Þjóðviljinn - 13.03.1984, Page 11
Þriðjudagur 13. mars WS^ÞjógVILJÍNN - SÍÐA 15
Högni Högnason
fyrrv. vitavörður
Þegar ég frétti að vinur minn
Högni Högnason væri allur, kom
það mér nokkuð á óvart, því það
var ekki langt um liðið, að fundum
okkar hafði borið saman hjá syni
hans og tengdadóttur á góðri
stund. Og þá - átti ég þess von að
sjá hann oftar. En sú von brást. -
Maðurinn með ljáinn sá fyrir því.
En vissulega er það hár aldur fyrir
hvern og einn, að ná nær níræðis
aldri. Og Högni bar þennan aldur
svo vel, að vart sá maður á honum
mikil ellimörk. Og vissulega er það
mikil gæfa, að lifa fram í dauðann,
lifa án þess að staðna, þá gæfu
hlaut Högni Högnason. En vissu-
lega er það mikill sjónarsviptir að-
standendum og vinum.
Högni var ættaður úr Mýrdal í
V-Skaftafellssýslu. Foreldrar hans
voru þau Steinunn Jóhannsdóttir á
Rofum og Högni Högnason á Pét-
ursey. Að þeim stóðu mjög
traustar bændaættir. Alþýðufólk,
sem barist hefur harðri baráttu
fýrir lífi sínu um langan aldur þar í
Mýrdalnum og grenndinni, við oft
á tíðum óblíð kjör. En erfið-
leikarnir stæltu það og hertu, og
gerði það án efa samheldnara og
traustara en ella. Það þurfti að afla
sér matar á opið haf á smábátum -
frá strönd, þar sem engin höfn var
til. Og ganga í björg eftir eggjum
og fugli, sem ekki var heiglum
hent. En öll þessi sjálfsbjargar-
viðleitni fólksins skóp líka ein-
‘staklinga sem gátu orðið afburða
menn á sínu sviði. Og eitt er víst, að
slíkir menn voru til í Mýrdalnum.
Enda hefur verið sagt á stundum,
að aðstæður gætu skapað manninn.
En hvað um það, - var drengurinn
sem fæddist á Fossi í Mýrdalnum þ.
29. mars 1896, er hlaut nafn föður
síns, Högni Högnason, af þessari
traustu alþýðu kominn.
Högni var næstelsta barn for-
eldra sinna á Fossi. Hin voru:
Oddný Sigríðurf. 1893, Dóróthea,
f. 1898 og Sigurlína f. 1899. Högni
var því eini sonur foreldra sinna.
Og sem að líkum lætur fór Högni
ungur til sjós og lærði allt það sem
feður hans kunnu. En það var hon-
um ekki nóg, að sjá fugl í bjarginu
og víddir hins opna hafs. Hann
vildi sjá meira og lengra - helst ó-
kunn lönd. Og hinn ungi maður á
Fossi, Högni Högnason, hleypti
því heimdraganum og fór í Stýri-
mannaskólann í Reykjavík og lauk
þaðan stýrimannsprófi. En meðan
á skólanum stóð skrapp hann
stundum niður á höfn, til að tala
við verkamenn ogsjómenn. Högna
var einkar lagið, að kynnast fólki
og brjóta upp á umræðuefni og
finna um leið, hvað viðkomandi
vildi helst ræða um, hvort heldur
var í heimahúsum eða á mölinni.
Þetta var einn af hans sterku eigin-
leikum.
Eftir skólaveruna má segja, að
nýr kapituli hæfist í lífi Högna.
Hann gerðist nú togarasjómaður
um skeið og síðan farmaður á
millilanda-skipum. Og á þeim tíma
svalaði hann áð nokkru þeirri út-
þrá, sem bærðist með honum ung-
lingi á heimaslóð. Svo var það um
það leyti, sem hann ætlaði að hætta
siglingum milli landa, og skipið
sem hann var á, lá við bryggju í
Kaupmannahöfn, að ung íslensk
stúlka úr Húnavatnssýslu, Guðrún
Kristjánsdóttir, frá Reykjum á
Reykjabraut, kom að borði og bað
um far til ísíands. Eitt er víst að
farið fékk hún, en trúlega hefur
henni ekki komið til hugar, að
1896-1984
ferðin heim yrði henni jafn örlagar-
ík, sem hún varð. Og þá daga, sem
skipið klauf öldur úthafsins til
heimalandsins, kynntust þau stúlk-
an úr Húnaþingi og stýrimaðurinn
úr Mýrdalnum, Högni Högnason
frá Fossi. Enda voru örlög þeirra
ráðin er komið var í Reykjavíkur-
höfn. Það sama ár giftu þau sig
Högni og Guðrún og settust að í
Reykjavík. Þau eignuðust þrjá
syni, Kristján, Högna Hjört og
Friðrik Anton. Fæddir í Reykjavík
á árunum 1925-1929, rétt fyrir
heimskreppuna miklu, sem mikið
var talað um í þann tíð. Þess skal
getið, að Anton lést árið 1972.
