Þjóðviljinn - 18.02.1984, Síða 22

Þjóðviljinn - 18.02.1984, Síða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17. - 18. febrúar 1984 um helgina Hljómsveitin Hrím: Matthías Kristiansen, Wilma Young og Hilmar J. Hauksson. Hljómsveitín Hrím með tvenna tónleika sunnudagskvöld kl. 21 í Djúpinu og er aðgangur ókeypis. Hrím leikur og syngur hressa þjóðlagatónlist þar á meðal tón- list frá írlandi, Skotlandi og Skandinavíu ásamt frumsömdu efni. Hljómsveitin Hrím heidur tvenna tónleika í Reykjavík nú um helgina. Fyrri tónleikarnir verða í menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi kl. 15 -17 á sunnudag, sem er konudagurinn. í Gerðubergi er boðið upp á kaffi í vistlegum húsakynnum og geta gestir notið veitinga og hlustað á hressilega þjóðlagatónlist um leið. Síðari tónleikarnir verða á Sigurður Karlsson og Steinunn Jóhannesdóttir í hlutverkum Hallgríms Péturssonar og Tyrkja-Guddu. Tyrkja- Gudda í síðasta sinn Tyrkja-Gudda eftir Jakob Jónsson frá Hrauni verður sýnd í allra síðasta sinn í Þjóðleikhúsinu á sunnudagskvöld, kl. 20. Leikstjóri er Benedikt Árna- son, tónlist eftir Leif Þórarinsson og leikmynd og búningar eru eftir Sigurjón Jóhannsson. f sýning- , unni koma fram yfir 30 leikarar og eru stærstu hlutverkin í hönd- um Steinunnar Jóhannesdóttur, Sigurðar Karlssonar og Hákons Waage. í leiknum er rakin reynslusaga Guðrúnar Símonardóttur, allt frá Tyrkjaráninu í Vestmannaeyjufn 1672, dvöl hennar í Algeirsborg og heimferðinni um Kaupmanna- .höfn þar sem hún kynnist Hall- grími Péturssyni. Leiknum lýkur með dauða séra Hallgríms í Fer- stiklu árið 1674. 8 fundir um launamál kvenna leikkona um skemmtiatriði með Reykjavíkur. Fundirnir eru aðstoð leikara úr Leikfélagi öllum opnir. Sýningu Tröllaleikja frestað um viku Brúðustjóri brotnaði í dag laugardag kl. 14 efnir Framkvæmdanefnd um launamál kvenna til funda á 8 stöðum á landinu. Á Hótel Borg í Reykja- -vík, verkalýðshúsinu í Stykkis- hólmi, Húsmæðraskóianum Ósk á ísafirði, Hótel KEA á Akur- eyri, Valaskjálf (ath. kl. 17) áEg- ilsstöðum, Snótarsalnum í Vestmannaeyjum, Hótel Tryggvaskála á Selfossi og í Glóðinni í Keflavík. Á fundunum verða flutt stutt framsöguerindi um stöðuna í launamálum kvenna. Fjölbreytt skemmtiatriði verða og á Hótel Borg sér Guðrún Ásmundsdóttir Leikbrúðuland hefur að und- anförnu sýnt Tröllaleik fyrir fullu húsi í Iðnó. Uppselt var á sýningu sem ráðgerð var á sunnudaginn, en hún fellur niður vegna þess að einn stjórnenda brúðanna, Helga Steffensen, varð fyrir því óhappi j að handleggsbrotna. Og það er ekki gott fyrir þá sem þurfa að stjórna brúðum heilum höndum. Þrátt fyrir þetta óhapp láta að- standendur Leikbrúðulands ekki deigan síga og stefna ótrauð að sýningu 26. febrúar, það er að segja næsta sunnudag. ýmislegt Arkitektafólag fslands gengst unn helgina fyrir sýningu á 29 til- lögum sem bárust í samkeppni um stjórnsýsluhús á ísafirði. Sýningin er i Gerðubergi, Breiðholti og er opin kl. 14 - 18 um helgina, aðgangur er ókeypis. Námskeið í lelkstjórn Samtök áhugamanna um kvikmynda- gerð halda í dag, laugardag, námskeið í leikstjórn. Námskeiðið fer fram í Álftamýr- arskóla og hefst kl. 14. Leiðbeinandi verður Egill Eðvarðsson. Blkarglíma I dag, laugardag kl. 14 hefst Bikarglíma fslands 1984 í íþróttahúsi Melaskóla. 