Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 7. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Berjumst gegn kauplækkun sögðu hafnarverkamenn í Sundahöfn sem lögðu niður vinnu í gœr Baráttuhugur var í Dags- brúnarmönnum í Sundahöfn þegar Þjóðviljinn hitti þá í gær. Flestir hættu þeir að vinna um hádegi en aðrir fyrr. Fundu menn í gærmorgun og stóð til að ræða málin fram eftir hádegi. Viðmælendur Þjv. sögðust leggja mjög mikla áherslu á að sérkröfur þeirra næðu fram að ganga. Sögðu þeir að ef gengið yrði að nýjustu kjarasamning- um ASÍ og ekki tekið tillit til sérkrafna myndi margt tapast af því sem fékkst í samningum 1974. Sögðu þeir að aðgerðum yrði haldið áfram þar til samn- ingaviðræður hæfust. „Þessir menn verða að hafa vit á að tala við okkur. ASÍ hef- ur ekki heimild til að fara inn á okkar sérsamninga og þessa hluti þarf að ræða en ekki semja um einhliða í einhverjum heildarpakka sem auk þess er skömm að. Hafnarverkamenn hafa frá árinu 1974 fengið 16% hækkun eftir að hafa farið á nokkur námskeið í frítíma sín- um. Nú hefur verið klipið af þessu og við erum mjög ósáttir við það enda erurn við að berj- ast gegn kauplækkun. Auk þess hefur mannskap hér verið fækkað og vinnuálag þar með aukist án þess að því hafi verið mætt með laununr. Einnig er ýmsu ábótavant í öryggismál- um á vinnustað okkar. Meö því að leggja niður vinnu í dag erum við m.a. að leggja áherslu á að þessi mál verði lagfærð", sagði Guðni Már Henningsson í gær. - jP- Hafnarverkamenn í Sundahöfn tóku sér frí í gær til að leggja áherslu á kröfur sínar í yfirstandandi kjaradeilu. Guðni Már Henitingsson sagði að berjast þyrfti með hörku til að ýmis- legt sem áður hafði áunnist myndi ekki tapast niður í þessum samning- um. Lúðvík Reimarsson sagði menn sammála um að leggja beri mikla áherslu á sérkröfurnar. „Við leggj- um niður vinnu í dag til að þrýsta á þessar kröfur. Trúnaðarmenn okkar hafa undirbúið þessar aðgerðir og fengu forystumenn Dagsbrunar hingað til fundar við sig áður en kom til framkvæmda þeirra." umsóknir! Forstöðumaður Borgarskipulags: Þrjár Sú fjórða barst of seint Aðeins þrjár umsóknir bár- ust fyrir lok umsóknarfrests 29. febrúar sl. um stöðu forstöðu- manns Borgarskipulags, en Guðrún Jónsdóttir lætur af því starfi 1. apríl n.k. Umsóknirnar ásamt þeirri fjórðu sem barst of seint voru kynntar í borgarráði í gær og vísað til umsagnar skipulagsnefndar. Þeir sem sóttu eru: Líney Skúladóttir, arkitekt, Bjarni Reinarsson, landfræðingur og starfsmaður Borgarskipulags og Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt. Umsóknar Haraldar V. Haraldssonararkitekts barst of seint en var sem fyrr segir lögð fram með hinum þremur í borgarráði í gær. Enginn umsækjenda hefur jafnmikla reynslu af skipulagi og fráfarandi forstöðumaður Borgarskipulags. Er talið víst að Þorvaldur. S. Þorvaldsson muni fá stöðuna ef umsókn Haraldar verður ekki metin gild, en Þorvaldur rekur sjálf- stæða arkitektarstofu hér í bæ og hefur m.a. teiknað Þjóðar- bókhlöðuna ásarnt Manfreð Vilhjálmssyni. Haraldur V. Haraldsson er einnig talinn koma til álita, en hann starfar hjá Húsnæðisstofnun á tækni- deild. - ÁI. Tillögu minnihlutans vísað til borgarstjórnar: Borgin taki frumkvæSi um viðræður um Köttinn Það bíður ákvörðunar borg- arstjórnar 15. mars n.k. hvort borgin hefur frumkvæði að formlegum viðræðum við menntamálaráðhcrra og á- hugaaðila um verndun Fjala- kattarins. Meirihluti borgar- ráðs treystir sér ekki til að sam- þykkja tillögu þar um í gær en vísaði henni til afgreiðslu næsta borgarstjórnarfundar. Tiliagan var borin fram af full- trúum minnihlutaflokkanna fjög- urra í borgarráði, en þar sitja tveir sem borgarráðsmenn og aðrir tveir sem áheyrnarfulltrúar. í tillögunni sem er í tveimur liðum segir m.a. að borgarráð samþykki að fela borgarstjóra ásamt tveimur borg- arfulltrúum, tilnefndum af borg- arráði að hefja viðræður við menntamálaráðherra um verndun Fjalakattarins. Jafnframt skuli sömu aðilum falið að kanna grund- völl fyrir stofnun féiags með áhuga- aðilum um endurbyggingu hússins. Fulltrúar minnihlutans í borgar- ráði voru andvígir því að vísa til- lögunni til borgarstjórnar. „Við viljum einmitt nýta þann frest sem við höfum fram til 15. mars til þess að aðhafast eitthvað í málinu", sagði Sigurjón Pétursson í gær. -ÁI. Forstöðumaður og verkstjórar hjá Örva, vernduðum vinnustað öryrkja í Kopavogi. Þau heita Hörður Jónasson, Sigrún Jóhannesdóttir og Margrét Björnsdóttir. Ljós. eik 30 fá atvinnu Tímamót hjá öryrkjum í Kópavogi Um síðustu helgi var formlega tekinn í notkun verndaður vinnu- staður í Kópavogi og hefur hann hlotið n ifnið Örvi. Ætlunin er að allt að 30 manns fái atvinnu þar við framleiðslu á barnafatnaði og fleiru. Forstöðumaður Örva er Hörður Jónasson. Hann sagði að starfsemi fyrirtækisins kæmist ekki í fullan gang fyrr en síðar á árinu en nú væri verið að athuga með markaðs- færslu á framleiðslunni og prófa sig áfram með ýmsar framleiðslu- vörur. Markmiðið með rekstri Örva er að veita öryrkjum endur- hæfinu, þar verður veitt félagsleg ráðgjöf og þjónusta auk þess sem sjúrkaþjálfun verður starfrækt í samvinnu við Hjúkrunarheimili aldraðra, Sunnhlíð, en hinn nýi vinnustaður er einmitt í 250 fer- metra húsnæði í kjallara heimilis- ins. Við opnunina um síðustu helgi flutti Bragi Guðbrandsson félagsmálastjóri Kópavogs ræðu og rakti forsögu og undirbúning vinnu staðarins. Þá flutti Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra ávarp og lýsti Örva formlega tek- inn til starfa. Gestir við opnunina voru um 60 talsins. Tveir verkstjórar hafa verið ráðnir að Örva, þær Margrét Björnsdóttir og Sigrún Jóhannes- dóttir. -v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.