Hann var röskleika maður, góður
glímumaður, harðduglegur til allra
verka, fljótur að bregða við - öðr-
um til hjálpar, meðan heilsa leyfði.
Og blessuð sé minning hans.
I byrjun kreppunnar svoköll-
uðu, upp úr 1930 - og allsleysis fór
að gæta á alþýðuheimilum, flutti
Högni með fjölskyldu sína til
Breiðafjarðar og gerðist vitavörð-
ur í Höskuldsey og síðar á Önd-
verðarnesi. Og á annan áratug var
Högni vitavörður á þessum ein-
angruðu stöðum. En hann vissi, að
ljósið sem hann tendraði og hélt
logandi, gat bjargað mannslífum
og forðað skipi frá að brotna í
spón. Árið 1944 hætti Högni við
vitavörsluna og flutti til Reykjavík-
ur ásamt fjölskyldu sinni. Enda
synirnir nær uppkomnir og konan
heilsuveil. Og í desember 1946 lést
Guðrún kona Högna, er varð hon-
um mikið áfall, sem og sonum
þeirra. En þó að sorgin blæði og
veturinn leggist þungt á, kemur þó
jafnan vor á ný - og lífsvonirnar
vakna með hækkandi sól.
Nú stóð drengurinn úr Mýrdaln-
um aftur einn, en við aðrar aðstæð-
ur. Hann stóð nú áfimmtugu. Bú-
inn að rækja skyldur sínar við
þjóðfélagið, en vildi samt ekki
leggja árar í bát. Enn var í honum
íslendingseðlið - léttleikinn, bar-
áttuviljinn og trúin á lífið - og slík-
ur maður er alltaf ungur. Það fór
líka svo, að Högni giftist öðru
sinni. Sú útvalda var Soffía Þor-
kelsdóttir, lærður leikfimiskennari
frá Ollrup, og lifir hún mann sinn.
Þau settu saman heimili hér í
Reykjavík og bjuggu hér í rúman
áratug. Á þeim tíma var Högni
starfsmaður Ríkisspítalanna. En
um helgar skrapp hann út á Faxa-
flóann með syni sínum eða ein-
hverjum öðrum á trillubátnum sín-
um, til að fiska. Án báts gat Mýr-
dælingurinn ekki verið, svo sterkt
var sjómannseðlið. Á þessum
árum kynntist ég, sem þetta skrifa,
Högna mest, því áður hafði ég
raunar aðeins þekkt hann af af-
spurn og af þeim orðum mátti
skilja að þar færi maður traustur og
hlýr. Og ég varð sannarlega ekki
fyrir vonbrigðum af þeim fréttum,
sem ég hafði af honum haft, er ég
kom gestur á heimili hans. Þar
mætti manni gestrisni alþýðu-
mannsins og höfðingjans í senn, og
eitt er víst, að svipur hlýleikans og
heiðríkjunnar hefur fylgt Högna,
eins og rauður þráður - allt hans líf.
Það fann ég af okkar kynnum í
gegnum tíðina. Hann var líka
bjartsýnismaður á marga lund.
Hann var góður talsmaður verka-
manna til sjós og lands, og vildi þá
til meiri áhrifa á vettvangi
stjórnmálanna. Hann var fróður
um allar stjórnmálastefnur, og því
sterkari í umræðum fyrir þau
samtök, sem hann skipaði sér í og
var fæddur til, samtök íslenskrar
alþýðu. Hann vildi mannlegt og
stjórnárfarslegt frelsi, en ekki kúg-
un peningafursta. En oft undraði
ég mig á því, hverju Högni kom í
verk og ekki síst er hann byggði yfir
sig húsið í Ármúlanum. Ég eigin-
lega skil það ekki enn, hvernig
hann kom því upp, og með allan
þann barnahóp, sem þau hjón áttu.
Og tel ég þau hér upp í aldursröð:
Ólöf, Þórhallur Geir, Dóróthea
Margrét, Björk, Högni Unnar,
Tryggvi og Heiðlindur Hálfdán.
Börn Högna og Soffíu eru því sjö.
En sem fyrr er getið átti Högni þrjá
syni með fyrri konu sinni, svo þau
eru þá tíu talsins sem Högni hefur
átt. Öll eru þau búandi nú í dag,
nema það yngsta. Eru því barna-
börn Högna Högnasonar orðin
tuttugu og tvö. Einnig nokkur
barnabarnabörn þegar fædd. Ann-
ars fór það svo, að þegar Högni var
sextíu og sex ára, að hann flutti
með fjölskyldu sína vestur á Arnar-
stapa og fór að búa á býlinu Bjargi
og bjó þar í tuttugu ár. Hann kom
sér upp bústofni, ræktaði túnið og
stundaði líka trilluútgerð. Hinir
ungu synir hans komu líka fljótt í
búskapinn og sjómennskuna. Og
fyrir allmörgum árum áttum við
hjónin leið á Snæfellsnesið og kom-
um að Bjargi. Það var sólskinsdag-
ur og Högni bóndi með sitt lið, að
þurrka töðuna. Það var líka birta
yfir Mýrdælingnum frá Fossi, við
hlið tveggja vöxtulegra sona sinna.
