Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. mars 1984 MOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Rltstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Guðjón Friöriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Haröarson. Auglýsingastjóri: ólafur Þ. Jónsson. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson. •Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auöur Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúövík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, ÓlafurGíslason, ÓskarGuömundsson, SigurdórSigurdórsson, ValþórHlóöversson. íþrottafréttaritari: Víöir Sigurösson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Sigríöur Þorsteinsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Margrét Guömundsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir. innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaöaprent hf. „Raunhœfu fjárlögin“ og stóra gatið Þegar ríkisstjórnin var að afgreiða fyrstu fjárlögin sín á Alþingi í desember stigu ráðherrar og formaður fjár- veitingarnefndar ábyrgðarfullir í stólinn og lýstu því yfir að nú væri í fyrsta skipti í mörg ár verið að sam- þykkja raunhæf, marktæk og rétt fjárlög! Hvað eftir annað var lögð áhersla á þennan hornstein stjórnar- stefnunnar. Með samþykkt þessara fjárlaga áttu að verða hin stóru þáttaskil í hagstjórn á íslandi. Nú er komið í ljós að á tveimur mánuðum urðu þau bara að stóru gati - stærsta fjárlagagati í sögu íslenska lýðveldis- ins. Stóra gatið hefur valdið mikilli spennu í stjórnarlið- inu, sérstaklega innan Sjálfstæðísflokksins. Mátti á- standið á þeim bæ þó varla versna eftir glímu Þorsteins og Alberts um Dagsbrúnarsamninginn. í viðtali Þjóð- viljans við Þortein Pálsson í gær kemur greinilega fram að hann ætlar að nota stóra gatið til að hefna ófaranna í Dagsbrúnarmálinu. Formaður Sjálfstæðisflokksins lýs- ir því yfir að „vissulega kemur mér þetta mikla gat á fjárlögunum á óvart“ og bætir því við að forysta Sjálf- stæðisflokksins „hafi ekki fengið nein svör við því enn- þá“ hvers vegna gatið kemur nú í ljós þegar aðeins tveir mánuðir eru liðnir frá samþykkt fjárlaga. Pegar Pjóðviljinn spurði formann Sjálfstæðisflokks- ins að því hvort hann hefði einhverjar tillögur um hvernig bregðast ætti við stóra gatinu kvað hann nei við og sagðist „gera ráð fyrir því að fjármálaráðuneytið komi með einhverjar tillögur í þessu efni“. Þegar Pjóð- viljinn spurði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra sömu spurningar vísaði hann á bug sérstökum kröfum að hann kæmi með lausnina. Albert sagði að það væri ríkisstjórnin og Alþingi sem ættu að stoppa í gatið. „Pað er hennar að leysa þennan vanda“, sagði fjár- málaráðherra og benti á félaga sína í ríkisstjórninni. Pað er því greinilegt að strax á fyrsta degi er komin upp mikil deila um það innan Sjálfstæðisflokksins hver eigi að fylla upp í stóra gatið. Formaður flokksins vísar á fjandvin sinn fjármálaráðherrann sem neitar hinsveg- ar að axla slíka ábyrgð og bendir á hina ráðherrana og Alþingi allt. Átökin í Sjálfstæðisflokknum sem brutust út í kjölfar Dagsbrúnarsamningsins halda greinilega áfram með hrunadansi kringum stóra fjárlagagatið. Peir eru ekki eins borubrattir núna forystumenn Sjálfstæðisflokksins eins og þeir voru við fjárlagaaf- greiðsluna í desember. Þá sagði Lárus Jónsson formað- ur fjárveitingarnefndar: „Þau fjárlög sem hér er verið að afgreiða marka ekki síst tímamót