Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 5
n:vi ~ vip.n’M.tÁrMN: VWfJAWW - MVt t Miðvikudagur 7. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Prjú landssambönd innan ASI Samingum Enda þótt gengið hafi ver- ið frá aðalkjarasamningi Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasam- bands íslands og hann víð- ast hvar afgreiddur í fé- lögum ASI, er langt því frá að samningum launa- manna í þjóðfélaginu sé lokið. Stórir hópar eru enn utan rammans og má nefna landssambönd iðn- aðarmanna, bókagerðar- manna, Sókn, Dagsbrún, blaðamenn, stóran hluta opinberra starfsmanna og fleiri hópa. Við ræðum hér á eftir við formenn þriggja stærstu landssamtaka iðnaðar- manna og heyrum í þeim hljóðið: Fjölmörg félög innan ASÍ hafa enn ekki gengið frá sínum kjarasamn- ingum og eru nú samningaviðræður í gangi viö fjölda atvinnurekenda í gangi. Þessi mynd er tekin áður en formannafundur ASÍ hófst þar sem heildarsamningarnir voru af- greiddir. Ljósm. eik. ekki lokið ' I Sérkröfur Rafiðnaðarsambandsins í upphafi viðræðna: Aukin menntun metin til launa Rafiðnaðarsambandið mun ganga til fundar við sína viðsemj- endur síðar í þessari viku. Aður en afstaða til aðalkjarasamninga verður tekin munu ýmis sérmál, eins og t.d. aukin menntun raf- virkja verða til umræðu. „A undanförnum árum hefur verið bætt við nám rafvirkja. Á síð- asta ári var t.d. einni önn bætt við skólann. Auk þess hafa menn okk- ar orðið að bæta við kunnáttu sína vegna nýrrar tækni og hefur eftir- menntun komist á. Hin aukna menntun hefur ekki verið metin til launa því um þetta hefur ekki verið fjallað í okkar samningum. Það er því eitt af þeim sérmálum sem við þurfum að ræða um við okkar við- semjendur sem eru m.a. Lands- samband íslenskra rafverktaka," sagði Magnús Geirsson formaður Rafiðnaðarsambandsins við Þjóð- viljann. _JP Magnús Geirsson. Málm- og skipasmiðasambandið hefur ekki tekið afstöðu til samninga ASÍ: Vinna að samrœm ingu samninga Málm- og skipasmiðasambandið hefur ekki tekið afstöðu til kjara- samninga ASI. Viðræður hafa ver- ið í gangi milli þeirra og Sambands málm- og skipasmiðja. „Ég er hræddur um að þetta verði strembið og taki sinn tíma“ sagði Guðjón Jónsson við Þjóðvilj- ann. „Við vinnum að samræmingu á okkar samningum miðað við aðra iðnaðarmenn. Við teljum ýmislegt vanta hjá okkur sem þeir hafa. T.d. erum við aðeins með 5 launaflokka meðan aðrir eru með 6 og 7 sem þýðir meiri möguleika í launum.“ -jP Guðjón Jonsson. Samband byggingamanna og Meistara- sambandið í samningaviðræðum Urðum fyrir meiri kjaraskerð- ingu en aðrir „Ég vona að næsta vika líði ekki án þess að samkomulag milli Sam- bands byggingamanna og Meistar- asambandsins takist“, sagði Bene- dikt Davíðsson við Þjóðviijann í gær. „Okkar krafa hefur frá upphafi verið sú að tekið verði tillit til þeirrar sérstöðu að okkar samning- ur er annar en hjá öðrum aðildarfé- lögum ASÍ vegna þess að við til- komu þrælalaganna í fyrra varð kjaraskerðing Sambands bygg- ingamanna meiri en hinna. Mis- gengið sem varð þarna á milli er um 4-5% og við leggjum alla áherslu á það nú að leiðrétta þetta. Samningaviðræður ganga böksulega en við vonum að endar nái saman í þessari viku eða næstu.“ -jp Benedikt Davíðsson. Skýrslan um yfirvinnuna til umrœðu utan dagskrár á alþingi Bersýnilegt kynjamisrétti 92% karla fá yfirvinnu, 8% kvenna í skýrslunni um skiptingu yfir- vinnu og fríðinda á milli kyiya hjá ríkinu, kom í Ijós að karlar áttu 92% yfirvinnunnar en konur < in- ungis 8%, sagði Jóhanna Sigurí.ar- dóttir sem kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á mánudag og spurðist fyrir um viðbrögð fjármálaráð- hcrra og ríkisstjórnarinnar. Jóhanna benti á að konur væru fleiri en karlar í störfum hjá ríkinu a.m.k. samkvæmt félagaskrám BSRB og BHM. Engu að síður virtust þær tæpast komast á blað þar sern yfirvinna og hlunnindi ríkisstarfstnanna væru annars veg- ar. Þannigskiptust starfsmannabíl- ar hjá ríkinu að 94.5% þeirra færu til karla en einungis 5.5% til kvenna. Þá benti Jóhanna á að fjöl- ntargar stofnanir hefðu neitað að svara spumingum fjármálaráð- herra um þessi atriði. Jóhann spurði fjármálaráðherra urn við- brögð og athafnir í því skyni að leiðrétta þetta misrétti. Albert Guðmundsson kvað mál- ið vera í könnun en þegar þeirri athugun væri lokið væri sjálfsagt að grípa til viðeigandi ráðstafana. Hann gæti því miður ekki á þessu stigi gefið út frekari yfirlýsingar um viðbrögð við þessum tíðindum. Þær Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Halldórsdóttir kváðu hér um óþolandi kynjamisrétti að ræða og bæri að leiðrétta það þegar í stað. Svavar Gestsson benti á að 9 stofnanir hefðu neitað að svara spurningum um þessi atriði. Kvað hann rétt að fagráðherrar hinna^ ýmsu stofnana gengju á eftir svörurn um þessi atriði, þar sem alþingi og almenningur ætti fullan rétt á slíkum upplýsingum. Þá kvað Svavar nauðsynlegt að draga lær- dóm af baráttu kvenna undanfarin misseri. Þá lærdónta mætti tiiað- mynda draga, að fundir og sam- takaályktanir kæmujtð litlu gagni þegar ekki fylgdi annað og nteira eftir. Konurn væri nauðsynlegt einsog körlum að fylgja kröfum sínum eftir á átakastöýum. Níöut- stöður sem hér væru til umræðu sýndu að konur væru lítillækkaðar á vinnutnarkaði og }tað gerðu síð- ustu samningar ASÍ og VSÍ einnig. Það væri til lítils fyrir. konur að halda fundi og senda áiyktanir um misrétti þegar svo ekkert tillit væri tekið til vilja þeirra þega^r á hólm- inn er komið. Ólafur Þ. Þórðarson tók einnig undir þá gagnrýni sem fram kom á misréttið hjá starfs- mönnum ríkisins. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.