Þjóðviljinn - 09.03.1984, Síða 8

Þjóðviljinn - 09.03.1984, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. mars 1984 íslenski dansflokkurinn: Öskuhuska. Tónlist: Sergei Prokofév. Danshöfundur og stjórnandi: Yelko Yuresha. Yfirumsjón meö dönsum: Belinda Wright. Prokofév samdi Öskubusku á eftir þeirri balletttónlist hans sem frægust hefur orðið - Rómeó og Júlíu. En með þessu ævintýri fer hann lengra aftur í heim hefðarinn- ar, inn í þá tíma þegar ömmusög- urnar voru góð og gild uppistaða í ballett og ekki til siðs að endur- skoða þau í leiðinni nema þá til að fjölga enn í þeim glæsilega búnu fólki sem svífur léttilega yfir dansgólfin í tímaleysi ævintýrahall- arinnar. Hér er Öskubuskuævin- týrið rakið án verulegra frávika, og það er kátt í höllinni og ástir góðar takast og að lokum munu þau prinsinn „lifa alla tíð í ástogfeg- urð, gleði og góðu gengi“. Og samt er tónlistin að segja eitthvað annað, það er yfir henni dimm- leitur svipur, þjáning heimsins ber að dyrum hvað sem elskulegri framvindu ævintýrisins líður. Jelko Juresa hefur gert þessa sýningu - gert bæði dansa, leik- mynd og hannað búninga. Hann hefur valið þá leið að láta ævintýrið ráða án fyrirvara, sem og klassíska danshefð með tiltölulega gagnsæju látbragði til að hjálpa þeim vænt- anlega sem ekki eru vanir því að sjá sögu dansaða. Útkoman er í stuttu máli mjög falleg sýning, hreinrækt- uð ef svo mætti segja, gerð af trún- aði við uppruna sinn: það munaði ekki miklu að áhorfanda fyndist Árni Bergmann skrifar um leiklist í land með að hægt sé að senda hér á svið hóp karla sem stendur á sporði hinum kvenlega kjarna ís- lenska dansflokksins í kunnáttu, reynslu og fágun. Af þessum sökum og einnig að nokkru vegna þrengsla urðu hópsenur ekki eins hreinlegar og efni stóðu að ýmsu leyti til - góður þokki var samt yfir dansleiknum og fögnuði í Töfra- garði undir lokin. Danslistin sem fram var borin, var sem fyrr segir, mjög bundin við hina klassísku rót. Sú hefð leyfir sér þó að bregða á leik með ýmis- legt sprell og var það leyfi notað skynsamlega og skemmtilega í túíkun þeirra Birgittu Heide og Ingibjargar Pálsdóttur á þeim hé- gómlegu frenjum, stjúpsystum Óskubusku. Ölafía Bjarnleifs- dóttir dansaði hlutverk Dísarinnar góðu af ágætu öryggi - en önnur hlutverk eru allmiklu smærri. Franskur gestur, Jean-Yves Lormeau dansaði hlutverk prinsins og fór létt með það, eins og það heitir, sýndi þann kraft og það ör- yggi og myndugleika sem einum prinsi ber. Ásdís Magnúsdóttir er Öskubuska og staðfestir með mik- illi prýði það sem við höfum vitað nú um hríð, að hún getur dansað hvað sem vera skal ogbætt við fág- aða lausn á tæknilegum vanda sannfærandi túlkun á dapurleika, von, gleði og öðrum geðbrigðum þeirrar persónu sem hún ætlar sér að breyta í sýnilega reynslu. Prinsinn (Jean-Yves Lormeau) útbýtir appelsínum, Öskubuska (Ásdís Magnúsdóttir) ber að sjálfsögðu af öðrum meyjum... Inn í ævintýrið hann strax í upphafi vera staddur verka af þessu tagi og búningarnir listgreinþarsemvenjulegumisrétti með Rússum og má segja að það sé eru ævintýri út af fyrir sig. kynjanna er snúið við.-Þessi sýning ekki leiðum að líkjast í sviðstúlkun Ballett er eins og menn vita sú minnti okkur líka á það hve langt er Fyrirnokkru lést Mikhaíl Sjol- okhof semeinnafrægastur hefur orðiö sovéskra rithöf- unda og fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1965. Út- för hans var gerð með mikilli viðhöfn í Vesjenskaja, kós- akkabæ í Donhéruðunum, þar sem rithöfundurinn bjó lengst af. Fyrir líkfylgdinni fór skriðdreki og einn af riturum miðstjórnar Kommúnista- flokksins, Zímjanín, flutti ávarp yfir líkkistunni. Hvorutveggja er staðfesting á því, að verk Mikhaíls Sjolokhofs nutu fullrar velvildar yfirvalda. En hermennskubragurinn á útförinni er m.a. tengdur því, að seinni verk sín skrifaði Sjolokhof um dáðir hins rússneska her- manns í heimsstyrjöldinni síðari - „Þeir börðust fyrir ættjörðina" og „Örlög manns“. Bráðþroska Sjolokhof varð 78 ára gamall, en byrjaði snemma að skrifa. Fyrstu sögur hans komu út þegar hann var um tvítugt og geymdu marga hrikalega og eftirminni- lega atburði frá árum borgara- stríSsins eftir byltinguna, en hún var háð af sérstakri heift í kós- akkahéruðunum. Kósakkar höfðu lengi litið á sig sem sérstak- an þjóðflokk, þeir voru betur settir en obbinn af öðrum rússneskum bændum og höfðu þar að auki sérstöku hlutverki að gegna í riddaraliði rússnesku keisaranna. Þeir voru ekki síst hafðir til að bæla niður pólitíska ókyrrð, verkföll og þessháttar, og þegar byltingin 1917 og upp- gjörið