Þjóðviljinn - 12.01.1984, Page 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. janúar 1984
Vinna við tölvuskjái
Fósturlát
og
vansköpun?
í Bandaríkjunum og Svíþjóð
þykja frumrannsóknir benda
til þess að hætta sé á fósturláti
hjá konum sem vinna við
tölvuskjái. Þannig hefurt.d.
komið fram að á skrifstofum
bæjarfélags í Svíþjóð sé tíðni
fósturláta 80%, sem annars sé
um 15%. í tímariti opinberra
starfsmanna í Svíþjóð koma
þessar upplýsingar fram en
tekið er fram að enginn geti
með vissu sagt til um þessa
hættu, þarsem fullnægjandi
rannsóknir hafi ekki verið
gerðar.
í tímaritinu (SKTF-
tidningen) er sagt að á mörg-
um vinnustöðum í Bandaríkj-
unum hafi verið bent á aukna
tíðni fósturláta hjá konum
sem vinna við tölvusjái og að
vaxandi ótta gæti vegna þessa.
í blaðinu eru viðtöl við konur
sem hafa misst fóstur og unnið
við tölvuskjái.
Þá hefur komið fram að yfir
standi viðamikil könnun á
áhrifum þessarar skjávinnu á
fóstur í Bandaríkjunum og
nær hún til 5 til 7 þúsund
kvenna.
I síðasta hefti Vinnunnar er
einmitt fjallað um þessi vá-
legu tíðindi. Segir þar að frétt-
irnar hafi valdið ugg meðal
þeirra miljóna kvenna sem
vinna við tölvur.
-óg
Vilhjálmur Rafnsson lœknir
Vinnueftirlitinu:
Aðeins veikar grunsemdir
Ekki ástæða til viðvörunar, en vel fylgst með könnunum ytra
- Þær lauslegu athuganir sem
gerðar hafa verið í Kanada og
Bandaríkjumim gefa ekki tilefni til
að álykta með neinni vissu um að
vinna við tölvuskjái geti valdið fóst-
urláti eða vansköpun fósturs hjá
þunguðum konum, sagði Vilhjálm-
ur Raíhsson læknir hjá Vinnueftirliti
rikisins í viðtali vð Þjóðviljann fyrir
stuttu.
- Okkur er kunnugt um þessar
grunsemdir en þær eru mjög veikar
og það þarf ítarlega rannsókn til að
vita vissu sína í þessu efhi. Erfiðast
er að ná í nógu stórt úrtak sem þarf
til að fá vitneskju um raunverulega
hættu eða skaðleysi tölvuskjáa fyrir
þungaðar konur. Bandaríska
könnunin sem farin er af stað nær
væntanlega til um 7 þúsund kvenna
en í henni eru fleiri áhættuþættir
rannsakaðir en vinna við tölvuskjái.
- En við teljum hugsanlega hættu
ekki vera það mikla að það réttlæti
viðvaranir af okkar hálfu til kvenna
sem eru með banri og vinna við tölv-
uskjái. Það eru aðrir vinnustaðir
sem athygli okkar beinist máske
fremur að vegna hættu á fósturláti
og vanskapaðra fóstra. En hins veg-
ar fylgjumst við vel með þeim könn-
unum sem eru framkvæmdar og því
Sitthvað þykir benda til að vinna við
tölvuskjái geti valdið fósturláti þjá
þunguðum konum samkvæmt at-
hugunum sem gerðar hafa verið í
Kanada og Bandaríkjunum.
sem er að gerast í þessum málum
erlendis.
- Vinnueftirlitið er að vinna að
útgáfu leiðbeiningabæklings fyrir
fólk sem vinnur við tölvuskjái en
henni er oft samfara mikið álag á
sjónina og ekkert má út af bera við
vinnuaðstæður til að fólk fái vöðva-
bólgu og aðra slæmsku. Það þarf að
gæta vel lýsingar og fjarlægðar
o.s.frv., sagði Vilhjálmur Rafnsson
læknir. -óg
Þeir eru stórhuga hjá Samvinnutryggingum
Fossvogsskóli fékk
myndsegulbandstæki
vegna góðrar þátttöku nemenda í
átaki norræns umferðaröryggisárs
Norrænu umferðaröryggisári
lauk nú um áramótin. Nemend-
urfjölmargra grunnskóla unnu
að margs konar verkefnum um
umferðarmál sem ætlað var að
glæða áhuga þeirra og skilning
á auknu öryggi gangandi fólks
og þeirra sem farartæki nota.
Nemendur Fossvogsskóla í
Reykjavík voru í þessum hópi. Þar
voru unnin fjölmörg áhugaverð
verkefni og má sem dæmi nefna að
teiknuð var stór yfirlitsmynd af
Bústaðavegi og næsta nágrenni er
sýndi umferðarljós, biðstöðvar
strætisvagna, umferðaskilti, þver-
götur, gangbrautir og annað mark-
vert á leið vegfarenda. Einnig
könnuðu nemendurnir háttu öku-
manna á nokkrum stöðum í borg-
inni, t.d. notkun bflbelta og stefnu-
ljósa.
Sem viðurkenningu á því mikla
starfi sem nemendur Fossvogs-
skóla og foreldra- og kennarafélags
hans hafa unnið, bæði með mikilli
og árangursríkri fræðslu og í góðri
samvinnu við borgaryfirvöld um
umferðaröryggismál, ákváðu Sam-
vinnutryggingar g.t. að veita skól-
anum viðurkenningu í tilefni nor-
ræna umferðaröryggisársins.
Viðurkenningin, sem veitt var í
lok ársins, var myndsegulbands-
tæki og litsjónvarpstæki, hvort
tveggja af stærstu og fullkomnustu
gerð sem völ er á á markaðnum.
Tækin munu án efa verða skól-
anum til mikils gagns til marghátt-
aðrar fræðslu, ekki síst umferðar-
fræðslu, því að reynsla af ýtarlegri
umfjöllun og fræðslu um umferðar-
mál á norrænu umferðaröryggisári
í skólanum hefur sannað mikilvægi
slíkrarfræðslu. Þegarskólinn hefur
einnig eignast eigin upptökutæki,
verður unnt að fjalla um raunhæf
dæmi, tekin í daglegri umferð.
Viðurkenning Samvinnutrygg-
inga er glöggt dæmi um áhuga fé-
lagsins á því að leggja sitt af mörk-
um til að stuðla að auknu öryggi í
umferð.
f frétt frá Foreldra- og kennara-
félagi Fossvogsskóla segir að því sé
ljúft að þakka höfðinglega gjöf
Samvinnutrygginga til skólans og
að það líti svo á að hún sé viður-
kenning, fyrst og fremst veitt nem-
endum skólans sem með áhuga sín-
um hafi glætt skilning sinn og ann-
arra á þörfum bætts öryggis í um-
ferðinni. Félagið óskar þess að nú
sé hafið almennt umferðar-
öryggisár án nokkurs endis að
loknu Norræna umferðaröryggis-
árinu 1983.
- v.
Bruno Hjaltested, aðstoðarframkvæmdatjóri Samvinnutrygginga g.t., afhendir
Kára Amórssyni, skólastjóra Fossvogsskóla gjöflna frá Samvinnutryggingum.
Viðstaddir eru fulltrúi Foreldra- og Kennarafélags Fossvogsskóla, ftilltrúi náms-
stjóra og 2 deildarstjórar frá Samvinnutryggingum.