Þjóðviljinn - 12.01.1984, Side 12

Þjóðviljinn - 12.01.1984, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fiihmtudágur 12. janúar 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Bæjarmálaráðsfundur verður haldinn í Skálanum (Strandgötu 41) mánudaginn 16. janúar kl. 20.30. Fundarefni: 1) Málefni næsta bæjarstjórnarfundar. 2) Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar. 3) Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. - Stjórn bæjarmálaráðs. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Vinnuhópar bæjarmálaráðs 1. fundur vinnuhóps um verkalýðs- og atvinnumál verður haldinn ( Skálanum (Strandgötu 41) fimmtudaginn 12. janúar kl. 20.30. Fundurinn er öllum opinn. Mætið stundvíslega. - Stjórn bæjarmálaráðs. Alþýðubandalagið í Reykjavík Borgarmalarað ABR Borgarmálaráð Alþýðubandalagsins í Reykjavík heldur fundi sína alla miðvikudaga kl. 17 nema fundir séu afboðaðir. Formaður. Alþýðubandalagið í Reykjavík Árshátíð og þorrablot ABR Árshátíð og þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður laugar- daginn 28. janúar. Hátíðin verður haldin að Hverfisgötu 105 og hefst boröhald kl. 20.00. Veislustjóri: Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi. Skemmtiatriði auglýst síðar. Aðgöngumiðarnir eru komnir og eru þeir sem pantað hafa miða hvattir til að vitja þeirra á skrifstofu ABR við tækifæri. Alþýðubandalagsfélagar fjölmennið og tryggið ykkur miða á hátíðina í tíma. Þegar eru komnar fleiri pantanir en tala þeirra sem sóttu hátíðina 1 fyrra. Þá komust færri að en vildu. Aðgöngumiðar og miðapantanir á skrifstofu ABR. Síminn er 17500. - Skemmtinefnd ABR. Alþýðubandalagið í Kópavogi Árshátíð ABK heldur árshátíð sína í Þinghóli laugardaginn 4. febrúar nk. Skemmtiatriði og hressandi veitingar. Miðaverð aðeins 200 krónur. Allt stuðningsfólk velkomið. Nánar auglýst síðar. - Stjórn ABK. Alþýðubandalagið á Akureyri Árshátíð Árshátíð Alþýðubandalagsins verður haldin laugardaginn 21. janúar nk. í Alþýðuhúsinu og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Að vanda verður glæsileg skemmtidagskrá þar sem gleði, andríki, söngur og hljóðfærasláttur skipa öndvegi. Ræðumaður kvöldsins verður Vilborg Harðardóttir varaformaður Alþýðubandalagsins. Félagi Steingrímur og félagi Stefán munu verða gestir hátíðarinnar ef guð lofar. Hin gamalkunna hljómsveit Steingríms Stefánssonar leikur fyrir dunandi dansi mest alla nóttina. Miðaverð kr. 450.- Börn yngri en 12 ára fá ókeypis aðgang en aldurs- hópur 12-15 ára greiðir 200 krónur. Félagar, undirbúningsvinna er nú í fullum gangi. Auðveldið okkur hana með því að láta skrá ykkur til þátttöku sem allra fyrst; hjá Ragnheiði í síma 23397, Óttari í síma 21264 eða Guðlaugi í síma 23909. - Skemmtinefndin. Alþýðubandalagið Akureyri Áríðandi fundur með fulltrúaráði ABA verður haldinn í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, Akureyri, laugardaginn 14. jan. kl. 17.30. Allir AB-félagar sem áhuga hafa eru velkomnir. Verkalýðsmálaráð ABA er boðað til fundar á sama stað kl. 20.30 á sunnu- dagskvöld. Svavar Gestsson formaður AB mætir á báða fundina. - Stjórnin. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir desember mán- uð er 15. janúar. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið - , . , V ' . ,>••• • Sauðárkrókur Norðanfréttir Nokkur aukning varð á innlagðri mjólk hjá Mjókursamlagi Kaupfé- lags Skagfirðinga á s.l. ári. Ná- kvæmar tölur liggja þó enn ekki fyrir en ætla má að aukningin nemi 9-10%. Sala unninna mjólkurvara var tiltölulega jöfn og góð á árinu og stöðug aukning á sölu osta. Sam- dráttur varð hinsvegar á sölu ný- mjólkur og nemur hann rúmlega 2%. Samlagið er nú með í umboðs- sölu framleiðsluvöru annarra mjólkurvinnslustöðva. Hafði sala á þeim numið 1 milj. kr. íoktóberlok sl. Stórgripaslátrun Slátrun nautgripa og hrossa var með meira móti hjá Kaupfélagi Skagfirðinga í haust. Alls var slátr- að 814 nautgripum, þar af 330 áður en sauðfjárslátrun hófst, og nemur kjötið 105 tonnum. Að langmestu leyti voru þetta ungneyti og