Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 7. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Hlöðuball áHerranótt Herranótt: Oklahoma eftir Rodger og Hammerstein leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir. Þýðing: Oskar Ingimarsson og Kolbrún Halldórsdóttir, aðstoðarleikstjóri Anna Kristín Jónsdóttir, lýsing Ágúst Péturs- son, búningar Hildur Svavarsdóttir, Sigríður Matthíasdóttir og Þórunn Stef- ánsdóttir, leikmvnd Baltasar K. Samper, hljómsveitarstjórn Ríkharður Pálsson, dansar Halla Margrét Árna- dóttir. Skraparotsprédíkari á Herranótt, Sigríður Guðmarsdóttir, og Anna Kristín Jónsdóttir, formaður leiknefndar, skutu hvor með sínum hætti á valið á þessum söngleik í prédíkun og leikskrá. Þetta væri kannski heldur tómlegt stykki. Undir lokin er maður drepinn - „sá sem því veldur sleppur laus allra mála og aliir öskra sig hása af kæti“. Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri maldar svo í móinn í sömu leikskrá og spyr „hvers vegna ætti saklaus skemmtun ekki að telj- ast leikhúsinu samboðin. Er leikhúsið kannski eitthvert snobb- apparat, ætlað einhverri óskil- greindri menningarelítu?" Þeta er orðinn helst til mikill ys og þys út af litlu. Vitanlega er Oklahoma ekki merkilegt leikrit, kábojsveitasæla með ástaglettum og misskilningi og einum dökkum skugga sem er strax gleymdur. En þetta er leikur sem á um margt vel við áhugafólk í skóla - alveg fullnægjandi tilefni til að láta ein- faldar týpur gamanleiksins og leikgleðina ungu ganga í farsælan Halldóra Björnsdóttir og Hilmar Jónsson i hlutverki Láru og Krulla. hjúskap. Og Oklahoma býður upp aðstanendur sýningarinnar eru á þann lýðræðislega möguleika að ekki miklu færri en þeir sem kom- heill mökkur af fólki fær að vera ast til að horfa á í Tónabæ hverju með, sjötíu manns eða hundrað, sinni og er sjaldgæft að upplifa svo Árni Bergmann skrifar um leikhús mikið jafnræði með sa! og sviði á leiksýningu. Leikmynd Baltasars Kormáks er smekkleg og hentug til síns brúks. Það var oft þröngt á þingi á sviðinu, en Kolbrúnu leikstjóra og Höllu Margréti danshöfundi hefur tekist furðanlega að virkja þessa stóru sveit í dans og látbragð. Kórinn söng hressilega, en að öðru leyti gekk söngur nokkuð misjafnlega eins og vonlegt var - stundum hefði hljómsveitin mátt hafa ögn hægar um sig þegar rödd af mjóslegnara lagi var að glíma við salinn. Það var semsagt ansi líflegur heildarsvipur yfir sýningunni. Jud heitir sú persóna sem látin er taka að sér alla ógæfu og Ólafur H. Samúelsson leikur hann giska vel. Halldóra Björnsdóttir og Hilmar Jónsson léku Láru og Krulla, sem þurfa að leggja nokkrar lykkjur á leið sína áður en hjónasængin blas- ir við - þau voru bæði ágætlega ör- ugg á sviði og hin opinskáu.svip- brigði ástarsögunnar fóru þeirn vel. Ingibjörg Svala Þórisdóttir, Zop- honías Oddur Jónsson og Kjartan Guðjónsson leika svo ástarstefið á hreinum farsanótum og ganga fram íþví af ánægjulegum og hláturvekj- andi dugnaði. Jóna Guðrún Jóns- dóttir er mesti forkur í gerfi Ellu frænku. Lokasöngurinn í þessum leik er Ólafur H. Samúelsson ber ógæfu leiksins í hlutverki Jud Fry. lofgjörð um Oklahonta, þetta kornfrjóa land sem er á farsælli leið inn í sjálft ríkjabandalagið. Börn þeirra Láru og Krulla lentu svo í því að missa jarðir sínar í krepp- unni og hrökklast til Kalifórnfu að tína ávexti fyrir hungurlaun. eins og segir frá í Þrúgur reiðinnar eftir Steinbeck. Það væri reyndar gam- an að vita hve miklu fleiri kannast við Oklahoma af þessum rósrauða gamanleik en af hinni ntögnuðu skáldsögu... Á.B. „Heimsóknir slíkra snillinga sem Kowalds eru alltaf ánægjuefni og gott til þess að vita að ísland sé að verða fastur viðkomustaður fónlistarfólks á leið yfir hafið", segir Aagot Óskarsdóttir m.a. í umsögn sinni. B assaspuni Þróun tónlistar á síðustu ára- tugum hefur að hluta markast af leit að nýjum tjáningarleiðum til samræmis við breyttan veruleika og breytt inntak listarinnar. Til- raunir af þessu tagi hafa beinst að því m.a. að nýtafleiri svið hljóðheimsins sem efnivið í tón- sköpun en gert hefur verið og ekki síður að þróa nýja hljóð- færatækni sem gerir það kleift að nýta