Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJQÐVILJINN Miðvikudagur 7. mars 1984 Foreldrar spyrja.... í viðræðum um skólamál, varpa foreldrar oft fram eftirfarandi spurningu: „Er það rétt eða rangt, að aðstoða börn sín við heimanám- ið.“ Af spurningunnni má ráða, að meðal foreldra ríki viss ótti við við að beita aðferðum við kennsluna, sem eru úreltar eða ekki í samræmi við aðferðir kennarans. Geti hjálp- in því tafið nám barnsins eða jafnvel skaðað það. Tilefni spurningarinnar er augljóst; foreldrar hafa heyrt, eða jafnvel orðið vitni að því sjálfir að kennarar hafi varað við að foreldr- ar veiti slíka aðstoð. Slík aðvörun getur að sjálfsögðu valdið öryggis- leysi meðal foreldra, sé hún ekki rétt skilin eða klaufalega sett fram. Ég tel að aðvörunin geti aldrei haft almennt gildi. Sú staða getur aldrei komið upp, að aðstoð við heimanám barna, verði talin óæ- skileg, þegar talað er um heima- nám almennt. Hins vegar tel ég, að þær aðstæður geti skapast í skóla- starfi, að kennari þurfi að ræða við foreldra skólabarna og biðja þá um að hlutast ekki til um ákveðna þætti heimanámsins um tiltekinn tíma. T.d. tel ég, að þetta geti átt við þegar börn eiga við lestrarörðu- leika að etja og beita þarf aðferð- um, sem foreldrum eru e.t.v. ekki kunnar. Slíkar viðvaranir kennara mega ekki leiða til almennra álykt- ana um neikvæða afstöðu kennara gagnvart aðstoð við heimanám Ef slíkt gerist tel ég að orsakirnar megi rekja til misskilnings; annað hvort hafi kennarinn ekki tjáð sig greinilega eða foreldrar haft upp- lýsingar eftir öðrum, en ekki spurt beint. Heimanámshugtakid Þegar rætt er um heimanám í þessu samhengi, er nær oftast átt við það, sem kennarinn setur nem- Það er nauðsynlegt að skoða heimanámshugtakið í víðara samhengi. Lifandi áhugi og tilfinning fyrir því sem barnið er að fást við getur verið jafn mikils virði og bein aðstoð við námsgreinarnar, segir Hannes Sveinbjörnsson m.a. Má ég hjálpa barninu mínu við heimanámið? andanum fyrir, fyrir næsta dag. Eg tel nauðsynlegt að skoða heima- námshugtakið í víðara samhengi. Heimanámshugtakið getur spann- að yfir allt uppeldi barna á heimil- inu og alla þá þekkingu og viðhorf, sem þroskast með þeim. I því sam- hengi öðlast heimanámshugtakið mikilvægi fyrir skólann, því það er ljóst, að heimanám barna í þessum skilningi er einn mikilvægasti áhrifavaldur í skólagöngu barns- ins. Er heimilið staður þar sem barn- ið fær tækifæri til að svala eðlilegri forvitni sinni, gera þær tilraunir sem forvitni þess hvetur það til. Fær barnið svör við spurningum sínum og aðstoð við að setja fram nýjar spurningar og tilgátur um fyrirbrigði tilverunnar? Elur heimilið barnið upp í víðsýni og leiðandi afstöðu gagnvart umhverfi sínu, en ekki einhliða skoðana- myndun. Ef heimilið er slíkur staður er barninu búið það besta veganesti sem hugsast getur. Er þá öruggt að skólaganga barnsins verði farsæl? Nei, svo er ekki, því ekki er víst, að skólinn kunni að hagnýta sér þann áhuga og fróðleiksþörf, sem barnið hefur tileinkað sér. Á því vill verða misbrestur, sérstaklega í eldri bekkjum grunnskóla. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi, að heimilið sé ekki sá grið- arstaður, sem ég lýsti hér áður, heldur byggi samskipti sín við barnið á boðum og bönnum eða jafnvel á afskiptaleysi. Við slíkar aðstæður er líklegast að viðhorf barnsins til skólans einkennist af ótta og tortryggni, og því ólíklegt að góður árangur náist. Með því af tefla fram þessum andstæðum vil ég undirstrika mikilvægi heimilisins sem vettvang uppeldisins, þess staðar sem mikil- vægasti þáttur náms hvers einstakl- ingsferfram. Ef þessiþátturbregst þá er voðinn vís, því skólinn er alls ekki fær um að bæta börnunum upp þann missi. Þetta kann mörg- um að þykja harður dómur um skólann, en lítum á dæmi: Nem- andi, sem gengur illa að læra ensku,.