full- orðnar kýr„ í ágústmánuði var lógað 52 hrossum, flestum fullorðnum. Eftir að sauðfjárslátrun lauk var svo lógað 1019 hrossum. Af þeim voru folöld og tryppi 782. Alls var því slátrað 1071 hrossi, sem gerðu 120 tonn af kjöti. Búðafundir Kaupfélag Skagfirðinga hefur nú ákveðið að efna til svonefndra búðafunda. Eru þeir nýlunda í starfsemi félagsins. Tilgangurinn með þessum fundum er að gefa við- skiptamönnum færi á að korria á framfæri ábendingum sínum og skoðunum á þjónustu viðkomandi verslunar skemmstu leið til versl- unarstjórans og forráðamanns fé- lagsins. Ekki er meiningin að á þessu verði neitt þvingandi fundaform. Hver og einn getur komið á þeim tíma dags sem honum hentar, feng- ið sér kaffisopa og beint athuga- semdum sínum, ábendingum eða fyrirspurn munnlega eða skriflega til þess eða þeirra, sem fyrir svörum sitja. Fyrsti fundurinn er fyrirhugaður í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki miðvikudaginn 1. febrúar, í útibú- inu í Varmahlíð fimmtudaginn 2. febrúar og í útibúinu í Hofsósi fimmtudaginn 26. febrúar. Vöruflutninga „út að austanu Síðastliðið sumar keypti Kaupfélag Skagfirðinga öfluga bifreið með drifi á öllum hjólum. Er hún ætluð til vöruflutninga til útibúa félagsins í Hofsósi, Fljótum og Varmahlíð, auk flutninga til ein- stakra viðskiptamanna á svæðinu. Á mánudögum fer bílinn í Hofs- ós og raunar lengra ef flutningur er fyrir hendi, á fimmtudögum í Fljót- in ogáföstudögum í Varmahlíð. Pá er og hugmyndin að fara annan hvern þriðjudag til Siglufjarðar. Siglfirðingar eiga nokkur verslun- arviðskipti við Sauðárkrók. Það hefur þó torveldað þau að engir beinir flutningar hafa verið á milli þessara staða. í Varmahlíð er hægt að taka grasköggla á bílinn og flytja þá svo áfram með mánu- dagsferðinni. Þessir flutningar gera það að verkum að lítil þörf verður fyrir að geyma fóðurbæti í Hofsósi enda aðstaða þar óhæg til þess. í stað þess verða fóðurvörur fluttar með bílnum til bænda á svæðinu beint frá fóðurvörudeild félagsins á Sauðárkróki. Lágmarks magn heimflutts fóðurs er eitt tonn. Fóð- urvörupantanir þurfa að berast í síðasta lagi kl. 10 að morgni ferða- dags. Rekstrarráðgjöf Fyrir nokkru fékk Kaupfélag Skagfirðinga Hagvang hf. til þess að gera úttekt á rekstri kjötvinnslu félagsins. Skyldi með þeim hætti leitast við að auka á rekstrarhæfni hennar og bæta nýtingu í þágu bú- vöruframleiðslunnar. Athugun Hagvangs beindist bæði að vinnsl- unni sjálfri og bókhaldi. Að athug- un lokinni bentu Hagvangsmenn á eitt og annað, sem leitt gæti til aukinnar hagkvæmni og bætts reksturs til hagsbóta bæði fram- leiðendum og neytendum. íslensk ullarvöruverslun í Noregi Ung hjón frá Sauðárkróki, Sig- urður Þorvaldsson og Hallfríður Friðriksdóttir, hafa opnað íslenska ullarvöruverslun í bænum Stryn, sem er á Mæri í Noregi. Ekki ber á öðru en Norðmönnum líki vel við flíkurnar úr íslensku ullinni. Til að byrja með hafa þau hjón einkum lagt rækt við markaðssvæðið hið næsta sér, en hafa fullan hug á því að færa út kvíarnar smátt og smátt. -mhg Kattavinir breima“ 5? Fyrir loppu skjólstœðinga sinna „Það verður breimað á Borg- inni“ segir í fréttatilkynningu frá stjórn Kattavinafélagsins um hljómleika á Hótel Borg í kvöld, fimmtudag, sem hefjast kl. 21.00. Þetta er önnur tilraun kattavina í hljómleikahaldi til styrktar hús- byggingarsjóði félagsins og von- andi að hún heppnist (hvað sem formaður Músavinafélagsins segir), en fyrri tilraunin fauk út í buskann í óveðrinu í sl. viku. Þeir sem skemmta á Borginni í kvöld eru væntanlega yfirlýstir kattavinir, þau Róbert Arnfinns- son leikari, Skúli Halldórsson tónskáld, sönghópurinn Hálft í hvoru, Unnur Jensdóttir, Guðni Guðmundsson, hljómsveitin Aldrei aftur, Guðmundur Árna- son er hljóðmaður og kynnir Arn- þrúður Karlsdóttir. Aðgangs- eyrir er 190 kr. fyrir fullorðna og 90 kr. fyrir börn yngri en 12 ára. A FOLK AFERÐ! begar fjölskyldan lcrðast er mikilvægt að hver sé á sínum stað — með beltið spennt. mIumferðar WRÁÐ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.