Þjóðviljinn - 04.05.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.05.1984, Blaðsíða 1
DJQÐVILJINN „I garðinum 1“ - fylgir blaöinu í dag Sjá 9-16 maí föstudagur 99. tbl. 49. árgangur „Bandormur“ stjórnarinnar skerðir kaupið 2% rýrnun kaupmáttar! „Kœmi ekki á óvart þótt kaupskerðingin væri meiri þegar upp er staðið“, segir GuðmundurJ. Guðmunds- son „Þetta kemur mér alls ekki á óvart, en þetta er varleg spá og það kæmi mér heldur ekki á óvart þótt þetta yrði töluvert meiri kaupskerðing þegar upp er staðið“, sagði Guðmundur J. Guðmundsson í viðtali við Þjóðviíjann í gær um þá spá Þjóðhagsstofnunar að við aðgerðir ríkis- stjórnarinnar rýrni kaupmáttur á árinu um rúm 2%. „Við skulum minnast þess að það var helsta fullyrðing aðilja við gerð síðustu kjarasamninga að ver- ið væri að tryggja kaupmátt launa og fannst nú flestum nóg um. En hér skjalfestir ríkisstjórnin, að hún telur sig þegar vera búna að skerða kaupmáttinn um 2% með þessum aðgerðum", sagði Guðmundur J. enn fremur. í greinargerð með frumvarps- bandormi ríkisstjórnarinnar fylgja spár um þróun kaupmáttar kauptaxta 1984 þarsem annarsveg- ar er spáð um framvinduna án að- gerða stjórnarinnar og hins vegar eftir að þær eru komnar til fram- kvæmda. Samkvæmt áliti Þjóð- hagsstofnunar mun kaupmáttur kauptaxta allra launamanna verða 97.6 á síðasta fjórðungi þessa árs, ef hann er settur á 100 á síðasta ársfjórðung 1983, sem var viðmið- un kjarasamninga ASWSÍ. Ef einungis er miðað við kaupmátt kauptaxta innan ASÍ verður hann 97.9 miðað við 100 á síðasta árs- fjórðungi si. árs. Fram kemur í spám Þjóðhagsstofnunar, að ef að- gerðirnar hefðu ekki komið til, hefði þessi kaupmáttur frá síðasta ársfjórðungi 1983 haldist nokkum veginn óbreyttur út árið. -óg/lg Hvað er í bandorminum? Sjá bls. 3 Búsetamálið: Ólga á Alþingi Þingforseti reiður Harðvítugar deilur stjórnarsinna Harðvítugar deilur eru nú innan ríkisstjórnarinnar um hvort bygging- arsamvinnufélagið Búseti falli undir ákvæði um lánakjör til félagslegra íbúðabygginga. Félagsmálaráðherra telur að svo sé tryggt í þeim lögum um húsnæðisstofnun ríkisins sem nú liggja fyrir alþingi. Sjálfstæðismenn eru á móti þeirri túlkun. Þegar greiða átti atkvæði í neðri deild síðdegis í gær um hin nýju lög og breytingartillögur óskuðu þeir Þorsteinn Pálsson og Alexander Stefánsson eftir því við þingforseta að málið yrði tekið af dagskrá. Ing- var Gíslason forseti neðri deildar brást reiður við og sleit þegar fundi þar sem hann hafði fengið vilyrði fyrir að málið yrði afgreitt til þriðju umræðu og haldið næturfund um málið til fjögur í fyrrinótt. Stjórnarandstöðuþingmenn höfðu óskað eftir því við umræð- umar að ríkisstjómin gæfi yfirlýs- ingu við afgreiðslu húsnæðisfrum- varpsins um að réttur Búseta væri tryggður. Samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans tók félagsmálaráðherra þetta deilumál um stöðu Búseta í hús- næðiskerfinu upp á fundi ríkis- stjórnarinnar í gærmorgun og fékk þar samþykki fyrir sinni túlkun. Þegar þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins fréttu af þeirri afgreiðslu í gær brugðust þeir illir við og þrátt fyrir klukkustundarlangan þingflokks- fund síðdegis í gær tókst ekki að sætta sjónarmið manna. Félagsmálaráðherra sagði í sam- tali við Þjóðviljann í gær að hann stæði fast á sinni skoðun og það væri að sínu mati ástæðulaust að „ráðast svona á þetta félag“, eins og hann orðaði málflutning Sjálfs- tæðismanna. ->g- Sjá bls 3 Þessar gömlu lelfar frá stríðsárunum eru orðnar að dvalarstað helmlllslauss fólks í Reykjavík. Mynd: ATLI. Á - ff - gS8B fl ■ y: xjL Hellisbúar í Reykjavík Öskjuhlíðin, hinn rómaði útivistarstaður, býður upp á fleira en fagurt umhverfi. Neðanjarðar eru gömul byrgi frá stríðstímum og ofanjarðar má einnig finna byrgi sem eru gamlar leifar mannvirkja. í þeim er dvalarstaður fólks sem ekki á i önnur hús að venda. A ferð Þjóðviljans um Öskjuhlíð í gær komumst við að raun um að þar er fleira gert en að ganga um hlíðina í góðu veðri og njóta náttúru og útsýnis. í einu byrginu voru svefnpokar og matarleifar Heimilislaust fólk leitar skjóls í Öskjuhlíðinni ásamt glösum og flöskum undan vínföngum, dropum og pillum. Einnig voru þar sokkaplögg og fleira dót. í fleiri neðanjarðarbyrgjum voru ummerki eftir fólk en ekki svefnpokar. Við fengum þær upplýsingar hjá lögreglunni í gær að þeir hafi engin afskipti haft af fólki sem dvelst í Öskjuhlíðinni. Sögðu þeir mikið um að heimilislaust fólk sofi hjá þeim yfir vetrarmánuðina en á sumrin sofi það hingað og þangað. -jp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.