möguleika hljóðfæranna sem hljóðgjafa til hins ýtrasta. Tilraunir í þá átt að opna listinni nýjatjáningarfarvegi hafa iðu- lega mætt töluverðri tortryggni ogjafnvel andstöðu endaganga þær gjarnan í berhögg við hefð- bundnaskilgreiningu á hugtak- inu list. Einn athyglisverðasti vettvangur slíkra tilrauna á tónlistarsviðinu hef- ur verið free-jassitm og þó sérstak- lega sú grein hans sem kölluð hefur verið spunahreýíingin. Spuna- tónlistin byggist algjörlega á im- provisation, þ.e.a.s. það er leikið af fingrum fram, en tónlistin ekki sam- in fyrirfram. Sköpun tónlistarinnar er því verk hljóðfæraleikaranna og það er útrýmt sérhæfingsskipting- unni þar sem tónskáld eru annars vegar og flytjendur hins vegar, skiptingunni milli skapandi og túlk- andi Iistafólks. f spunanum eru allir tónskáld um leið og þeir spila. Þar er því náið samband milli þróunar tón- hugsunar og þróunar hljóðfæra- tækni. Margt af spunafólkinu hefur þró- að mikla og nýstárlega tækni á hljóðfæri sínu og þeirra á meðal er Peter Kowald bassaleikari. Kowald liefur ótrúlegt vald yfir hljóðfæri sínu og framkvæmir á það alls kyns tæknibrellur sem annars eru fá- heyrðar. Eitt atriði þótti mér sér- staklega eftirtektarvert á þessum tónleikum og það á Kowald sam- eiginlegt ýmsu öðru spunafólki sem ég hef heyrt í, en það er að hann fellur ekki í þá gryfju að gera ný- jungina að aðalatriði. Nýstárleg tækni er ekki notuð sjálfrar sín vegna, sem skrautfjöður, til að láta Aagot V. Óskarsdóttir skrifar um tónlist áheyrendur standa á öndinni af undrun, heldur er hún fyrst og fremst hjálpartæki til að koma tón- hugsun og boðskap á framfæri. Hún treður sé aldrei fram fyrir né tekur völdin af hinu músíkalska, heldur eru allir þættir í fullkomnu samræmi og þarmeð tónlistin ein órofa heild. Þetta held ég að megi að miklu leyti rekja til þess hversu samtengd og samhliða þróun tónhugsunar og tækni er í spunatónlistinni; Tónlist Kowalds er kraftmikil og sterk en þó mjúk og fáguð. Hún seiðir áheyrendur með lifandi og dýnamískum rytma sem er eins og drifkraftur og útgangspunktur alls þess sem gerist á tónleikunum. Það eina sem ég gæti fundið að tón- leikum Petérs Kowalds er lengdin á þeirn í ljósi þess að Kowald var aug- sýnilega sjálfur þreyttur og því ekki eins fullur hugmyndaauðgi seinni hlutann sem þann fyrri. Heimsóknir slíkra snillinga sem Kowalds eru alltaf ánægjuefni og gott til þess að vita að ísland sé að verða fastur viðkomustaður tón- listarfólks á leið yfir hafið. Nýtt íslenskt leikrit í MS: „Aðlaðandi er veröldin ánægðu eftir Anton Helga Jónsson Á morgun, fimmtudaginn 8. mars, frumsýnir Talía, leiklist- arsvið Menntaskólans við Sund, nýtt íslenskt leikverk eftir Anton Heiga Jónsson. Leikverkið sem hlotið hefur nafnið „Aðlaðandi er veröldin ánægð“ er skrifað í samvinnu við leikhópinn og leikstjórann, sem er Hlín Agnarsdóttir. Höfundur verksins hefur kallað það farsa um misskilning í mennta- skóla. Það gerist í nútímanum þar sem allt í einu er farið að kenna áfanga í Framkomu- og snyrtisér- fræði í menntaskóla. Höfuð átök verksins eru milli nemenda og kenn- ara þar sem æði oft er erfitt að sjá hver er í raun kennari og hver nem- andi. Anton Helgi Jónsson hefur látið frá sér fara 2 Ijóðabækur og eina skáldsögu áður, en þetta er fyrsta leikverk hans. Hlín Agnarsdóttir setti Galdra- Loft á svið með Talíu í mars 1983 og hefur verið leiðbeinandi leikhópsins í vetur. Búningar og leiktjöld voru hönnuð og unnin af hópnum í sam- vinnu við höfund og leikstjóra. Lýs- ingu annast Gunnar Arnarson. Helstu hlutverk eru í höndum Soffíu Gunnarsdóttur, Sólveigar Þórarins- dóttur, Guðrúnar Arnalds, Þorkels Magnússonar, Ylfu Edelstein. Alls koma 17 manns fram í sýningunni, sem fer fram í sjálfu skólahúsinu, gamla Vogaskólanum. Miðasala er í menntaskólanum og við innganginn og hefjast sýningar stundvíslega kl. 8:30. Onnursýning verður föstudag- inn 9. mars og þriðja sýning laugar- daginn 10. mars. Gert er ráð fyrir að sýna leikinn 10 sinnum. 17 manns koma fram í sýningu Talíu, en leikverkið skrifaöi höfundur í sam- vinnu við hópinn og leikstjórann, Hlín Agnarsdóttur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.