á frekar litla möguleika á að bæta sig nema til komi virk aðstoð við námið á heimili hans. Nú getur verið að foreldrar nemandans treysti sér ekki til þess að aðstoða barnið í þessari grein, en þá tel ég I einmitt nauðsynlegt að heirna- námshugtakið sé skoðað í víðara samhengi. Aðstoðin getur fullt eins vel verið fólgin í því að skapa þær aðstæður, sem hvetja barnið til þess að glíma við verkefnið. Lif- andi áhugi og tilfinning fyrir því sem barnið er að fást við, getur verið jafn mikils virði og bein að- stoð við námsgreinarnar. Þetta er auðvita tímafrekt og flókið við- fangsefni, sem mörgum foreldrum reynist oft erfitt að gefa sér tíma til. í samræðum við foreldra, hef ég oft sagt að það sé ekkert óeðlilegt að það geti tekið foreldra jafn langan tíma að aðstoða barnið og það tekur barnið að vinna verkið. Mig langar að nefna hér dæmi um alvarlega lestrarörðugleika, sem ekki er óalgengt að komi fram í upphafi skólagöngu. Þá er nauðsynlegt að náið samband tak- Hannes Svein- björnsson skrifar: ist milli heimilis og skóla. Hvort slíkt samstarf tekst ræður oft úr- slitum um árangur, en þá geta for- eldrar þurft að kynna sér og jafnvel tileinka sér þær lestrarkennskuað- ferðir sem kennarinn eða sérkenn- ari ráðleggur. Þó að kennarinn ráð- leggi að foreldrar taki ekki beinan þátt aí kennslunni, er samt margt sem hægt er að gera; t.d. að koma í veg fyrir að barið fyllist vanmeta- kennd vegna erfiðleika sinna, skapa jákvætt og örvandi andrúms- loft kringum skólagöngu barnsins yfirleitt. Takmörk skólans Frá sjónarhóli skóians er aðstoð foreldra við heimanám mjög mikil- væg, vegna þess að skólinn hefur mjög lítið svigrúm til að bregðast við þegar námsörðuleikar gera vart við sig. Til þess vantar liann bæði mannafla og húsnæði, og ekki-síst þekkingu á kénnslu og skipulags- aðferðum sem gerði kennurum klejft að leysa slík vandamál. Hin hefðbundna bekkjarkennsla og stundaskrá, sem enn er nær allsráð- andi skipulag náms í efri bekkjum, eru stærstu hindranirnar. í flestum tilvikum er kennarinn með sama námsefnið fyrir alla nemendur bekkjarins, sem oft eru yfir tuttugu og fimm að töiu. Allir vita að slíkur hópur er mjög misjafn að þroska og námsgetu, og þyrfti að vera miklu ininni. Hvenær hefur kenn- arinn tíma til að sinna einstakl- ingnum í svo stórum bekkjum, og hvað þá ef nemandinn dregst aftur úr. Venjulega er kennarinn ekki nema einn til tvo tíma hjá bekkn- um í einu, og þarf að mæta í næsta tíma með annað viðfangsefni. Það er reynsla mín að nemend- ur, sem dragast verulega afturúr í námi, fái örsjaldan nægilega að- stoð af skólans hálfu til þess að vinna upp tapið. Þegar slík aðstoð fæst, þá er það nær undantekninga- laust fyrir tilverknað foreldra sem skynja vandann og leggja í það mikla vinnu að leysa hann í sam- ráði við kennarann. Besta aðstoð foreldra er oft fólgin í auknum samskiptum og viðræðum við barn- ið, sem leiða til breyttra viðhorfa til náms og gildis þess fyrir einstakl- inginn. jákvæð viðhorf heimilinna er ein mikilvægasta forsenda góðs námsárangurs. Lokaorö „Ég hef farið mörgum orðum um hlutverk heimilanna, og látið eins og ekkert væri sjálfsagðara en að foreldrar hefðu tíma til þess að sinna þessum verkefnum. Það væri einungis spurning um vilja. En við vitum að svo er ekki. Heimilunum eru búin misjöfn lífsskilyrði í landinu, og fjölmörg þeirra heyja það grimmilega lífsbaráttu, að skilanlegt er að lítiil tími er aflögu. Slæmur námsárangur og lítið heimanám er því ekki eiungis kennslufræðilegt og uppeldislegt vandamál, heldur einnig pólitískt vandamál, sem bæði heimili og skóli búa við. Hanncs Sveinbjörnsson, kennari

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.