Þjóðviljinn - 18.02.1984, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 18.02.1984, Qupperneq 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17. - 18. febrúar 1984 Brekkurnar roðna eins og feimnar heimasætur Birgir Svan Símonarson. Fótmál. Ljóð. Reykjavík 1983. Hér kennir ýmissa grasa. Hér er ljóð um „mjúkhentan skrifstofu- mann... með forhertan bindis- hnút“ með tilhlaupi til ádrepu sem ekki verður ýkja mikið úr. Líka eru pínuljóð, svo fáorð að engu má muna, í einu þeirra er dauðanum lýst með þessum orðum: „Stutt hlé vegna tæknilegra örðugleika". Ljóð ekki lengra, afgangurinn uppsetningaratriði. Ádrepa eða spekimál sitja ann- ars ekki í fyrrirúmi í þessu kveri, þótt ofmælt væri að segja að Birgir Svan sé nú með öllu frír við póli- tíska reiði. Að verulegu leyti eru þetta einskonar lífmögnunarljóð: Konaníplássinuekursínum barna- vagni sigri hrósandi, inn í vorið, T. S. Eliot Hjú- skapar- raunir og sekt Eliots Það er orðið algengt að sett séu saman leikrit um stórskáld ogi einkamál þeirra. Hér skal minnt ál tvö verk, sem hafa komið á fjalirn- ar í Reykjavíkurleikhúsunum og eru bæði eftir Syíann P. O. Enqu- ist: Annað um Strindberg, hitt umi H. C. Andersen. Nú færast fórnar-j lömb slíkra leikrita nær okkur fl tímanum: f London er farið að sýna leikrit eftir Michael Hastingsj sem fjallar um erfiðan hjúskap T.| S. Eliots nóbelsskálds og Vivienej Wood, Tom and Viv, heitir það. ! Hastings byggir verk sitt á dag-i bókum konunnar, sem fjölskyldaj hennar sendi á safn fyrir skömmu. Hjúskapur sá sem um ræðir stóðj frá 1915 til 1933 þegar Eliot yfirgaf konu sem „var að gera hann vit- Iausan“ að því er almannarómuri hermdi. Árið 1935 var Viviennej sett á geðveikrahæli með sameigin- legu átakí fjölskyldu hennar og skáldsins eiginmanns hennar. Hún átti þaðan ekki afturkvæmt og Eliot mun aldrei hafa heimsótt hana. Meginkenning leikskáldsins er sú, að Vivienne hafi verið „breytt í ekki-persónu“ eins og tíðkast í al- ræðisheimi Orwells. Gagnrýnir Guardian telur ekki vafa leika á því, að nóbelsskáldið og mágur hans hafi gert sig seka gagnvart konu, sem var að sönnu sérleg mjög í háttum, en fráleit nauðsyn að loka hana inni. Honum þykir samt sem of margt í leiknum sé byggt á líkum og óáreiðanlegum endurminningum nær níræðs bróður Vivienne Eliot - hér sé um að ræða hæpna blöndu staðreynda og skáldskapar um fólk sem er uppi nálægt okkar tíma. - áb sólín leysir fossa úr böndum, ástin nemur land á holdsins heitu mörk- um, konur rísa með glóð í augum upp úr drekkingarhyl sögunnar. Og þá er skemmtilegast að fylgj- ast með niðurstöðunum af þeirri viðleitni skáldsins að láta tvö til- veruskeið skerast, blandast, hrist- ast saman og vonandi njóta góðs hvort af öðru. Fjöllin taka upp háttalag unglinga á leið á sveita- ball. Ástarævintýrið er skák sem endar í dauðu jafntefli. Mynd- listarmaðurinn stendur í ástar- makki við brekkur og björk, íþrótt- ir eru stríð og stríð er þá sport. Lesandinn er að sönnu ekki jafn- sáttur við allar niðurstöðurnar. Honum finnst dæmi vandræða- skapur að tala um fallhamar brjóstsins á steðja niðurlœgingarinnar í kvæði þar sem tíðindum úr fram- leiðslunni og af mannlegum kennd- um lýstur saman. En miklu sáttari er hann í sama kvæði við þessa möguleika hér: fallorka társins í kerskálum holdsins.... aflvél óttans ífrystihúsum valdsins... Það kennir semsagt ýmissa grasa, en mestu ræður um heildar- áhrifin þægileg návist skáldsins sem leikandi manns, leikandi að möguleikum stefnumóta miskynja mynda. Að lokum þetta dæmi hér, stutt ljóð í heilu lagi og heitir Drottinn blessi heimilið: hún fleygði í hann fjallahringnum hamrabeltinu og ók úr hlaði án þess að kveðja. Sigrid Valtingojer hefur gert prýðilegar myndir við ljóðin. ÁB. Særingar um allsherj arsöng Jóhann Arelíuz. Blátt áfram. Ljóð 1983. Það er lagt upp með heilmikla skáldskaparbjartsýni í þessu kveri. Tekin stefna á einskonar allsherj- arsöng og hefur margur látið sér minna