Þjóðviljinn - 17.04.1984, Síða 16
mmi/fMÍ Aðalsími Þjbðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum simum: Ritstjóm Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
Þriðjudagur 17. aprfl 1984 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Tímamót í baráttunni við brjóstakrabba
Hægt að lækka dánartíðni um 40%
með kerfisbundnum röntgenmyndatökum
Með kerfisbundnum röntgen-
myndatökum af brjóstum kvenna á
aldrinum 45-70 ára (mammó-
grafiu) er haegt að lækka dánar-
tiðni af völdum brjóstakrabbam-
eins um allt að 40% á 5-7 árum.
Þessar niðurstöður hafa fengist í
rannsóknum í Bandaríkjunum og
Hollandi og svipaðar rannsóknir
standa einnig yfir í Svíþjóð og á
Bretlandi.
Á fimmtudag og föstudag í síð-
ustu viku var haldin í Reykjavík
alþjóðleg ráðstefna sérfræðinga
um leit að brjóstakrabbameini og
var þar einkum fjallað um
mammógrafíuna, kosti hennar og
galla.íslenska mammógrafíunefnd-
in hefur sem kunnugt er lagt til að
slíkar myndatökur verði teknar
upp hér á iandi við leit að brjóst-
akrabba.
30 deyja
á ári hverju
Brjóstakrabbi er sá sjúkdómut
sem leggur flestar konur innan við
fimmtugt að velli hér á landi. Ekki
eru enn tiltækar tölur frá árinu
1983, en á árinu 1983 lést 31 kona
af völdum brjóstakrabbameins og
2 karlar. Á sama ári létust 25 ís-
lendingar af umferðarslysum.
Þjóðviljinn ræddi við tvo fulltrúa
á ráðstefnunni sem haldin var á
vegum Krabbameinsfélagsins,
mammógrafíunefndar og Alþjóða
krabbameinsstofnunarinnar í
Mjólk og skip
Samn-
ingar
í gær
í gær náðist samkomulag í deilu
mjólkurfræðinga og yfirmanna á
farskipum við viðsemjendur.
Eftir löng og ströng fundahöld
náðist loks samkomulag milli skip-
stjóra og skipafélaga annars vegar
og mjólkurfræðinga við þeirra við-
semjendur fyrir milligöngu sátta-
semjara. Verkfalli þessara aðilja
var aflýst að bragði.
Rækjutogarar:
Fækkað
í áhöfn
Nú hefur verið ákveðið að
nokkrir togarar verði gerðir út til
rækjuveiða í vor og sumar. Meðal
þeirra eru BUR togararnir Bjarni
Benediktsson og Snorri Sturluson.
Þessir tveir togarar eru af stærri
gerðinni og þá er áhöfn þeirra 24
menn, þegar verið er að togveið-
um. Nú er ætlunin að fækka niður í
12 menn þegar farið verður á
rækju.
„Jú, þetta mun vera ákveðið,
annars ná engir samningar yfir það
að togarar fari á rækju“, sagði
Guðmundur Hallvarðsson formaö-
ur Sjómannafélags Reykjavíkur er
Þjóðviljinn ræddi við hann í gær.
Guðmundur sagði að ætlunin
væri að gera einhverjar þær
breytingar á dekki, sem gerði það
fært að fækka í áhöfn um 12 menn.
- S.dór
Dr. Chamberlain trá Bretiandi og Sigurður Björnsson, læknir: Niðurstöður
rannsókna á mammógrafíunni marka tímamót í baráttunni gegn brjósta-
krabba. Ljósm. - Atli.
Lyon. Það voru þau Sigurður
Björnsson, læknir, og dr. Chamb-
erlain, breskur læknir, sem hefur
umsjón með víðtækri rannsókn á
aðferðum við leit að brjóstakrabba
í heimalandi sínu.
Því fyrr sem sjúkdómurinn
greinist, því betri eru batahorfurn-
ar, og ný rannsókn í Utrecht í Hol-
landi bendir til að með mammó-
grafíu megi greina krabbamein í
brjósti allt að 2 árum fyrr en með
hefðbundnum aðferðum, sjálf-
skoðun og þreifingu á leitarstöð.
Sigurður sagði að án kerfisbund-
innar leitar væri talið að 30% æxla
finnist á byrjunarstigi, sem þýðir
að batahorfurnar eru um 80%.
70% æxlanna eru lengra gengin
þegar þau finnast og fara batahorf-
urnar þá hraðminnkandi. Sé
mammógrafíunni hins vegar beitt
eru 70% æxlanna á byrjunarstigi
þegar þau finnast.
