Þjóðviljinn - 09.03.1984, Side 11
Föstudagur 9. mars 1984 'ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
Helgar-
sportið
Körfubolti
Síðasta umferð úrvals-
deildarinnar hefst í kvöld kl.20
með leik IBK og Vals í Keflavík
og KR og Hauka í Hagaskóla. Á
sunnudagskvöldið kl. 20 leika
ÍR og Njarðvík í Seljaskóla. KR
mætir Haukum f Hagaskólg kl.
18.15 í kvöld í 1. deild kvenna
og UMFK og IS leika í Njarðvík
kl. 14 á morgun.
Handbolti
Næst-síðasta umferðin í 1.
deild kvenna byrjar í kvöld með
leik FH gg Víkings í Hafnarfirði
kl 20. Á morgun, laugardag,
verða síðan þrír leikir í Selja-
skóla. ÍR-Fylkirkl. 14, Fram-KR
kl. 15.15 og Valur-Akranes kl.
16.30
Blak
Völsungar og ÍS, efstu lið 1.
deildar kvenna, mætast að
Ýdölum í kvöld kl. 20. KA mætir
síðan ÍS í Glerárskóla á Akur-
eyri kl. 15 á morgun. Þá leika
Víkingur og Þróttur kl. 16.40 á
morgun í Hagaskóla.
í 1. deild karla eigast Víkingur
og Þróttur við í Hagaskóla kl.
15.20 á morgun og í bikar-
keppni karla, undanúrslitum,
leika Reynivfk og ÍS á Dalvík á
morgun.
Sund
Sundmót Aspar verður hald-
ið í Sundhöll Reykjavíkur í kvöld
og hefst kl. 19.45. Keppt verður
í 12 greinum. Sundmót Kiwanis
verður haldið í
Vestmannaeyjum á morgun.
Glíma
Sveitaglíma islands 1984
verður haldin á morgun, laugar-
dag, og hefst kl. 17 í íþróttahúsi
Menntaskólans við Sund.
Borðtennis
íslandsmót unglinga og öld-
unga verður haldið f Laugar-
dalshöllinni um helgina. Keppni
hefst kl. 14 á morgun, laugar-
dag, og kl. 13 á sunnudag.
Skíði
Þetta er Olympíuhelgin 1984
á ísafirði. Bikarmót í alpagrein-
um fullorðinna og bikarmót í
göngu fullorðinna og unglinga
verða haldin þar vestra.
Áfall
fyrir
Njarðvík
Engar líkur eru á að Valur Ingi-
mundarson, stigahæsti leikmaður
úrvalsdeilarinnar í körfuknattleik,
geti leikið með Njarðvíkingum í
úrslitakeppninni um íslandsmeist-
aratitilinn síðar í þessum mánuði.
Hann steig illa niður í bikar-
leiknum við KR á þriðjudagsk-
völdið og haltraði strax af leikvelli
og í ljós hefur komið að bein við
hné brotnaði. Þetta er hrikalegt
áfall fyrir Njarðvíkinga og minnkar
meistaravonir þeirra til muna, en
þeir hafa sigrað í sjálfri úrvals-
deildinni með gífurlegum yfirburð-
um.
íþróttir
Víðir Sigurðsson
Meginhluti Ólympíufara valinn í maímánuði:
Reynt að halda
opnum 2-4 sætum
Helgi Helgason.
Búið er að draga um hvaða lið
skuli mætast í fyrstu umferðum
bikarkeppninnar í knattspyrnu í
vor. í bikarkeppni karla fara fram
þrjár umferðir í undankeppni og
sex lið komast í aðalkeppnina.
Eftirtalin lið mætast í 1. umferð
undankeppninnar:
„V>ð aetlum helst að reyna að
velja meginhluta keppenda fyrir
leikana í Los Angeles í maímánuði,
ég vona að við getum þá tilkynnt
a.m.k. 8-10 en líkast til verða 12
íslenskir keppendur á leikunum,"
sagði Gísli Halldórsson, forseti Ol-
2. umferð
Suöurland:
Leiknir R.-Árv./Vík.ÓI.
Stokkse/Fylkir-Afturelding
FH/ÍR-Snæfell
Self./Haukar-Reynir S./Njarðv.
Ísaf./Víkv.-Léttir/Augnabl.
Víðir/Hafnir-Árm./Grindavík
ÍBV-ÍK
Skallagrímur-Stjarnan
ympíunefndar íslands, í samtali við
Þjóðviljann í gær.