nægja svona í byrjun: ég villifaskóginn vindinn vatnið.... Og kannski koma áform höfund- arins skemmtilegast í Ijós í þessum línum hérna: rauðu orðin mín ruglaðir fuglar sendir út af örkinni til að kveikja í þér blái vinur minn... Þetta er ungur og óreyndur skáldskapur í ætt við óskhyggju, ósk um betra líf, sterkari liti, meira ljós, dýrlegan fögnuð upp á hvern dag. Og þá verður einum of auðvelt að grípa til einskonar sær- inga sem verða helst til bruðl- kenndar og samloðun orða og mynda er einatt í lasnara lagi: blóð brennur brjálað og eytt eða frýs sem ís diskódreggjar vodka og vín.... Samt er nú einhver ólga á bak við suma þessa texta sem er góðra gjalda verð og gæti ræst úr. Ef til vill. Ef það er munað, að flas er ekki til fagnaðar. ÁB. Misheppnuð skáld- saga Nóbelsskálds William Golding Komin er út ný skáldsaga eftir William Golding, nýbakaðan nóbelsverðlaunahöfund. Hún heitir The Paper Men eða Pappírsbúkar og fær hina verstu dóma. Allir höfundar, segir einn gagnrýnanda, verða að hafa rétttil að skrifa vondar bækur eða jafnvel skopast að lesendum með misheppnuðum skrýtlum - en hitt er svo líklegt að það hafi hinar verstu afleið- ingarfyrir Golding að svo létt- væg bók sem þessi nýja skáld- saga skuli vera það fyrsta sem margir forvitnir menn sjá eftir hann að veittum Nóbelsverð- launum. Skáldsagan segir frá rithöfundi sem Wilfred Barclay heitir og hefur hann orðið í bókinni. Grunur leikur á að Golding hafi gert rit- höfund þennan eins ólfkan sjálfum sér og unnt var af ásettu ráði: Umrœðufundur í Norrœna húsinu: Átta norrænir rit- höfundar í heimsókn Átta norrænir rithöfundar frá jafnmörgum málsvæðum eru komnir í heimsókn í sambandi við Norrænt bókmenntaár. Þeir koma allir fram á umræðufundi sem hald- inn er í Norræna húsinu á morgun, sunnudag kl. 16. Þar ræða þeir um þýðingu bókmennta á því menn- ingarsvæði sem hver og einn starfar á og um bókmenntaleg samskipti milli Norðurlanda. En um þessar mundir er með ýmsum ráðum leitast við að efla þau tengsl. Á mánudaginn fara gestirnir tveir og tveir saman út um landið norður til Akureyrar, til Egils- staða, til Laugarvatns og Skálholts og til Akraness og upp í Bifröst. En á miðvikudagskvöldið lesa þeir all- ir upp úr verkum sínum í Norræna húsinu og á fimmtudagsmorgun heimsækja þeir ýmsa framhalds- skóla á höfuðborgarsvæðinu. Antti Tuuri er fulltrúi finnskra bókmennta í þessum félagsskap en Bo Carpelan kemur fyrir sænsku- mælandi Finna. Bente Clod kemur frá Danmörku, Paal-Helge Haugen frá Noregi og Theodor Kalifadides frá Svíþjóð. Jens-Pauli Heinesen kemur frá Færeyjum, In- orak Olsen frá Grænlandi og John Gustavsen er fulltrúi Sama. Barclay er grimmur drykkjumaður og kvennabósi, flakkar hann um Evrópu í eirðarlausri leit að lysti- semdum og hamrar á ritvél sína mjög vinsælar skáldsögur á milli misheppnaðra ástarævintýra. Eva Figes segir í New States- man, að næsta erfitt sé að fá trú á þessum munaðarsjúka rithöfundi. Enn fáránlegra er svo það, segir sami gagnrýnandi, að mikið af bók- inni fjallar um hatri mengað sam- band Barclays við bandarískan - bókmenntafræðing, Ruck Tucker, sem ætlar að skrifa ævisögu Barc- lays og er reiðubúinn til að gera hvað sem er til að safna „efnivið“ - m.a. að senda unga konu sína í ból- ið hjá rithöfundinum. Þriðja flokks háskólamaður er semsagt að eltast við annars flokks rithöfund og kostnað af rannsókninni greiðir dularfullur miljónamæringur - allt er þetta hið fáránlegasta „en þegar allt kemur til alls - hvaða máli skipta þessir lítilsigldu gaurar tveir, sem plága hvor annan lon og don?“ segir gagnrýnandinn. Golding er bölsýnn höfundur eins og menn vita og sífellt er í nýrri skáldsögu hans vitnað til jarð- skjálfta, skriðufalla og skyldra ó- tíðinda úr náttúrunni.Við sitjum á kletti sem er þeyst gegnum rúmið, segir þar, og þessi mynd er ítrekuð oft. Tíminn þýtur áfram, dauðinn bíður og allt það....

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.