Sigurður sagði að nú væru tíma-
mót í leitinni að brjóstakrabba.
Niðurstöður þessara rannsókna
bentu í sömu átt og nú væri að
hrökkva eða stökkva. „'við höfutn
gott og viðurkennt leitarkerfi sem
þróast hefur í kringum leitina að
leghálskrabbameini", sagði hann,
„en okkur vantar tækin og þjálfað-
an mannskap. Hvert tæki er talið
kosta um eina miljón króna og
rekstrarkostnaður ef allar konur
45-65 ára eru skoðaðar á 2ja ára
fresti mun vera í kringum 6-7 milj-
ónir á ári“.
Dr. Chamberlain hélt á ráðstefn-
unni erindi um kosti og galla
mammógrafíu. Hún sagði að fyrir
nokkrum árum hefðu margir talið
hættu á því að röntgenmyndatökur
gætu valdið krabbameini í brjóst-
um, en nú væru komin mun
fullkomnari tæki, sem notuðu
minni geislaskammt þannig að
breskir sérfræðingar álíta eina
myndatöku ekki hættumeiri en að
reykja þriðjung af sígarettu.
„Kostirnir við mammógrafíu eru
fyrst og fremst auknar batalíkur",
sagði hún. „í öðru lagi þá er að-
gerðin sjálf mun veigaminni og í
flestum tilfellum er ekki nauðsyn-
legt að taka allt brjóstið. Þetta þýð-
ir að meðferðin er ódýrari, legu-
tími styttri og svo framvegis. í
fjórða lagi er svo öryggið sem kon-
urnar fá og sú trygging fyrir
heilbrigði sem rannsóknin veitir.
Gallarnir eru hins vegar þeir að
það getur komið fyrir að konan
komi of seint í myndatökuna, að
æxlið sé ekki lengur á byrjunarstigi
og þá hefur þessi aðferð ekki náð
að hjálpa þeirri konu. Auk þess
geta ýmis vafatilfelli komið upp
þannig að kona væri að óþörfu
send í ýtarlegri rannsóknir og
jafnvel aðgerðir út af meinlausum
hnútum. Slíkt getur valdið ómæld-
um áhyggjum".
- Telurðu rétt að taka mammó-
grafíuna upp hér á íslandi?
„Já, en ekki fyrir konur sem eru
yngri en 45 ára. Þar myndi ég draga
mörkin, því þó ein myndataka sé
að heita má skaðlaus gæti verið
varasamt að taka myndir á tveggja
ára fresti af yngri konum.
Rannsóknirnar sem byggt er á hafa
líka allar beinst að eldri konum og
á þeim aldri sýnist árangurinn best-
ur“. _ ÁI
Sjá leiðara
bls 4
Friðsamleg mynd af Kór Kársnesskóla. (Ljósm.-eik-)
Barnatími á Friðarviku
Amma og Lilli úr Brúðubílnum
góðkunna mættu í gær í Norræna
húsið og skemmtu börnunum á
Friðarpáskum 1984. Vöktu þau að
vonum mikla hrifningu gesta, sem
áreiðanlega eru þeir þakklátustu á
Friðarvikunni.
Kór Kársnesskóla söng og Guð-
rún Helgadóttir las úr sögu sinni
Ástarsaga úr fjöllunum og sýndar
voru skyggnur úr bókinni, en Brian
Pilkington teiknaði allar myndir í
hana. Guðrún mun einnig mæta á
miðvikudag og lcsa úr Ástarsög-
unni.
í dag flytja fóstrunemar leikþátt
fyrir börnin, en barnatíminn hefst
kl. 15.00. Þá mun Skólakór Scl-
tjarnarncss syngja undir stjórn
Hlífar Torfadóttur og einnig mun
barnabókahöfundur mæta á stað-
inn og lesa fyrir börnin. ast
Amma og Lilli skemmtu börnunum i
Norræna húsinu í gær við góðar
undirtektir allra viðstaddra. (Ljósm.
-eik-)
Aðalfundur KRON sl. sunnudag:
Fordæmir aðild
að ísfilm h/f
Á aðalfundi Kópavogsdeildar
KRON var samhljóða samþykkt
svohljóðandi ályktun frá Andrési
Kristjánssyni fyrrverandi ritstjóra:
„Aðalfundur KRON 1984 telur
miður farið, að stjórn Samb. ísl.
samvinnufélaga skuli - án al-
mennrar umræðu í samvinnu-
hreyfingunni hafa tekið upp svo
náið samstarf um fjölmiðlun og al-
mannatengsl við höfuðmálgögn
aðalandstæðinga samvinnustefn-
unnar í landinu sem raun er á orðin
með þátttöku í ísfilm hf. í stað þess
að efna til fjölmiðlunar af þessu
tagi á eigin vegum eða leita um það
samstarfs við samtök og stofnanir
launafólks og bænda.
Fundurinn álítur nauðsynlegt,
að næsti aðalfundur SÍS fjalli ýtar-
lega um þetta mál og felur því full-
trúum KRON á Sambandsfundin-
um að flytja það þar, ef það verður
ekki tekið á dagskrá með öðrum
hætti.
Það er álit aðalfundar KRON að
SÍS eigi að endurskoða aðild sína
að ísfilm hf. og kanna möguleika á
samstarfi um þennan þátt fjölmiðl-
unar við samtök þeirra stétta og
starfshópa sem öðrum fremur
mynda íslenska samvinnuhreyf-
ingu, en taka hann í eigin hendur
að öðrum kosti“.
Á nýafstöðnum aðalfundi
KRON mælti Andrés Kristjánsson
fyrir álytkuninni. Hnigu umræður
mjög í þá átt að taka undir hana og
var einróma samþykkt að málið
yrði tekið fyrir á aðalfundi SÍS.
Á aðalfundi KRON kom og
fram eftirfarandi ályktun, sem
einnig var samþykkt einum rómi:
„Aðalfundur ÍCRON 1984 átelur
ítrekaðar árásir á KRON og alla
samvinnuhreyfinguna og mótmælir
tilefnislausum fréttaflutningi um
skattfríðindi samvinnufélaga.
Samvinnuhreyfingin hefur ekki
skattafríðindi umfram önnur
rekstrarform og óskar ekki eftir
þeim.
Hinsvegar tekur fundurinn ein-
dregið undir kröfur almennings um
stórlega hert eftirlit með skilum á
söluskatti og óskráðum rekstri í
iðnaði og viðskiptum".
-mhg
„Bylting“ í Náttúruverndarráði
Sex nýir fulltrúar töku um
helgina sæti í náttúruverndarráði
um leið og þrír „stjórar“, búnað-
armálastjóri, skógræktarstjóri og
siglingamálastjóri létu af störfum
þar. Nýliðarnir eru: dr. Jón
Gunnar Ottósson og Þóroddur
Þóroddsson aðalmenn og Birna
Bjarnleifsdóttir, Ólafur Dýr-
mundsson, Sigurður Björnsson
og Þóra Ellen Þórhallsdóttir,
varamenn.
Sex aðalmenn og sex menn til
vara í Náttúruverndarráð eru
kjörnir í þriðja hvert ár á náttúru-
verndarþingi, sem lauk í Reykja-
vík á sunnudag. Menntamálaráð-
herra skipar formann og varafor-
mann ráðsins til jafnlengdar. í
framsöguræðu formanns uppstill-
inganefndar, dr. Ævars Peters-
ens kom fram það sjónarmið að
menn ættu helst ekki að sitja
lengur en 2-3 kjörtímabil í ráðinu
og hefði það ráðið tillögum
nefndarinnar. Þar af leiddi að
nefndin gerði ekki tillögu um þá
Jónas Jónsson, búnaðarmála-
stjóra, Sigurð Blöndal, skógrækt-
arstjóra og Hjálmar R. Bárðar-
son, siglingamálastjóra til áfram-
haldandi setu í ráðinu. Margar
tillögur komu úr sal til viðbótar
tillögum uppstillinganefndar og
var kosningin hörð og spennandi
og endurspeglaði undirtektir við
fyrrnefnt sjónarmið.
Nýtt náttúruverndarráð er nú
þannig skipað: Eyþór Einarsson,
prófessor, formaður, Elín Pálma-
dóttir, blaðamaður, varaformað-
ur, Einar Sæmundsen, landfræð-
ingur, Friðjón Guðröðarson,
sýslumaður, Höfn, Jón Gunnar
Ottósson, líffræðingur, Lára
Oddsdóttir, forseti SIN, ísafirði,
Páll Líndal, lögfræðingur, og
Þóroddur Þóroddsson, jarðfræð-
ingur, Akureyri.
Varamenn voru kjörnir í eftir-
farandi röð: Jakob Jakobsson,
fiskifræðingur, Agnar Ingólfs-
son, prófessor, Ólafur Dýr-
mundsson, landnýtingarráðu-
nautur, Sigurður Björnsson, Kví-
skerjum, Birna Bjarnleifsdóttir,
leiðsögumaður og Þóra Ellen
Þórhallsdóttir, líffræðingur.
-ÁI