Gísli sagði að reynt yrði að halda
opnum 2-4 sætum þannig að þeir
íþróttamenn sem næðu góðum ár-
angri þegar komið væri fram á
sumarið ættu möguleika á að kom-
ast inní hópinn. Reyndar þyrfti
ekki að tilkynna Alþjóða Ólymíp-
unefndinni um nöfn þátttakenda
fyrr en hálfum mánuði fyrir
leikana, eða um miðjan júlí, en það
fyndist sér alltof seint. Margt þyrfti
að taka með í reikninginn, flugfé-
lög vildu fá nafnalista snemma,
sauma þyrfti föt á keppendur og
fleiri í þeim dúr. „Sérsamböndin
vilja að þetta sé dregið sem allra
lengst en það eru mörg vandkvæði
á því,“ sagði Gísli Halldórsson.
Ýmsar spurningar hafa vaknað
að undanförnu og margir telja að
nauðsynlegt sé að bíða framá
sumar með að tilkynna þátttakend-
ur t.d. í frjálsum íþróttum. Keppn-
istímabil frjálsíþróttamannasé vart
hafið í apríl og maí, hvorki hjá
þeim sem erlendis dvelja né þeim
sem eru hér heima. Menn séu að
bæta árangur sinn langt frameftir
sumri og því óraunhæft að velja þá
sem eiga að keppa í ágústbyrjun
eftir frammistöðu þeirra að vorinu,
eða jafnvel eftir árangri síðasta árs.
Margir af okkar efnilegri frjálsí-
þróttamönnum hafa sýnt að þeir
eru til alls líklegir í sumar og það
yrði óbætanlegt ef einhver þeirra
næði glæsiárangri í júlíbyrjun, en
við hann yrði sagt: „Því miður, of
seint, reyndu aftur eftir fjögur ár.“
-VS
Firmakeppni
V alsmenn gangast fyrir Hrmakeppni í
innanhússknattspyrnu dagana 16.-18.
mars. Veglegur verðlaunagripur til
eignar er veittur fyrir efsta sætið og
verðlaunapeningar fyrir fyrstu þrjú.
Þátttaka tilkynnist til Guðmundar
Kjartanssonar síma 12027, Guðmund-
ar Þorbjörnssonar síma 39120 eða
Harðar Hilmarssonar síma 24711 fyrir
miðvikudag.
Heppnissig-
ur hjá UBK
Breiðablik vann heppnissigur á
Þrótti, 3-1, í 1. deild kvenna í blaki í
fyrrakvöld. Þróttarstúlkurnar
voru betri aðilinn með Snjólaugu
Bjarnadóttur í aðalhlutverki en
þær töpuðu fyrstu hrinunni 10-15.
Þróttur hafði yfirburði í annarri
hrinu og vann 15-2 og komst í 10-1
og 13-8 í þeirri þriðju, bara til að
tapa 13-15. Þá fjórðu vann svo
Breiðablik 15-17 og þar með var
leikurinn úti.
-VS
Helgi áfram á Húsavík
Allt bendir til þess að Helgi Víkings eins og til stóð. Helgi mun
Helgason verði áfram á Húsavík og þá áfram starfa við hlið Kristjáns
leiki með Völsungi í 2. deildinni í Olgeirssonar sem þjálfari, en þeir
knattspyrnu í sumar í stað þess að félagar stjórnuðu Völsungsliðinu í
ganga á ný til liðs við 1. deildarlið sameiningu sl. sumar. _VS
Bikarkeppnin í knattspyrnu:
Víkverjar fara
til ísafjarðar!
Suðurland:
Reynir S.-Njarðvík
Ármann-Grindavík
Víðir-Hafnir
Stokkseyri-Fylkir
FH-ÍR
Selfoss-Haukar
Ísafjörður-Víkverji
Léttir-Augnablik
Árvakur-Vikingur Ó.
Norðurland:
Magni-Tindastóll
Völsungur-Leiftur
Vorboðinn-Vaskur
Austurland:
Hrafnkell-Austri
Huginn-Sindri
Þróttur N.-Leiknir F.
Valur Rf.-Einherji
HI og MI sigruðu
Noröurland:
Vorboðinn/Vaskur-KS
Völs./Leiftur-Magni/Tindast.
Austurland:
Hrafnk./Austri-Einh./Valur
Þróttur/Leiknir-Huginn/Sindri
Bikarkeppni kvenna
1. umferð
KR-Keflavík
Fram-Víðir
Valur-Breiðablik
FH-Akranes
Fyrsta umferðin í bikarkeppni
karia verður leikin 23.-24. maí og
2. umferð 5. júní en 1. umferð í
bikarkeppni kvenna fer fram 14.
júní. -VS
Framhaldsskólakeppni í svigi og
boðgöngu fór fram við Hveradali í
fyrradag. Sveit Háskóla ísiands
sigraði í svigi, Menntaskólinn á Ak-
ureyri varð í öðru sæti og Mennta-
skólinn við Sund í þriðja. Mennta-
skólinn á Isafirði sigraði í göng-
unni, íþróttaskólinn á Laugarvatni
varð í öðru sæti og Menntaskólinn
á Akureyri í þriðja.
