Þjóðviljinn - 18.02.1984, Page 18
Tvœr góðar reggíplötur
irnmammmnmammummmammmmmmammmmm
Black Uhuru
Frakkarnir
Hljómsveitin Frakkarnir
var dugleg við hljómleikahald
s.l. ár og tekur nú upp þráðinn
á nýbyrjuðu ári - þeirra fyrstu
hljómleikar 1984 verða á Hót-
el Borg í kvöld, laugardag, þar
sem þeir munu m.a. flytja efni
af sinni ágætu hljómplötu sem
kom út fyrir jólin ’83 og nefnist
18 SIÐA - ÞJOÐVILJINN
dægurmál (sígiid?)
Hávœr „Krossfesting“
Crucifix var næst á dagskrá.
Þeir gáfu sér góðan tíma til að
koma græjunum í samt lag. Þegar
þeir fóru af stað þá var það líka
start sem munaði um. Krafturinn
rosalegur, hávaðinn ærandi. Þeir
keyrðu í gegnum prógrammið
með miklum krafti og kunnu
áheyrendur, þótt fáir væru, svo
sannarlega að meta leik hljóm-
sveitarinnar og tilburði söngvar-
ans, en hann var eins og skopp-
arakringla um sviðið. Kynning-
arnar á lögunum, þegar þær þá
voru eitthvað, fjölluðu mest um
utanríkisstefnu Bandaríkjanna
og þær afleiðingar sem þeir fé-
lagar töldu að hún hefði haft.
Crucifix lék í rúman klukkutíma
og tók svo eitt aukalag eftir upp-
klapp í lokin. Mér fannst gaman
að Crucifix en ekki treysti ég mér
til að fara á aðra slíka tónleika,
hlusta á aðra slíka hljómsveit,
næstu vikurnar.
Eitt sem vakti undrun mína
var, að hljómsveitin, sem flytur
svo mjög ákveðinn pólitískan
boðskap, skyldi ekki reyna að
gera honum betri skil á tón-
leikunum. Mér fannst eitthvað
vanta. Ekki greindi maður text-
ana og því hefðu kynningarnar
mátt vera lengri og ítarlegri.
í heild voru þetta ágætis tón-
leikar, góð skemmtun á laugar-
dagskveldi. Synd hvað fáir létu
sjá sig, ég trúi ekki að áhugi á
lifandi tónlist sé ekki meiri en
þetta. JVS
Ekki hefur mikið verið fjall-
að um reggí tónlist hér á síð-
unni og því tími til kominn að
gera einhverja bragarbót þar
á. Ekki berst hingað mikið
magn af reggí plötum og því
varð ég dálítið hissa þegar ég
sá að plata Michaels Smiths,
Mi C-Yaan beLieVe iT, var
komin til landsins.
Michael þesi Smith var eitt af
svo kölluðu „dub“-skáldum
þeirra Jamiaca búa. Mikils met-
inn og hafði ákveðnar skoðanir á
hlutunum. Á Jamaica ríkir hálf-
gerð ógnaröld, ýmsir öfgahópar
vaða þar uppi og hika ekki við að
myrða þá sem þeim eru lítt að
skapi. Michael Smith var eitt slíkt
fórnarlamb. Hann var grýttur til
bana um hábjartan dag á götu í
Kingston, höfuðborg Jamaica, af
fjórum meðlimum eins hægri
öfgahópsins þar í landi.
Morðið á Smith kom sem
reiðarslag yfir marga skoðana-
bræður hans og aðdáendur.
Skömmu fyrir morðið hafði hann
hljóðritað plötuna Mi C-YaaN
beLieVe iT með aðstoð Lintons
Kvesis Johnson og Dennis Bow-
ell. Þeir tveir síðarnefndu eru
okkur íslendingum af góðu kunn-
ir en þeir héldu ógleymanlega
tónleika í Sigtúni nú fyrir jólin.
Á Mi C-YaaN beLieVe iT
flytur Michael Smith nokkur af
kvæðum sínum, þar á meðal
„Roots“ og „Mi C-YaaN beLeVe
iT“ en þessi tvö lög komu út fyrir
nokkrum árum hjá útgáfufyrir-
tæki Lintons Kvesis Johnson.
Undirleik á plötunni annast
„dub“-band Dennis Bowell og
eins og við munum eftir eru þeir
þrælgóðir og gefa ekkert eftir á
þessari plötu. Ekki spillir að sum
kvæða Smiths eru mjög góð. Að
vísu er nokkrum erfiðleikum
bundið að skilja ljóð hans því að
þau eru skrifuð á einhverslags
slangi eða mállýsku sem erfitt er á
köflum að botna í:
Give me little dub music right
Here so tonite
Give me little dub music right
Here so tonite
I have dis haunting feeling
So mek wi jus batin
An ketch a reasoning
Nuh bodder talk about
Anything too tough
Skip de usual stuff
að hlýða á plötu Michels Smith,
það verður enginn svikinn. Þessi
plata er ein af perlum reggísins.
Hin platan sem ég ætla að
minnast á er Anthem með Black
Uhuru. Þetta er fimmta eða
sjötta plata hljómsveitarinnar og
sver sig nokkuð í ætt við þær sem
áður eru komnar. Líkt og vel
flestar reggí-hljómsveitir sem við
þekkjum er hún starfandi á Eng-
landi. En segja má að þar sé að
finna útibú frá Jamaica hvað
varðar reggítónlist.
Black Uhuru, sem þýðir Svart
frelsi, er skipuð þeim Dickie
Simpson, Michel Rose og Puma
Jones. Puma Jones er kvenmaður
eins og nafnið gefur til kynna og
er það nokkuð óvanalegt að
kvenmaður fari með eitt af aðal-
hlutverkum í reggíhljómsveit.
Þeirra hlutskipti hefur til þessa
verið að syngja bakraddir.
Á Anthem má greina nokkuð
meiri rokkáhrif en á fyrri plötum
hljómsveitarinnar, en ég hygg að
það sé fyrst og fremst einkenni
fyrir enskar reggíhljómsveitir,
samanborið við þær frá Jamaica,
að rokk áhrifin eru öllu meiri hjá
þeim ensku. En hafa verður hug-
fast að reggí stefnan hefur innan
sinna raða fjöldann allan af mjög
svo ólíkum listamönnum. An-
them er fyrirtaks plata og fyrir þá
sem hafa gaman af reggí tónlist
veldur hún engum vonbrigðum.
Ég hef alla tíð verið frekar hrifinn
af Black Uhuru og þessi plata
veldur mér engum vonbrigðum.
Líkt og á fyrri plötum hljóm-
sveitarinnar njóta þau aðstoðar
Slys Dunbar og Robbies Shake-
speare, en þeir eru eflaust kunn-
ari hér undir nafninu Taxi. Auk
þeirra tveggja koma fleiri góðir
kappar við sögu sem ég kann lítil
sem engin skil á.
Anthem er áheyrileg plata og
ég hygg að hún sé tilvalið fyrsta
skref fyrir þá sem vilja kynna sér
reggí-tónlist.
JVS
í F.s.
Dat yuh out a luck
A look fi work
An mek wi seat up
Wi nah mourners
Wi naw guh watch wi self
Guh down de road
Like withering flowers
An jus
Mi C-Yaan beLieVe iT er fyrsta
og eina plata Michels Smith og
sorglegt að hann skyldi ekki geta
sent frá sér fleiri því að þessi er
æðislega góð og hefur allt það
besta sem reggí hefur upp á að
bjóða. Dauðinn hefur gert marga
ódauðlega í tónlistarheiminum
en vafasamt er að slík verði raun-
in með Michael Smith. Alla vega
ekki í Vestur-Evrópu og Banda-
ríkjunum, til þess hafa vinsældir
hans verið of litlar. En á Jamaica
á nafn hans örugglega eftir að lifa
lengi á vörum fólksins. Ég hvet
alla sem unna góðri reggí tónlist
Fámennt var en góðmennt
Á föstudag og laugardag
voru haldnir tónleikar í Fé-
lagsstofnun stúdenta sem
virðast hafa farið framhjá vel
flestum. Ekki komu nema
rúmlega 200 manns á þessa
tónleika og á laugardeginum
þegar ég fór voru ekki nema
um 60 manns. Það er hálfgerð
synd að ekki skyldu fleiri
mæta því þetta voru ágætis-
tónleikar. Ekkert aldurstak-
mark var á tónleikana en lítið
bar á yngsta aldurshópnum
og hefði ég kosið að fleiri
hefðu látið sjá sig á aldrinum
14-16 ára.
Ég reyndi að fá viðtal við
Crucifix en það gekk ekki.
Þeir fjórmenningar sögðu að það
væri prinsip hjá sér að leyfa ekki
blaðamönnum flokkspólitískra
blaða að taka viðtal við sig. En
viðtal mun birtast við þá innan
tíðar í blaðinu Við krefjumst
framtíðar. Ég var hálfsvekktur
með þessi málalok því að þeir
hefðu getað sagt okkur eitt og
annað um þá hlið tónlistarlífs
vestan hafs sem við fáum svo
sjaldan að sjá og heyra.
Góð „Vonbrigði“
Tónleikarnir á laugardaginn
byrjuðu klukkan rúmlega tíu og
1984. A fimmtudagskvöldið
kemur (23. febrúar) verða
Frakkar í Safarí.
Með Frökkunum kemur fram
dansflokkurinn Fantasy - hug-
myndaflug það.
Meðfylgjandi mynd er af gít-
arleikaranum góða og gaman-
reynda Björgvini Gíslasyni, en
hann gerðist fastur meðlimur
Frakkanna seint á gamla árinu...
semsagt formlegur Frakki.
A
riðu Vonbrigði á vaðið. Þeir
kappar léku eingöngu ný lög og
voru hreint út sa'gt stórkostlegir.
Nýju lögin voru þrælmögnuð og
krafturinn góður. Það fer ekkert
á milli mála að Vonbrigði eru ein
af okkar albestu hljómsveitum.
Ef tónlist þeirra og hljóðfæra-
leikur er borinn saman við það
sem við sáum og heyrðum í kvik-
myndinni Rokk í Reykjavík eru
framfarirnar stórkostlegar. Von-
andi senda þeir frá sér breiðskífu
í sumar því að þeir eru rosalega
góðir.
Askur
Yggdrasils
lék á eftir Vonbrigðum. Hljóm-
sveitina skipa þau Gulli og Sig-
tryggur (áður í Þey og Kukli),
Björk (Tappa tíkarrassi og
Kukli), Arni og Tóti (Vonbrigð-
um) og Didda sem ég kann engin
skil á. Þetta var hálfmislukkuð
uppákoma. Allavega bjóst ég við
einhverju miklu meira af þessu
liði, því að það er þrælgott og
getur gert betur.