12 keppendur eru I flokki fullorðinna og tveir i flokki drengja og unglinga. Bikarmeistar- inn 1983, Jón Unndórsson KR er meðal keppenda. Kvikmyndasýning MÍR Saga um móður nefnist sovéska kvik- myndin sem sýnd verður í MlR-salnum, Lindargötu 48 kl. 16 á sunnudag. Myndin er gerð 1963 og er með ensku tali. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Viltu kynnast málfreyjum? Málfreyjudeildin Melkorka kynnir starf- semi málfreyjusamtakanna I menning- armiðstöðinni Gerðubergi í dag, laugar- dag kl. 14. Eru konur hvattar til að kynnast málfreyjuþjálfuninni. Skáta-kabarett Skátasamband Reykjavíkur heldur á sunnudag Kabarett-dag, þar sem slegið er saman flóamarkaði, kökubasar, kaffi- veitingum og kabarett. Gamanið hefst kl. 14 f nýja skátahúsinu, Snorrabraut 60 og stendur fram til kl. 17. Fyrirlestur f Norræna Sissel Seim ritstjóri flytur á sunnudag kl. 20.30 erindi (Norræna húsinu um: „Norr- ænt útgáfustarf á sviði heilbrigðis- og fé- lagsmála." Afburðagrelnd börn! SÁUM (Samtök áhugafólks um uppeldis- og menntamál) og Kennarafélag Reykja- víkur efna til fundar að Hótel Borg á sunn- udag kl. 15 um „afburðagreind börn“. Framsögu hafa Bragi Jósepsson, Andri Isakson, Elín Ólafsdóttir og Ingibjörg Sól- rún Glsladóttir. Fundurinn er öllum opinn og að framsögum loknum verða pall- borðsumræður þar sem fólki gefst kostur á að beina spurningum til framsögu- manna. Oplð hús hjá vélstjórum Á sunnudag kl. 14 verður opið hús í húsa- kynnum Vélstjórafélags Islands í Borgar- túni 18 í tilefni af 75 ára afmæli félagsins þann 20. febrúar n.k. Á Akureyri og á Reyðarfirði verður einnig opið hús á sama tíma og eru allir félagsmenn og vel- unnarar velkomnir. leiklist Þjóðlelkhúslð: Skvaldur verður sýnt í tvígang á laugar- dagskvöld, kl. 20 og kl. 23.30 og er síðari sýningin sú fertugasta á þessum vinsæla farsa. Uppselt var á sýningar um síðustu helgi. Lokaæflng Svövu Jakobsdóttur verður sýnd kl. 16 á sunnudag á Litla sviðinu, en sýningum fer nú að fækka. 35. sýning verksins verður á þriðjudagskvöldið. Lelkfálag Reykjavfkur: Guð gaf már eyra hefur þegar náð mikl- um vinsældum og hafa Sigurður Skúla- son og Berglind Stefánsdóttir hlotið lof fyrir leik sinn (aðalhlutverkum. Sýning kl. 20.30 á laugardagskvöld. Forsetaheimsóknin verður í síðasta sinn á laugardagskvöid kl. 23.30 í Austur- bæjarbfói. 15 þúsund áhorfendur hafa séð leikinn, sem hefur verið sýndur 35 sinnum. Gfsl er á fjölunum á sunnudagskvöld. I stærstu hlutverkum eru Glsli Halldórs- son, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Jó- hann Sigurðsson, Guðbjörg Thoroddsen og Hanna María Karlsdóttir. Freyvangur: Leikfélag Öngulsstaðahrepps og ung- mennafélagið Árroðinn sýna nú um helg- ina leikritið Tobacco Road í Freyvangi. Sýningarnar verða á laugardags- og sunnudagskvöld og hefjast kl. 20.30. Lelkfálag Kópavogs: Á sunnudagskvöldið frumsýnir LK leikritið Óvæntur gestur, eftir Agöthu Christie I þýðingu Helgu Harðardóttur. Þetta er fnjmflutningur hérlendis. Leikstjóri er Pét- ur Einarsson, leikmynd er eftir ögmund Jóhannesson en lýsingu annast Egill Ámason. önnur sýning verður fimmtudag 23. febrúar. Gúmmf-Tarsan verður sýndur á sunnu- dag kl. 15 og fer sýningum á þessum vinsæla barnasöngleik nú að fækka. tónlist íslenska óperan: Rakarinn f Sevllla veröur sýndur á