Sigursveit Háskólans skipuðu
Kristinn Sigurðsson, Einar Úlfs-
son, Helgi Geirharðsson ogTrausti
Sigurðsson en sigursveit ísfirðinga
skipuðu Guðmundur Kristjánsson,
Brynjar Guðbjartsson og Einar Ól-
afsson. Skíðafélag Reykjavíkur sá
um framkvæmd mótsins.
Charlton
bjargað
Enska knattspyrnufélaginu
Charlton, sem leikur í 2. deild, var
bjargað frá útrýmingu í gær. Félagið
hafði verið lýst gjaldþrota í síðustu viku
en á síðustu stundu, hálftíma áður en
fresturinn sem því hafði verið gefinn
átti að renna út, kom fram fjármagn
sem bjargaði félaginu fyrir horn.
Hugleiðing um íslenska kvennalandsliðið í handknattleik:
Ekki sama hver meíðist?
Undirbúningi hagað skringilega
Þriðjudaginn 28. feb. síðastliðinn
var farin keppnisferð til Banda-
ríkjanna. Endurgjalda átti þá
heimsókn bandaríska kvenna-
landsliðsins sem kom hingað síð-
astliðið haust. Til þessarar farar
völdust 14 stelpur, einn þjálfari
og hvorki meira né minna en 4
FARARSTJÓRAR. Undarlegtað
þurfa 4 fararstjóra með stelpun-
um, eru þær virkilega svona erf-
iðar viðfangs? Sumum hefði nú
þótt eðlilegra að taka færri farar-
stjóra með og lofa þá öllum stelp-
unum 18, sem fyrir þessa ferð
æfðu, að fara með. Hvernig ætli
kostnaður við þessa fyrrnefndu
fararstjóra sé fjármagnaður, úr
sjóði landsliðsins eða borgar
HSÍ?
Landsliðsþjálfari kvenna-
landsliðsins hr. Viðar Símonar-
son hefur vægast sagt hagað
undirbúningi landsliðsins
Hrafnhildur
Gunnars-
dóttir
skrifar
„skringilega". Þá leiki sem hann
hefur séð, t.d. í fyrstudeildar
keppninni í vetur, mætti telja á
fingrum annarrar handar. Hvern-
ig velur slíkur þjálfari landslið?
Myndi slíkt hið sama vera látið
viðgangast með karlalandsliðið?'
Nei, sjálfsagt ekki því eins og
flestir vita er annað að sjá leik-
menn leika undir pressu í leik en
á æfingum. Einnig mætti nefna
máli sínu til stuðnings er lands-
liðsþjálfari valdi útileikmann ÍR,
Kristínu Arnþórsdóttur, til
æfinga í landsliðinu sem mark-
mann, en allan síðari hluta móts-
ins hefur hún leiki úti með ÍR.
Svo ef við förum að tala um
markmenn þá kemur það öllum á
óvart að núverandi handhafi tit-
ilsins: Besta handknattleiks-
stúlka íslands, Jóhanna Pálsdótt-
ir, skuli ekki hafa verið með í för-
inni. En í hennar stað valdist ung,
óreynd en efnilega stúlka úr
Fylki, Halla Geirsdóttir, til farar-
innar. Hvernig stendur á því?
Var það vegna meiðsla eða ein-
hvers annars sem hæstvirtur
landsliðsþjálfari ákvað að Jó-
hanna skyldi heima sitja? Ef
ástæðan er fólgin í meiðslum sem
hún átti við að stríða, vissi hún þá
hve mikil þau voru? Sú yfirlýsing
var gefin að enginn meiddur leik-
maður færi með út og í kjölfar
hennar var önnur gefin um það
að þær stelpur sem myndu spila
með í innanhússmótinu í knatt-
spyrnu mættu búast við því að,
detta úr landsliðinu. Og síðar var
það skýrt á þeim forsendum að
slysahætta hefði átt mestan þátt í
þeirri yfirlýsingu. Þarna er
eitthvað óhreint í pokahorninu,
vissi landsliðsþjálfari eitthvað al-
mennt um meiðsli innan liðsins?
Og hvers vegna var þá Erna Lúð-
víksdóttir látin fara út með 10
spor á enninu? Og hversu marga
leiki spilaði hún? Er ekki sama
hver meiðist og af hverju var ekki
látið jafnt yfir alla ganga?
Það væri ákaflega gaman að fá
svör eða skýringar við ofanrituðu
ef möguleiki er. Ellegar væri eðli-
legast fyrir landsliðsþjálfara og
landsliðsnefnd að segja sem
skjótast af sér í kjölfar slíkra
vinnubragða.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir.