Þjóðviljinn - 09.03.1984, Side 12
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. mars 1984
Opið hús Akureyri
Opiö hús veröur haldið í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18 sunnudaginn
11. mars nk. kl. 15.00. Veitingar og skemmtiatriði. Mætið vel. - Stjórn
Alþýðubandalagsins Akureyri.
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði
Bæjarmálaráðsfundur
Fundur verður haldinn nk. mánudag 12. mars í bæjarmálaráði ABH í
Skálanum Strandgötu 41, kl. 20.30.
Fundarefni: Ályktunartillögur við afgreiðslu fjárhagsáætlunar og önnur
mál. - FélagarJj^lmennið. - Stjórnin.
ABR
Taflkvöld
Alþýðubandalagið í Reykjavík efnir til taflkvölds þriðjudaginn 13. mars
kl. 20.00 í Flokksmiðstöðinni, Hverfisgötu 105. Áformað er að tefla 7
umferðir eftir Monrad-kerfi. Umhugsunartími verður 15 mínútur á
hverja skák fyrir hvorn keppanda. Þátttakendur taki með sér tafl og
klukku.
Nefndin
Alþýðubandalagið á Egilsstöðum:
Góðir félagar - Hreppsmálaráð
Fundur hjá Hreppsmálaráði Alþýðubandalagsins á Egilsstöðum
verða sem hér segir fram á vor:
Mánudagur 19. mars. Umræðuefni: Staða mála, Dagheimili og Safna-
stofnun.
Mánudagur 2. apríl. Umræðuefni: Skipulagsmál.
Mánudagur 16. apríl. Umræðuefni: Samstarf hreppa á Héraði og
sameiningarmál.
Fundirnir verða haldnir að Dynskógum 3 (kjallara), og hefjast kl. 20.30
stundvíslega.
Hreppsmálaráð hvetur alla félagsmenn til að mæta og láta Ijós sitt
skína. -Stjórnin.
Alþýðubandalagið Garðabæ
Bæjarmálaráðsfundur
verður haldinn sunnudaginn 11. mars kl. 10.30 að Heiðarlundi 19.
Félagar hvattir til að mæta.
Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins
Fræðslufundur um Kúbu
Fyrirhugað er að halda fræðslufund um Kúbu 15. mars nk. að Hverfis-
götu 105 Reykjavík. Nánar auglýst síðar. - Æskulýðsfylking AB.
Ragnar Óttarr
Verkalýðsmálanefnd ÆFAB:
Ottó
Opinn fundur
Verkalýðsmálanefnd ÆFAB heldur opinn fund mánudag 12. mars kl.
20.30 að Hverfisgötu 105.
Dagskrá:
1. Unga fólkið og kjarabaráttan.
Framsögum.: Kormákur Högnason.
2. Undirskriftasöfnun ÆFAB kynnt.
Framsögum.: Ragnar A. Þórsson.
3. Starf verkalýðsmálanefndar á næstu mánuðum.
Framsögum.: Óttarr M. Jóhannsson.
Fundarstjóri Ottó Másson.
Heitt á könnunni og með því. Fjölmennið. - Verkalýðsmálanefnd
ÆFAB.
Starfslaun handa listamönnum árið 1984
Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa íslenskum listamönnum
árið 1984. Umsóknir skulu hafa borist úthlutunarnefnd starfslauna,
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, fyrir 10. apríl n.k. Umsóknir skulu
auðkenndar:
Starfslaun listamanna.
( umsókn skulu eftirfarandi atriði tilgreind:
1. Nafn, heimilisfang, fæðingardagur og ár, ásamt nafnnúmeri.
2. Upplýsingar um náms- og starfsferil.
3 Greinargerð um verkefni, sem liggur umsókn til grundvallar.
4. Sótt skal um starfslaun til ákveöins tíma. Verða þau veitt til þriggja manaöa
hið skemmsta, en eins árs hiö lengsta, og nema sem næst byrjunar-
launum menntaskólakennara.
5. Umsækjandi skal tilgreina tekjur sínar árið 1983.
6 Skilyrði fyrir starfslaunum er að umsækjandi sé ekki í föstu starfi, meðan
hann nýtur starfslauna, enda til þess ætlast að hann helgi sig óskiþtur
verkefni sínu.
7. Að loknu verkefni skal gerð grein fyrir árangri starfslauna.
Tekið skal fram að umsóknir um starfslaun árið 1983 gilda ekki í ár.
Reykjavík 7. mars 1984
Úthlutunarnefnd starfslauna
Nýlistasafnið:
Björgvin Gylfi
Snorrason sýnir
Björgvin Gylfi Snorrason sýnir
um þesar mundir keramikverk,
teikningar og ljósmyndir í Nýlista-
safninu við Vatnsstíg.
Björgvin Gylfi útskrifaðist frá
Myndlista- og handíðaskólanum
1974 en stundaði síðan framhalds-
nám og kennslu við listaakademí-
una í Miinchen 1974-1980 og frá
1980 hefur hann verið aðstoðar-
kennari við veggmynda- og högg-
myndadeild listaakademíunnar í
Kaupmannahöfn.
í sýningarskrá gerir Björgvin
Gylfi grein fyrir hugmyndum sín-
um um listsköpun almennt og for-
sendurverkasinna. Þarsegir m.a.:
„Athygli mín beinist að endur-
tekningunni, einföldun og stöðlun
menningarþátta, þar sem ritúöl, at-
hafnir og leikir í formi endurtekn-
inga verða hluti hins daglega lífs,
en þó sérstaklega að fyrirbærinu
endurtekning, sem ramma fyrir
meðvitaðan eða ómeðvitaðan
breytileika."
Sýningin er opin virka daga frá
kl. 16-20 og kl. 14-22 um helgar.
Sýningin stendur frá 9.-18. mars.
Staðlaðir einingahlutir í járnbrautarstöð, ein af hugmyndum Björgvins Gylfa
Snorrasonar.
Fræðslufundur um
kransæðasjúkdóm
Fræðslufundur fyrir almenning
um kransæðasjúkdóm verður hald-
inn á vegurh Hjartaverndar í Dom-
us Medica laugardaginn 10. mars
kl. 13.30. Heilbrigðisráðherra,
Matthías Bjarnason, flytur ávarp í
upphafi fundarins. Síðan flytja átta
fyrirlesarar stutt erindi um ýmis
atriði varðandi málefnið. Þessir
fyrirlesarar eru: Stefán Júlíusson,
Nikulás Sigfússon, dr. Bjarni Þjóð-
leifsson, dr. Guðmundur Þorgeirs-
Matarsýning
Dagana 9.-11. mars munu nem-
endur Hótel- og veitingaskóla ís-
lands standa fyrir sýningu í skólan-
um (Hótel Esju 2. hæð, bakhlið
hússins).
Á sýningunni verða sýndir kaldir
réttir og dúkuð skreytt borð sem
nemendur hafa unnið. Einnig
verða kaldir réttir frá hinum ýmsu
veitingahúsum borgarinnar. Fyrir-
tæki í viðkomandi starfsgreinum
nemenda munu kynna vörur sínar,
s.s. borðbúnað, eldhúsáhöld og
margskonar matvörur.
Fjölbreytt sýnikennsla í matar-
gerð verður á staðnum, einnig í
borðskreytingum, serviettubrotum
og fleira sem nemendur skólans og
aðrir fagmenn sjá um.
Með sýningunni eru nemendur
að auka á fjölbreytni námsins og
vekja athygli á starfsemi skólans.
Sýningin verður opin frá kl.
18.00-22.00 föstudag og kl. 10.00-
22.00 laugardag og sunnudag.
son, dr. Gunnar Sigurðsson, dr.
Sigurður Samúelsson, dr. Jón Ótt-
ar Ragnarsson og dr. Þorsteinn
Blöndal. Fundarstjóri verður
Snorri Páll Snorrason.
Þegar erindum er lokið verða
hringborðsumræður um kransæð-
asjúkdóm með skírskotun til er-
inda og fyrirspurna fundarmanna.
Umræðunum stýrir dr. Þórður
Harðarson. Öllum er heimill að-
gangur að fundinum meðan hús-
rúm leyfir.
Haustþoka
Rögnu Her-
mannsdóttur
Haustþoka heitir fyrsta ljóðabók
Rögnu Hermannsdóttur, sem áður
hefur gert nokkrar myndbækur.
Eitt ljóðið hefst á þessa leið:
I heilan kaldan mánuð hefur snjóað
hvenær ætlar vetrinum að ijúka.
Sorgin hefur níst að hjartarótum
langa daga og svefnlausar nætur.
í kverinu þessu eru tólf Ijóð,
kenndaljóð í opnum stíl um ást,
sorg, ypn, gleði og fleira á þeim
skala.
Styrkir til náms á Ítalíu
(tölsk stjórnvöld bjóða fram styrki handa Islendingum til náms á Italíu á
háskólaárinu 1984-85. Styrkirnir eru einkum ætlaðirtil framhaldsnáms eða
rannsókna við háskóla að loknu háskólaprófi eða náms við listaháskóla,
Styrkfjárhæðin nemur 420.000 lírum á mánuði.
Umsóknum ásamt tilskildum fylgiskjölum skal komið til menntamálaráðu-
neytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 28. mars n.k. Umsóknareyðu-
blöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
7. mars 1984
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Guðmundur V. Sigurðsson
Þórólfsgötu 8, Borgarnesi,
verður jarðsunginn frá Borgameskirkju laugardaginn 10.
mars kl. 13.30.
Erla Guðrún Guðmundsdóttir Bogi Petersen
ÞorgeirGuðmundsson Rebekka Benjamínsdóttir
Eydís Guðmundsdóttir Þorsteinn Benjamínsson
og barnabarn.
Katrín Dúadóttir
Kirkjuvegi 34, Keflavík,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju á morqun, lauqardaq-
inn 10. mars, kl. 14.
Fyrir hönd ættingja,
Sæmundur Dúason,
Jón Sæmundsson.
Dóttir mín
Þuríður Kvaran
lést að morgni 8. mars.
Hjördís S. Kvaran
Sólvallagötu 3.