vegna þess að forsendur þeirra eru jafnframt stefna ríkisstjórnarinn- ar“. Nú eru þessar forsendur orðnar að stóru gati og Lárus Jónsson verður að aflýsa fundi í fjárveitinga- nefnd vegna neyðarfundar ríkisstjórnarinnar í Ráð- herrabústaðnum um stóra gatið. Fyrstu fjárlögin voru hornsteinn stjórnarstefnunnar hvað verður þá um hina „ábyrgu og traustu hagstjórn" þegar í ljós kemur að ráðherrahirðin öll stendur bara á stóru gati. Sigur fólksins - Sama daginn og Albert Guðmundsson tilkynnti stóra gatið birtist Matthías Bjarnason á sjónvarpsskerminum og lýsti því að ríkisstjórnin hefði gefist upp við að koma á sjúklingaskattinum. Þessi uppgjöf er mikill sigur fyrir stjórnarandstöðuna á Alþingi, Þjóðviljann og fólkið í landinu sem í rúmlega hálft ár hafa barist gegn þessum skatti. Porsteinn Páls- son sem fyrir jól var eindreginn talsmaður sjúklinga- skattsins hefur hins vegar beðið ósigur í þessu máli og bætist þar með eitt tapið enn í safn hans. klippt Ekki má skerða þróunarmöguleika Ríkisútvarpsins með nýjum útvarpslögum, nýtt útvarpshús er í byggingu í Reykjavík, annað á Akureyri, rás 2 er í mótun og þróun, dreifikerfið á enn langt í land til fullkomnunar, sjónvarpið þarf stóraukið fé til innlendrar dagskrárgerðar og endurnýjunar tækja o.s.frv.. Myndin er af nýja útvarpshúsinu á Akureyri. Þversögn í útvarpslaga- frumvarpi Frumvarp til nýrra útvarpslaga hefur verið lagt fram á Alþingi og á víst að heita stjórnarfrumvarp, þó að stjórnarflokkarnir séu inni- lega ósammála um innihald þess. Framsóknarmenn munu hafa efasemdir bæði um rýmkun út- varpsréttar og auglýsingaútvarp, en Sjálfstæðismenn leggja ofur- kapp á að koma upp nýjum auglýsingamiðlum fyrir fjár- sterka aðila á höfuðborgarsvæð- inu. Frumvarpið er í öllum atriðum nema einu, er-snertir afnotagjald af aðeins einu sjónvarpsviðtæki á heimili, lagt fram óbreytt eins og útvarpslaganefnd gekíc frá því. Það má því segja að það sé lagt fram til þæfingar á Alþingi frem- ur en að samkomulag sé milli stjórnarflokkanna að afgreiða það á þessu þingi, þó að Morgun- blaðið og einstakir þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggi áherslu á að hraða meðferð málsins. Þegar frumvarpið er skoðað ■ sést strax að þar er margt sem hafa þarf auga á jafnvel þó að menn fallist almennt á þá skoðun að þróun tækninnar og almennra viðhorfa til útvarpsreksturs geri það að verkum að einkaréttur Ríkisútvarpsins á sjónvarps- og útvarpssendingum sé ekki lengur sjálfsagður. Dæmi um það er hvað bláeyg útvarpslaganefnd virðist hafa verið gagnvart auglýsingaútvarpi (ogsjónvarpi). í athugasemdum með frumvarp- inu er skýrt tekið fram að út- varpslaganefnd er andvíg því að stofna til hreinræktaðs viðskipta- útvarps (Commercial radio/tv.). Flest í lagatextanum stefnir því í þveröfuga átt og opnar fyrir þró- un í átt til hreinræktaðs viðskipt- aútvarps. Hér er um alvarlega þversögn að ræða í frumvarpinu. Opnað fyrir viðskiptaútvarp I 4. gr. segir að útvarpsstöðvar sem hafi fengið leyfi til þráð- lausra útvarpssendinga skuli hafa leyfi til að afla fjár til dagskrár- gerðar með auglýsingum, en þær sem senda unt þráð skulu inn- heimta afnotagjald og hafa ekki leyfi til auglýsinga. Lagt er til að hlutur auglýsinga verði svipaður og hjá Ríkisútvarpinu. Segir að auglýsingunum í þessum stöðv- um sé ætlað að auðvelda þeim að vanda til dagskrárefnis. í 8. lið 4. gr. segir að óheimilt sé að aðrir aðilar en félag það sem leyfi hefur til