Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 7. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 RUV 1 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá 8.15 Veöurfregnir. Morgunorft - Kristján Bjarnason talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Leikur i laufi" eftir Kenneth Grahame. Björg Árna- dóttir les þýöingu sína (26). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Úr ævi og starfi islenskra kvenna. Um- sjón: Björg Einarsdóttir. 11.45 íslenskt mál. Endurt. þáttur Jóns Hilm- ars Jónssonar frá laugard. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónieikar. 13.30 Vinsæl lög frá árinu 1969 14.00 „Klettarnir hjá Brighton" eftir Graham Greene. Haukur Sigurösson les þýðingu sína (16). 14.30 Úr tónkverinu. Þættir eftir Karl-Robert Danler frá þýska útvarpinu I Köln. 10. þátt- ur: Kantatan. Umsjón: Jón Örn Marinós- son. 14.45 Popphólfið - Jón Gústafsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Fílharmóníusveitin i Berlín leikur Sinfóníu nr. 12 i G-dúr K. 110 eftir Wolfgang Amadeus Mozart; Karl Böhm stj. / Kammersveitin í Prag leikur Sinfóníu í D-dur eftir Luigi Cherubini. 17.10 Siðdegisvakan. 18.00 Snerting Þáttur Arnþórs og Gísla Helg- asona. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn. Stjórnandi: Heiödís Norö- fjörð (RÚVAK). 20.00 Barnalög. 20.10 Ungir pennar. Stjórnandi: Hildur Her- móðsdóttir. 20.20 Útvarpssaga barnanna: „Benni og ég" eftir Robert Lawson. Bryndís Viglunds- dóttír les þýöingu sína (5). 20.40 Kvöldvaka, a) Kristin fræði forn Stefán Karlsson handritafræðingur blaöar i gömlum guðsorðabókum. b) Kórsöngur. Eddukórinn syngur undir stjórn Friðriks Guöna Þorleifssonar. c) Minningar og svipmyndir úr Reykjavík. Edda Vilborg Guömundsdóttir les úr samnefndri bók eftir Ágúst Jósepsson. Umsjón: Helga Ágústs- dóttir. 21.10 Fiðlusónata nr. 2 í e-moll op. 24 eftir Emil Sjögren. Leo Berlin leikur á fiðlu og Lars Sellergren á píanó. 21.40 Útvarpssagan: „Könnuður i fimm heimsálfum" eftir Mar'e Hammer. Gísli H. Kolbeins les þýðingu sír a (18). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Lestur Passíusálma (15). 22.40 Við. Þáttur um fjölsky.dumál. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 23.30 íslensk tónlist. Sinfón uhljómsveit is- lands leikur. Stjórnendur: Ka sten Andersen og Páll P. Pálsson. a) „Eldu, , balletttónlist eftir Jórunni Viðar. b) íslensk svita eftir Hallgrím Helgason. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. RUV 18.00 Söguhornið Sögumaöur Vilborg Dag- þjartsdóttir. Umsjónarmaður Hrafnhildur Hreinsdóttir. 18.10 Maddí (Madicken) Sænskur framhalds- myndaflokkur gerður eftir sögum Astrid Lindgrens um stysturnar Maddí og Betu, for- eldra þeirra og annaö fólk í iitlu sveitaþorpi, en um Maddý (Madditt) hafa komið út tvær bækur á islensku. Þýöandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. 18.30 Skriðdýrin Norsk fræöslumynd. Þýð- andi og þulurGuðni Kolbeinsson. (Nordvisi- on - Norska sjónvarpið) 18.45 Fólk á förnum vegi Endursýning -16. í garðinum Enskunámskeið í 26 þáttum. 19.00 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Andbýlingar Stutt, þýsk sjónvarps- mynd án orða. 21.00 Dallas Bandarískur framhaldsmynda- flokkur. Þýðandi Kristmann Eíösson. 21.50 Auschwitz og afstaða bandamanna Fyrri hluti. Tviþætt, bresk heimildamynd frá breska sjónvarpinu sem Rex Bloomstein gerði eftir samnefndri bók eftir Martin Gil- bert. Árið 1942 hófst útrýmingarherferö Hitl- ers á hendur gyðingum fyrir alvöru. í árslok höfðu bandamönnum borist upplýsingar um aftökubúðir i Póllandi en staðfestar fregnir um voðaverkin í Auschwitz fengu þeir ekki fyrr en sumarið 1944. í myndinni eru rakin viðbrögð Breta og Bandaríkjamanna við hel- för gyðinga sem einkenndust af afskipta- ieysi. Til skýringar eru m.a. birtir kaflar úr réttarhóldunum yfir Adolf Eichmann ásamt öðru myndefni sem varpar Ijósi á einn Ijót- asta kafla í sögu mannkynsins. Þýðandi Gylfi Pálsson. 