Vel var okkur gestum tekið á
Bjargi. En mikið furðaði ég mig á
því, hvað var fallegt við Stapafell.
Jökullinn á aðra hönd, ströndin og
hafið á hina. Þetta varð okkur
hjónum sannkallaður sólskinsdag-
ur, hvort heldur var innanhúss eða
utan.
Það munu vera um þrjú ár síðan
að Högni lét búið í hendur sona
sinna, sem allajafna höfðu með
honum unnið við búskapinn. Hann
flutti nú ti! Reykjavíkur ásamt
konu sinni og yngsta syni. Og þau
ár sem hann átti eftir að lifa fékk
hann mikið af heimsóknum þar
sem hann bjó. Enda flest börn hans
búsett hér í Reykjavík og nágrenni.
í þau skipti sem ég kom til hans,
sem mér finnst nú hafa verið of fá,
þegar hann er farinn á veg allra
vega. En Högni lést þ. 2. janúar s.l.
Ég vil óska konu hans Soffíu,
Sigurlínu systur hans og öllum
afkomendum hans og tengdafólki
velfarnaðar á komandi tímum. Og
þ. 13. janúar s.I. var Högni Högna-
son jarðsunginn, að eigin ósk, frá
Hellnakirkju. Hinn gamli sjómað-
ur og fyrrum vitavörður, vildi fá að
hvíla í hinu fagra umhverfi, á
ströndinni - þar sem brimaldan
brotnar á skeri - og lognaldan kyss-
ÍLStein.
áSÁBÍi T. Guðmundsson.
ítalir kynna nor-
rænar bókmenntir
Nýlega er komin út í Pisa hjá
forlaginu Giardini Editori e Stam-
patori bók sem hefur að geyma
fyrirlestra um norrænar bók-
menntir milli heimsstyrjalda og
nefnist La letteratura dei paesi
scandinavi nel periodo fra le due
guerre. Voru fyrirlestrarnir fluttir
á sjöttu ítölsku ráðstefnu um nor-
rænar bókmenntir sem haldin var í
Pisa dagana 24.-26. janúar 1983.
Bókin er 200 blaðsíður og kostar
25.000 lírur (um 450 krónur).
Eftirtaldir höfundar eiga efni í
Sumar-
áætlun
s
Urvals
Ferðaskrifstofan Úrval hefur
gefið út 32 síðná bækling um
sumaráætlun sína. Ferðaskrifstof-
bókinni: Sigurður A. Magnússon;
Peter Madsen og Sven Möller
Kristensen frá Kaupmannahöfn,
Ingemar Algulin frá Stokkhólmi,
Bengt Landgren frá Uppsölum,
Helge Rönning frá Osló, Atle Kitt-
ang frá Bergen, Merete Kjöller
Ritzu og Birgitta Ottoson Pinna frá
Flórens, Randi Moen frá Bologna,
Inge Lise Rasmussen Pin frá Siena,
Anna Maria Clausen og Jörgen
Stender Clausen frá Pisa, og er sá
síðstnefndi jafnframt ritstjóri
verksins.
an kveðst ekki draga saman segl í
vondu ári en heldur bæta við ferða-
möguleikum. Aukin áhersla virðist
á pakka sem fela í sér flug-bíl-
sumarhús.
Verðlag er í ýmsum tilvikum
lægra en í fyrra (t.d. á ferðum til
Ibiza, Mallorca og Noregs). Þá
leggur ferðaskrifstofan í kynningu
sinni mikla áherslu á staðgreiðslu-
afslátt og greiðslukjör (fyrsta út-
borgun af ferðalánunr eftir tvo
mánuði t.d.). Barnaafsláttur til
Ibiza og Mallorca gildir allt til sex-
tán ára aldurs.
Rdfmagnsbilun!
NeyÖar- þjónusta
nótt sem nýtan dag
%•} RAFAFL
SlMI: 85955
NEYTENDAPJÓNUSTA
Allsherjar-
atkvæðagreiðsla
Ákveöið hefur veriö að viðhafa allsherjaratkvæða-
greiðslu við kjör fulltrúa Iðju félags verksmiðjufólks á
6. þing Landssambands iðnverkafólks. Gera skal til-
lögur um 27 fulltrúa og aðra 27 til vara. Tillögum ber að
skila á skrifstofu félagsins eigi síðar en kl. 11 f.h.
þriðjudaginn 20. mars 1984.
Stjórn Iðju.
Skagaströnd-Sveitarstjóri
Starf sveitarstjóra Höföahrepps Skaga-
strönd er laust til umsóknar og er umsóknar-
frestur til 30. mars nk. Allar nánari upplýsing-
ar gefur oddviti í síma 95-4651 og sveitar-
stjóri í síma 95-4707.
Hreppsnefnd Höfðahrepps.
Móðir okkar
Sesselja Eiríksdóttir
Bjarkargötu 12
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 15. mars
kl. 13.30.
María Hafliðadóttir
Aslaug Hafliðadóttir.
Móðir okkar
Steinþóra Einarsdóttir
frá Siglufirði
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 14. mars
kl. 15.
Börnin.