útvarpsreksturs kosti almenna dagskrárgerð viðkomandi út- varpsstöðvar, þótt ekki gildi það um einstaka dagskrárliði. í at- hugasemdum við þennan lið segir að með honum vilji útvarpslaga- nefnd fyrst og fremst koma í veg fyrir að einstök fyrirtæki, stofn- anir eða stjórnmálasamtök geti í auglýsingaskyni mótað og kostað almenna dagskrá félags er leyfi hefur fengið til útvarpsreksturs. Stefnt í eina átt Hér er í raun verið með „tak- markandi" orðalagi að opna allt upp á gátt. Fyrirtæki eða stjórnmálasamtök geta ekki keypt upp almenna dagskrá, en ekkert virðist banna þeim að kaupa upp einstaka dagskárliði að vild. Þá virðist vera opnað fyrir það að auglýsingafjármagn geti komið sér upp svæðisstöðv- um, sjónvarpi eða útvarpi, á að- almarkaðssvæði landsins án þess að það beri nokkrar skyldur gagnvart landinu í heild. Það get- ur rýrt auglýsingatekjur Ríkisút- varpsins og torveldað því að halda áfram uppbyggingu dreifikerfis síns, fleytt rjómann ofanaf, og grafið undan fjárhags- legu sjálfstæði ríkisfjölmiðlanna. Hér er ekkert milljónaþjóðfélag og ekki ótæmandi auglýsinga- markaður nema menn ætli að taka allt á sig í stórhækkuðu vöru- verði. Það er líka misskilningur sem fram kemur í frumvarpi út- varpslaganefndar að ekki sé hægt að koma á afnotagjaldi fyrir þráðlausar og svæðisbundnar sendingar utan Ríkisútvarpsins. Þar eru uppi athyglisverðar hug- myndir sem greinilega hafa ekk- ert verið kannaðar. Framlagning útvarpslagafrum- varpsins gefur tækifæri til víð- tækra umræðna um skipan útvarps- og sjónvarpsmála og menningarhlutverk fjölmiðla og ættu þingmenn að setja sig vel inn í málin í þeim tómstundum sem gefast á þingi það sem eftir er vetrar frá því verkefni að stoppa í fjárlagagatið. - ekh. og skoriö Megrunartískan Krjóh. skrifar úr einu í annað í Austurlandi og kemst svo að orði um megrunartískuna: „Ég hef verið að velta fyrir mér undanfarið öllu þessu megrunar- fjasi sem tröllríður blöðum og tímaritum upp á síðkastið. Sífellt er verið að kynna nýja kúra: eggjakúr, Scarsdalekúr, græn- metiskúr og hvítvínskúr o.s.frv. og mönnum, sem ekki er hægt að telja í rifin á fleiri metra færi, er talin trú um að þeir þjáist af „of- fituvandamáli". Og nú þykist ég hafa fundið orsökina. Auðvitað er það ríkis- stjórnin. Sultarólatal hins seinorðheppna forsætisráðherra lét ekki vel í eyrum og þá lögðust áróðursmeistarar stjórnarinnar undir feld og að góðri stund lið- inni reis einn upp og sagði: „Ég hef lausnina, við gerum megrun að tísku." Og nú er svo komið, að jafnvel ótrúlegustu menn verða að þola að potað sé í magann á þeim og sagt: „Ósköp er að sjá þig maður, ætlarðu ekki að ná þessu af þér?“ og fleira í sama dúr. Jafnvel í matvörudeild kaupfélagsins okkar er maður ekki óhultur fyrir megrunarbæk- lingum. (Og þú líka, barnið mitt Brútus!). Doði í fólki En eitt leiðir af öðru. Brátt fór að bera á máttleysi og doða í fólki og þá sáu matvörukaupmenn, sem bölvað höfðu vegna minnkandi sölu, sér leik á borði. Þeir fóru að auglýsa alls kyns „heilsufæðisuppbót" og fleira þessháttar. Og nú er þetta orðinn einn stærsti vöruflokkurinn í mat- vörubúðum svo hilurnar svigna undan dósum og pökkum með kvöldvorrósarolíu, blómafræfl- um. steinefnum og allrahanda kínalífseleksír. Gaman væri að athuga hverjir flytja þetta dót inn. Það skyldu þó ekki vera ráð- herrarnir. Vill ekki einhver kanna málið?, það er soddan máttleysi og doði í mér.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.