laugardagskvöld og á sunnudagskvöld kl. 20 bæði kvöldin. Þessi vinsæla ópera Rossinis gerist í Sevilla á Spáni snemma á sfðustu öid og segir þar frá ungum mönnum sem keppa um ástir yngis- meyjarinnar Rósínu. William Parker heldur tónleika I dag, kl. 14.30, heldurbaritonsöngvarinn William Parker tónleika í Austurbæjarbíói fyrir Tónlistarfélagiö. Á efnisskrá eru m.a. sönglög eftir Beethoven, Schubert, Dup- arc, Ravel og Dominick Argento. Auka- miðar verða seldir við innganginn. Söngnámskeið William Parker, baritonsöngvari heldur söngnámskeið á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík sunnudag 19. febrúar á Laugavegi 178. Námskeiðið stendur frá kl. 15 -18 og eru áheyrendur velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Á mánudag 20. fe- brúar verður síðan námskeið f sal Tónlist- arskólans f Skipholti 33 milli kl. 17 og 20. Áheyrn kostar 150 kr. á dag. Borgfirðlngar Gunnar Kvaran sellóleikari og Gfsll Magnússon píanóleikari halda tvenna tónleika í Borgarfirði um helgina. Fyrri tónleikarnir verða í Logalandi í Reykholts- dal í dag laugardag kl. 15 og þeir síðari f Borgarneskirkju á sunnudag kl. 15. Tónlistarkvöld Stúdentaleikhússins. Á sunnudag kl. 20.30 verður tónlistar- kvöld á vegum Stúdentaleikhússins f Fél- agsstofnun stúdenta v/ Hringbraut. Þar koma fram söngkonurnar Erna Guð- mundsdóttir, Ingveldur Ólafsdóttir og Jó- hanna Linnet. Þær syngja íslensk og grfsk þjóðlög, Brahms og dúetta eftir Mendels- sohn og Schumann. Anna Guðný Guð- mundsdóttir leikur undir á píanó og Pétur Jónasson gítarleikari flytur einnig nokkur verk. Vfsnavinir Á mánudag verður Vfsnakvöld á Hótel Borg og hefst kl. 20.30. Boðið verður upp á vandaða dagskrá auk þess sem fólki verður gefinn kostur á að flytja eigið efni eða annarra. myndlist__________________________ Gallerf Langbrók: Kynning á verkum Rúnu (Sigrúnar Guðj- ónsdóttur) er opin kl. 14 -18 um helgina. Á kynningunni eru steinleirsmyndir og keramik og eru verkin til sölu. Kjarvalsstaðlr: Hönnun til hellsubótar nefnist sýning á fslenskum húsgögnum fyrir skóla og skrif- stofur sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöð- um. Hún er opin kl. 14 - 22. Listmunahúslð: Kynning á myndum Þorvaldar Skúla- sonar er opin um helgina kl. 14 - 18. Á sýningunni eru 40 myndir frá ýmsum tfm- um og allar til sölu. Ármúli 5: Sýning Stefáns Gunnlaugssonar í vinnustofu hans, Ármúla 5 hefur verið framlengd. Húneropin kl. 14-20álaug- ardag og sunnudag. Mokka: Ólafur Sveinsson sýnir í fyrsta sinn á Mokkakaffi um þessar mundir. Á sýningu hans eru 30 myndir unnar með vatnslit, blýanti, rauðkrft og tússi. Gallerf Grjót: Jónfna Guðnadóttir sýnir relief og skúlptúr unnið f steinleir og postulín. Sýn- ingin er opin kl. 14 -18 um helgina. Ásmundarsalur: Ingvar Þorvaldsson sýnir 30 vatnslita- myndir. Sýningin er opin kl. 14 - 22 um helgina. ] IAUSAR STÖÐUR HJÁ J REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. SKRIFSTOFUMANN hjá Æskulýðsráði Reykjavíkur. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 15937 eða 21769. BÓKASAFNSFRÆÐING í hálft starf. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Borg- arbókasafns í síma 27155. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16 00 mánudaginn 27. febrúar 1984.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.