abóta og tekjutryggingar lífeyris-
þega, neikvæðum tekjuskatti og
hækkun skattleysismarka við
álagningu tekjuskatts og útsvars.
2) Frá 1. janúar 1984 verði
kaupmáttur ekki minni en í upp-
hafi síðasta ársfjórðungs 1983.
Þann kaupmátt skal síðan tryggja
með grunnkaupshækkunum á
þriggja mánaða fresti.
3) í tengslum við kjarasamninga
samtaka launafólks við ríkið,
sveitarfélög og aðra atvinnurek-
endur, beiti ríkisstjórnin sér fyrir
því að lögum um tekjustofna
sveitarfélaga verði breytt á þann
veg að vextir og verðbótajráttur
vaxta vegna verðtryggðra íbúða-
lána, komi til frádráttar tekjum við
álagningu útsvars á árinu 1984.
Þá eru í kröfugerðinni ákvæði
um að samningurinn falli úr gildi.ef
stjórnvöld geri breytingar á ákvæð-
unum og að hann gildi frá 1. janúar
1984.
Samninganefndafundur með að-
ilum verður haldinn kl. 17.00 í dag.
-«g
TUlagan felld í
viðræðunefhd
Húsaleigustyrkir og BSRB
Forystumenn Bandalags jafnaðarmanna með afmælistertuna á fundinum í gær.
Starfsmenn álversins:
Yerkfall 27. janúar
10 félög starfsmanna álversins í
Straumsvík hafa samþykkt heimild
til trúnaðarráða um boðun verk-
falls 27. janúar n.k. 2 félög, Rafiðn-
aðarsambandið og Verslunar-
mannafélagið halda fundi um verk-
fallsboðunina í dag.
Félög starfsmanna í álverinu
hafa ætíð haft samflot í samninga-
gerð við fsal, og hafa samninga-
umleitanir nú staðið yfir án nokk-
urs árangurs frá því í september.
Samkvæmt heimildum Þjóðviljans
krefjast starfsmenn þess m.a. að
endurheimta kaupmáttinn frá
1982. Ef verslunarmenn og rafiðn-
aðarmenn samþykkja heimild til
boðunar verkfalls í dag, og það
kemur til framkvæmda 27. janúar,
mun það taka til uni 500 manna.
-ÁI
Hefði verið í fyrsta sinn sem verkalýðs-
samtök bœru fram slíka kröfu hérlendis
Fjórar nýjar myndavélar voru keyptar í upptökusal Sjónvarpsins á síðasta ári.
Sjónvarpið:
Mikið um truflanir
Tíu manna viðræðunefnd BSRB
felldi tillögu forystumanna samtak-
anna um að taka inn í kröfugerð-
ina, að ríkisstjórnin beitti sér fyrir
sérstöku framlagi úr ríkissjóði til
leigjenda íbúðarhúsnæðis með
hliðsjón af reglunum um það efni í
nágrannalöndum okkar.
Samkvæmt upplýsingum Þjóð-
viljans mun tillagan hafa verið flutt
af Kristjáni Thorlacius formanni
BSRB og Haraldi Steinþórssyni
framkvæmdastjóra samtakanna.
Þjóðviljanum barst í gær frétta-
tilkynning frá Leigjendasamtökun-
um þar sem virðist gert ráð fyrir því
að tillagan yrði borin uppi af hinum
fjölmennu launamannasamtökum.
Þar segir að stjórn Leigjendasamt-
akanna fagni tillögunni. „Þetta er í
fyrsta skipti sem verkalýðssamtök
hér á landi hafa sett þessa kröfu
fram, þótt húsaleigustyrkir séu al-
gengir í nágrannalöndunum og hafi
verið lengi.
Leigjendur eru að stærstum
hluta það fólk sem verst hefur orð-
ið úti vegna lögboðinna kjara-
skerðinga valdhafa.“
En eins og áður sagði er þessi
krafa ekki í núverandi kröfugerð
BSRB, eftir að tillagan var felld á
fundi viðræðunefndar í fyrradag.