eftir hana heimtaði af- stöðu af hverjum og einum, þá sagði hin gróna keisarahollusta mjög til sín meðal þeirra. Um tíma reyndu Donkósakkar að fara eigin leiðir um leið og þeir tóku afstöðu gegn hinum rauðu herjum - þeir létu sig dreyma um einskonar kósakkalýðveldi þar sem þeir gætu verið í friði fyrir „aðskotadýrum". Lygn streymir Don Það er saga kósakkanna í friði, í heimsstyrjöldinni fyrri og í borg- arastyrjöldinni sem er uppistaða þess verks sem einkum hefur gert Mikhaíl Sjolokhof frægan. En það er Lygn streymir Don, sem út kom í fjórum bindum á árunum 1928-1940. Verkið gefur mjög eftirminnilega lýsingu á því hvernig sérstætt vopnað bænda- samfélag leysist upp í sviptingum tímans - og gætir í þeirri lýsingu viss saknaðar - án þess þó að dregin sé dul á það, að kósakka- samfélagið var ríkt af grimmd, þröngsýni og kúgun. Aðalper- sóna verksins er Grígorí Melek- hof, sem er jafnan staddur milli tveggja elda - bæði í ástamálum og stjórnmálum. Hann berst á víxl með rauðliðum og með hvít- liðum, hann reynir að draga sig út úr öllu saman með ástkonu sinni, en áður en lýkur er það ljóst, að hann mun ekki fá að hverfa aftur til friðsamlegs hvunndagsleika - honum verður ekki fyrirgefið, að hann ekki tók „rétta“ afstöðu til byltingarinnar. Þessi saga hefur þann kost mestan, fyrir utan breiða og líf- *lega þjóðfélagslýsingu, að hún gerir ekki byltingamenn að göf- ugum riddurum og andbyltingar- menn ekki að hreinræktuðum bófum - eins þótt aldrei leiki vafi á því hvar samúð höfundar er. Enda var það svo, að um tíma var saga þessi gagnrýnd í Sovétríkj- unum fyrir að gera ekki nógu rækilega upp á milli „okkar“ manna í byltingunni og „hinna“, andstæðinganna. Og þó skömm sé frá að segja, þá lét Sjolokhof undan þessari gagnrýni og breytti seinni útgáfum bókarinnar til samræmis við þá túlkun á atburð- um í kósakkabyggðum sem Kom- múnistaflokkurinn taldi æski- lega. Skrýtnar deilur Löngu seinna hófust svo aðrar deiiur um Lygn streymir Don. Þær lutu að því, að Sjolokhof hafi ekki getað skrifað svo þroskað verk kornungur maður - og var þá bent á það, að hann skrifaði aldrei síðar skáldverk sem kæm- ust í hálfkvisti við þetta. Voru bornar fram kenningar um að hann hefði komist í handrit eftir kósakkarithöfundinn Fjodor Krjúkof og gert að sínu með nokkrum pólitískum breyting- um. Hafa heilar bækur verið skrifaðar til að styðja þessa kenn- ingu. Norskur prófessor, Geir Kjetsaa, hefur reynt að komast til botns í þessu máli með töivusam- anburði á málnotkun texta eftir Sjolokhof, Krjúkof og á Lygn streymir Don, og leiðir sú rann- sókn líkur að því, að ásakanir um ritstuld á hendur Sjolokhof verði ekki sannaður. Seinni verk Hitt er svo rétt, að Sjolokhof náði sér aldrei alminnilega á strik eftir þetta sem rithöfundur. Árið 1932 gaf hann út skáldsöguna „Nýræktarland" sem fjallaði um upphaf samyrkjubúskapar í sveit- um: þar í hafa menn snemma þóst heyra falskar nótur, sem og hálf- sannleika um þær aðferðir sem hafðar voru við að smala bænd- um í samyrkjubú. Seinni bindi þessa verks kom ekki út fyrr en 1959 og þótti enn lakara - bar þar mikið á tómlegri mælgi og hálf- kæringi einhverskonar. Aftur á móti er stutt saga, „Ör- lög manns“, sem út kom skömmu eftir fræga Krúsjofsræðu um Sta- líntímann 1956 vel skrifuð og forvitnileg um marga hluti. Hún segir frá hlutskipti rússneskra stríðsfanga í Þýskalandi - en það er efni sem hefði, þótt undarlegt megi virðast, legið í hálfgerðri bannhelgi í sovéskum bók- menntum: það var ekki hetjulegt að láta taka sig til fanga, slíkir menn voru fyrirfram grunaðir um græsku þegar og ef þeir sluppu lifandi úr fangabúðum nasista. En um leið og Sjolokhof réttir hlut stríðsfanganna á sinn hátt með hetjusögu þessarar af And- rei Sokolof, hinum óbreytta Rússa sem aldrei lét bugast, hve hart sem að honum var sótt, gerði hann sig einnig sekan um margan hálfsannleika sem breiddi yfir þann hluta harmleiks þessa fólks sem snéri að Sovétríkjunum sjálf- um. Sjolokhof kom annars lítið við sögu hin seinni árin. Hann var stundum til með að halda dálítið ærslafullar ræður á rithöfunda- þingum og skopast að ýmiskonar ónytjungum í stéttinni. En allt var það í hófi - og hann tók jafnan afstöðu með pólitískri forystu landsins þegar andóf reis meðal rithöfunda. Nútími bók- menntanna mun hafa farið að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá Sjolokhof - hann var sem höf- undur barn aldamótanna, síð- sprottin grein á meiði hinnar breiðu epísku sögu nítjándu aldar þegar honum tókst best upp. Árni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.