22.40 Fréttir í dagskrárlok. frá lesendum Um bótarétt öryrkja í Þjóðviljanum föstudaginn 17. febr. s.l. birtist grein undir fyrir- sögninni „Bótaréttur öryrkja, mikill munur á bótum 65% og 75% öryrkja." Orðrétt segir svo í greininni: Ef sami öryrki væri metinn 75% hækka bæturnar mikið: Örorku- styrkurinn er 3.157.- kr., tekju- trygging 3.861,- kr., auk þess fær hann 2.293. -kr. í heimilisuþpbót efhann sér um heimilið sjálfur og um 800.- kr. til lyfjakaupa. 75% öryrki fær einnig cftirgefið fasta- gjald af síma sem er um 250 kr. á mánuði og afnotagjald af útvarpi og sjónvarpi sem var rúmar 300 kr. á mánuði síðasta ár. Samtals eru þetta tæpar 10.000,- kr., en auk þess fær 75% öryrki endur- greiddan tannlæknakostnað o.s.frv." (undirstrikun er mín.). Þar sem í grein þessari felst al- gjör alhæfing hvað varðar 75% öryrkja. ýmsar forsendur hennar eru ekki réttar og hún er tölulega ekki rétt, þá vil ég koma á fram- færi eftirfarandi athugasemdum, til þess m.a. að öryrkjar fái ekki rangar hugmyndir uni rétt sinn, né aðrir rangar hugmyndir uni kjör þeirra. 1. 75% öryrki fær greiðslu sem Við krefjumst skýringa Ekki verður hjá því komist að fá nánari skýringar á þeini um- mælum, sem Matthías að vestan, lét sér um munn fara á alþingi, nú fyrir skömmu, að ellilífeyrisþegar velktust drukknir um á sam- komuhúsum borgarinnar um helgar. Þó kannski sé ekki takandi mikið mark á svona ummælum, þar sem alþjóð veit að Matthías að vestan er alinn upp í því um- hverfi þar sem almenn kurteisi hefur legið í láginni um áraraðir, en þeir sem kjaftforastir eru kjörnir þar til mannvirðingar. En flest eldra fólk er það sómakært að geta ekki legið undir slíkum ummælum og krefst því frekari skýringar á þeim. Það er kannski ekkert tiltöku- mál þó svona orðbragð sé haft í heimabyggð Matthíasar að vest- an, en í öðrum landshlutum geta þau ekki gengiö og sist a alþingi. Kllilífeyrisþegi. nefnist örorkulífeyrir og gefur rétt til tekjutryggingar. 2. 75% öryrki fær aðeins heimil- isuppbót ef hann er einhleyp- ingur og nýtur ekki hagræðis vegna sambýlis við annan, þ.e.a.s. hún er aðeins fyrir þá sem búa einir. og nemur óskert kr. 1.293,- 3. Uppbót vegna jyfjakaupa fá aðeins þeir sem eru sannan- lega sjúkir og nota mikið af lyfjum. og komast ekki af á venjulegum ltfeyri. Hér er sem sé ekki um að ræða greiðslu sem greiðist til allra þeirra sem metnir eru 75% örvrkjar. 4. Til þess aö fá niðurfellt afnota- gjald af síma þarf öryrkinn að hafa óskerta tekjutryggingu og búa einn, eða þá með öörum sem einnig uppfyllir söniu skil- yrði. Þetta á því alls ekki við alla 75% öryrkja. 5. Utvarps- og sjónvarpsafnota- gjald fær aðeins 75T« öryrki fellt niður, að hann búi einn og hafi óskerta tekjutryggingu. Alhæfing á því ekki heldur við hér. 6. Þegar öryrki uppfyllir öll þessi skilyröi þá nemur greiöslan samanlagt til hans kr. 9.661,- 7. Tannviðgerðir fá aðeins htng- sjúkir og vangefnir örorkulíf- eyrisþegar, seni hafa óskerta tekjutryggingu, endurgreidda að fullu, aðrir fá 50 eða 75%, eftir því hvort þeir liafa tekj- utryggingu eða ekki. Bragi Halldórsson. Morgunblaðsviska Viðbrögð Morgunblaðsins vegna afstöðu Dagsbrúnar gagnvart kjarasamningi ASI og VSI eru táknræn að mörgu leyti. Nú er hinni svokölluðu mennta- mannaklíku Alþýðubandalagsins kennt um. Mér er ekki kunnugt hver þessi menntamannaklíka er, enda hélt ég að menntamcnn væru í öllum stjórnmálaflokkum. En það mætti