-óg
Myndtruflanir hafa verið áber-
andi í sjónvarpinu undanfarið.
Menn hafa tckið eftir að myndir
hafa átt það til að dökkna snögg-
lega, einnig hafa verið rákir í út-
sendingu, fyrir utan stöðvanir á út-
sendingu einhverra hluta vcgna.
Þjóðviljinn hafði samband við
Eyjólf Valdimarsson, yfirverk-
fræðing hjá Sjónvarpinu og sagði
hann að þarna væri ekki um að
kenna að tækjakostur þeirra væri
úreltur. Dekkingin sem stundum
er á myndum er til komin vegna
vanstillingar í mixer, sem ekki er
gamall.
Eyjólfur sagði að ástandið í tækj-
abúnaði sjónvarpsins væri nokkuð
gott þótt ekki væri hægt að segja að
þeir væru á grænni grein. Atak var
gert í endurnýjun tækja á síðasta
ári. Þá fékk Sjónvarpið 12 milljónir
til þeirra mála og fór eitthvað fram
úr þeirri upphæð. í ár er ætluð
sama upphæð í tæki en þar af fara 3
milljónir í greiðslur vegna fyrra
árs. Eftir eru því aðeins 9 milljónir.
Fjórar myndavélar voru keyptar
í stúdíóið á síðasta ári. Hver vél
kostaði þrjár milljónir svo meira
var ekki hægt að gera fyrir fjár-
veitingu ársins.
„Við þurfum að borga tolla af
öllum tækjum. Það þýðir að við
verðum að margfalda verð hlut-
anna með 2,4 og hleypur verð þess-
ara dýru tækja upp úr öllu valdi
fyrir vikið.“
-jp
Bandalag jafnaðarmanna 1 árs í gœr:
uin forsætisráðherra
Þjóðaratkvæði
Fá tilefni til átaka á þingi í vetur
„Við núverandi aðstæður hafa
kjósendur ekki raunveruleg áhrif á
hvernig landinu er stjórnað. Þess
vegna leggjum við höfuðáherslu á
breytingu í stjórnkerfinu. Með því
að hafa þjóðaratkvæði að baki for-
sætisráðherra er möguleiki á trygg-
ingu fyrir því að helmingur kjós-
enda standi að baki starfandi ríkis-
stjórn,“ sagði Guðmundur Einars-
son þingmaður Bandalags jafnað-
armanna í gær.
Bandalag jafnaðarmanna á eins
árs afmæli um þessar mundir. Af
því tilefni hélt það blaðamanna-
fund í gær. Þar kom fram að ekki
eru fyrir hendi beinar upplýsingar
um fjölda flokksmanna en frétta-
bréfi, sem hefur komið út
mánaðarlega, er dreift til um 470
manns.
Upplýsingum til flokksmanna
hefur verið dreift með fréttabréf-
inu og einnig hafa vikulega verið
haldnir opnir þingflokksfundir.
Þeir hafa verið vel sóttir og hafa allt
upp í 35 manns verið þar saman
komnir. Fyrirhuguð er blaðaútgáfa
en ekki endanlega ákveðið í hvaða
formi hún verður.
Þingmenn Bandalagsins sögðu
fá tilefni hafa orðið til átaka á þingi
í vetur. En þegar færi gafst voru
þingstörf lífleg og finnst þeim þing-
menn utan stjórnar hafi veitt ríkis-
stjórninni jákvætt aðhald. „Það
hefur sýnt sig að í okkar stjórnar-
fyrirkomulagi er aðhald og eftirlit
verðugt hlutverk flokka utan
stjórnar," sögðu talsmenn Banda-
lagsins. Einnig telja þeir að fjöldi
flokka á þingi þurfi ekki að há
starfinu þar, heldur endurspegli
það einungis að skoðanir lands-
manna eru skiptar.
-jP