kannski spyrja hvaða klíka í Sjálfstæðisflokkn- um það var sem fastast stóð með launahæstu mönnum þessa lands í deilu þeirra á árum vinstri- stjórnarinnar 1971 - 1974? Á ég þá við flugstjóra og skipstjóra á farskipum. En Morgunblaðið tók eindregna afstöðu með þeini í vinnudeilu þeirra á umræddum tímji. Þá var Morgunblaðið og flokkur þess ekki að hugsa um afleiðingarnar eða þjóðarhag? Þegar láglaunastéttirnar vilja fá leiðréttingu mála sinna þá heitir það á máli Morgunblaðsins „skemmdarstarfsemi" og bak við þessa svokölluðu skemmdar- starfsemi stendur menntamanna- klíka Alþýðubandalagsins., Svona einfalt er þetta mál ekki. Launamenn hafa ekki hingað til látið segja sér fyrir verkum. Það finnur hver og einn launþegi þeg- ar að kreppir. Og þrátt fyrir lang- lundargeð manna, þá kemur að því að það þrýtur. Og þá er ekk- ert annað að gera en að reyna að sækja rétt sinn. Fá kjör sín bætt. Launþeginn hefur aðeins eitt til að selja, það er vinnuafl sitt, og fyrir það vill hann fá sanngjörn laun. Þessu vinna Dagsbrúnar- menn að nú, og þeir hafa aldrei látið undan baráttulaust, enda alltaf staðið í fylkingarbrjósti. Gaman væri við tækifæri að rifja upp afstöðu Moggamanna til launþega fyrr og nú. Þá sést vel hvorumegin hjarta þeirra slær. Óskar L. Arnfinsson Sjónvarp kl. 18.10 Nýr framhalds- myndaflokkur fyrir börn í dag hefur sjónvarpið sýningar á sænskum framhaldsmynda- flokki fyrir börn. I hmn er gerður eftir sögu Astrid Lindgren um systurnar Maddí og Betu. tor- eldra þeirra og annað tólk í litlu sveitaþorpi. Ekki eru systurnar alls ókunn- ugar hér á Islandi, því Mál og Prakkarinn Maddí. Menning hefur gefið út á íslensku tvær bækur um þær systur. Þýðandi er Jóhanna Jóhanns- dóttir. - áÞ' Sjónvarp kl. 21.50 Auschwitz og afstaða bandamanna Arið 1942 hóf Hitler útrýming- arherferðina á hendur gyðingum fyrir alvöru. í árslok, sama ár halði bandamönnum borisl vitn- eskja um útrýmingarbúðir í Pól- Adolf Eichmann við réttarhöldin. landi, en staðfestar fregnir fengu þeir ekki fyrr en árið 1944. - Hvað voru bandamenn að gera allan þcnnnn tíma? - Hver var afstuða þeirra gagnvart helför gyðinga? Um þetta fjallar fyrri hluti breskrar heimildarmyndar sem sýndur verður í sjónvarpinu kl. 21.50 í kvöld. Til skýringar á efn inu verða m.a. birtir kaflar úr réttarhöldum yfir Adolf Eich- rnann ásanit öðru myndefni, sem varpar ljósi á einn ljótasta kafla í mannkynssögunni. Rex Bloomstein gerði mynd- ina eftir bók Martin Gilbert. Þýð andi er Gylfi Pálsson. - áþ. bridge Það var nú ætlunin aö birta spil frá Bridgehátíð 1984 í dag, en umsjónarmaður sá fram á miklar annir i spilamennsku um helgina og sl. mánudag, þannig að spilið í dag verður gamalt „material", matreitt af umsjón- armanni fyrir helgi. Eftirfarandi spil kom fyrir í landsleik milli Breta og V,- Þjóðverja í kvennaflokki á EM: G963 KG532 ÁD D6 10 AK852 76 1094 KG8432 75 K1053 G82 D74 ÁD8 1096 Á974 Þær bresku enduðu i 4 hjörl- um i Norður (Sally Horton) eftir spaða strögl frá Austri. Nú, vörnin tók fyrstu þrjá slagina á spaðaás, kóng og spaðatromp- un. Vestur spilaði síðan tigli sem sagnhafi átti á dömu. Nú tók Sally tromið í botn og þessi staða kom upp: A D6 KG K10 Skiptir ekki máli 109 Á9 Nú kom spaðagosi og laufa- níu var hent úr borði og Vestur er í þröng. Sama hverju hann hendir, því kriss-kross skvísinn virkar. Tikkanen íþróttir eru einræðiskenndar. Þegar einn vinnur þá halda þjóðirnar að þær séu bestar. Gœtum tungunnar Sagt var: Biliö þar a milli cr einnl fneter. Rétt væri: ... cr einn metri. Sagt var: I jóniö iienuir tuguntl miljónum króna. Rétt væri: ... ncmur tugiini milj, óna króna. spaugiö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.